Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. Spumingin Hvað ætlarðu að gera um helgina? Reynir Sigurðsson: Ég ætla í bíó að sjá Krókódíla-Dundee. Bima Jóhannsdóttir: Ég er bara ekki búin að ákveða hvað ég geri um helg- ina. Helga Björnsdóttir: Ég ætla að jafna mig eftir vikuna. Amgeir Heiðar Hauksson: Ég fer ef til vil] í ferðalag upp í Þórisdal og dvelst þar yfir helgina. Anna Kristín Björnsdóttir: Ætli ég fari ekki í afmæli til frænku minnar. Olgeir Sveinn Friðriksson: Þaö veit ég ekki, ég leik mér venjulega um helgar. Lesendur Heimsókn Frakklandsforseta: Hvað er í pokanum? Francois Mitterrand Frakklandsforseti. - Fær hann islenska ráöamenn til að leysa frá skjóðunni um aðild okkar eða ekki aðild að EB? Guðmundur Magnússon skrifar: Ein helsta frétt vikunnar verður eflaust óvænt heimsókn forseta Frakklands hingað til lands um miðj- an næsta mánuð. Enda þótt við ís- lendingar eigum að heita í forsvari fyrir EFTA-nefndinni og Frakkar gegni formennsku í EB til áramóta verður að telja ólíklegt að það eitt sé ástæða heimsóknar forsetans á þess- um árstíma. Aðild okkar að EB er nú einu sinni það málefni sem við íslendingar vilj- um alls ekki ræða til hlítar, að því er virðist. Það eina sem flestir stjóm- málamenn okkar eru sammála um í þvi sambandi er að við eigum að gera einhverja sérsamninga við bandalag- ið og aö fiskimiðin í kringum landið skipti öllu máli í því sambandi. Það hlýtur þá að vera tregða ríkisstórnar okkar á því að ræða málefni EB á réttum vettvangi sem rekur Frakk- landsforseta hingað óvænt á þessum árstíma. Allir sem vilja vita geta sagt sér það sjáifir að annað hvort er um það að ræða að ganga í EB að fullu og öllu eða standa utan við bandalagið. Og ef við stöndum utan við það er okkur voðinn vís í öllu tilliti. Það eina sem við getum gert í stað þess að ganga í EB er að leita samkomu- lags við Bandaríkin um einhvers konar fríverslunarsamning, líkt og Kanadamenn hafa gert fyrir sína parta. Astæðan fyrir því að íslenskir stjómmálamenn vfija ekki ljá máls á inngöngu í EB og fullri aðild er aö sjálfsögðu sú að með því að gerast aðilar missa stjómmálamenn hér þau forréttindi að geta upp á eigin spýtur hrært í þjóðmálum, t.d. með van- eða ofskráningu gjaldmiðilsins og þurfa þannig ekki að lúta lögmál- um siðaðra þjóða í efnahagsmálum. Það er því ekki að furða þótt t.d. einangrunarsinnar eins og Alþýðu- bandalagsmenn vilji ekki láta rétt sinn til kúgunar af hendi sjálfviljug- ir, rétt sem m.a. felst í því að geta haldið okkur utan við framfarir og nýjungar sem hafa oftar en ekki far- ið fram hjá okkar þjóð vegna for- hertrar afstöðu þess flokks sem Al- þýðubandalagið er. Nýjustu dæmin; Bygging varaflugvallar á Norðaust- urlandi og framhald umræðna um stóriðju og fleiri álver á íslandi. Það má með ólíkindum vera að for- sætisráðherra og utanríkisráðherra, sem er formaður EFTA-nefndarinn- ar, skuh ekki hafa vitað um hina skyndilegu heimsókn Frakklands- forseta. Kannski er hér á ferðinni enn eitt óþægilega leyndarmáhð sem íslenskir sfjómmálamenn eru svo vanir að breiða yfir þar til það loks springur í fjölmiðlum fyrir utanað- komandi áhrif og er þá orðið að hneykshsmáh sem þjóðin stendur dolfallin yfir. Vonandi ekki. - En við sjáum hvað setur. Áfengissiðferði ráðamanna: Verður sífellt hált á víninu Bjarni Bjarnason hringdi: Það aetlar lengi að loöa við vald- hafa á íslandi að þeir sækja um of í veislur og vínfóng. Látum nú veisl- umar vera, hjá þeim verður vart konfist sökum samskipta og sam- kvæma sem þeim er gert að sækja eða bjoða th. En ásóknin í vínfóngin hefur ávaht verið með ólikindum. Hér áöur höfðu íslenskir embætt- ismenn hreinlega það orð á sér, flest- ir, aö vera drykkfehdir, jafnvel við opinberar embættisfærslur. Þetta átti einkanlega við á meðan danskur- inn var hér með æðstu forsjá. Núna, eftir að við erum orðnir sjálfra okkar og ráðamenn setja sér sjálfir reglur um aðdrætti vínfanga, er ásóknin aldrei meiri. Öh tækifæri em nýtt til að afla sér vínfanga á sérkjöram. Nýjasta dæmið um „fyrirhyggju" utanríkisráðherra í að kaupa vín á sérkjörum fyrir vin sinn og með- bróður í póhtíkinni og biðja hann að geyma hjá sér þar th á afhendingar- degi er ekkert siðlausara en öh hin á undan og þau sem væntanlega veröa upplýst í kjölfarið. Hitt er svo annað að í þessum mál- um kemur fram svo mikið dóm- greindarleysi að hver einasti ráða- maður sem sýnir ódýmm vínföngum svona mikla áfergju getur varla verið