Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Side 8
8 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Ef bregst trúnaðurinn er starfið fyrir bí - segir séra Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur Stundum finnst méc ég vera að gera gagn og þá er eins og ég fái vítaminsprautu, segir séra Óiafur Jens Sigurðsson fangaprestur. DV-mynd Hanna „Mér er það ennþá hulin ráðgáta hvernig þetta gat komið upp. Þarna er eitthvað sem fer úr böndunum. Hvað það akkúrat var vil ég helst ekkert vita um. Og þó mér hafi ef til vill dottið ákveðnir hlutir í hug þá er það eins og að vera elta skottið á sjálfum sér að vera velta vöngum yfir því lengur," sagöi séra Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur er hann var spurður hvernig það kom til að honum var brigslað um að hafa borið á milli fanga í stærsta kókaín- máli sem komið hefur upp hér á landi. Ólafur sagði að milli aðOa, sem nálægt svona málum kæmu, yrði að vera trúnaður og virðing fyrir störf- um hvers annars. Hann gerði sér grein fyrir því aö lögreglan væri undir miklu álagi þegar hún væri að sinna erfiðum málum, en einmitt á þeim stundum þyrfti maður að gæta sín vel og gera ekki mistök, draga ekki rangar ályktanir af þeirri stöðu sem upp kemur hverju sinni. Horft á eftir sekum „Ég hef oft sagt það, og það er vitað mál, að á stað eins og Síðumúlafang- elsi er fangaprestur kannski fyrstur til þess að komast að því hvort fólk er sekt eða saklaust. Þaö er ekki hans aö kanna það. Það sem fólk greinir fangapresti frá fer vitaskuld ekkert annað. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á eftir fólki út úr Síðumúlafangelsi, bæöi seku og saklausu, og þrásinnis hef ég séð fólk sleppa þaðan út vit- andi um sekt þess sem ekki hefur tekist að sanna,“ sagöi Ólafur. Þaö er ekki ólíklegt að áður en starf fangaprests komst í sviðsljósið hafi fáir vitað um tilveru þess. Starfið var stofnað með lögum áriö 1970 oghefur aðeins einn maður gegnt starfmu á undan Ólafi. Áður var það svo áö dómkirkjuprestarnir sinntu fanga- húsunum. Að sögn Ólafs mun fanga- presti ætlað að sinna öllum fangels- um í landinu sem rekin eru af rík- inu, þ.e.a.s. Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, Fangelsinu aö Litla- Hrauni, að Kvíabryggju, á Akureyri, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Gæsluvistarfangelsinu í Síðumúla. Margt hefur breyst á þessum tæp- lega tuttugu árum og síðustu árin hefur fangafjöldi meira en tvöfald- ast. Nú sæta um 400 manns refsivist hér á landi á ári og um 700 innsetn- ingar eru í Síðumúlafangelsið. Fangapresti er ætlað að veita þessu fólki prestlega þjónustu og í þessu felst meðal annars að vera ævinlega til taks til þess aö ræða við þaö um vanda þess, og það sýnir sig að fólk leitar eftir þeirri þjónustu. „Ég tel þetta komið á þaö stig aö þetta sé illt verk fyrir einn mann aö sinna. Við megum ekki gleyma að í kringum hvem fanga er fjöldi ein- stakhnga og fjölskyldur og það er hlutverk fangaprests að veita þessu fólki stuðning sé eftir þeim stuðningi leitað,“ sagði Ólafur. Treysta trúnaöi hans Hann sagði að afplánunarfangi leit- aði iöulega til prestsins til þess að styrkja sína persónulegu stöðu því hann treysti trúnaði hans. Prestur- inn gæfi sér stundir með honum, hlustaði á hann og kannski benti honum á einhver úrræði eða ein- hveijar útgönguleiðir, eitthvað sem kynni að verða honum til stuðnings og styrktar síðar. Væri um að ræða fanga sem sætti gæsluvist þá væri um langtum harðari hluti að ræða því þar lifði fólk í langtum meiri neyð og þrengingum vegna þess aö það væri rofið og slitið úr tengslum við allt mannlegt samfélag og fengi ekki aö umgangast aðra en rannsóknar- aðila máls, lögmann sinn eða réttar- gæslumann, prest og lækni þurfi þaö á lækni að halda. En hafa fangar þörf fyrir prest? „Já, það er ekkert álitamál og velt- ur á því sem við köllum trúnað og þagnarskyldu. Þegar eitthvað fer úr skorðum, eitthvað gengur öðruvísi en ætti að gera, þá er þaö einfaldlega þannig að fólk treystir trúnaði presta betur en flestra annarra. Vitund fólks, hjá embættum sem maður á að geta treyst, fyrir því hvaö.er þagn- arskylda og trúnaður hefur sljóvgast svo mjög að það er ekki hægt að treysta því eins og þyrfti og eins og bæri,“ sagði Ólafur. „Presti ber að hlusta og hann tekur enga áfstöðu,“ sagði hann. „Víst kunna þaö að vera veraldlegir hlutir sem um er talað en það eru allt sam- an hlutir sem snerta manninn veru- lega persónulega og honum mjög mikilvægt að ræða. Fangaprestur lætur manninn finna það að þrátt fyrir þá erfiðleika sem hann er kom- inn í þá er hann ekki einn.“ „Þetta verkefni er ákaflega sér- hæft,“ sagði Ólafur, þegar hann var spuröur hvað hann gæti meira gert fyrir fanga en þeirra sóknarprestur. „Það eru ýmsir hlutir sem ég hef hreinlega orðið að kynna mér í þessu starfi. Ég hef oröið að lesa mér til í samfélagsfræðum, ég hef orðiö að lesa mér til um ýmislegt í sálarfræð- um og ég hef orðið að leita mér upp- lýsinga um ýmislegt sem varöar geð- ræna kvilla og alkóhólisma og svona gæti ég lengi talið. Ég verð í starfi mínu að fara langt út fyrir þanri ramma sem heitir guðfræði." Með hegningar- lögin í töskunni En víkjum aftur að trúnaöinum og þagnarskyldunni. Vegna stöðu sinnar átti Ólafur mjög óhægt um vik að verjast þeim ásökunum sem fram komu því hendur hans voru algjörlega bundnar. Hann segir sjálf- ur að bregðist trúnaður sinn við fangann þá sé starfið fyrir bí. „Vandinn er vitaskuld sá aö jafnvel þótt þetta fólk ætlaðist ekki til þess að ég væri bundinn trúnaði þá breyt- ir það engu um eöli þeirra hluta sem þama var veriö að fást við, því að um leið og að manneskjan veit það aö trúnaður er ekki tekinn alvarlega þá hefur hún ekki gagn af þeirri þjón- ustu sem sálgæslumaður er að bjóða henni upp á,“ sagði Ólafur. „Það er engin tilviljun að í tösk- unni minni er ekki aðeins Biblían heldur bæði hegningarlög og lög um meðferð opinberra mála, því mér er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.