Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar og helgarrás Stöðvar 2 í sjónmáli:
Lvflegt sjónvarps-
stríð er í vændum
Nokkrar væringar eru í vændum á
sjónvarpsmarkaðnum á íslandi.
Myndbanda- og auglýsingafyrirtæk-
ið Sýn hf. hefur boðað stofnun sjón-
varpsstöðvar sem ætlunin er að
sendi einungis út efni um helgar.
Hefur Sýn fengið rás 6 á metrabylgju-
sviði (VHF) úthlutað og verið er að
sækja um sjónvarpsrekstrarleyfi.
Munu útsendingar stöðvarinnar ná
til höfuðborgarsvæðisins og líklega
einnig til Suðurnesja.
Þa mun Stöð 2 ætla aö hleypa helg-
arrás fyrir allt landið af stokkunum
innan tíðar og hefur í því sambandi
sótt um rás 8 á sama bylgjusviði.
Loks munu aðstandendur þeirrar
stöðvar sem í daglegu tali hefur ver-
iö nefnd Stöð 3, sem ísfilm og fleiri
standa á bak við, ætla að gera upp
hug sinn um sjónvarpsrekstur í
næsta mánuði.
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
Þessar stöðvar eða rásir virðast við
fyrstu sýn ætla að stefna á ipjög svip-
aðan markað. Þannig eru kvikmynd-
ir stór þáttur í dagskrárdæmi allra
stöðvanna auk þess sem tvær stíla
eingöngu á helgamar. Þá er reiknað
með innlendri dagskrárgerð og
fréttatengdum þáttum á báðum nýju
stöðvunum.
Huidumenn
Ekki hefur fengist uppgefið hvaða
aðOar munu standa að umsókn um
sjónvarpsrekstrarleyfi á rás 6, þeirri
sem Sýn fékk úthlutaö. AðOd að sjón-
varpsstöðinni er tO athugunar í
stjómum nokkurra fyrirtækja og
þegar niðurstaða liggur fyrir verður
fyrirtækjapakkinn kynntur í heOd.
Fjárhagsdæmið er því óljóst og ekki
víst hvort Sýn standi að stofnun nýs
hlutafélags með hinum fyrirtækjun-
um eða fyrirtækin gerast aðOar aö
Sýn. Þeir aðOar sem nefndir hafa
verið tO sögunnar sem þátttakendur
í hinni nýju sjónvarpsstöð em Saga
film, Jón Ólafsson eða íslenska út-
Mál Magnúsar:
Ekkivitað
hvort Hæsti-
réttur víkur
Mál Magnúsar Thoroddsen,
fyrrum forseta Hæstaréttar,
verður þingfest í Hæstarétti á
mánudag. Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður,
verjandi Magnúsar, mun tO-
kynna viö þingfestinguna að
hann skili inn gögnum innan 30
daga eftir þingfestingu.
Guðmundur Jónsson, forseti
Hæstaréttar, sagði að ekki væri
tímabært að greina frá hvort
dómarar muni víkja sæti. Hann
sagði aö það skýröist ekki fýrr
enn eftir þingfestingu málsins.
Ef dómaramir vikja ekki sæti
geta málsaöilar gert kröfti um að
þeir víki. Það em sömu dómarar
sem úrskurða um þá kröfu - ef
hún kemur fram. Ef hæstaréttar-
dómarar ákveða áð vlkja úr dómi
kemur til kasta dómsmálaráð-
herra og ríkisstjómar aö skipa
aöra dómara í þeirra stað.
-sme
Björn Br. Björnsson í húsakynnum Sýnar en þar er gert ráð fyrir að hin
nýja sjónvarpsstöð verði til húsa.
DV-mynd KAE
varpsfélagið og Svavar EgOsson, sem
nýverið keypti Ferðamiðstöðina Ver-
öld. GBB-Auglýsingaþjónustan á 30
prósent hlutafjár Sýnar en sam-
kvæmt heimOdum DV mun GBB
selja sinn hlut í fyrirtækinu. Engar
auglýsingastofur munu vera í fyrr-
nefndum fyrirtækjapakka.
Helgarsjónvarp
„Við erum með ákveðna hugmynd
um rekstur þessarar stöðvar. Við
teljum að það sé hægt að reka sjón-
varpsstöð hér sem er bæði betri og
ódýrari en þaö sem boðið hefur veriö
upp á. Ef þú ætiar að reka sjón-
varpsstöð þá þarftu að geta selt hana
og til þess þarftu að geta boðið fólki
upp á eitthvað annað en enn einn
myndlykO til að selja því enn eina
sjónvarpsstöðina sem er alveg eins
og þær sem em fyrir," sagöi Bjöm
Br. Bjömsson, talsmaður Sýnar hf.,
í samtah við DV.
