Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. 35 Fólk í fréttum Emil Þór Eyjólfsson Emil Þór Eyjólfsson, flugvirki og formaöur Flugvirkjafélags íslands, til heimilis aö Fögrukinn 28, Hafnar- firöi, hefur verið í fréttum DV vegna kjaramála flugvirkja að undan- fömu. Emil fæddist í Reykjavík 4.3.1957 en ólst upp foreldrahúsum i Kefla- vík, Hann lauk stúdentsprófi frá MÍ1977 og var til sjós eftir það í eitt og hálft ár, á togurum og á loðnuveiðum. Emil fór síðan til Los Angeles þar sem hann hóf nám í flugvjrkjun við Northrop Univers- ity. Hann lauk prófum í ársbyijun 1980 og starfaði hjá Flugfélaginu Golden West Airlines í eitt og hálft ár en kom heim haustið 1981 og hóf þá störf þjá Flugleiðum þar sem hann hefur starfað síðan. Emil var trúnaðarmaður á vinnu- stað 1985-87, situr í stjóm Flug- virkjafélags íslands frá 1986 og varð þá varaformaður félagsins en hefúr verið formaður þess frá því í nóv- ember 1988. Kona Emils er Kristbjörg Jónína Valtýsdóttir húsmóðir, f. 23.3.1954, dóttir Valtýs Sæmundssonar, fyrrv. starfsmanns hjá Rafha í Hafnar- firði, og konu hans, Maríu Guðna- dótturhúsmóður. Emil og Jónína eiga tvær dætur. Þær em Valdís María, f. 14.8.1982, ogKaren,f.23.9.1985. Systkini Emils eru Guðfinna, f. 7.11.1954, skrifstofumaður í Kefla- vík, gift Sigurði Marteinssyni, starfsmanni hjá íslenskum aðal- verktökum og eiga þau tvö böm; Jón Þór, f. 29.3.1956, trúboði í Eng- landi, kvæntur Kolbrúnu Ög- mundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Erla, f. 14.2.1958, húsmóðir í Kefla- vík, gift Inga Gunnlaugssyni tann- lækni og eiga þau tvö böm; Eydís, f. 5.5.1960, húsmóðir í Keflavík, gift Stefáni Einarssyxú trésmíðameist- ara og eiga þau tvö böm á lífi, og Ómar, f. 10.4.1962, gleraugnafræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Þóreyju Þórðardóttur. Auk þess á Emil einn hálfbróður, Guðmund Sæmunds- son, f. 27.5.1949, bifreiðarstjóra í Kópavogi en kona hans Kristín Sveinsdóttir húsmóðir, eiga þrjú böm. Foreldrar Emils eru Eyjólfur Jónsson, f. 15.5.1933, kennari í Dan- mörku, ogDagbjört Guðmundsdótt- ir, f. 14.10.1931, saumakona. Dagbjört er dóttir Guðmundar, b. á Efri-Steinsmýri, Bjarnasonar og konu hans, Emilíu Pálsdóttur frá HofiíÖræfum. Systir Eyjólfs er Guðrún, móðir Þorsteins Eggertssonar dægurlaga- höfundar. Eyjólfur er sonur Jóns, Emil Þór Eyjóifsson. útvegsbónda í Keflavik, Eyjólfsson- ar og konu hans, Guðfinnu Bene- diktsdóttur. Afmæli Til hamingju með afmaelið i Hjördís Ragnarsdóttir, 90 ára Blómvangil.Hafnarfirði. GuðbjörgÁrnadóttir, 50 3Fð ciðMmiu ijvc)1 njav uv. Þorvarður Stefánsson, OA , Brekkugerði, Fijótsdalshreppi. OU ara ElísabetÞóraÞórólfsdóttir, Móaflöt 13, Garðabæ. Hún tekur á Karl Theódór Sæmundsson, móti gestum í Garðaholti, sam- Reynimel 22, Reykjavík. komuhúsi Garöabæjar, milli kl. 20 Bjarni Sigjónsson, ogmiðnættis. Hofi 4, Hofskoti, Hofshreppi. Bragi