Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 29; SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla. áskrift. ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr. Ósvífið fjármálaráðuneyti Fjármálaráðuneytið hefur undir forystu Ólafs Ragn- ars Grímssonar orðið einna ósvífnasta ráðuneytið. Ráð- herra hefur orðið ber að ósannindum. Formaður AI- þýðubandalagsins hefur um sig hjörð manna, sem hvergi hika til að réttlæta hugmyndir ráðherra. Dæmi um þetta mátti lesa í DV í gær. Mörður Ámason, upplýs- ingafulltrúi flármálaráðherra, reyndi þar í athugasemd að gera ómerkan leiðara DV frá í fyrradag. Þetta er aðeins dæmi um, hversu forhert þetta hð er. Mörður lætur í grein sinni í það skína, að forystu- grein DV hafi stjómazt af villu í þýðingu. Mikilvæg at- riði í forystugreininni áttu rætur að rekja til upplýsinga í tímaritinu Vísbendingu. Það rit hefur jafnan reynzt flestum ritum áreiðanlegra. Svo er einnig nú. Leiðari DV var fullkomlega réttur. Fj ármálaráðuneytið hafði fyrir nokkm komið athugasemd á framfæri við Vís- bendingu. Að vel athuguðu máh hefur Vísbending ekki fundið ástæðu til að breyta neinu í frásögn sinni af stað- reyndum um skatta á vexti. Hvert orð stenzt. Það em því menn fjármálaráðuneytisins, sem enn einu sinni sýna ófyrirleitni í framgöngu sinni. En ekki skal eytt fleiri orðum í forherðingu 5 ármálaráðuneytisins, held- ur flahað áfram um vaxtamálin. Á að skattleggja vexti eins og aðrar tekjur eða ekki? Höldum áfram að upplýsa, hverrng er um vaxta- skatta í löndum Evrópubandalagsins. Átta af tólf þjóðum bandalagsins leggja á vaxtaskatt. Luxemburg hefur eng- an vaxtaskatt. Vestur-Þýzkalands fehdi niður tíu pró- sent vaxtaskatt eftir nokkurra mánaða reynslu. í Bret- landi er vaxtaskattur mjög takmarkaður. Tihaga hefur komið frá skattanefnd bandalagsins um, að allar þjóð- imar taki upp fimmtán prósent vaxtaskatt. Líklegast er, að sú tihaga verði gefin upp á bátinn af ótta við fjár- magnsflótta. Tihagan er líklega úr sögunni vegna and- stöðu þriggja ríkja, sem annaðhvort hafa ekki þennan skatt eða hafa ríflegar undanþágur. Því geta stjórnvöld hér ekki rætt um upptöku vaxtaskatts sem alþjóðlega samræmingu. Jafnlíklegt er, að þau ríki Evrópubanda- lagsins, sem hafa vaxtaskatt, verði að leggja hann niður á næsta ári, þegar ríki Evrópubandalagsins tengjast miklu meira en fyrr. Þá geta lönd með vaxtaskatt síður en svo haldið slíkum skatti vegna frjálsari flutninga á Úármagni. Ekkert er athugavert við þýðingar Vísbend- ingar úr enskú. Ritið talar réttilega um vaxtaskatt, vegna þess að það er skattur, sem leggst á vexti burtséð frá öðrum þáttum, sem hafa áhrif á nettófj ármagns tekj - ur. Ráðherrar hér og sendimenn þeirra reyna oft að snúa út úr, þegar rætt er um vaxtaskatta. Þó hefur þetta ver- ið úthstað, og forsætisráðherra segir, að þingmeirihluti sé fyrir sköttum á vexti. Þótt ekki komi ahtaf fram, virð- ast margir ráðherrar meðal annars ætla sér að koma málum þannig fyrir, að vextir leggist á sparifé, að því leyti, sem vextir af því verða umfram verðbólgustig. Það er þetta, sem fyrir þeim herrum vakir, þótt þeir láti oft öðruvísi. Þetta yrði mjög hættulegt sparnaði í landinu og mundi sennilega bijóta hann niður. Sem betur fer heyrast einnig raddir úr stjómarhðinu, þar sem vaxtaskattur er dreginn í efa. Við verðum að vona, að ekkert verði af slíkum skatti næsta vetur. En baráttan verður hörð, og menn fiármálaráðherra svífast einskis. Haukur Helgason George Bush BandaríKjaforseti er nú óðum að koma út úr