Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989. 15 Haldlítið íhald Hvers konar stjómmálaflokkur er Sjálfstæðisflokkurinn? Hann held- ur sig aflt mögulegt en reynslan sýnir að hann uppfyflir aldrei óskir sínar. Hann nær aldrei með tæmar þangað sem óskhyggja hans hefur hælana. Ábyrgur í fjármálum? Ein stærsta goðsögn flokksins er sú að hann kunni að fara með al- mannafé. Fráleitari vitleysu er þó varla hægt að hugsa sér. Eirihver mesta svikamylla ríkis- íjármálanna er landbúnaðarkerfið. Það er uppflnning og sérstakt óska- bam Sjálfstæðisflokksins. Þegar átök hafa staðið um þetta mál hafa sterkustu talsmenn flokksins afltaf staðið í vörninni. Lengi dugðu þar vel svipmestu foringjar flokksins í þessum mála- flokki, þeir Egill og Pálmi Jónssyn- ir. Ekki linaðist vörnin þegar flokksformaðurinn stillti sér upp með þeim fyrir Suðurland. Mesta bruðl seinni ára í ríkis- framkvæmdum er Leifsstöð. Þar sameinast það sterkasta í íslenskri vanmáttarkennd, flottræfflshætti og ábyrgðarleysi. Sjálfstæðisflokk- urinn fór svo óumdeilanlega með sfjórn þeirra framkvæmda að ábyrgð hans er eitt hundrað pró- sent. Flokkurinn segist ætíð styðja lág- skattastefnu og niðurskurð ríkisút- gjalda. Það er ein sjáifsblekkingin enn. Dæmin sýna að yísu að flokk- urinn er til í lækka skatta en hann hefur aldrei haft hugrekki til að skera niður. Skattalækkanir hans hafa því leitt til fjárlagahafla og skuldasöfnunar. Staða þjóðarbúsins í lok góðæris til sjávar og sveita eftir fjármála- ráðherratíð Þorstei'nS'Pálssonar var með endemum. KjáUarinn Guðmundur Einarsson lektor og framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins Framkvæmdasamur? Sjálfstæðisflokkurinn vill láta líta svo út að hann láti hendur standa fram úr ermum. Þar vísar hann bæði til fyrrverandi forystu- manna og atorkusamrar stjórnar á málefnum Reykjavíkur. Staðreyndin er hins vegar sú, að í landsmálum er verkleysi flokks- ins nánast algert. Hann sýnir aðeins viðbrögð en aldrei frumkvæði. Sé horft aftur til 1983 og litið yfir þau mál, sem hafa verið ofarlega á baugi, kemur í ljós að flokkurinn hefur afdrei verið í forystu fyrir merkum málum utan einu sinni. Það var þegar Geir Hallgrímsson var utanríkisráðherra og hafði frumkvæöi um aukna þátttöku ís- lendinga í varnarsamstarfl NATO. Frumkvæðið í fiskveiðistjórnar- málum hefur afltaf verið hjá Fram- sókn. Framkvæmd og atorka í skattabyltingunni var öll hjá AI- þýðuflokki. Eftirminnilegasti þátt- ur sjálfstæðismanna þar var hug- og dugleysið sem heltók þá þegar máhnu var hrint í framkvæmd. Hvað gerði flokkurinn eiginlega í stjórn Þorsteins Pálssonar? Eina verulega lifsmarkið með honum þar var upphlaup Þorsteins í Út- vegsbankamálinu. Þar var hann reyndar ekki í hlutverki forsætis- ráðherrans að gæta þjóðarhags- muna heldur í rullu flokksform- annsins að pota þröngum flokks- hagsmunum. í öllum stórum málum skilar flokkurinn auðu. Landsfundurinn síðasti breytir þar engu um. í raun var þar aðeins samin heljarstór krossgáta sem flokkurinn kallar stefnu sína. Það verður síðan hlut- verk samstarfsmanna hans í næstu ríkisstjórn að fylla í reitina eins og oft áður. Siðbótarsamur? Nýjustu fót keisarans af Valhöll eru þau að hann sé siðavandur. Það er reyndar ekkert sem bendif til að sjálfstæðismenn hafi gengiö hægar um gleðinnar dyr eri aðrir á undanförnum árum. Siðavendnin er enn ein blekkingin og þjónar því einu að koma höggi á andstæðinga sína. Flokkurinn hefur haft fjölmörg tækifæri til þess á undanfórnuiri árum að sýna siðbótaráhuga sinn í verki. Það er e.t.v. framkvæmda- leysinu að kenna að hann hefur hingað til hvorki sýnt hann í orði né á borði. Guðmundur Einarsson „Einhver mesta svikamylla ríkisfjár- málanna er landbúnaðarkerfiö. Það er uppfinning og sérstakt óskabarn Sjálf- stæðisflokksins.“ ■o Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. - „Þar sameinast það sterkasta í íslenskri vanmáttarkennd, flottræfilshætti og ábyrgðarleysi", segir greinarhöf. m.a. Svavar svíkur Eftir öll fögru fyrirheitin og lof- orðin frá Svavari Gestssyni urðu svik á samkomulagi menntamála- ráðherra og námsmanna að veru- leika þegar drög að fjárlagafrum- varpi fyrir 1990 voru lögð fram. Lánin skert Námsmenn höfðu búið við 20% skerðingu námslána í tæp þrjú ár þegar Svavar Gestsson tók við menntamálaráðuneytinu. Svavar, jafrit sem námsmenn, haföi beitt sér af hörku fyrir leiðréttingu skerðingarinnar og voru mörg stóryrði látin fafla um þá aðila er stóðu fyrir skerðingunni. Svavar lagði fram þingsályktun- artillögu í tvígang þar sem krafist var skilyrðislausrar leiðréttingar skerðingarinnar. Námsmenn