Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Page 32
T A S K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989. Vanskil á innheimtufé: Ofnotaði sjóðina * - segir Jón Isberg „Þetta er nú ekki beint íjárveiting- arvald sem ég hef tekiö mér heldur hef ég ofnotaö sjóðina eöa réttara sagt gert það af of miklu gáleysi og ekki fylgst nægilega vel með,“ sagöi Jón ísberg, sýslumaður Húnvetn- inga, en viö utandagskrárumræöu á Alþingi í gær gagnrýndi íjármálaráð- herra, Olafur Ragnar Grímsson, harðlega skil embættisins á inn- heimtufé ríkisins. Jón ísberg sagöi að hér væri um að ræða 22 milljón króna skuld og þrjár ástæður væru fyrir henni. Sveitarsjóður skuldaði um 5 milljón- _ ir vegna færslu á framlagi hans til "^ýslusjóðs. Þá hefði hann greitt til dvalarheimilis aldraðra sem verið væri að byggja á Skagaströnd. Þar hefðu framlög frá Byggingasjóði aldraðra brugðist og hann hefði orðið að greiða til að halda framkvæmdum gangandi. Sagði Jón að þar ætti sýslu- og héraðssjóður stórfé inni. í þriðja lagi sagðist hann hafa látið fé af hendi til byggingar heilsugæslu- stöðvar en þar hefði vantað upp á framlag sýslunnar. „Það er auðvitað satt að þetta á -ekki að vera svona, enda erum viö að reyna að kippa þessu í lag,“ sagði Jón en hann fundaði í morgun með héraðsnefndinni um hvernig staðið verður að greiðslu skuldarinnar. Gerði Jón ráð fyrir að héraðsnefndin myndi taka lán fyrir skuidinni en hún skuldar sýslumanni í kring um 15 milljónir iem hann síðan skuldar ríkissjóði. Jón sagðist áður hafa feng- ið athugasemd frá Ríkisendurskoðun og þá hefði komið í ljós að hann skuldaðiekkikrónu. -SMJ Fjórir gripnir vegna innbrots * í Kópavogi Fjórir ungir menn gerðu innbrotst- ilraun við verslun að Borgarholts- braut 71 í nótt. Þeir voru handteknir af lögreglunni í Kópavogi skömmu seinna. Fyrr um nóttina höfðu fjór- menningarnir stolið bensíni af bíl í Kópavogi. Ætlun njannanna var að verða sér úti um tóbak í sælgætisverslun. Er þeir komu á staðinn villtust þeir og komu að samlokugerð þar sem þeir brutu rúðu og komu síðan aö rammgirtum rimlum. Við það gáfust þeir upp og flúðu. Lögreglan fékk lýsingu á bíl þeirra óg náðust þeir síðan á Nýbýlavegi. Við yfírheyrslu jiátuðu mennimir að hafa stolið bens- íni fyrr um nóttina. ^TT LOKI Ætli þeir hafi ekki verið að kanna varnir landsins? Flarskiptastöðin í Grindavík: Brutust inn á sof- andi varnarliðsmenn - önnur helgin í röð sem þarf lögregluafskipti Tveir ungir Islendingar gerðu aðsiig að vamarliðsmönnum í fjar- skiptastöð varnarliðsins í Grinda- vik um helgina. Einnig kom til kasta lögreglunnar þegar varnar- liðsmenn héldu gleðskap ásamt is- lensku kvenfólki um fyrri helgi Piltamir tveir gerðu mikínn usla er þeir brutust inn um hlið sem er umhverfis fjarskiptastöðina og inn í bygginguna. Bmtu þeir fyrst gler í brunaboða og settu eldvarnakerfi hússins í gang. Aö þvi loknu rudd- ust þeir til inngöngu í svefhher- bergi að sofandi hermönnum með miklum látum og stálu þaðan her- mannabúningum, nærfatnaði, strigaskóm, myndavél og sjónauka. Mikið fát kom á þá 30 bandarísku ’ hermenn sera þama starfa út áf brunakerfinu. í öliu írafárinu tókst piltunum aö stinga af og aftur út af svæðinu. Stuttu seinna komu lögreglumenn í Grindavik auga á óróaseggina. Voru mennimir þá handteknir og þýfið komst í leitirn- ar, Varnarliðsmenn hafa kært at- burðinn. Umhverfis fjarskiptastöðina í Grindavík er hlið en engin hliö- varsla eins og á Keflavíkurflug- velli. Helgina áður þurfti lögreglan í Grindavík einnig að hafa afskipti af varnarliðsmönnum þegar