Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 5
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
Fréttir
Lyftarinn sem strákarnir óku á um
húsið eins og berserkir.
DV-mynd Ragnar
Höfn:
Unglingar
ollu miklu
tjóni
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Búið er að upplýsa innbrotið í
frystihús Kaupfélags A-Skaftfellinga
um áramótin þar sem miklar
skemmdir voru unnar. Þar voru þrír
strákar að verki, 13 til 14 ára.
Tjónið er áætlað 300-350 þúsund
krónur en lyftari var tekinn trausta-
taki og strákarnir óku honum á milli-
hurðir, ljósabúnað og utan í veggi.
Mikið var um innbrot og skemmd-
arverk á Höfn um áramótin en þau
munu nú flest upplýst.
Ólafsvík:
Bæjarfull-
trúar lækka
laun sín
Garöar Guöjónsson, DV, Vesturlandi:
Skuldir Ólafsvíkurbæjar jafngilda
nú einum árstekjum sveitarfélagsins
og áhrifa þeirrar stöðu gætir mjög í
drögum að íjárhagsáætlun þessa árs.
Um leið og framkvæmdum og rekstri
verður haldið í lágmarki hækka álög-
ur á bæjarbúa verulega.
Að sögn Kristjáns Pálssonar bæjar-
stjóra verða tekjur bæjarins hækk-
aðar um 10 milljónir króna með
hækkun aðstöðugjalds og fasteigna-
gjalda. Útsvar verður hins vegar
óbreytt, 7,5%.
Framkvæmdum verður haldið í
lágmarki en auk þess verða styrkir
skornir niður í 360 þúsund krónur.
Styrkir til öldrunarmála, æskulýðs-
mála og björgunarmála námu 1,2
milljónum króna í fyrra.
Þá verða laun bæjarstjómar og
bæjarráðs lækkuð um 40 af hundraði
og fundum bæjarráðs fækkað úr
þremur í einn á mánuði.
Nýju lögin um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga koma Ólafsvík mjög
vel. Að sögn Kristjáns hagnast bær-
inn um 15 milljónir króna vegna
nýju laganna og munar þar mestu
að ríkið yfirtekur rekstur heilsu-
gæslustöðvarinnar.
Kristján sagði í samtali við DV að
það væri stefna bæjarstjómar að
minnka skuldir niður í um helming
árstekna bæjarins á næstu tveimur
til þremur árum.
5
ÖLL laugardagskvöld fra og MEÐ
27. JAN. TIL VORS
Þeim sem vilja skemmta sér ærlega er nú boöið í ógleymanlega
„sjóferð" með MS Sögú. Landgangurinn er opnaður kl. 19.
Kvöldsiglingin hefst með þríréttaðri veislumáltíð (vai á réttum). Síð-
an er stefnan tekin á stanslaust fjör og haldið suður til Horrimol-
inos. Skipstjórinn er grínfræðingurinn Halli og skemmtilegustu
menn landsins, Laddi og Ómar, bregða sér í allra sjókvikinda líki.
Meðal farþega eru gleðimennirnir Eddi og Elli, Leifur óheppni, hin
þokkafulla Elsa Lund, Marteinn Mosdal,, pokapresturinn fjöl-
þreifni, Magnús og Mundi, HLÓ-flokkurinrr og magadansmær
sem iðar í yndislegu skinninu.
Stígum ölduna - stígum í vænginn á MS Sögu
laugardagskvöld!
Einsdæmi og Ragnar Bjarnason leika fyrir dansi
frá kl. 23.30 til 03. Miðaverð eftir kl. 23.30 750 kr.
Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr,
Tilboð á gistingu.
Nánari upplýsingar í síma 91-29900.
£
,..U^
Kjaraboð frá ferðaskrífstofunní
simí 652266
FLORIDA
10 nætur
frá kr. 31.980,-
KANARIEYJAR
3 vikur
frá kr. 53.840,-
AUSTURRIKI
2 vikur
frá kr. 39.450,-
Verð á mann og miðast við fjölskyldu, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-12 ára, í íbúð/húsi. Staðgreiðsluverð.
FERÐASKRIFSTOFA