Sýn mun senda út föstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga. Verður dag-
skráin ekki mikO en hugmyndin er
gæði umfram magn. Væri íhugaö að
byija með talsett bamaefni á morgn-
ana, íþróttaefni á daginn og síðan
innlent efni og bíómyndir á kvöldin.
Yrði ekki rekin fréttastofa en gerðir
þættir um fréttatengt efni. Hin nýja
stöð hefur ekki fengið nafn en nafnið
Helgarsjónvarp hefur komið fram.
Myndlyklar og áskrift
Aðaltekjur sjónvarpsstöðvarinnar
verða af sölu áskriftar og auglýsinga.
I DV í gær kom fram aö sjónvarps-
stöðin hygðist gefa eða leigja út
myndlykla gegn vægu gjaldi.
„Við vOjum ekki áð fólk þurfi að
leggja í tugþúsundakostnaö ef það
viti horfa á þessa stöð. Áskriftargjald
verður mun lægra en hjá Stöð 2 og
myndlyklamál á að vera hægt að
leysa á mjög ódýran hátt. Ef þessi
leið yrði ekki farin kæmi til greina
að koma efni út í gegnum myndlykla
sem notaðir era fyrir Stöð 2 en það
hefur ekki verið rætt enn sem komið
er.“
Fagna samkeppni
„Eg fagna samkeppni og vona að
hin nýja stöð geri það líka þar sem
við erum sjálfir að fara af stað með
helgarrás. Höfum við reyndar haft
plön um það lengi. Við höfum sent
samgönguráðherra umsókn um rás
8 á VHF-bandinu og eigum von á að
fá sömu fýrirgreiðslu og Sýn. Okkur
var neitað um rás 6 á sínum tíma en
forsendumar hafa greinOega breyst
sem er mjög gott mál,“ sagði Jón
Ottar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2.
Jón Óttar sagði að illmögulegt eða
jafnvel ómögulegt væri að fá aðra
stöð inn á móðurtölvu Stöðvar 2 sem
er samtengd myndlyklunum og að
sá möguleiki yrði hreinlega úr sög-
unni þegar ný rás og fleiri nýjungar
á vegum Stöðvar 2 kæmu tO en þær
yrðu kynntar fyrir jólin. Yrðu nýjar
stöðvar að huga að eigin myndlykla-
kerfum. Þar með virðast vonir um
samstarf um myndlykla og móöurt-
ölvu Stöðvar 2 vera úr sögunni fyrir
báðar sjónvarpsstöðvamar sem fara
munu af stað í vetur.
Stöö3
„Það er ekki eftir neinu að bíða og
ákvörðunar aö vænta eftir um þijár
vikur. Ef við fóram af stað munu
okkar útsendingar ná til atis lands-
ins,“ sagði Lndrið G. Þorsteinsson en
hann er einn af aðalmönnunum á
bak við Stöð 3.
Umræðan um þessa stöð hefur leg-
ið niðri frá því í desember en að sögn
Indriða og Jóns Aðalsteins Jónsson-
ar, stjómarformanns ísfilm, er und-
irbúningur að starfsemi stöðvarinn-
ar á lokastigi. Ekki fékkst uppgefið
hveijir standa að þessari stöö og
óvíst hvemig endanlega yrði staðiö
að rekstrinum.
„Við höfum farið okkur hægt þar
sem mörg ljón era á veginum sem
geta gert okkur lífiö leitt,“ sagði Jón
Aðalsteinn.
Um það hvemig efni stöðvarinnar
yrði dreift vOdi Jón Aðalsteinn ekki
ftillyrða en gaf í skyn að ekki væri
ástæða til að fjárfesta í meira dreifi-
kerfi en fyrir er í landinu.
Báðar nýju stöðvanna munu hafa
fyrir þeim tækjabúnaði sem nauð-
synlegur er og ef Saga film gegnur
inn í Sýnardæmið ætti að verða yfrið
nóg af tækjum á þeim bæ.
Það er.hins vegar meira en að segja
það að reka sjónvarpsstöð og kostn-
aður getur orðið gífurlegur ef vanda
á jafhmikiö til efnis og gefin era fyr-
irheit um. Að sögn nokkurra viö-
mælenda DV er óðs manns æði að
ætia í samkeppni við Stöð 2 og Ríkis-
sjónvarpiö og tíminn heldur ekki
heppOegur þar sem möguleikar á
innlendri íjármagnsinnspýtingu séu
takmarkaðir eins og ástandið er nú
í þjóðlífinu. Sumir benda á útvarps-
rásimar og hve erfiöur rekstur
þeirra hefur verið auk almennrar
tilhneigingar til samrana eða inn-
limunar fyrirtækja þannig að úr
verði færri og stærri einingar. En
sjónvarpsmenn era kokhraustir og
því von á líflegu stríði um sjónvarps-
skjáinn á næstu misserum.
