Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3Í. OKTÓBER 1989. Útlönd dv Öryggissvæði fyrir þingið Sendimaöur Arababandalagsins hóf i gær viðræöur við liðsforingja kristinna í Beirút dl að tryggja ör- yggi þíngsins þegar það kemur saman til að ræða umbætur og velja forseta. Aotm, yíirmaður her- afla kristínna, er andvígur friðar- tillögu Arababandalagsins en sagt er aö liösforingi hans hafi í gær samþykkt áætlun um hlutlaust svæði umhverfis höllina þar sem þingmenn ráðgera aö hittast í næstu viku. Hermenn Aouns ráða yfir svæðinu umhverfis höllina. Sýrlenskir hermenn eru í tvö hundruð metra íjarlægð. Aoun, sem lítur á sig sem leiðtoga þjóöarinnar, hefur hótað að rjufa þingíð og fella stjómarskrána úr gildi um stundarsakir til þess að koma í veg fyrir að þingmenn taki ákvörðun um umbætur. Aoun, herforingi kristinna i Libanon. Simamynd Reuter Ráðgjöf í töfrum í París eru starfandi fimm hundruð töframenn og galdrakarlar og í öllu Frakklandi eru samtals íjörutíu þúsund stjömuspámenn. Ársvelta bak- ara nokkurs, sem fór að töfra, er i kringum þrjátíu milljónir króna. Því þykir nú ráðgjöf í töfrum vera vænlegt framtíðarstarf. Hið yfimáttúmlega er ekki bara í lísku í Frakklandi heldur trúa fjöru- tíu og tvö prósent franskra karla og fjörutíu og níu prósent franskra kvenna á alls kyns fyrirbæri. Það er líka hægt að græða á því. Flestir þeirra sem trúa á galdra, fjarskynjun, andaskoðun og svo fram- vegis em menntað fólk. Fyrirtæki ráða til sín spákonur og spámenn til að gefa ráð við ráðningu starfsfólks og þegar leysa þarf deilur. VakavidKGB Um þúsund manns kom saman við aðalstöðvar sovésku ieyniþjón- ustunnar, KGB, i Moskvu í gærkvöldi og kveikti á kertum til að minnast iátinna ættingja. Sfmamynd Reuter Vaka var haldin við aðalstöðvar sovésku leyniþjónustunnar, KGB, í Moskvu í gærkvöldi og safnaðist þar um þúsund manns. Flestir vom þar til að minnast ættingja sera ofsóttír vora af Stalín. Þegar þúsundir Moskvubúa á leið heim úr vinnu stöldmðu við til að fylgjast meö kom lögreglan fyrir hindrunum til að koma í veg fyrir að fólk færi inn á torgið við aðalstöðvamar. Sprengdu bát Arabiskur skæruliði sprengdi í gær fiskibát sinn 1 sjálfsmorðsárás á ísraelskan byssubát undan strönd Líbanons. Skæruliðinn lét lifið og þrír ísraelskir hermenn særöust ísraelski herinn hindraði birtingu fréttarinnar í nokkrar klukkustund- ir í gær. Azem Vlasi, fyrrum leiðtogi kommúnista i Kosovo í Júgóslavíu, getur átt á hættu dauðadóm verði hann fundinn sekur um „gagnbyltingarstarfsemi". Símamynd Reuter Albanir í Júgóslavíu: Mótmæla rétt arhöldum Lögreglu í Júgóslavíu, vopnaðri táragási og kylfum, og þúsundum Albana í Kosovo-héraði lenti saman í gær vegna mótmæla viö réttarhöld háttsetts albansks stjómmálamanns, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokks héraðsins, Azem Vlasi. Vlasi er sak- aður um að egna til óeirða á síðasta ári til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt stjórnarskrárbreytinga er veita Serbum aukin völd. Hann gæti hlotið líflátsdóm fyrir „gagnbylting- arstarfsemi". Lögregla og um eitt þúsund mót- mælendur áttust við i bænum Podujevo, um 40 kílómetra vestur af höfuöborg Kosovo, Pristina. Beitti lögregla táragasi og kylfum á mann- fiöldann. Mótmælendumir, margir hverjir grímulæddir og vopnaðir kylfum, reistu vegatálmanir á götum til að leggja áherslu á mótmæli sín. Þá mátti heyra hvatningarorð um sjálfstæði til handa Kosovo. Hundmð mótmælenda, sem höfðu safriast saman á götum Pristina, tóku til fótanna eftir að lögregla beitti táragasi. Vlasi og fjórtán aðrir voru teknir fastir, sakaðir um að kynda undir mótmæli gegn hömlum á sjálfsstjóm Kosovo. Albanir eru í miklum meiri- hluta í héraðinu, 1,7 milljónir á móti 200 þúsund Serbum. Tuttugu og fimm létust í óeirðum sem áttu sér stað í Kosovo í