Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. Úflönd Sony bætir í safnið Japanska fyrirtækið Sony, sem á miðvikudag keypti bandaríska kvik- myndafyrirtækið Columbia, bætti í safnið í gær. Þá samþykkti fyrirtæk- ið kaup á Guber-Peters Entertain- ment Company en það kvikmynda- fyrirtæki hefur framleitt myndir eins og Batman, Rain Main og Flash- dance. Kaupverðið er 200 milljónir dollara. A miövikudag keypti Sony Col- umbia kvikmyndafýrirtækið fyrir rúmlega þrjá milljarða dollara eða sem svarar rúmlega 180 milljörðum íslenskra króna. Fréttaskýrendur segja að kaup Sony á Guber-Peters ýti undir orðróm, sem gengið hefur flöllunum hærra, um að skipt verði um forstjóra Columbiu og Peter Gu- bertakivið. Reuter Flóttamennirnir nær þrjú þúsund Neyðarástand ríkir nú í sendiráði Vestur-Þýskalands í Prag í Tékkósló- vakíu. í gærkvöldi voru austur- þýsku flóttamennimir þar orðnir tvö þúsund og fimm hundruð og er talið að þeir verði orðnir þrjú þúsund um helgina. Hefur fjöldi flóttamannanna á sendiráðslóðinni tvöfaldast á tæpri viku. Flestir flóttamannanna hafast við í tjaldbúðum í garði sendiráðsins sem er orðinn að forarvilpu í haust- rigningunum. Einnig er farið að kólna í veðri. Nokkur hundruð kon- ur og böm em í sjálfri sendiráðs- byggingunni þar sem hver krókur og kimi er nýttur. Margir sofa í stig- um og á pöllum. Úti verða menn að sofa til skiptis vegna skorts á rúm- um. Sjálfboðaliðar frá vestur-þýska Rauða krossinum færa flóttamönn- unum mat og hjúkra sjúkum. Þeir sem era illa haldnir em fluttir á sjúkrahús í Prag en þeim er leyft að snúa aftur til sendiráðsins. Vestur- þýskir ferðamenn færa bömunum súkkulaði og ávexti. Tékknesk hjón færðu þeim epli úr garðinum sínum. „Ástandið er mjög alvarlegt,“ sagði vestur-þýski ráðherrann, Irmgard Adam-Schwátzer, sem ásamt hópi starfsmanna vestur-þýska Rauða krossins heimsótti sendiráðið í gær. Þess sáust þó engin merki að tékk- BHI frá Rauða krosslnum fyrir utan vestur-þýska sendiráðið í Prag með matvæli handa austur-þýsku flótta- mönnunum. Sfmamynd Reuter Biðraðirnar á salernin við vestur- þýska sendiráðið f Prag eru langar þar sem aðeins eru átján salemi fyrir tvö þúsund og fimm hundruð manns. Sfmamynd Reuter nesk yfirvöld væm fús til að flytja flóttamennina til annarra dvalar- staða eins og Pólveijar gerðu við hundmð flóttamanna sem leituðu skjóls í sendiráði Vestur-Þýskalands í Varsjá. Tékknesk yfirvöld ítreka að þýsku ríkin tvö verði sjálf að leysa vandann. Tékkneska lögreglan hindrar engan í því aö komast í sendiráðið sem formlega var tilkynnt lokað 23. ágúst síðastliðinn. Vestur- þýskir embættismenn sögðu í gær að Austur-Þjóðverjar ættu að ríða á vaðið. Samningamanni Austur-Þjóðveija, lögfræðingnum Wolfgang Vogel, tókst að telja um tvö hundmð flótta- menn í Prag og Varsjá á að snúa aft- ur heim fyrr í þessari viku gegn því að þeim yrði leyft að flytja til Vestur- Þýskalands innan sex mánaða. Hóp- ur Austur-Þjóðveija fór frá sendiráð- inu í Varsjá í gær en ekkert virðist benda til að þeir sex hundmö flótta- menn sem enn hafast við í sendiráð- inu og í rómversk-kaþólskri kirkju í úthverfi höfuðborgarinnar ætli að fara þaðan. Flestir flóttamannanna em vantrúaðir á að yfirvöld standi við loforð sín. Ef Pólveijar opna landamæri sín fyrir flóttamönnunum eins og Ung- veijar er aðeins um eina leið að velja til Vestur-Þýskalands, yfir Eystrasalt og í gegnum Svíþjóð til Vestur- Þýskalands. ReuterogTT Japan: Heldur Kaifu embættinu? Hajek hlýtur dönsk friðar- verðlaun Jiri Hajek, forseti mannréttinda- nefndar í Tékkóslóvakíu, mun hljóta dönsk friðarverðlaun fyrir árið 1989. Hajek hefur ásamt leikritaskáldinu Wáclav Havel verið talinn liklegur til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Hcúek var utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu undir stjóm umbóta- sinnans Dubceks fyrri hluta ársins 1968 þegar „voraði" í Prag. Þegar Varsjárbandalagið gerði innrás