þeir höfðu boðið til sín íslensku kven- fólki. Fór þá fram mikill gleöskap- ur og óskaði lögreglan í Grindavík eftir gestalista þar sem engin hlið- varsla er höfö við svæðið. Þvi var neitað og var þá kallaö á lögregluna á Keflavíkurflugvelh sem flutti gestina í burtu. Vamarliðsmönnum er óheimilt að flytja áfengi á milli Keflavikur- flugvallar og Grindavikur nema í innsigluðum bOum. Lögreglan í Grindavík segir að gestirnir um- rætt kvöld hafi verið í óleyfi inni á þessu svæði. Allar utanaðkomandi gestakomur eiga aö tilkynnast til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Engin hliðvarsla hefur verið höfð viö fjarskiptastöðina 1 mörg ár en stöðin tilheyrir svæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. -ÓTT Öllum sagt upp hjá Slippstöðinni: Verið að drepa þenn- an iðnað hér á landi - segir formaður starfsmannafélags stöðvarinnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Sennilega eru starfsmenn stöðvar- innar ekki búnir að átta sig á þessu ennþá en andinn meðal starfsmann- anna er mjög slæmur vegna þessara tíðinda," sagði Þorsteinn Konráðs- son, formaður Starfsmannafélags Slippstöðvarinnar á Akureyri, í sam- tali við DV í gærkvöldi en skömmu áður höfðu allir starfsmenn stöðvar- innar að forstjóranum einum undan- skildum fengiö uppsagnarbréf í hendur. Um er að ræða 210 starfsmenn og eru ástæður uppsagnanna verkefna- skortur Shppstöðvarinnar. Uppsagn- irnar taka flestar gildi 1. febrúar en einhveijar þeirra mánuði áður. Verkefni eru fyrir um 60% starfs- manna fram yfir áramót en eftir það eru engin verkefni fyrirsjáanleg. Segja má að það sem fyllti mæhnn hafi verið að Fiskveiðasjóður hafnaði að samþykkja sölu á nýsmíðaverk- efni stöðvarinnar til Eskifjarðar en vinna við það skip hefði getað bjarg- að miklu í vetur. „Það er mitt mat að forsvarsmenn sjóðakerfisins séu að drepa þennan iðnað hér á landi og ákveðnir aðilar vilja ekki hlusta á að hér sé rekinn skipasmíðaiönaður," sagði Þor- steinn. „Þaö má taka þá sem sitja í Fiskveiðasjóði sem dæmi um það og ég sé ekki að iðnaðarráðherra hafi mikinn áhuga á að halda þessu gang- andi. Þetta er svakaleg staða og sýnir hvað pólitíkin er búin að gera þess- um iðnaði. Starfsmenn hér hljóta að fara að líta í kring um sig eftir ann- arri vinnu. Á sama tíma streyma svo ný skip til landsins erlendis frá en skipasmíðastöðvarnar hér heima fá engin nýsmíðaverkefni," sagði Þor- steinn Konráðsson. Fóstrur héldu fund fyrir utan Alþingishúsið í gær og mótmæltu hugmyndum Jóhönnu Sigurðardóttur um að flytja málefni dagvistunar frá menntamála- ráðuneytinu yfir i félagsmálaráðuneytið. Fóstrurnar höfðu börn af dagvistun- arstofnunum sér til fulltingis á fundinum. DV-mynd BG Banaslys við Ólafsfjarðarmúla var emn í bílnum, sem endastakkst út af veginum. Hann var látinn þegar komiö var á slysstað í morgun. Nokk- uð var þá hðið frá því slysið varð því að vél bílsins var orðin köld. Geir A. Guðsteinssan, DV, Dalvík: Banaslys varð í nótt þegar bO var ekið út af veginum Dalvíkurmegin við Ólafsijarðarmúla. Sjómaður var á leið frá Siglufirði th Dalvíkur og Veðrið á morgun: Skúrir og slydduél Á morgun verður suöaustanáft og stinningskaldi vestan til á landinu en hægari austantil. Skúrir eða slydduél veröa um sunnan- og vestanvert landið en að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður 2-6 stig. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJORAR Kentucky Fned Chicken Hjallahrautii ij, Hafnarfiröi Kjúklingarsem bragö erað. Opiö alla daga frá 11-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.