Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. 15 Hátekjuskatt á þá sem mala gull Margir halda því fram að á ís- landi búi tvær þjóðir. Önnur þjóðin er í þeirri eilífu baráttu sem fylgt hefur mannkyninu í gegnum allar aldir, á fullt í fangi með að láta endana ná saman. Hin þjóðin er rík og veltir sér í peningum, þessi hóp- ur er þó stærri en menn hafa taiið hingað til. Launabil vex, með hverju ári, kóngafólkið í útlöndum býr ekki við það peningaflóð sem þeir búa við sem mest hafa hér á landi. Með „svörtum hætti“ Sumir ná þessu með „svörtum hætti“ en þeim íjölgar sem semja um eða skrifa sín laun sjálfir bæði hjá ríki og í einkageiranum. Meðan það tekur langan tíma fyrir verka- fólkið að semja um dagvinnulaun á bilinu fjörutíu til fimmtíu þúsund er ekki möglað þegar skrifað er undir samninga hjá gæðingunum upp á mánaðarlaun á bihnu þrjú til fimm hundruð þús. á mánuði. Svo blasa við tölur eins og Frjáls verslun birti úr skattskránni; að ýmsir hjá ríkinu komast í það að hafa fjórfóld mánaðarlaun forsæt- isráðherrans; að ýmsir sem starfa við hliðina og að sjálfsögðu undir stjóm ráðherranna í ráðuneytim- um eru með miklu hærri tekjirr en ráðherrarnir sjálfir. Það sem þó vekur mestan óhug eftir þessa merku úttekt í Ftjálsri verslun er sú staðreynd að fjöldi fólks er með KjaUarinn Guðni Ágústsson alþingismaður laun þetta frá þrjú hundruð þús- undum á mánuði og upp í eina mhljón og jafnvel enn hærri. Ég hef ahtaf verið þeirrar skoð- unar að t.d. ráðherrar landsins, borgarstjórinn í Reykjavík og t.d. seðlabankastjórinn ættu að vera launahæstu einstaklingarnir í landinu. Mér finnst að vísu að þeir hafi allir þau laun sem þessum störfum ber en mér sortnar fyrir augum þegar það kemur í ljós að þúsundir einstaklinga hafa þeirra laun og þaðan af hærri. Þarna blas- ir við sú siðblinda sem mun verða íslenska lýðveldinu að falli ef fram heldur sem nú horfir. Með löggjöf Hvernig er hægt að leiðrétta þetta hneyksh? Ég sé aðeins eina leið, það verður að gerast með löggjöf. Þá með þeim hætti að skattleggja hátekjur sérstaklega, það ættu al- þingismenn að gera kinnroðalaust. Aha daga skammast þjóðin í Þjóð- arsálinni yfir launum alþingis- manna og telur þau glórulaus. Hætti alþingismaður störfum og gerist t.d. bankastjóri hafði hann sem alþingismaður 114 þús. í laun „Eg tel að nú beri mönnum 1 tekju- vanda ríkisins og vaxandi launaójöfn uði að skoða þá leið að setja hátekju- skatt á öll laun yfir 2-2,5 millj.“ „Launahæsti lyfsalinn í yfirlitinu er með 20 millj. í ársiaun 1988. Eftir skatta hefur hann 13 millj. til að bíta og brenna," segir greinarhöfundur í grein sinni. eftir skatta á mánuði en sem bankastjóri 271 þús. eftir skatta. Hann hefur aukið rauntekjur sínar um 157 þúsund krónur á mánuði með því að skipta um starf. Ég tel að ekki eigi að raska núver- andi staðgreiðslukerfi, það beri að halda því óbreyttu en setja hátekju- skatt á aha þá sem afla yfir ákveð- ið tekjumark. Tvær mhljónir í árslaun eru há laun, af þeim borga menn u.