þótt- ust því standa vel að vígi þegar Svavar tók við fáðuneyti mennta- mála og biðu óþreyjufullir eftir að stóru orðunum yrði hrint í fram- kvæmd. Það þurfti þó töluverðan þrýsting af hálfu námsmanna tfl að ýta við ráðherranum og krefja hann um efndir. Vinnuhópur skipaður Það fór því svo að Svavar skipaði vinnuhóp um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem haföi meðal annars það hlutverk að koma með tillögur um leiöir til að leiðrétta skerðinguna. Vinnuhóp- urinn skilaði loks álití. í febrúar 1989 þar sem lagt var til að skerð- ingin yrði leiðrétt í þremur áföng- um, 6,5% í mars 1989,5% í septemb- er 1989 og loks 6,7% í janúar 1990. Þrátt fyrir að hér væri aðeins KjaHarinn Viktor B. Kjartansson fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna verið að leiðrétta skerðingu á lán- unum, sem námsmenn höföu búið við í tæp þrjú ár, tóku námsmenn á sig að draga sumartekjur enn frekar af lánunum. Þannig skyldi draga helming af sumartekjum námsmanna frá þeirri lánsupp- hæð, sem þeir áttu rétt á, í stað um þriðjungs áður. Þessar ráðstafanir komu strax til framkvæmda þegar námslán voru reiknuð fyrir núver- andi skólaár. Samkomulag gert Þetta varö að samkomulagi milli Svavars menntamálaráðherra og námsmanna. Námsmenn hafa staðið við sinn hluta samkomulags- ins með því að taka á sig hækkað tekjutillit og bjuggust að sjálfsögðu við að ríkisvaldið.stæði við sitt. Það ríkti von í hugum námsmanna eftir að fyrsti áfangi leiðréttingarinnar fékkst í gegn í mars á þessu ári. Erfiðara var að fá annan áfangann í gegn en það tókst þó með sam- stilltu átaki. Grunsemdir fóru hins vegar að vakna þegar drög að fjárlagaáætl- un fyrir lánasjóðin voru lögð fyrir stjórn sjóðsins í sumar. Þar var ekki gert ráð fyrir síðasta áfanga leiðréttingarinnar og urðu menn uggandi um að brögð værú í tafli. Fjárlagafrumvarp lagtfram Það fór því svo að þegar fjárlaga- frumvarpið var lagt fram var hlut- ur námsmanna verulega skertur. Ekki var gert ráð fyrir janúar- áfanganum í fjárlagafrumvarpinu og var einnig gert ráð fyrir að þeir áfangar, sem nú þegar hafa náðst í gegn, yrðu aftur teknir næsta haust. í fyrstu neituðu námsmenn að trúa því. að svo væri komið og námsmannahreyfingarnar skrif- uðu ráðherra bréf þar sem hann var kraflnn svarg. í svarbréfl ráð- herra kom fram að hann hygðist skipa nefnd sem ætti að fjalla um málefni lánasjóðsins og ná þjóðar-, sátt um hann. Námsmönnum þótt það undarleg undankomuleið hjá ráðherra að skipa nefnd sem ná ætti þjóðarsátt um lánasjóðinn og leggja drög að framtíðarskipulagi sjóðsins á 80 dögum. Með þessu væri ráðherra einungis að skorast undan ábyrgð varðandi samkomulag hans og námsmanna og láta í staðinn eitt- hvert nefndarapparat sjá um að svíkja námsmenn. Framkoma ráðherra Námsmönnum þykir sárt til þess að vita að vera sviknir með þessum hætti. Þrátt fyrir að menntamála- ráðherra heföi margoft gefið loforð um það að hann myndi standa við sinn hluta samkomulagsins varð raunin önnur. Þessi framkoma ráðherra hlýtur að teljast ámælis- verð og munu námsmannahreyf- ingar, sem hafa umboð um 15.000 manna, mótmæla harkalega. Þegar ráðherra var spurður að því í fjöl- miðlum hvers vegna hann stæði ekki við gefin loforð var það hans eina undankomuleið að benda á að sjálfstæðismennirnir í náms- mannahreyfingunum væru nú bara með skæruhemað á sig. Ráð- herra veit mætavel að í forsvari Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. - Hefur skorast undan ábyrgð og svikið sinn hluta sam- komulagsins, segir greinarhöfund- ur meðal annars. fyrir námsmannahreyfmgarnar er fólk úr öllum flokkum, einnig hans eigin. Námsmenn stóðu frá upphafi við sinn hluta samkomulagsins og tóku á sig hækkun tekjutillits þeg- ar í stað. Menntamálaráðherra hef- ur hins vegar skorast undan ábyrgð og svikið sinn hluta sam- komulagsins. Þetta ætti að kenna mönnum að það virðist vera sama hversu ötullega þingmenn berjast fyrir ákveðnum málaflokkum og hversu stór orö þeir láta fafla, aldr- ei virðist vera þægt að treysta því að þeir séu sjálfum sér samkvæmir þegar þeim gefst kostur á að bæta um betur. Alvarlegra er að þeir komast iðulega upp með svik og undirferli án þess að fólkið í landinu láti það sig nokkru skipta. Það verður að slá í borðið og heimta sanngimi í þessu lýðræðisþjóðfé- lagi þannig að hægt veröi að treysta því að ráðamenn standi við þá samninga sem þeir hafa gert. Viktor B. Kjartansson „Þessi framkoma ráöherra hlýtur að teljast ámælisverð og munu náms- mannahreyfingar, sem hafa umboð um 15.000 manna, mótmæla harkalega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.