Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. Andlát Bjargey Guðjónsdóttir, Langholts- vegi 71, lést að kvöldi 27. september. Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, lést aðfaranótt 28. september. Sigfus Bjarnason sjómaður, fyrrv. skrifstofustjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Sjafnargötu 10, Reykja- vík, andaðist í Landspítalanum að- faranótt fimmtudagsins 28. septemb er. Stefán Magnússon, Skipholti 9, Reykjavík, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 27. september. Sigurður Sigurbjörnsson, Hvassaleiti 16, lést í Vífilsstaðaspítala miðviku- daginn 27. september. ' Margrét Magnúsdóttir, dvalarheim- ilinu Hlið, Akureyri, andaðist 27. september. Jarðarfarir Útför Ragnheiðar Bogadóttur Thor- arensen fer fram laugardaginn 30. september kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Benedikt Stefánsson frá Merki, Jök- uldal, sem andaðist 16. september, verður jarðsunginn frá Egilsstaða- kirkju laugardaginn 30. september kl. 14. Hallbjörn Jónas Heiðmundsson, Holtsgötu 8, Sandgerði, verður jarð- sunginn frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 30. september kl. 14. Guðni A. Hermansen verður jarð- sunginn frá Landakirkju laugardag- inn 30. september kl. 14. Sigríður Hauksdóttir, Lágholti 15, Mosfellsbæ, er lést á Reykjalundi 23. september, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 30. september kl. 14. Kristín B. Nóadóttir, Bjamarstíg 9, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 2. október kl. 13.30. Sigurjón Guðjónsson, Hólagötu 10, • Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju laugardaghm 30. september kl. 11. Guðmunda Haraldsdóttir, Sandhól- um í Bitrufirði, lést þann 19. sept- ember. Hún var fædd í Reykjavík 31. ágúst 1928, dóttir hjónanna Ólafíu Samúelsdóttur og Haralds Guðjóns- sonar. Hún gifdst eftirlifandi eigin- manni sínum, Kjartani Ólafssyni frá Þórustöðum í Bitrufirði, og stofnuðu þau nýbýlið Sandhóla 1952 og bjó hún þar til dauðadags. Þau eignuðust fjögur böm, en misstu einn son af slysförum 1978. Útför Guðmundu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Sesselja Sigurðardóttir lést 19. sept- ember. Hún fæddist 30. júní 1916 á Krossi í Lundarreykjadal og vom foreldrar hennar Sigurður Jónsson og Halldóra Jóelsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jóhann Valdi- marsspn. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Útför Sesselju verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Hildigunnur Ásgeirsdóttir, Ólafs- firði, lést 20. september. Hún fæddist í Ólafsfirði 23. apríl 1927, dóttir hjón- anna Gmmlaugar Gunnlaugsdóttur ' og Ásgeirs Frímannssonar. Eftirlif- ! andi eiginmaður hennar er Ingólfur Baldvinsson. Þau hjónin eignuðust 5 fimmböm.ÚtförHfidiguimarverður j gerð frá Ólafsfjaröarkirkju í dag kl. I 14. \ Margrét Simonardóttir lést 15. sept- ’ ember. Hún fæddist 9. nóvember 1896 á Miklabæ í Óslandshlíð í Skaga- ■ firði. Foreldrar hennar vom hjónin Anna Bjömsdóttir og Símon Bjöms- son. Eftirlifandi eiginmaður Margr- ' étar er Baldur Steingrímsson. Þau hjónin eignuðust tvo syni. Útför Margrétar verður gerð ffá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. THkyimingar Tímaritið Gangleri komið út Tímaritið Gangleri, síðara hefti 63. ár- gangs, er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls eru 16 greinar í þessu hefti auk smáefn- is. Helstu titlar eru: Hönnun í þágu móð- ur jarðar, Eldganga og fleiri píslir, Mú- hamed og íslam, Trú og mystík, Heildar- uppbygging mannsins, Rödd þagnarinn- ar, Að snúa til upphafsins og Undarlegir atburðir úr eigin lífi. Efnið er eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Gangleri er ávallt 96 bls. og kemur út tvisvar á ári. Áskriftargjald er kr. 830. Simi 39573, eftir kl. 17. Tissa Weerasingha talar í Bústaðakirkju Tissa Weerasingha ffá Sri Lanka talar á samkommn í Bústaðakirkju, 2.-7. októb- er kl. 20.30 hvert kvöld. Hann mun m.a. fjalla um austræn trúarbrögð og áhrif þeirra á Vesturlöndum; kraft guös og lækningamátt. Þá verður fyrirbænaþjón- usta, beðið fyrir sjúkum og líðandi. Fjöldi söngfólks úr hinum ýmsu kristnu söfii- uðum borgarinnar tekur þátt í samkom- unum. