Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Síða 16
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989!
lfr -
Oliver Twdst frumsýndiir í kvöld:
Kurteis og
góður strákur
- segir Gissur Páll Gissurarson, 12 ára, sem leikur söguhetjuna
Hinn sígildi og klassíski söngleikur
Oliver Twist veröur frumsýndur í
Þjóðleikhúsinu í kvöld. Tólf ára
drengur, Gissur Páll Gissurarson,
stígur þá sín fyrstu spor á sviði Þjóö-
leikhússins. Hann leikur sjálfan Oli-
ver Twist. Annar en þó mun vanari
sviðsmaður er einnig aö stiga sín
fyrstu spor á sviði Þjóðleikhússins
en það er Þórhallur Sigurðsson, bet-
ur þekktur sem Laddi. Hann fer með
hlutverk Fagins. Þá eru sextán strák-
ar í hinum margvíslegu hlutverkum
og fæstir hafa áður stigið á svið. Það
er því mikil þolraun sem bíður þeirra
félaga í kvöld.
„Benedikt Ámason leikstjóri sendi
bréf í alla skóla og óskaði eftir uppá-
stungum um góðar söngraddir. Það
endaði þannig að ég var valinn,“
sagði Gissur er hann var spurður
hvað hefði komið til að hann hafi
fengið þetta hlutverk. „Ég hef sungið
með skólakór Kársnesskóla í tvö ár.
Reyndar byrjaði ég þar þá því áður
bjó ég í Vestmannaeyjum. Þar var
enginn kór. Mér fmnst mjög gaman
að syngja og ákvað því að byrja í
kómum. Ég var alveg í skýjunum
þegar ég fékk hlutverk Olivers
Twist,“ segir Gissur.
Hann segist hafa farið á flestar
barnasýningar Þjóðleikhússins en
ekki hvarflað að honum að hann
ætti eftir að standa sjálfur á sviðinu.
Hins vegar segist hann aldrei hafá-
leikið fyrr. Þegar ég kom hér fyrst
fannst mér þaö mjög fint, mikið
sport. Nú er ég búinn að venjast því.
En þetta er mikil vinna.“
Gissur segist hafa misst úr skólan-
um vegna æfinga en strax í næstu
viku geti hann hafið nám á nýjan
leik. „Við emm eiginlega búin að
vera að æfa síðan í vor. Mér fannst
bókstaflega vonlaust að læra rulluna
fyrst þegar ég sá handritið en þetta
kom af sjálfu sér. Ég las þetta ansi
oft.“
- Kviðir þú fyrir fmmsýningunni?
„Nei, ég hlakka til. - Myndirðu vilja leika í fleiri leikrit-
- Hvernig strákur finnst þér Oliver um?
vera? „Já, ég væri alveg til í það en ég
Laddi og Gissur i hlutverkum sínum sem Fagin og Oliver Twist.
„Jú, ég geri það. Hann átti bágt.“
Gissur Páll segist eiga nokkur
systkin. Tveir bræður hans, Ragnar
og Gunnar, sem eru 7 og 5 ára eru
heima. Móðir Gissurar er Þórlaug
Ragnarsdóttir og fósturfaöir hans er
Þorvarður Gunnarsson en faðir hans
er Gissur Sigurðsson, fréttamaður á
Ríkisútvarpinu.
Laddi er einnig í sínu fyrsta hlut-
verki í Þjóðleikhúsinu en hann hefur
leikið talsvert á sviði í Gamla bíói
með Gríniðjunni. Laddi sagði að það
væri allt öðmvísi að leika í Þjóðleik-
húsinu. „Mér finnst mjög skemmti-
legt að vera kominn hingað. Hér er
öðruvísi andi en í áhugaleikhúsi,
meira skipulag á hlutunum.
- Nú ert þú í hlutverki sem er frekar
alvarlegs eðlis en ert vanari grín-
hlutverkum - er það ekki dálítið frá-
brugðiö?
„Jú, það má segja það. Þetta er
reyndar bæði alvara og gaman. Það
er mjög skemmtilegt þegar Fagin
bregður á leik.“
- Hvemig leggst hlutverkið í þig?
„Ákaflega vel, ég held bara það sé
eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég
hef leikið."
- Kvíðir þú frumsýninguhni?
„Ég kvíði henni ekki, hlakka frekar
til. En það er viss spenna sem fylgir
þessu og hún á að vera.“
- Hvernig kanntu við Fagin?
„Hann er ágætur að mörgu leyti.
Samt sem áður kann ég ekki við
svona persónur - en hann er þjófótt-
ur og undirförull. Auk þess er hann
ekki fríður ásýndum."
- Hefur þú lesið söguna?
„Ég las hana sem strákur og hafði
mjög gaman af,“ sagði Þórhallur Sig-
urðsson.
-ELA
„Mér finnst hann kurteis og góður
strákur. Hann er eiginlega bara mjög
líkur mér enda emm við orðnir part-
ur af hvor öörum.“
- Þú þarft að syngja mikið:
„Já, ég er á sviðinu allan tímann í
fyrsta þætti og þarf mikið að syngja
enda er þetta söngleikur. Mér finnst
til dæmis í öllu falli miklu betra að
syngja en tala. Ég er ekkert feiminn.“
held aö ég vildi ekki gera þetta að
framtíðarstarfi mínu. Þetta er erfitt
og ekkert ofsalega vel launað. Ég
ætla aö verða flugmaður."