-hlh
Landsfundur Borgaraflokksins:
Óli Þ. og Ásgeir Hannes kljást
um varaformannsembættið
- Júlíus Sólnes fær mótframboð sem formaður
„Við vOjum koma í veg fyrir að
þetta verði eins og í hinum flokkun-
um og þetta sýnir að það er þó lýð-
ræði í flokknum í sambandi við þetta
eins og annað,“ sagði Júlíus Sólnes,
formaður Borgaraflokksins, en
Hilmar Haraldsson vélvirki hefur
lýst yfir því innan flokksins að hann
muni bjóða sig fram á móti Júlíusi
við formannskjör.
En formannsembættið er ekki það
eina sem slegist verður um. Bæði
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð-
herra og Ásgeir Hannes Eiríksson
þingmaður hafa lýst yfir að þeir vOji
komast í embætti varaformanns. Þar
má búast við harðari baráttu en um
formannsembættið sem allt bendir
til aö Júlíus haldi.
„Ég bauö mig fram árið 1987 en þá
frestaði ég framboði. Því er ég enn í
framboði,“ sagði Ásgeir Hannes í
Hilmar Haraldsson vélvirki hefur lýst því yfir að hann muni bjóða sig fram
á móti Júlfusi Sólnes sem formaöur Borgaraflokksins og Ásgeir Hannes
Eiríksson þingmaöur ætlar sér varatormannsembættiö. Það ætlar Óli Þ.
Guöbjartsson sér líka. DV-mynd KAE
gær.
„Það hafa ýmsir rætt um þetta við
mig,“ sagöi Oli Þ. og vOdi ekki tjá sig
ffekarumframboðsitt. -gse t
DV
Akureyri í morgun:
17stigahítiog
sunnan þeyr
Sautján stiga hiti, hægur sunn-
anvindur og hálfskýjaö var á
Akureyri klukkan sex í morgun.
Klukkan sex var tíu stiga hiti í
Reykjavík og á Kirkjubæjar-
klaustri. Súld var í Reykjavík.
Næsta sólarhring verður sunn-
an- og suðvestanátt á landinu.
Stinningskaldi eða allhvasst
verður á Suður- og Suðvestur-
landi. Hægur vindur veröur ann-
ars sfaðar á landinu. Súld verður
á Suðvesturlandi en bjart annars
staðar.
Gert er ráð fyrir að 1 Reykjavík
verði um 10 stiga hiti og á Akur-
eyri um 15 stiga hiti. -sme
lækkar um
1,50 krónur
Verð á bensíni, bæði blýlausu
og súper, mun lækka á næstunni
um 1,50 til 1,70 krónur lftrinn. Á
fundi Verðlagsráðs í dag verður
flallað um verð á bensfni og olíu
og lækkun bensínsverösins
væntanlega ákveðin.
Innkaupajöfmmarreikningur
bensíns hefur verið neikvæður í
marga mánuði en mtm hafa snú-
ist viö í þessum mánuði og vera
oröinn jákvæður. Þaö er ástæðan
fyrir bensínlækkunininni núna.
Verð á súperbensíni er 54 krón-
ur og fer það væntanlega niður í
um 52,30 krónur lítrinn. Verð á
blýlausu bensíni, 92 oktana, fer
úr 50 krónum niöur í um 48,50
krónurlítrinn. -JGH
Fíkmefoamál:
Mr menit
í varðhaldi
Fíkniefnalögreglan handtók
þijá menn viö verslanamiöstöö-
ina við Holtaveg í Reykjavik í
gærdag. Mennimir vora með
amfetamín á sér. Auk þess að
vera með fikniefni era þeir gran-
aðir um ávísanamisferli. Málið
er tO rannsóknar.
-sme
Tilburg:
Kasparov
langefstur
Jóhann Hjartarson og
Ljubojevic tefldu æsispennandi
skák í 11. umferð TOburg-mótsins
í gær. Rétt fyrir fyrri tímaraörkin
fómaöi Jóhann manni fyrir sókn
en Júgóslavinn varðist fimlega
og er skákin fór í Mð hafði hann
peði meira og vinningsfæri.
Kasparov jók enn forskot sitt
er hann lagöi Kortsnoj i 29 lelkj-
um en skákum Pikets við Sax og
Agdesteins við Ivantsjúk lauk
með jafiitefli.
Eftir eUefu umferðir hefur
Kasparov 9>/a v„ Kortsnoj 7, Sax
5>/i og Jóhann og Ljubojevic
koma næstir með 4 ‘A v. og bið-
skák.
„Bensín-
sprengja“ við
bamaheimill
Ungfr pUtar hentu seint í gær-
kvöldi nokkurs konar bensfn-
sprengju að barnaheimilinu
Hálsakoti við Hálsasel í ReykJa-
vík. Enginn slasaðist og ekki
urðu teljandi skemmdir vegna
sprengjunnar. Ekki hefur tekist
að hafa uppi á pOtunum.
-sme