Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 44
44 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. í f iski Alþýðuleikhúsið sýnir í Iðnó: ÍSAÐAR GELLUR Höfundur: Frederick Harrison Þýðing: Guðrún Bachmann Lýsing: Sveinn Benediktsson Framkvæmdastjóri: Erla B. Skúladóttir Leikmynd og búningar: Gerla Leikstjórn: Hávar Sigurjónsson. Alþýöuleikhúsið hefur fengið inni í Iðnó með fyrstu sýningu haustsins og sýnir þar ísaðar gell- ur. Þetta er leikrit eftir breskan höfund, Frederick Harrison, og Guðrún Bachmann hefur þýtt þaö á líflegt talmál eins og efni standa tu. Leikfélag Reykjavíkur hefur ný- verið kvatt húsið og er að koma sér fyrir inni í Kringlumýri þar sem Borgarieikhúsið verður bráðum vígt. Það er ennþá óráðið hvað verður um Iðnó en óneitanlega er það fýsilegur kostur að þarna verði rekið leikhús áfram. Alþýðuleikhúsið hefur fyrir löngu náð að festa sig í sessi og samfelld saga þess er orðin æði löng. Engu að síður hefur leikhúsið verið eins og farandverkafólkið, sem fjallað er um í ísuðum gellum, rótlaust og stöðugt á flækingi á milli staða. Stundum hafa sýningar leik- hússins goldið illilega fyrir að- stöðuleysið en oftar hefur þó verið lögð öll áhersla á að sigra erfiðleik- ana með athyghsverðum árangri. ísaðar gellur er eitt þeirra leikrita sem eru samansett af mörgum stuttum atriðum og lýsir fremur afmörkuðum atburðum. Það er ekki langt skref frá verkinu eins og það kemur fyrir á sviðinu í Iðnó til þess sem hægt væri að hugsa sér það fest á filmu, t.d. sjónvarpsgerð þess, enda mun hafa komið til tals aö vinna það fyrir sjónvarp. Skiptingar á mill atriða ganga nokkuð vel og þar hjálpar leik- mynd Gerlu til. Bárujárnsklæddir Leiklist Auður Eydal flekar gefa hugmynd um kuldalega og ópersónulega verbúð, sviðs- myndir eru fáar og gegna ýmsum hlutverkum. í verkinu er lýst ferð þriggja stúlkna frá Hull til íslands, komu þeirra til landsins, fyrstu viðbrögð- um og samskiptum þeirra við ís- lendinga (einkum einn). Það er nánast tilviljun að þær lenda á hér, þær eru fyrst og fremst að flýja atvinnuleysi og heimilisástæður heima fyrir. Aðahnntak verksins er þannig ekki bundið stað né stund. Stúlk- urnar þrjár eru í og með í leit að sjálfum sér. Þær þurfa að una nánu sambýli hver við aðra og það veld- ur árekstrum. Tvær þeirra þekkj- ast fyrir, erú æskuvinkonur, en sú þriðja bætist í hópinn og upp kem- ur togstreita á mihi þeirra. Það loðir alltaf við okkur íslend- inga að vera mjög uppveðruð yfir því hvað útlendingar segja og skrifa um land og þjóð. í þessari léttu úttekt á kjörum og viðhorfum farandverkafólks til okkar kemur fram einn fulltrúi landsmanna og hann ekkert sérstaklega aðlaðandi. Höfundurinn gæti alveg eins ver- ið íslendingur eins og Breti þegar hann er að senda pillur á landann með lýsingunni á þessum hrútleiö- inlega verkstjóra. Halldór Bjömsson leikur Pétur þennan og fer ágætlega með hlut- verkið. Kunnuglegt sambland af heimóttarskap og drýldni kemst vel til skila og þegar á reynir sýnir sig að maðurinn er lítilmenni að auki. Halldór fer hófsamlega með hlutverkið og byggir upp sannfær- andi mynd af verkstjóranum. . Vinkonumar tvær em hressar og fiörugar, bæði þegar þær ráðast til atlögu við hringorminn og eins þegar þær gera