þ.b. 500 þús. í skatta. Ég tel að nú beri mönnum í tekjuvanda ríkisins og vaxandi launaójöfnuði að skoða þá leið að setja hátekjuskatt á öll laun yfir 2-2,5 mhlj., t.d. 10% á fyrstu milljónina þar fyrir ofan og síðan 20-25% í viðbótarskatt á öll laun yfir 3-3,5 mhlj. Þessi þungaskattur hátekjumanna yrði lagður á við skh á skattaskýrsluuppgjöri og greiddur á fjórum síðustu mánuð- um ársins. Launahæsti lyfsalinn Menn eru í vaxandi mæh að finna flata skatta. Það er þungur róður hjá verkamanninum að borga kíló- skattinn af bílnum sínum en þann skatt hlýtur hátekjumaðurinn að borga með bros á vör. Skattar hafa verið lagðir á eignir sem oft standa engar tekjur á bak við. Hátekju- skatturinn félh á þá með breiðu bökin en eftir sem áður ættu þeir næga peninga th að kaupa mat handa sér og sínum. Launahæsti lyfsalinn í yfirhtinu er með 20 mhlj. í árslaun 1988. Eft- ir skatta hefur hann 13 mihj. th að bíta og brenna. Hátekjuskattur myndi þýða fyrir lyfsalann 3,5 niillj. í viðbót í skatta, enn á hann yfir 10 mihj. eða sem svarar til launa sjö alþingismanna eftir skatta. Hér er hópur fólks sem virðist mala gull og getur engan veginn sýnt fram á að hann eigi þessi kóngalaun skihð. - Nú ber löggjaf- arvaldinu að hækka skatta á þessu fólki sérstaklega th að bæta kjör alþýðufólksins. Guðni Ágústsson Persónukvóti í sjávarútvegi Veiðileyfi SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ VEITIR HÉR MEÐ Jóni Jónssyni Kt. 180387-0309 leyfi til að draga úr sjó 1175 kg af þorski á tímabilinu 1.1 1990 til 31.12 1990. Leyfi þetta er framseljanlegt. Rita skal framsal á baksíðu þessa skjals. Leyfi skal afhenda Sjávarútvegsráðuneytinu um leið og afli er fenginn. Reykjavík, 1.1 1990 Keykjavik, i.t tvvu Ásgrímur Steingrímsson Sjávarútvegsráðherra laiaiBBiaaiaaaiaiBiaiBiaaiaiaiBmiteaBMBiaiBiBiaiBiBiaiaMBiarBiBBiaiBiBili stað þess að dreifa kvótanum á milli útvaldra útgerðarmanna sendir hann leyfisbréf..., segir með annars i greininni. í lögum segir að auðlindir sjávar- ins séu sameign þjóðarinnar. Það fer ekki milli mála hver á fiskinn. Fiskinn eiga þú, ég og allir íslend- ingar. I núverandi kvótakerfi er afla- kvótanum skipt ókeypis milh út- valdra manna og fyrirtækja. En kvótinn er hreint ekki verð- laus. Nægir aö benda á auglýs- ingar, sem birtast nærri því dag- lega, frá duglegum sjómönnum sem vantar kvóta. Útgerðin er th- búin til aö greiða 26 krónur fyrir hvert kíló af þorskkvóta. Hugmyndir hafa verið uppi um að hið opinbera selji t.d. 10% af kvótanum fram hjá núverandi kerfi. Shkt er auðhndaskattur. Per- sónukvótakerfið, sem hér verður fjallað um, er aht annað og réttlát- ara kerfi, auk þess sem aht bendir th þess að það skhi meiru í þjóðar- búið og fari betur með fiskistofna. Persónukvóti Kerfið er hugsað þannig: Um ára- mót ákveður sjávarútvegsráðherra hver hehdarkvóti ársins á hinum ýmsu sjávarafurðum skuli verða. í stað þess að dreifa kvótamun á mihi útvaldra útgerðarmanna sendir hann hveiju mannsbarni í landinu leyfisbréf, th dæmis um leið og skattskýrslueyðublöðin eru send th landsmanna (sjá mynd). Athygli skal vakin á því að