Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Qupperneq 26
34 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. Lífestm Lítt unnar landbúnaöar- vörur í samanburöi viö aörar matvörur Unnar landbúnaöar- vörur f samanburöl viö aörar matvörur innfl. neysluvörur f samanburöi við fsl. matvörur Matvörur hafa hækkaó Verðþróun á íslandi 1987 - '89 um 10-15% umíram aðrar neysluvörur - innfluttar neysluvörur hafa lækkað um 25% frá 1982 Matvörur hafa hækkað að meðal- tali um 10-15% umfram aðrar neysluvörur frá miðju ári 1982 þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur. Hækkanir þessar eru þó mjög mis- munandi eftir vöruflokkum. Þannig hafa t.d. lítt unnar landbúnaðarvör- ur, s.s. dilkakjöt í heilu, nýmjólk og þess háttar, hækkað um rúm 20% á þessum tíma. Verð þessa vöruflokks fylgdi ann- arri matvöru þar til fyrir um einu og hálfu ári. Þar munar mestu um afnám skattfríðinda matvöru sem stundum hefur veriö kaliaður matar- skattur. Unnar landbúnaðarvörur hafa hins vegar hækkað minna en mat- vörur almennt eða um 8% og hafa þær í raun verið að lækka síðan í byijun árs 1988. Fyrsta könnun sinnar tegund- ar Þetta kemur fram í áfangaskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur unnið fyrir viðskipta- ráðuneytið. Þar er gerð grein fyrir verðþróun matvöru og helstu flokk- um almennrar neysluvöru allt frá árinu 1978. Þetta er í fyrsta skipti sem slík skýrsla er gerð og hefur ekki áður verið tekin saman verðþróun með þessum hætti. Að mestu var stuðst við tölvutæk gögn sem Þjóð- hagsstofnun hefur látið vinna í tengslum við vísitölu vöru og þjón- ustu og ná aftur til ársins 1977. Verkinu var þannig hagaö að vísi- tala vöru og þjónustu var klofin upp í 12 þætti og hver þáttur borinn sam- an við verðþróun aUra annarra neysluvara. Þannig fékkst yfirlit um hlutfallslegt verð í hverjum vöru- flokki gagnvart öllum öörum neyslu- vörum sem endurspeglar verðþróun hans á tímabilinu. Hér er um áfangaskýrslu að ræða og næsta skref mun beinast að því að lýsa með hvaða hætti vöruverð myndast í einstökum vöruflokkum. í því samnbandi þarf að kanna áhrif beinna og óbeinna niðurgreiðslna, beinna og óbeinna styrkja, skatta , tolla og aðflutningsgjalda. Einnig þarf að gera grein fyrir heildsölu- verði. Þegar það liggur fyrir er hugs- anlega hægt að bera matvælaverð á íslandi saman við sambærilegt verð erlendis. Innfluttar vörur lækka Innfluttar matvörur draga talsvert úr heildaráhrifum hækkana á mat- vöru yfirleitt því að þær hafa lækkað umtalsvert síðastliðin sex ár frá því að verð þeirra var hæst um mitt ár 1983. Hér er eingöngu átt við innfluttar vörur sem ekki eru í samkeppni við íslenskar vörur, s.s. hveiti, hrísgrjón, kornflögur, tómatsósu, epli, vín og tóbak, rennilása, kaffivélar, dömu- bindi, vasatölvur og myndbands- tæki, svo að dæmi séu nefnd. Þessar vörur hafa lækkað um nær 30% síö- an 1983. o Landbi ínaðarv \r © V M Matv ara 20% 10% -10% -20% -30% Land búnaða > Matvai •a -10% -20°/í ísl. n tatvara I w J\l Innfl. án Sc vörur imk. 3 '87 '88 '89 '87 '88 '89 '87 '88 '89 ise, trópí, innlendan fatnað, innlend- ar hljómplötur, gosdrykki og fleira kemur í ljós að þær vörur hafa lækk- að um 15% frá 1983 miðað við aðra neysluvöru. Skýringin á þessu gæti verið að hluta sú sama og á við um unnar landbúnaðarvörur sem hækka mun minna en hráefnið, nefnilega að ýms- ir þættir framleiðslunnar, s.s. laun, Lítt unnar landbúnaðarvörur hafa hækkað mun meira en aðrar matvörur en unnar kjötvörur minna. DV-mynd BG í skýrslunni er ekki bent á neinar skýringar en þær gætu verið fólgnar í lækkun erlends verðs, gengisþróun erlendra gjaldmiðla og