fær um að gegna starfi sínu, truflað: ur af sífehdri löngun í guðaveigamar og návist þeirra. Og nú hafa ahir formenn hinna stjómmálaflokkanna (auk Alþýðu- flokksins) og ýmsir ráðherrar lýst skoðun sinni á máhnu. - Best finnst mér svar menntamálaráðherra sem segir að það sé ekki við þaö búandi fyrir ráðherra eins og þessi mál séu greinhega í dag! Nauðsynlegt sé að settar verði um þessi mál skýrari reglur! Það er auðheyrt að mennta- málaráðherra a.m.k. hefur ekki of mikla trú á persónulegri dómgreind sérkjarahðsins um vínkaup. Það er greinhegt að íslenskum ráðamönnum reynist sífellt erfiðara að fóta sig á hinu hála vínsiðferði sem nú er orðið í skötulíki. Eftir geðþótta greiðslukorta- fyrirtækja? Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. Athugasemd frá Eurocard: Samninga ber að virða Vilbergur Sveinbjörnsson, Seyðis- firði, skrifar: Þegar greiðslukort komu th sög- unnar sem gjaldmiðhl hér á landi tók verslun mín upp þessa sjálfsögðu þjónustu, enda tahð að hér væri um einn ömggasta greiðslumiðihnn að ræða. Nú henti þaö eitt sinn, árið 1985, að ég tók við Euro-greiðslu að upp- hæð kr. 4.180 og var hér um að ræða erlent Euro-kort í fuhu ghdi. Það dróst hjá mér að senda þessa nótu th Eurocard á íslandi en um síðir var hún send og mér greidd ofangreind upphæð. Við uppgjör frá Eurocard nokkra síðar var andvirði nótunnar dregið af uppgjöri mínu, mér til mik- ihar undrunar. Eftir aö hafa gert athugasemd viö þessi vinnubrögð Eurocard greiddu þeir mér nótima á nýjan leik og taldi ég þá máhö úr sögunni. En, ónei. Að nokkrum mánuöum hðnum var upp- hæð þessi bakfærö á mig enn á ný, án nokkurrar skýringar. Þegar mér tókst um síðir að ná sambandi við forráðamenn fyrirtæk- isins fékk ég þá skýringu að viðkom- andi korthafi hefði verið vanskha- maður og því sviptur korti sínu. Það er nú gott og blessað en kemur mér ekkert við. Eg tók við greiðslu hand- hafa Eurocard-greiðslukorts, kort hans var í fuhu ghdi og engar upplýs- ingar lágu fyrir um að hér væri.e.t.v. um misnotað kort aö ræða. Ég var að vonum ekki ánægður með að bera þennan skaða og for- ráðamenn Eurocard hafa, th dagsins í dag, þverskahast við að greiða mér nótuna og ekki einu sinni haft fyrir því að gefa mér haldbæra skýringu á furðulegri framkomu sinni gagn- vart fyrirtæki mínu. Greiðslukortafyrirtæki hljóta aö vera þjónustufyrirtæki í þágu versl- ana og korthafa og þeim hlýtur að bera skylda th þess að ábyrgjast kort sem þau afhenda eða í það minnsta að gera verslunum viðvart ef um hla fengið kort er að ræða eða lokað. Eða geta greiðslukortafyrirtækin ákveð- ið eftir eigin geðþótta hvenær þau em ábyrg og hvenær eklti? Gunnar R. Bæringsson skrifar: í bréfi Vhbergs kaupmanns segir að kreditkort séu einn ömggasti greiðslumiðhl heims og getum við tekið undir það með kaupmanninum en áður en th afgreiðslu á kortunum kemur er gerður samningur á milli kaupmanns og kortafyrirtækis. í þessum samningi er nákvæmlega tekið fram hvemig framkvæma á afgreiðsluna, hvað beri að varast og á annan hátt hvemig greiðslum er háttað th kaupmannsins. í einni grein samningsins segir svo: „Undirrituðum úttektarseðlum skal komiö th Kreditkorta hf. eigi sjaldnar en vikulega. Sé úttektarseðlum ekki framvísað innan 14 daga frá útgáfu er félagið ekki skuldbundið th að greiöa slíka seðla fyrr en korthafi hefur greitt þá th félagsins." í umræddu thviki var úttektarseð- illinn sendur th Kreditkorta þremur mánuðum eftir að úttekt átti sér stað. Úttektin var greidd th kaupmannsins eins og skilmálar sögðu til um og krafa send út th erlenda kortafyrir- ttækisins um að greiða úttekt kort- hafans. Á þeim tíma sem hðinn var, sem var um þrír mánuðir, hafði kort- hafinn misst rétt sinn th kortsins og neitaði erlenda fyrirtækið að greiða úttektina á þeim forsendum aö út- tektin væri of gömul, hefði verið send of seint th þeirra. Rangt er hjá kaupmanninum að hann hafi ekki fengið skýringu á því hvers vegna umrædd úttekt var ekki greidd. Þessa skýringu hefur hann fengið símleiðis en á þann hátt hefur hann haft samband við okkur. Sem svar við þeirri spumingu kaupmannsins hvort kreditkortafyr- irtækin geti að eigin geðþótta ákveð- ið hvenær þau eru ábyrg vhjum við svara á þann hátt að svo er ekki en eins og fram kemur í upphafi er gerð- ur samningur í byrjun viðskiptanna og hann ber aö virða. Sé farið eftir honum skapast ekki svona leiðindi eins og þama hafa átt sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.