per- sónukvóta fengju allir landsmenn, óháð aldri, kyni, staríi og póhtískri skoðun. Lýðræðislegra kerfi er ekki hægt að hugsa sér. Foreldrar myndu ráðstafa kvóta barna sinna, gætu th dæmis selt Kjallariim Dr. Kristján Ingvarsson verkfræðingur kvótann og stofnaö bankabók fyrir peninginn eða keypt ríkisskulda- bréf sem barnið fengi afhent þegar það yrði fjárráöa. Lesandinn getur spáð í þaö hversu mikils virði upp- safnaður persónukvóti er í 18 ár með vöxtum og vaxtavöxtum. Það nær góðum hluta í íbúð. Kostir persónukvótans 1. Auðhndum sjávarins er skipt mhh lögmætra eigenda þeirra, sem er fólkið í landinu. Þú getur ráðstafað leyfi þínu á ótal vegu: Þér er frjálst að selja öðrum það og það gera eflaust flestir þvi ekki geta menn stund- að útgerð með kvóta upp á eitt tonn eða svo. Þú hefur árið th að selja leyfiö og reynir að sjálf- sögðu að selja það þegar best verð fæst fyrir það. Hinn 31. des- ember rennur það hins vegar út og veröur þú að selja það fyrir þann tíma. Ljóst er að sá per- Sónukvóti, sem þú og börn þín fengjuð í hendur árlega, er nokk- urra tugþúsunda króna virði. Einnig gætir þú notað persónu- kvótann þinn til árlegra afborg- ana af húsnæði eða til kaupa á hlutabréfum, skuldabréfum o.s.frv. Þú getur auðvitað styrkt vini þína eða ættingja hvar sem er á landinu með þvi að selja eða gefa þeim þinn kvóta. 3. Ungir sjómenn, sem nú fá ekki kvóta, geta keypt ahan þann kvóta sem þeir vilja og geta borg- að fyrir. Keríið stýrir sér sjálft því enginn kaupir meiri kvóta en hann getur ráðstafað, það væru tapaðir peningar. 4. Fólk flytur síður úr landi því að sjálfsögðu fengju þeir einir per- sónukvóta sem eru íslendingar og búa hérlendis bróðurpart árs- ins. 5. Fólk getur frekar eignast börn þar sem framtíð barnanna er betur tryggð með persónukvóta þeirra í okkar sameiginlegu auð- lindum. 6. Sjávarútvegsráðherra þarf ekki að gegna því vonlausa hlutverki, sem hann nú hefur, aö skipta kvótanum á „réttlátan hátt“ milh hagsmunaaðila. Það er fræðilega útilokað að vera rétt- látur í skiptingu annarra manna eigna. Mikih kostur við þetta kerfi er sá að hægt er að koma því á í áfóng- um. Th dæmis má byija á því að dreifa 20% af kvótanum sem per- sónukvóta en 80% a hefðbundinn hátt og auka þetta hlutfall ef kerfið reynist vel. Hverjir eru á móti persónukvóta? Á móti persónukvóta eru auðvit- að allir þeir sem nú fá hann ókeyp- is. Sjálfstæðisflokkurinn er í sjálf- heldu í þessu máh því hagsmunir fárra en áhrifamikhla manna inn- an flokksins ráða ferðinni. Flokk- urinn hætti að fara eftir vhja og sannfæringu hins almenna félags- manns þegar klíkur byijuðu að myndast innan hans, og það er langt síðan. Hugmyndir um persónukvóta verða lagðar fram á landsfundi Borgaraflokksins nú um helgina. Nái þær fram að ganga fá þær væntanlega umfjöllun á Alþingi. Persónubundna kvótakerfið gæti orðið að veruleika innan tíðar. Kristján Ingvarsson „Ljóst er að sá persónukvóti, sem þú og börn þín fengjuð 1 hendur árlega, er nokkurra tugþúsunda króna virði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.