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tissa Weerasingha þjónar Calvary kirkjunni í Columbo, sóknarböm hans koma jafnt úr röðum singala og tamila. Auk þess er hann eft- irsóttur predikari og ferðast víða um heim í þeim erindum. Starfshópurinn „Öll sem eitt" hefúr undirbúið heimsókn Tissa en að hópnum stendur fólk úr kristnum kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu. AÐ VERÐA FULLORÐINN Að verða fullorðinn Námsgagnastofnun vekur athygh á námsefninu Að verða fullorðinn sem ætlað er nemendum sem af ýmsum ástæðum geta ekki notað almennt náms- efni, t.d. vegna takmarkaðs málskilnings, lestrarerfiðleika og fl. Nemendabók ber uppi námsefnið en henni fylgja hljóðbók (nemendabók) og kennarabók með glær- um. Nemendabókin er skrifuð á einföldu og skýru máU og í henni er fjölbreytt myndefni til stuðnings textanum. Hún skiptist í níu meginkafla. Höfundar eru sérkennaramir Fjölnir Ásbjömsson og Sylvía Guðmundsdóttir sem ásamt Auði Hrólfsdóttur sérkennara tók einnig sam- an kennarabókina. Búi Kristjánsson teiknaði myndimar. Bókin er 78 bls. í brotinu A4. Fundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur sinn iyrsta fúnd þriðjudaginn 3. október kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarleys- ingja, kemur og segir frá ferð til Japans. Rætt verður um vetrarstarfið og kaffi drukkið. AUar konur í sókninni vel- komnar. Kvennadeild Breiðfirðingafé- lagsins Fyrsti fundur kvennadeildarinnar á þessu starfsári verður haldinn mánudag- inn 2. október kl. 20.30 í safhaðarheimili Bústaðakirkju. Tónleikar Blásarakvintett Reykja- víkur meðtónleika Þriðjudaginn 3. október nk. kl. 20.30 held- ur Blásarakvintett Reykjavikur tónleika í Norræna húsinu. Á efiiisskránni er kvintett op. 43 eftir Carl Nielsen, Sex Bagatellur og Tíu þættir fyrir blásarak- vintett eftir György Ligeti og Sextett í F-dúr op. 36 eftir Hermann D. Koppel fyrir píanó og blásarakvintett en þar kemur David Knowles til liðs við Blásar- akvintettinn. Þetta er niunda starfsár Blásarakvintettsins. Að loknum þessum tónleikum halda þeir félagar í tónleikaför til Danmerkur. Frá upphafi hefur Blásar- akvintett Reykjavikur verið skipaður sömu mönnum en þeir eru Bemharður Wilkinson flautuleikari, Daði Kolbeins- son óbóleikari, Einar Jóhannesson klari- nettuleikari, Joseph Ognibene homleik- ari og Hafsteinn Guðmundsson fagott- leikari. Bubbi Mortens með tónleika í Firðinum Bubbi Mortens heldur tónleika í veitinga- húsinu Firðinum í kvöld. Nú fer hver að verða síðastur til að hlusta á og sjá Bubba þar sem hann er að fara utan. Nýjungar í safnaðarstarfinu á Seltjarnarnesi Vetrarstarf hinnar nývígðu kirkju á Sel- tjamamesi hefst þann 1. október. Aukin fjölbreytni verður í starfinu og ýmsar breytingar fiá fyrra vetri. Fyrst ber að nefna að messutíma verður breytt á þann veg aö bamaguðsþjónustur og almennar messur verða á sama tíma í kirkjunni. Öll fiölskyldan safiiast saman í kirkju- skipinu í upphafi messu en þegar predik- un hefst fara bömin niður á neðri hæð og fá sunnudagspóstinn og fræðslu við sitt hæfi, auk þess sem þar verður léttur söngur. Þann 29. október, 5., 12. og 19. nóvember munu verða fyrirlestrar eftir messu í safnaðarheimili kirkjunnar á neðri hæð. Fyrirlestrana flytur dr. Sigur- bjöm Einarsson biskup. Umræður munu verða eftir hvem fyrirlestur. Önnur nýj- ung sem bryddað verður upp á í vetur er opið hús fyrir foreldra ungra bama. Verður það síðdegis á fimmtudögum kl. 14-17. Ungt fólk með hlutverk hefur síðan í ágústmánuði verið með samkomur í kirkjunni og mun svo verða áfram í vetur annað hvert fimmtudagskvöld. Þar er lögð áhersla á léttan söng, vitnisburði og fyrirbænir. Auk þessara nýjunga hófust fermingarstörfin nú í september, æsku- lýðsfélagið mun starfa áfram á mánu- dagskvöldum og opið hús verður fyrir 10-12 ára böm á þriðjudögum kl. 17.30-19. Með svo fjölbreyttu safnaðarstarfi vonast kirkjan á Seltjamamesi til þess að fólk á öllum aldri geti leitað til kirkju sinnar á helgum dögum jafnt sem rúmhelgum. Þannig á kirkjan að vera vettvangur fólks sem finnur sig heima í kirkjunni og sæk- ir uppbyggingu sína í messu