sitt besta til þess að láta frítímann hða og hressa upp á fábreytileikann á staðnum. En það dregur mjög snarlega af ann- arri þeirra, sem bæði glímir við ill- læknanlega ástarsorg og einnig pirring út í þriðju konuna, De- borah. Ingrid Jónsdóttir leikur Jenny og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Tracey. Ingrid er snögg upp á lagið og má gæta sín að leika ekki í gusum. Ólafía gerir Tracey ágæt skh og persónan verður býsna trúverðug, lífleg og alítaf með óvæntar uppá- komur. Ása Hlín Svavarsdóttir leikur Deborah, sem er af öðru sauða- húsi. Ása leikur líka á öðrum nót- um og mótar persónuna skýrum dráttum. Hávar Sigurjónsson er leikstjóri og vinnur ágætlega úr efniviðnum en ísaðar gellur er eins og fyrr seg- ir létt úttekt á lífi farandverkafólks hér á landi og samskiptum stúlkn- anna þriggja, bæði innbyrðis og eins við verkstjórann, Pétur. Það tekst mætavel að sýna hvernig þær komast hver um sig hænufeti nær því að þekkja sjálfa sig við dvölina og fara reynslunni ríkari heim. AE Námskeið Söngnámskeið i vetur mun söngskóh Ágústu Ágústs- dóttur starfa með breyttu sniði. Kennsla fer fram í formi námskeiða, þrjá eftirmið- daga í senn frá kl. 17-21. Síðasta dag hvers námskeiðs verður kennslan opin og gefst fólki þá kostur á að fylgjast með kennsl- unni samkvæmt nánara umtaii. Þá verð- ur stefnt að því að halda tónleika í lok hverrar annar en hver önn samanstend- ur af þremur námskeiöum. Fyrirmyndin að þessu formi kennslunnar er sótt til Alþjóðlega tónlistamámskeiðsins í Weimar í Austur-Þýskalandi og kennslan byggð á söngtækni prófessors Hanne- Lore Kuhse í Berlín. Píanóundirleikur stendur þátttakendum til boða. Fyrsta námskeiðið verður í Laugamesskólanum í Reykjavík dagana 19. til 21. september nk. kl. 17-21 og em þátttakendur beðnir að hafa samband við Ágústu Ágústsdótt- ur í sima 94-8260 eða 94-7672. Fundir Fundur DC Appollo DC Appollo, félagsskapur fólks af Dale Camegie námskeiðum, heldur fund þriðjudaginn 19. september 1989 í Far- fuglaheimilinu við Sundlaugarveg 34 stundvíslega kl. 20.30. Gestur: Guðfmna Eydal sálfræðingur. Fjölmennum. Tilkyimingar Nýrtónlistarskóli Nú í október tekur til starfa nýr tónhstar- skóli, Tónskóli Eddu Borg, og er hann ætlaður bömum frá fimm ára aldri. Kennsla verður eingöngu bundin við svo- kallaða forskóladeild fyrst um sinn, þ.e. undirbúningur fyrir hljóðfæranám. Kennt verður á blokkflautu og Orff hljóð- færi auk þess sem farið verður í nótur og annað sem flokkast undir tónmennt ahnennt. Kennsla fer fram fyrir hádegi í safnaðarsölum Seljakirkju, Kleifarseh 8. Innritun hefst mánudaginn 18. september kl. 10 í síma 73452. Andlát Stefanía Gissurardóttir frá Hraun- gerði, Ártúni 2, Selfossi, lést 13. sept- ember. -Ingi Friðrik Axelsson arkitekt lést á sjúkrahúsi í Karlsruhe í Þýskalandi 14. september sl. Gunnar Tómasson verkfræðingur andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, fimmtudaginn 14. september. Elías Jón Guðjónsson skókaup- maður, Staðarfelh, Akranesi, andað- ist á heimili sínu 14. september. Jardarfarir Haraldur Steingrímssonrafvirki lést 8. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 7. september 1923. For- eldrar hans voru hjónin Vilborg Vig- fúsdóttir og Steingrímur Magnússon. Haraldur starfaði lengst af í Áburð- arverksmiðjunni. Eftirlifandi eigin- kona hans er Þyrí Gísladóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og eru tvö á lífi. Fyrir hjónaband eignaðist Har- aldur eina dóttur. Útfór hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðrún Jónina Guðmundsdóttir, Háaleitisbraut 51, Reykjavík, andað- ist í Hvidorve sjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn miðvikudaginn 6. sept- ember sl. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðberg Kristjánsson frá Hellis- sandi, verður jarðsunginn frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík i dag, 18. september, kl. 13.30. Margrét Björgólfsdóttir, Sólvalla- götu 45, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 19. septemb- er kl. 13.30. Þorsteinn Steinberg Árelíusson, Skarðshlíð 16, Akureyri, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju þriöju- daginn 19. september kl. 13.30. Þóranna Rósa Sigurðardóttir, Drop- laugarstööum, verður jarðsungin þriðjudaginn 19. september kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Jón Sædal Sigurðsson, Rauðarárstíg 32, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 19. september kl. 13.30. Friðbjörg Hannesdóttir, Alfheimum 66, lést í Landspítalanum 8. septemb- er sl. Útfór hennar fer fram miðviku- daginn 20. september kl. 15 frá Foss- vogskirkju. Útför Helgu Jónsdóttur, Týsgötu 4b, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. september kl. 15. Guðni Bjarnason fyrrverandi verk- stjóri, Öldugötu 33, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag, 18. sept- ember, kl. 13.30. Björn Kjartansson frá Seli, Gríms- nesi, til heimilis að Efstasundi 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 19. september kl. 15. Karl Steinar Karlsson bifreiðarstjóri, Asparfelli 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 20. september kl. 13.30. Guðmundur Þorleifsson bóndi, Bæ í Súgandafirði, sem andaðist 12. sept- ember sl., verður jarðsunginn frá. Suðureyrarkirkju þriðjudaginn 19. september kl. 14. Æfingatafla handknattleiksdeildar Fram 1989-1990 Mfl.ka. mánudaga kl. 18.50 þriðjudaga fimmtudaga kl. 18.00 kl. 19.35 Höllin föstudaga kl. 21.45 Hölhn mfl.kv. mánudaga þriðjudaga fimmtudaga kl. 20.30 kl. 18.00 kl. 18.20 Höhin föstudaga kl. 20.30 Höhin 2.fl.ka. mánudaga kl. 20.05 f. ’71-’72 / föstudaga kl. 17.35 3. fl.ka. þriðjudaga kl. 19.15 f. ’73—’74 fimmtudaga sunnudaga kl. 21.50 kl. 12.35 3. fl. kv. mánudaga kl. 21.55 f. ’73-’74 þriöjudaga föstudaga kl. 21.45 kl. 18.50 4. fl. ka. þriðjudaga kl. 20.30 f. ’75-’76 fimmtudaga kl. 20.50 laugardaga kl. 15.30 4.11. kv. mánudaga kl. 20.55 f. ’75-’76 - föstudaga laugardaga kl. 20.05 kl. 14.40 5. fl. ka. mánudaga kl. 18.00 f. ’77-’78 laugardaga sunnudaga kl. 16.20 kl. 11.20 5. fl. kv. fimmtudaga kl. 17.35 f.’77- laugardaga kl.18.00 6. fl. ka. mánudaga kl. 17.10 4 f. '79— laugardaga kl. 17.10 | lí | Allar æfingar eru í íþróttahúsi Álta- mýraskóla fram. nema annað sé tekið Allir velkomnir. Handknattleiksdeild Fram. Meiming Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir í hlutverkim sínum I „ísaðar gellur". yUMFERÐAR RÁÐ ERT PÚ VIÐBÚIN(N) ÓVÆNTUM „GESTI“ AF Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.