í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 var Dubcek ásamt nokkrum samstarfs- mönnum sínum handtekinn. Mannréttindabaráttumaðurinn og fyrrum utanríkisráðherra Tékkósló- vakíu, Jiri Hajek, í Prag í gær eftir að honum var tilkynnt að hann hlyti dönsk friðarverðlaun fyrir árið 1989. Slmamynd Reuter Aukakosningar til efri deildar jap- anska þingsins, sem fram fara í borg- inni Ibaraki, norður af Tokýo, á sunnudag gætu haft úrslitaþýðingu fyrir áframhaldandi setu Toshiki Kaifú forsætisráðherra í embætti að mati fréttaskýrenda. Telja þeir að kosningamar geti sagt til um hversu mikla möguleika Kaifú hafi á að verða endurkjörinn leiðtogi Fijáls- lynda lýðræðisflokksins eftir að kjör- tímabil hans rennur út í lok næsta mánaðar. Tapi ftjálslyndir í kosningunum á sunnudag segja fréttaskýrendur að forysta flokksins muni taka það sam merki um að Kaifu sýni ekki nægi- lega forystuhæfileika og fari því að svipast um eftir arftaka hans. Leið- togi Fijálslynda lýðræðisflokksins tekur sjálfkrafa við embætti forsæt- isráðherra vegna meirihluta flokks- ins í neðri deild þingsins. Þá segja fréttaskýrendur að niður- staða kosninganna geti einnig ráðið úrslitum um dagsetningu kosninga til neðri deildar en þar liggja völdin. Kosningar til neðri deildar eiga að fara fram eigi síðar en í júlí á næsta ári. Samkvæmt niöurstöðum skoðana- kannana benda líkur til að frambjóð- andi Fijálslynda lýðræðisflokksins í kosningunum í Ibaraki, Itsuo No- mura, sigri með naumum meirihluta helsta frambjóðanda sinn, Shizue Hosogane frá sósíalistaflokknum. Fréttaskýrendur segja að sigri No- mura haldi Kaifu embætti sínu. Þeir telja að þá muni hann boða til kosn- inga til neðri deildar í desember næstkomandi. Kaifu tók við embætti forsætisráð- herra og leiðtoga Frjálslynda lýð- ræðisflokksins þann 9. ágúst af Sosuke Uno sem sagði af sér. Afsögn Unos kom í kjölfar setningar óvin- sæls söluskatts sem og í kjölfa ásak- ana um að hann hefði greitt lagskon- umfyrirkynlíf. Reuter Nauðungaruppboð á efb'rtöldum fasteignum fer fram í skrífstofu embættisins að Aðalstræti 92 á neðangreindum tíma: Brekkustígur 1, Bíldudal, þingl. eign Ástvalds Jónssonar, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs ríkisins og Sig- urbergs Guðjónssonar hdl. miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 9.00. Dalbraut 56, Bíldudal, þingl. eign Við- ars Friðrikssonar, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs verkamanna mið- víkud. 4. okt. 1989 kl. 9.30. Gilsbakki 1, Bíldudal, talin eign Hauks Kristinssonar, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs verkamanna miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 10. Fífústaðir, Bíldudalshreppi, þingl. eign Áma Jóhannessonar, fer fram eftir kröfú Eyrarsparisjófte, Þórólfe Beck hrl., Stofidánadeildar landbún- aðarins og Haraldar Blöndal hrl. mið- vikud. 4. okt. 1989 kl. 10.30. M/b Vigdís Helga BA-401, þingl. eign Gests Páls Gunnbjömssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns Eiríkssonar hdl. og Fjárheimtunnar hf. miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 11.00. M/b Ver BA-112, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar, fer frain eftir kröfú Ólafe Birgis Ámasonar lögfr. mið- vikud. 4. okt. 1989 kl. 11.30. Grænibakki 8, Bíldudal, þingl. eign Jónu Runólfedóttur, fer fram eftir kröfú Sifpirbergs Guðjónssonar hdl. og Byggingasjóðs ríkisins fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 10.30.____________ Skrúðhamrar, Tálknafirði, þingl. eign Gunnars Egilssonar og Allison Mary Mills, fer fram eftir kröfú Tryggva Bjamasonar hdl. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 10.00._________________________ Fiskverkunarhús í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eign íshafe s/f, c/o Níels Arsælsson, fer fram eftir kröfú Gunnars Sæmundssonar hrl., Garðars Briem hdl., Lögheimtunnar h/f, Val- garðs Sigurðssonar hdl., Klemens Eggertssonar hdl, Guðríðar Guð- mundsdóttur hdl. og Sigurmars K. Albertssonar hrl. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 11.00,_________________________ Sigtún 67, neðri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Guðrúnar Halldórsdóttur, fer fram eftir kröfii Ama Einarssonar hdl. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 16.30. Vélsmiðja á Vatneyri, Patreksfirði, þingl. eign Haraldar Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfú Byggðastofiiunar fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 17.00. Urðargata 20, efri hæð og ris, Patreks- firði, þingl. eign Ingibjargar Hjartar- dóttur og Helga Haraldssonar, fer fram eftir kröfir Lífeyrissjóðs Vest> firðinga, Lögheimtunnar h/f, Verslun- arbanka íslands og Byggingasjóðs ríkisins föstud. 6. okt. 1989 kl. 9.00. Stekkar 19, Patreksfirði, þingl. eign Óvinds Solbakk, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands og Gunnars Sæ- mundssonar hrl. föstud. 6. okt. 1989 kl. 9.30. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum festeignum, fer fram í skrifetofú embættisins, Aðalstræti 92, á neðangreindum tíma: Strandgata lla, Patreksfirði, þingl. eign Haraldar Ólafesonar, fer fram eftír kröfú Ammundar Backman hrl. miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 15.00. Túngata 37, Tálknafirði, talin eign Gests Gunnbjömssonar, fer fram eftir kröfii Jóns Hjaltasonar hrl. miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 16.00._______ Amarbakki 7, Bíldudal, þingl. eign Ottós Valdimarssonar, fer fram eftir kröfú Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Byggingasjóðs ríkisins miðvikud. 4. nkt. 1989 kl. 17.30. Fiskverkunarhús í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eign þb. Ölafe Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. og Byggða- stofhunar miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 18.30. Laufas, Tálknafirði, þingl. eign Jó- hönnu Helgu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs ríkis- iris og Skúla J. Pálmasonar hrl. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 9.30. Langahlíð 36, Bíldudal, þingl. eign Fiskvinnslunnar á Bíldudal h/f, fer fram eftir kröfú Benedikts Ólafesonar hdl. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 11.30. Neðri-Tunga, Rauðasandshreppi, þingl. eign Rúnars Ámasonar, fer fram eftir kröfú Helga Birgissonar lögfr. fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 13.30. Aðalstræti 15, Patreksfirði, þingl. eign Helga Auðunssonar, fer fram eftir kröfii Byggingasjóðs ríkisins og Líf- eyrissjóðs Vestfuðinga fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 14.00 . Aðalstræti 120a, Patreksfirði, þingl. eign Jóns Bessa Ámasonar, fer fram eftir kröfu Amar Hinrikssonar hdl. og Ferðamálasjóðs fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 14.30. Túngata 15, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Aðalsteins Haraldssonar, fer fram eftir kröfú Byggingasjóðs rík- isins, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Ólafe Garðarssonar hdl. fimmtud. 5. okt, 1989 kl. 15.00.__________________ Aðalstræti 43, efri hæð, talin eign Sveinbjöms Eysteinssonar, fer fram eftir kiðfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Eyrarsparisjóðs og Byggingasjóðs rík- isins fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 15.30. Túngata 33, Tálknafirði, þingl. eign Gunnbjöms Ólafesonar, fer fram eftir kröfu Ammundar Backman hrl., Guð- jóns Ármanns Jónssonar hdl., Stein- gríms Þormóðssonar hdl. og Lög- heimtunnar h/f fimmtud. 5. okt. 1989 kl. 18.00. Nauðungamppboð þríðja og síðasta, á eftirtöldum fasteignum: Hólar 18, efri hæð; Patreksfirði, þingl. eign Péturs Ólafesonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Eyr- arsparisjóðs, Ammundar Backman hrl., Hallgríms B. Geirssonar hdl., Byggingasjóðs ríkisins og Patreks- hrepps miðvikud. 4. okt. 1989 kl. 14.30. Sýslumaður Baiðastrandarsýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.