síðast en ekki síst mikilli samkeppni meðal inn- flytjenda og smásala. Innfluttar vörur, sem eru í beinni samkeppni við íslenskar vörur, s.s. kaffi, sælgæti, bjór o.fl., hafa lækkað mun minna undanfarin ár og virðist að mestu hafa fylgt verðþróun al- mennra matvara. Sé litið á neysluvörur sem háðar eru heimsmarkaðsverði, s.s. majona- orkukostnaður og fleira, hafl á tíma- bilinu hækkað lítið miðað við verðlag og þvi hækki framleiðslukostnaður hlutfallslega minna en aöfóng. Fiskur hækkar um 90% frá 1983 Lítt unnar fiskafurðir, s.s. ýsuflök, heil ýsa, rækjur, humar, gellur og lax, hafa hækkað um nær 90% frá 1984. Skýringarinnar er eflaust að leita í tilkomu fiskmarkaða og aukn- um gámaútflutningi á tímabilinu. Sé hins vegar litið á unnar fiskaf- urðir, s.s. saltfisk, harðfisk, fiski- hakk og fiskibollur, kemur í ljós að þær hafa hækkað mun minna miðað við aðrar neysluvörur eða um tæp 50%. Skýringin gæti verið sú sama og getið er hér á undan, þ.e. að fram- leiðslukostnaður, s.s. laun og fleira, hafi hækkað minna en hráefnið á tímabilinu. Þetta skýrist enn frekar af því að þjönusta þar sem laun eru aðalverð- þátturinn hefur hækkað minna en neysluvörur almennt. Þama er átt við t.d. fata- og bílaviðgerðir, mynda- tökur og tónlistarnám. Þjónusta þar sem annað en laun er aðalverðþátturinn hefur hins veg- ar hækkað mun meira en neysluvör- ur almennt eða um tæp 20% á undan- förnum tveimur árum. Undir þetta flokkast þjónusta eins og flugfar- gjöld, tryggingar, happdrætti, matur á veitingahúsum og bíómiðar. Verðstýring á ákveönum vörum hef- ur mikil áhrif í lok skýrslunnar er yfirlit yfir fylgni milli verðhækkana í einstök- um flokkum og kemur í ljós að mat- vömr almennt sýna 95% fylgni við hækkanir á óunnum landbúnaðar- vöram. Þetta bendir til þess að verð- stýring á einstökum vöruflokkum hafi mjög mikil áhrif. Þetta kemur einnig fram í því aö innfluttar vörar, sem eru í samkeppni við innlendar, hækka meira en innfluttar vörur án samkeppni. Það bendir til þess að verð þeirra sé að einhveiju leyti mið- að við verð á innlendum matvörum sem er að miklu leyti ákveðið af opin- berum aðilum og því stýrt með nið- urgreiðslum. Vænta má frekari niðurstaðna úr áframhaldandi rannsóknum fyrir áramót og ætti það að auðvelda sam- anburð við verðþróun í nágranna- löndunum en upphaflegur tilgangur með rannsókn þessari var að rann- saka orsakir fyrir háu matvöruverði hérlendis. -Pá Innflutfar neysluvörur hafa lækkað umtalsvert i verði slðan 1983. DV-mynd BG kjöt af heimaslátruðu getur verið hættulegt Samkvæmt heilbrigðisreglugerð er öll heimaslátrun utan kaupsfaða og kauptúna óheimil. Ábúandi lög- býlis í sttjálbýli má þó 9látra hæfi- legum fjölda af eigin búfé heima á lögbýlinu. Með öUu er óheimilt að selja slíkt kjöt eöa á annan hátt dreifa því fiá lögbýlinu, td. fil gjafa, vinnslu eöa frystingar. HoUustuvemd ríkisins viU beina því tíl neytenda og kfötkaupmanna að kaupa aöeins kjöt sem hefur veriö skoðað af fagmönnum með tilliti til heilbrigðis. Heimaslátrun hefur aukist á síð- ustu árum og meira borið'á því að slíkt kjöt væri boðið til sölu beint ftá bóndabæjum eða beðið um að það væri unniö í verslunum og kjötvinnslum. Kjöt afheimaslátruðu getur verið hættulegt fil neyslu, sérstakiega ef ekki er kunnugt um uppruna þess, enda ekki tryggt aö gætt hafi verið fýUsta hreinlætis við slátrunina eða vitað hvort um heUbrigðar skepnur hafí veriö að ræöa. Komist kjötið í snertingu við tæki og búnaö í kjötvinnslum getur það mengaö annað kjöt sem framleitt er undir heUbrigöiseftirUti og þannig valdiö sjúkdómum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.