mars og maí á þessu ári. Vlasi hefur neitað sakargiftum. Hann segir að pólitísk réttarhöld hafi verið „sviðsett" og ásakar Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og Rahman Morina, leiðtoga komm- únistaflokks Kosovo, um að standa að baki þeim. Reuter Fjármálaráðherra Danmerkur víkur Möguleikar dönsku samsteypu- stjómarinnar á samvinnu á breiö- um grundvelli í þinginu hafa minnkaö vegna afsagnar Palle Sim- onsens fjármálaráðherra. Þetta er álit stjómmálasérfræðinga í Dan- mörku. Simonsen, sem verið hafði fjár- málaráðherra Danmerkur síðast- liðin fimm ár, sagði af sér í gær og er jafnframt hættur þingmennsku. Hann tekur nú við forstjórastöðu hjá Lífeyrissjóði launþega, ATP. Við embætti íjármálaráðherra tekur Henning Dyremose sem áður var atvinnumálaráðherra. Eftir- maður hans verður Knud Kirke- gaard. Simonsen hafði tekið þátt í dönskum stjómmálum í nær tutt- ugu ár og hafði verið ráðherra frá árinu 1982, fyrst sem félagsmála- ráðherra og síðan fjármálaráð- herra. Simonsen lagði á það áherslu að afsögn hans væri ekki í sambandi við neinn sérstakan pólitískan atburð. Hann sagði það vera erfitt aö vera fjármálaráð- herra og kvaðst hlakka til að vera ekki jafnmikiö í sviðsljósinu. Ritzau Nixon í Kína Sprengjutilrædi í Kólumbíu Vlð dagblaðiö La Prensa í Bogotá í Kólumbíu hefur verfð komið fyrlr sandpokum til varnar sprengjuárásum f iknief nakónga. Sfmamynd Reufer Fimm sprengjuárásir hafa veriö geröar í Kólumbíu í kjölfar framsals meints fíkniefnasala til Bandaríkjanna á sunnudaginn. í Bogotá sprungu fjórar sprengjur á sunnudagskvöld en þær ollu litlu fjóni. I Medeliin, höfuðborg líkniefhanna, sprakk öflug sprengja við útvarpsstöð. Lík niu ungra kvenna fúndust á götum Medellin um helgina. Höiðu öll fómarlömbin verið skotin í höfuöiö. Ekki er vitaö hvort moröin á þeim tengjast baráttu fíkniefhasala gegn yfirvöidum en eftir framsaliö á sunnu- daginn var sjónvarpsfréttamaöur skotinn. Hann berst nú fyrir lífl sínu. Richard Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti, kvaðst í morgun ánægö- ur með viðræður sínar við Deng Xia- oping, leiötoga Kína. „Viöræðurnar vom hreinskiptar," sagöi Nixon. Deng sagöi við forsetann fyrrverandi aö þjóðimar tvær ættu að leggja til hliöar hugmyndafræðilegar deilur sínar í viðræöum um samskipti sín á milli. Nixon er í einkaferö í Kína en mun samt sem áöur skýra Bush Banda- ríkjaforseta frá niðurstöðum við- ræðna sinn við kínverska ráðamenn. Bush afréð að slíta samskiptum hátt- settra bandarískra og kínverskra embættismanna í kjölfar þess að kín- verskir hermenn réðust að mótmæl- endum á Torgi hins himneska friðar í Peking í júni með þeim afleiðingum að hundmð létu lífið. Nixon og hinn aldni leiötogi Kína ræddust við í morgun í Alþýðuhöll- inni í Peking. í viötali við blaöamenn að loknum viðræðunum sagði Nixon aö samskipti Bandaríkjanna og Kína væm nú stirðari en nokkra sinni fyrr frá því að ríkin tvö tóku upp stjómmálasamband árið 1972. En hann sagði að viðræður milli fulltrúa beggja þjóða yrðu að halda áfram hvað sem liði hugmyndafræðilegum deilum. Á meðan á heimsókn Nixons stóð tilkynntu kínversk stjómvöld aö hermenn, sem verið hefðu á vakt á Torgi hins himneska friöar síðan blóðbaðiö í júní, mundu hverfa það- an á brott en í staðinn mundu koma vopnaðir lögreglumenn. Ekki var minnst á hvort herlögum, sem verið hefðu í gildi frá 20. maí síðastliðnum, yrði nú aflétt. Samkvæmt yfirlýsingu stjómvalda var ákvörðunin um að flytja her- mennina á brott tekin vegna þess að sigur hefði unnist í baráttunni gegn „andbyltingarsinnum" og ástandið væri orðið að mestu eðlilegt á ný. Reuter Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, og Ricard Nixon, fyrrum Bandarikjaforseti, ræðast við í Alþýöuhöllinni i Peking i morgun. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.