Jóbannsson, 7K áro Kristjana Valdemarsdóttir, Móaharði 34, Hafnarfirfli Hnntek- Halidór Ámason, urámótigestumhjádóttursmni Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. á Öldugötu 42 eftir kl. 18. Eva Jóhannesdóttir, Sólveig M. Gunnlaugsdóttir, Kleppsvegi 12, Reykjavik. Bláskógum 13, Reykjavik. óakarSigtryggsson, Jóhann Friðriksson, Reykjarhóli, Reykjahreppi. Fjólugötu2, Vestmannaeyjum. Jón örn Gissurarson, ■7fl ára Setbergi33,Þorlákshöfn. » U 3l3 GuðriðurGunnlaugsdóttir, Sæbergi 19, Breiðdalshreppi. Jóhannes Þórðarson, . Hverfisgötu31,Siglufirði. .A . Jón Benediktsson, 4U 3T3 Garðsbrun 3, Hafnarhreppi. HilmarFenger, ValdísHarðardóttir, Hofövallagötu 49, Reykjavík. Hhðartúm5, Hafnarhreppi. HelgiHallsson, <50 á ra Kálfborgará, Bárðdælahreppi. OU ara LaugheiðurBjarnadóttir, Hrisateigi45,Reykjavík. Aslaug Jona °. Jóhannsdóttir, Kristin Jóhannsdóttir, Hlegerði 11, Reykjavik. Strandgötu27,Eskifirði. Anna Marta Guðmundsdóttir, Bergsveinn HaUdórsson, Hesteyn Mjóafjarðarhreppi. SuðurengiS.Selfossi. GesturJohannesson, RúnarRagnarsson, Þórsgotu 4, Patrekshreppi. Skúlagötu 7, Borgamesi. Sigurður Sigurðsson Sigurður Sigurðsson rafvirki, Garðabraut 45, Akranesi, er fimm- tugurídag. Eiginkona hans er Regína Ólafs- dóttir húsmóðir, dóttir Ólafs Guð- brandssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, Siglufirði. Böm Sigurðar og Regínu em: Ól- afur Rúnar, f. 1.12.1969; Jónína Her- dís, f. 10.3.1971, í sambúð með Kristj- áni St. Guðbjörnssyni frá Brodda- nesi á Ströndum og er bam þeirra Aron Þór, f. 23.4.1988; Sigríður Gróa, f. 17.7.1973, - unnusti hennar er Sævar Haukdal Böðvarsson frá Rifi á Snæfellsnesi, og Rakel, f. 26.12. 1979. Með Ingibjörgu Sigurðadóttur á Sigurður Hrönn, f. 17.5.1960. Hún er gift og búsett í Bandaríkjunum. Systkini Sigurðar: Nanna, lést í bílslysi þann 15.1.1989 ásamt manni sínum Sverre Valtýssyni lyfjafræð- ingi; Anna, var kvænt séra Leó Júl- íussyrli á Borg á Mýram; Vigfús og Eggert Böðvars, em ókvæntir; Þor- valdur, kvæntur Guðrúnu Magnús- dóttur, og Guðmundur, kvæntur Helgu Höskuldsdóttur. Foreldrar Sigurðar vom: Sigurður Sveinn Vigfússon, fyrrv. kaup- maður á Akranesi, f. 28.8.1900, d. 17.9.1973, og Jónína Herdís Egg- ertsdóttir húsmóðir, f. 21.2.1899, d. 30.5.1982. Sigurður Sigurðsson. Hallgrímur Þorsteinn Magnússon Hallgrímur Þorsteinn Magnússon læknir, Hrólfskálavör 9, Seltjamar- nesi, er fertugur í dag. Hallgrímur er fæddur í Reykjavík pg varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1970. Hann varð cand. med. frá Háskóla íslands 1976 og sérfræð- ingur í svæfingum og deyfingum frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg 1983. Hann var héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1976-77, aðstoðar- læknir á skurðdeild og lyflækninga- deildBorgarspítalans 1977-78, heilsugæslulæknir í Vestmannaeyj- um júni-ágúst 1978 