sunnudags- ins. Fréttir Landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund: Lagst gegn inn- flutningi búvara í drögum að stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðar- málum, sem lögð verður fyrir lands- fund flokksins í næstu viku, er ekki opnað fyrir innflutning á landbúnað- arafurðum fyrr en innlendir fram- leiðendur sitja við sama borð og er- lendir framleiðendur landbúnaðar- afurða. Þeir Pálmi Jónsson alþingis- maður óg Friðrik Sophusson, vara- formaður flokksins, sem sæti áttu í nefndinni er samdi drögin, eru sam- mála um þetta. í stefnuyfirlýsingunni er höfuð- áhersla lögð á að ná niður vöruverði landbúnaðarafurða og jafnvægi í framleiðslunni. Tíundað er með hvaða hætti þetta skuli gert. Síðan segir að möguleiki til inn- flutnings á landbúnaðarafurðum opnist þegar innlendir framleiðend- ur sitji við sama borð og framleiðend- ur í öðrum löndum. „Allt tal um innflutning á land- búnaðarafurðum er út af borðinu þar til jafnvægi hefur náðst og íslenskir framleiðendur sitja við sama borð og erlendir," sagði Friðrik Sophusson. Pálmi Jónsson tók undir það Þá voru þeir sammála um að nýjum búvörusamningi væri ekki hafnaö í stefnuyfirlýsingunni. í henni sé ýjað að nýjum samningi eða framleng- ingu þess sem nú er í gUdi. Hins veg- ar sé ekki tekið undir það að gera búvörusamning til aldamóta eins og bændasamtökin hafa lagt til. -S.dór Athugasemd: Svampurinn heldur velli í grein um rúmdýnur í aukablaði DV síðasthðinn miðvikudag var ranglega fuilyrt að svampefni væri á undanhaldi sem hráefni í rúm- dýnur. Hið rétta er að svampur heldur sínum hlut á markaðnum og vel það. Fyrirtækið Selsvör sf. hefur framleitt íslenskan svamp frá árinu 1950; fyrst latex-svamp og síðan plastsvamp frá árinu 1968. í fyrmefndri grein er einnig sagt að latex-svampur hafi nú komið í stað plastsvampsins vegna ýmissa kosta sem hann hafi umfram plast- svampinn. Hið rétta er að latex- svampurinn vék fyrir plastsvampi á sjötta áratugnum vegna gífur- legra veröhækkana á hráefnum og tilkomu polyethersvamps. Polyet- hersvampurinn var ódýrari, flöl- breyttari að eiginleikum, endingar- betri og flölhæfari en latexsvamp- urinn. Fjölbreytileiki svamps hefur oft orðið til þess að neytendur hafa verið blekktir og á þann hátt að svampur, sem ekki er ætlaður til nota sem dýnusvampur, hefur ver- ið seldur sem slíkur. Erfitt er fyrir leikmann að dæma um eðliseigin- leika svampsins sem honum er boðinn. Eins og öllum er kunnugt eru hollustumál ofarlega á baugi í þjóð- félaginu og er það vel. Hins vegar verður fólk að gæta þess að alhæfa ekki, þannig að það sé sjáifgefið að allt sem upprunnið er í náttúrunni sé hollara en sambærilegur hlutur úr gerviefm. Þetta er nefnt hér til þess aö leiðrétta þann útbreidda misskilning að rúmdýnur úr latex- svampi séu heilsudýnur en dýnur úr polyetersvampi séu bara venju- legar rúmdýnur. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir virtustu heilsurúmsframleiðendur velja einmitt polyetersvampinn vegna eiginleika hans. Hér má nefna fyr- irtæki eins og Lattoflex í Sviss og Regumatic í Belgíu. Einnig má benda á rannsóknir sem gerðar hafa verið af hlutlaus- um aðila sem staðfesta yfirburði polyetersvampsins hvað varðar endingu, hollustu og fjöðrunareig- inleika. Af framansögðu má sjá að ekki er alit sem sýnist þegar velja á góða rúmdýnu og þar á sá kvöhna sem á völina. Á íslenskum markaði má velja úr ýmsum gerðum af dýnum; svampdýnur, springdýnur, vatns- dýnur og fleira. Smekkur og verð ræður oft vah á rúmi en það er ekki smekksatriði hvað sé best. í ahri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um heilsurúm og hehsudýnur hefur ýmislegt verið staðhæft um töframátt shkra rúma. Fólk er mismunandi að stærð og gerð og hefur margvísleg- ar sérþarfir. Heilsudýna fyrir einn getur verið skaðræðisgripur fyrir annan. Þess vegna eru neytendur hvattir til að kynna sér þá valkosti sem í boði eru og án fordóma. TU eru góðar og slæmar dýnur af öllum gerðum, vandið því vahð og leitið svara. Erlendar tískunýj- ungar eru ekki endilega framfarir. Sveinn Snæland Selsvör hf. Fjölmiðlar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.