skugga Ronalds Reagan og er farinn að taka á sig sjálfstæða mynd sem leiötogi hins vestræna heims. Hann hefur nú setið að völdum í rúma átta mánuði og virðist hafa náð góðum tökum á forsetaembættinu. Hann hefur komist hjá meiri háttar mistökum og þótt bandarískur al- menningur virðist ekki vænta mik- ils af honum, ef marka má skoð- anakannanir, er fólk þó þeirrar skoðunar að hann geri að minnsta kosti ekkert alvarlegt af sér. Um þessar mundir eru um 65 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann sem er nálægt því sem algengast er um nýja forseta eftir átta mánuði í embætti. George Bush, forseti Bandaríkjanna. - „Þrautreyndur í bandariska stjórnkerfinu og mjög mótaður af fyrri reynslu," segir greinarhöfundur m.a. Að sigla lygnan sjó Bush er á margan hátt gjörólíkur Reagan, fyrirrennara sínum, sem hann á forsetaembættið að þakka. Reagan var ósveigjanlegur í hug- myndafræði sinni og kjarni stefnu hans var að minnka afskipti ríkis- valdsins á sem flestum sviðum og láta einstaklingsframtakið sem mest óheft. Reagan lét lækka skatta til að örva efnahagslífið og draga úr félagslegum útgjöldum ríkisins. Heildaráhrifin urðu að bæta hag þeirra sem betur voru settir í þjóð- félaginu og þrengja að þeim sem minna máttu sín. Efnaliagslífið efldist samt mjög í tíð Reagans, að vísu með óheyrilegri skuldasöfnun ríkisins. í utanríkismálum var stefna Reagans einfaldlega að gera Bandaríkin aftur að óumdeilanlegu forysturíki heimsins, eftir niður- lægingu undanfarinna ára, og það tókst að verulegu leyti. Reagan hafði aðeins örfá grundvallaratriði til hliðsjónar í allri stjóm sinni og hvikaði ekki frá þeim, hvað sem á gekk, og í því er munurinn á hon- um og Bush fólginn. Bush er enginn hugmyndaffæð- ingur; hans stíll í Hvíta húsinu ein- kennist af því að leysa jafnóðum þau vandamál sem upp koma, ekki af því að endurskapa Bandaríkin og umheiminn í einhverri ákveð- inni mynd. Þetta er styrkur Bush en um leið veikleiki. Málamiðlanir — Bush er þrautreyndur í banda- ríska stjómkerfinu og eðlilega mjög mótaður af fyrri reynslu. Að sumra áhti er þetta honum fjötur um fót; honum hættir til að treysta um of á skriffinnskubáknið í kerf- inu í stað þess að taka af skarið með afdráttarlausri stefnumörkun. Bush kemur sjaldan eða aldrei með nýjar og sjálfstæðar lausnir á vandamálum, aö því er fréttir af stjómarháttum hans herma, lætur aðstoðarmenn sína útbúa valkosti og velur síðan einn þeirra. í þessu felst að hann fer oft bil beggja og velur málamiðlun milli tveggja kosta sem oft gerir bæði stuðningsmönnum hans og and- stæðingmn gramt í geði. Honum hættir einnig til að lofa upp í erm- ina sína, gefa fögur fyrirheit en útvega síðan ekki fé til fram- kvæmda eða þá allt of lítið. Eitt dæmi um það er hugmyndin um að senda mannað geimfar til reikistjömunnar Mars. Þaö fé, sem lagt er til hliðar í þeim tilgangi, er hlægilega Mð. Reyndar er Bush vorkunn. Reagan batt ríkissjóði slikar skuldaklyfjar langt fram í tímann í sinni tíð að Bush hefur ekki fijálsar hendur. í innanríkis- málum hefur Bush verið hrósað fyrir aö ana ekki að neinu og tryggja sér fyrirfram stuðning við þær ákvarðanir sem hann tekur. Af þessu leiðir að samstarf hans við þingið hefur gengið snurðulítið og hann hefur gert sér far um að Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður ná samstöðu við stjómarandstöð- una um áform sín, með þeim ár- angri að andstaða gegn honum á þingi hefur verið með minna móti, reyndar að frátöldu uppistandinu út af John Tower, ráðherraefni vamarmála. Það