- Hvað segja vinir þínir við leikar-
ann?
„Sumum finnst þetta æðislegt en
aðrir geta verið svolítið afbrýðisam-
ir.“
- Er kannski hrópað á eftir þér: Oli-
ver Twist?
„Nei, nei, enda tæki ég það ekki
nærri mér. Ég er Oliver Twist.“
- Hefur þú lesið söguna um Oliver
Twist?
„Hún var lesin fyrir mig þegar ég
var pínulítill og þá fannst-mér hún
æðisleg. Þegar ég var svona sjö
fannst mér hún hundleiðinleg."
- VorkennirþúekkertOliverTwist?
mm; imwm
——- ■
Alls eru sextán strákar í söngleiknum um Oliver. Hér er hluti þeirra og voru sumir orðnir spenntir fyrir frumsýn-
ingu. Þeir heita: Bjarni Óskar, Halldór Sveinsson, Björn Kristjánsson, Elmar Freyr Vernharðsson, Gissur Páll
Gissurarson, Árni Sigurður Ingvason og Ólafur Egill Egilsson. DV-myndir GVA
Hugrún Iinda á leið í Miss World:
Erfitt að koma á eftir Lindu og Hófi
Stulkurnar tíu sem tóku þátt í Miss Scandinavian í Finnlandi. Hugrún er númer eitt og Hildur Dungal númer 6.
Hugrún Linda Guðmundsdóttir,
feguröardrottning íslands 1989, er
nýkomin heim frá Finnlandi þar sem
hún tók þátt í keppninni Miss Scand-
inavia. Hugrún Linda hafnaði í öðru
sæti í þeirri keppni. Undanfarið hef-
ur Hugrún starfað í tískuversluninni
Sautján en er hætt þar sem hún er á
förum til London tíl aö taka þátt í
keppninni Miss World, sem fram fer
16. nóvember.
„Næstu þijár vikur fara í æfingar
hjá mér auk þess sem ég þarf að
undirbúa mig varðandi fatnað og
annað sem ég þarföað hafa með
mér,“ sagði Hugrún. „Ég á eftir að
láta sauma kjól á mig en ég hef
ákveðið að hafa hann svipaðan og
þann hvíta sem ég var í á úrslita-
kvöldi Fegurðarsamkeppni íslands.
Ég hef loforð frá manni sem heitír
Michael aö sauma kjólinn en ég hef
ekki ennþá hitt á hann. Vona bara
að hann sé enn hér á landi,“ sagði
Hugrún.
- Er ekki erfitt aö taka þátt í þessari
keppni nú þegar íslenskum þátttak-
endum hefur vegnað svo vel síðustu
ár?
„Jú, það er mjög erfitt. Það eru
áreiðanlega gerðar miklar kröfur til
mín. Annars finnst mér verst að
þurfa að fara ein til London. Ég
reikna ekki með að Gróa Ásgeirs-
dóttir, framkvæmdastjóri keppninn-
ar, og Linda Pétursdóttir, Miss
World, komi fyrr en á síðustu dög-
um.“
- En fékkstu ekki einhverja þjálfun
í Miss Scandinavia-keppninni?
„Sú keppni var hálfhallærisleg. Við
vorum í endalausum ferðalögum og
kokkteilboðum og mér fannst eins
og alltaf væri veriö að sýna okkur. í
eitt skiptíð héldum við að við værum
að fara á blaðamannafund sem
reyndist vera eitthvert karlasam-
kvæmi á hóteh. Viö þurftum að
kynna okkur fyrir körlunum, ganga
um og sýna okkur. Síðan kusu þeir
fallegustu stúlkuna," sagði Hugrún.
Þess má geta að hún sigraði það
kvöldið. „Daginn áður var einnig
keppni og þá sigraði sænska stúlkan
sem síðar sigraði í keppninni. Mér
fannst eins og miklu meiri virðing
væri borin fyrir sýningunni hér
heima en í Finnlandi. Á úrshtakvöld-
inu þurftum við að dansa í sund-
bolum," sagði Hugrún og grettí sig.
„Ógeðslega hahærislegt."
Hún sagði að Miss World keppnin
væri miklu flottari og betur skipu-
lögð. Ekki segist hún hafa haft mikiö
að gera vegna títils síns sem fegurð-
ardrottning. „Ég var á Akureyri í
sumar og hef ekki gert mikiö fyrir
fegurðarsamkeppnina. Hins vegar
sagði ungfrú Svíþjóð mér að hún
væri í föstu starfi sem fegurðar-
drottning þar til næsta krýning fer
fram.“
Hugrún verður í rúman mánuð
erlendis vegna Miss World keppn-
innar. „Við verðum annaöhvort í
Taiwan eða Hong Kong áður en
keppnin sjálf fer fram, þá við mynda-
tökur og æfingar. En ég á eftír að
ræða við Lindu Pétursdóttur tíl að
fá upplýsingar og ráðgjöf hjá henni.“
-ELA