og aðstoðar- læknir á svæfingadeild Borgarspít- alans 1978-79, eftir það á svæfinga- deild Sahlgrenska sjúkrahússins. Hallgrímur vann sem sérfræðingur á Landspítalanum 1983-85 og á sjúkrahúsinu í Keflavík 1986. Árið 1987 opnaði hann læknastofu og heilsurækt á Seltjamamesi og gerð- ist brautryðjandi íslenskra lækna í lækningum með nálarstungum og ýmsum öðrum nýjungum í meðferð vöðvabólgu og meiðsla. Eiginkona Hallgríms er Sigurlaug Jónsdóttir, kennari við Öskjuhlíð- arskóla, f. 5.8.1950. Foreldrar henn- ar em Jón Sigurbjömsson, fyrrv. deildarstjóri tæknideildar Ríkisút- varpsins, og Vigdís Sverrisdóttir frá Hvammi í Norðurárdal. Börn þeirra Hallgrims og Sigur- laugar era: Vigdís, f. 30.9.1973, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík; Sigrún, f. 9.9.1975, nemi í Tjarnar- skóla; Birna, f. 21.1.1981. Auk þess á Hallgrímur Katrínu Helgu, f. 11.12. 1976. Systkini HaUgríms: Sigriður Ella, f. 20.6.1944, óperasöngkona. Hún er gift Simon Peter Vaughan söngvara og eiga þau þrjú börn; Bjami Pétur, f. 22.3.1948, borgarfulltrúi, kvæntur Steingerði Hilmarsdóttur og eiga þau fjögur böm; Karl Smári, f. 26.10 1952, d. 6.10.1974. Hann lét eftir sig Kristínu Hlökk; Sigrún Kristín, f. 26.12.1956, gift Tryggva Felixsyni og eiga þau þrjú böm. Háifsystir Hallgríms, sainfeðra, er Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. 26.11.1941, veitinga- maður, gift Svavari Siguijónssyni. Foreldar Hallgríms: Magnús Pét- ursson, f. 21.6.1920, d. 17.12.1985, lengi húsvörður íþróttahúss Há- Hallgrimur Þorsteinn Magnússon. skólans, og Halldóra Kristín Leo- poldína Bjamadóttir, f. 26.10.1918. Foreldrar Magnúsar voru: Pétur Pétursson, sjómaður í Hrúfsdal, og Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir. Faðir Leopoldínu var Bjarni, b. á Gautshamri, Bjarnasonar á Klúku í Bjamarfirði, Þorbergssonar, Bjömssonar. Móðir Leopoldínu var Halldóra Sigríður Guðmundsdóttir, Bæ í Vík- ursveit, Sveinssonar. Magnús Gestsson Magnús Gestsson, kennari og rit- höfundur, Laugum, Dalasýslu, er áttatíu áraídag. Magnús er fæddur að Ormsstöð- um, Dalasýslu. Hann varð búfræð- ingur frá Hvanneyri 1931, nam við Héraðsskólann í Reykholti 1936-37 og fékk meistarabréf í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Hann starfaði sem kennari í Dala- sýslu 1927-28, Barðastrandarsýslu 1937-40, Standasýslu 1961-62, Barða- strandarsýslu 1962-64, Vestur- Húnavatnssýslu 1964-65 og skóla- stjóri þar 1964-65. Farkennari í Strandasýslu 1967^68, skólastjóri heimavistarskóla Örlygshafnar 1968-70, kennari í Grímsey 1970-71 og í Norður-Þingeyjarsýslu 1971-77. Magnús var bóndi á Ormsstöðum 1931-36 og trésmiður í Reykjavík 1941-61. Hann var oddviti Klofn- ingshrepps J934-36 og hóf undirbún- ing að Byggðasafni Dalamanna 1968 þar sem hann var safnvörður frá opnun safnins, 1977. Fyrrverandi eiginkona Magnúsar er Valgerður Sveinsdóttir, f. 12.7. 