kann þó aftur að stafa af þvi að hann hefur ekkert lagt til málanna sem miklar hrær- ingar vekur. Það er helst að áskor- un hans um stjómarskrárbreyt- ingu til að banna að brenna banda- ríska fánann hafi hleypt hita í menn. Meðan Bush siglir svo lygnan sjó í innanríkismálum og hróflar ekki við neinum öflugum hagsmuna- hópum er ekki við öðru að búast en bandarískur almenningur sé ánægður með hann; það er auðséð aö engar kollsteypur verða í innan- ríkismálum á þessu kjörtímabili. Utanrikismál Bush varð forseti með meiri þekkingu á utanríkismálum en nokkur fyrri forseti, að Nixon trú- lega undanskildum. Hann var áður sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um, fyrsti sendimaður Bandaríkja- stjómar í Kína, yfirmaður leyni- þjónustunnar CIA og síöan vara- forseti í átta ár þar sem eitt aðal- verkefni hans var að rækta kunn- ingsskap við þjóðarleiðtoga um all- an heim. Sá kunningsskapur hefur komið Bush að miklu gagni. Hann er mál- kunnugur frá fyrri tíð flestum þeim valdamönnum sem máli skipta, bæði innan ríkisstjóma og utan. Hann hefur líka þann hátt á, þegar upp koma vandamál utanlands, að setja sig persónulega í samband við viðkomandi þjóðarleiðtoga og ræða máhn mifliliðalaust. Það gefur augaleið að með þessu móti er hægt að komast hjá miklum misskilningi og óþarfa flækjum sem oft stafa af sambandsleysi. En þessi aðferö er ekki einhlít. Þegar upp koma djúp ágreiningsmál, sem varða grundvallaratriði í utanrík- isstefnu Bandaríkjanna, em per- sónuleg kynni ekki nóg, þá þarf skýra stefnumörkun. Á þessu sviði hefur Bush fariö undan í flæmingi, hann hefur borist með straumnum en ekki ráðið sjálfur ferðinni. Frumkvæðið í samskiptum risa- veldanna hefur allt síðasta ár verið hjá Mikhael Gorbatsjov Sovétleið- toga. Bush gefur færi á þeirri gagn- rýni aö hann hafi ekki yfirsýn yfir heildina, hann einblíni á trén en sjái ekki skóginn. Afvopnunartillögur Gorbatsjovs hafa sett Bandaríkjamenn í vam- arstöðu. Þeir em nú í þeirri að- stöðu að túlka má afstöðu þeirra sem andstöðu við afvopnun. Að vísu setti Bush fram á fundi Nato- ríkjanna í vor áður óhugsandi til- lögur um fækkun í landher og flug- her Nato í Evrópu en þar var í raun ekki um frumkvæði að ræða heldun viðhrögð viö ennþá róttækari til- lögum Gorbatsjovs. Umrót í Evrópu Bush hefur verið borið á brýn að sakna þeirra góðu, gömlu tíma þeg- ar samskipti risaveldanna vom í föstum skorðum kalda stríðsins. Það mikla rót, sem nú er í Austur- Evrópu og væntanlegar stórbreyt- ingar á samskiptum Nato við Aust- ur-Evrópm-íkin, mun krefjast nýrr- ar stefnumörkunar Bandaríkja- stjómar og á þvi sviði heldur Bush algerlega að sér höndum enn sem komið er. Jafnvel er svo að skilja á sumum ráðgjöfum hans að þessar breyting- ar, með tilheyrandi minnkandi hlutverki Nato, séu andstæðar hagsmunum Bandaríkjanna. Það fær vitanlega ekki staðist en Bush hefur enn ekkert gert til að taka af skarið um afstöðu Bandaríkj- anna heldur látið Sovétmönnum frumkvæöið eftir. Þetta getur skaðað stórlega sam- skiptin við Vestur-Evrópuríkin; Einkasamtöl Bush við einstaka ráðamenn koma ekki í staðinn fyr- ir stefnumörkun. - Ef Bush markar ekki bráðlega heildarstefnu í þess- um málum á hann á hættu að missa stjóm á atburðarásinni og þar með fyrirgera tilkalli sínu til aö vera óumdeilanlegur leiðtogi hins vest- ræna heims. Gunnar Eyþórsson „Bush varö forseti með meiri þekkingu á utanríkismálum en nokkur fyrri for- seti, að Nixon trúleg undanskildum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.