1929. Hún er dóttir Sveins Árnason- ar, bónda á Ósabakka á Skeiðum, og Auðbjargar Káradóttur. Synir þeirra em Gestur Bragi, rafvélavirki, f. 30.5.1957, og Bjöm Rúnar, bifvélavirki, f. 9.2.1960. Foreldrar Magnúsar voru Gestur Magnússon, b. á Ormsstöðum, f. 9.2. 1867, d. 25.1.1931, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 23.2.1871, d. 23.3.1950. Gestur var sonur Magnúsar, b. Dæh í Víðidal, Guðmundssonar. Guðrún var systir Jóns Reykdal, málarameistara í Reykjavík, afa Jóns Reykdal hstmálara. Annar bróðir Guðrúnar var Jóhannes, tré- smíðameistari í Reykjavík, afi Jó- hannesar Helga rithöfundar. Þau systkini voru böm Jóns, b. á Ind- riðastöðum, Jónssonar, b. í Deild- artungu, Jónssonar, dbrm. og hreppstjóra í Deildartungu, Þor- valdssonar, ættíoður Deildartungu- ættarinnar. Móðir Jóns yngri í Deildartungu var Helga Hákonardóttir frá Hurð- arbaki. Móðir Jóns á Indriðastöðum var Guðrún Böðvarsdóttir og móðir Guðrúnar var Kristín Jónasdóttir. Lárus Ástbjömsson Láras Ástbjömsson deildarstjóri, Vesturgötu 7, Reykjavík, er 85 ára í dag. Láras er fæddur í Reykjavík og alinn þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg í Hafnar- firði 1927. Hann ætlaði aö læra að verða hárskeri og fór í nám til Sig- urðar og Kjartans í Hafnarstræti 18. Eftir háift ár guggnaði hann því hann var látinn sápa karlana fyrir rakstur með berum höndum og varð af því skinnlaus á fingram. Næst fór hann til Guðjóns Jónssonar, kaup- manns á Hverfisgötu 50, sem sendi- sveinn og er fram liðu stundir sem aðstoðarafgreiðslumaður og var hann þar í tvö og hálft ár. Árið 1921 bauðst Lárasi starf á símanum sem nemi í símvirkjun. Hann var í námi hjá Elektras Byro í Osló 1924-25 og við heimkomuna setti hann upp símaborð frá Elektras Byro. Var hjá Ritsímafélaginu mikla norræna í Kaupmannahöfn 1925-26. Byrjaði að vinna hjá Ritsímanum eftir að hann kom heim. Varð verkstjóri á rit- símaverkstæði 1947 og deildarstjóri 1956. Því starfi gegndi hann þangað til hann lét af störfum. Einnig spil- aði hann á fiðlu með danshljóm- sveit Bjama Böðvarssonar í Bár- unni og á Hótel Borg og í Hljóm- sveit Reykjavíkur, sem var undan- fari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Lárus Ástbjörnsson. Eiginkona Lárusar er Marta Daní- elsdóttir, f. 28.2.1906, dóttir Daníels Þorsteinssonar slippstjóra og konu hans, Guðrúnar Egilsdóttir frá Hris- brú í Mosfellshreppi. Foreldrar Lárusar voru Ástbjörn Eyjólfsson trésmiður, f. 13.2.1874. d. 13.2.1955, og Kristín Þórðardóttir húsmóðir, f. 30.4.1882, d. 30.3.1940. Faðir Ástbjörns var Eyjólfur á Læk i Flóa, Björnsson í Auðsholti, Þorvaldssonar í Auðsholti, Björns- sonarþar. Móðir Ástbjörns var Kristín Þórð- ardóttir frá Efraseli, Stokkseyri, Jónssonar í Gröf í Hrepp. Móðir Kristinar var Margrét Jónsdóttir, Guömundssonar, b. í Hreiðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.