Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 6
6
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
Útlönd
Gorbatsjov ekki í hættu
Þjóðernissinnaðir Azerar við vegatálma sem þeir höfðu sett upp fyrir utan Baku, höfuðborg Azerbajdzhan.
Símamynd Reuter
Gorbatsjov Sovétforseta virðist
ekki stafa nein hætta eins og er af
átökunum í Armeníu og Azerbajdz-
han en ef bardagarnir þar dragast á
langinn og mannfall verður mikið
geta afleiðingar orðið alvarlegar fyr-
ir hann. Núna stafi Sovétforsetanum
hins vegar meiri hætta af valdabar-
áttunni innan kommúnistaflokksins.
Um þetta eru sovéskir og aðrir sér-
fræðingar sammála.
Gorbatsjov kenndi í gær öfgasinn-
um, ævintýramönnum og heittrúuð-
um múhameðstrúarmönnum um
hvernig komið væri. Fréttir af bar-
dagasvæðunum gáfu greinilega til
kynna að tuttugu og fjögur þúsund
liðsmönnum rauða hersins, innan-
ríkisráðuneytisins, leyniþjón-
ustunnar og lögreglunnar hefði eng-
an veginn tekist að lægja öldurnar.
í kringum bæinn Jeratsch í Armeníu
geisuðu harðir bardagar eftir að þrjú
hundruð vopnaðir Azerar höfðu gert
árás, í hefndarskyni að því er virtist,
fyrir árás Armena á bæ í Nachitjevan
daginn áður. Harðir bardagar voru
einnig sagðir geisa í Nagorno-Kara-
bakh, héraðinu í Azerbajdzhan sem
báðir stríðsaðilar vilja ráða yfir og
þar sem Armenar eru í meirihluta.
Héraðið er umkringt Azerum og er
sagt að matarbirgðir þar dugi aðeins
næstu tíu daga. Ástandið í Jerevan,
höfuðborg Armeníu, er sagt jafnvel
verra. Þangaö hafa engar lestir kom-
ið frá Azerbajdzhan síðan á mánu-
daginn. Birgðasendingum frá Georg-
íu hefur fækkað. Þúsundir flótta-
manna frá Azerbajdzhan hafa komið
til Jerevan. Fjöldi flóttamanna hefur
einnig komið til Moskvu.
Þar biðu menn í gærkvöldi eftir
fregnum um aö herinn hefði gen
innrás í Baku, höfuðborg Azerbajdz-
han, þar sem samningaviðræður við
þjóðernissinnaða Azera höfðu engan
árangur borið. Þeir neituðu stöðugt
að fjarlægja vegatálma þá sem þeir
höfðu komið upp til að hindra ferðir
hermanna sem fengið höfðu fyrir-
skipun um að fara inn í borgina.
í héraðinu Nachitjevan, milli
Armeníu og íran, héldu bardagarnir
einnig áfram í gær. Þrátt fyrir mik-
inn fjölda hermanna tókst fjölda Az-
era að komast yfir fljótið á landa-
mærunum yfir til íran. Nálægt ír-
anska bænum Bilehsavar eru þús-
undir Azera sagðir hafa farið yfir
landamærin og tekið þátt í bæna-
stund. Sneru þeir aftur með myndir
af Khomeini og aðra minjagripi. Þeir
eru einnig sagðir hafa fengið vopn
frá trúbræðrum sínum í íran.
Reuter, TT
Marion Barry og Jesse Jackson i kröfugöngu í Washington fyrir nokkrum.
árum. Símamynd Reuter
Tekur Jackson
við af Barry?
Stjórnmálasérfræðingar segja aö
handtaka borgarstjóra Washington,
Marions Barry, á fimmtudagskvöld
geti haft áhrif á forsetakosningarnar
í Bandaríkjunum 1992. Ekki er talið
ósennilegt að Jesse Jackson, sem
áður hefur reynt að hljóta útnefn-
ingu sem forsetaefni demókrata, spái
nú í embætti borgarstjóra Washing-
ton.
Segja stjórnmálasérfræðingar aö
handtaka Barrys á flmmtudagskvöld
og formleg ákæra á hendur honum
í gær geti þýtt endalok stjórnmála-
ferils hans og rutt brautina fyrir
Jackson sem flutti til Washington i
fyrra. Jackson, sem lengi hefur staö-
ið viö hlið Barrys í mannréttindabar-
attunni, hefur ekki viljaö bjóða sig
fram á móti Barry en nú er tæki-
færið ef til vill komiö. Ef Jackson
yrði kjörinn borgarstjóri Wash-
ington myndi hann að öllum líkind-
um ekki taka þátt í baráttunni um
forsetaembættið, að því er fróðir
menn telja.
Fréttir herma að alríkislögreglan
hafi lagt gildru fyrir Barry, sem lengi
hefur verið sakaður um eiturlyfja-
neyslu, á fimmtudagskvöldið. Fund-
ur borgarstjórans og lögreglukonu,
sem villti á sér heimildir, á að hafa
verið tekinn upp á myndband og á
því á að hafa sést aö borgarstjórinn
væri að reykja krakk á hótelherberg-
inu þar sem þau hittust.
Reuter, Ritzau
KVÖLDSTUND MEÐ
EDDIE SKOLLER
ÍSLENSKU ÓPERUNNI
Laugardag 20. janúar kl. 20.30, fáir miðar eftir.
Sunnudag 21. janúar kl. 20.30, fáir miðar eftir.
Ath. Aukasýning mánudag kl. 20.30.
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN
í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
ATHUGIÐ AÐ SÆTI ERU NÚMERUÐ
JtóL
Dresden:
Borgarstjór-
inn skiptir
um flokk
Borgarstjórinn í Dresden, einn
þekktasti umbótasinninn í Austur-
Þýskalandi, hefur sagt að hann ætli
að segja sig úr kommúnistaflokknum
og ganga í flokk sósíaldemókrata, að
því er v-þýska blaðið Bild greinir frá.
Samkvæmt Bild tjáði Berghofer
leiðtogum kommúnistaflokksins frá
fyrirætlun sinni á þriðjudaginn. Það
var einmitt Bild sem spáði réttilega
fyrir um afsögn Honeckers, leiðtoga
Áustur-Þýskalands, í október síðast-
liönum.
Brottför Berghofers úr kommún-
istaflokknum yrði mikill missir þar
sem flokkurinn reynir nú að breyta
ímynd sinni fyrir kosningarnar í
vor. Kommúnistar eru nú sagðir ótt-
ast að fjöldi umbótasinnaðra komm-
únista muni fylgja á eftir Berghofer
yfir til sósíaldemókrata.
Reuter
Mongolía:
ur bannaðar
Kommúnistaflokkurinn í
Mongólíu hefur bannað fjölda-
samkomur á ýmsum stöðum í
Ulan Bator, höfuðborg landsins,
til að koma í veg fyrir fund ný-
stofhaðrar lýðræðishreyfingar á
sunnudaginn. Um siðustu helgi
söfnuðust fimm þúsund manns
saman í höfuðborginni og kröfð-
ust róttækra breytinga.
Reyndar tilkynnti hin opinbera
fréttastofa í Austur-Þýskalandi,
ADN-fréttastofan, í gær að yfir-
völd í Mongólíu væru aö íhuga
að leyfa fjölflokkakosningar.
Fréttastofan greindi einnig frá
því að til umræðu hefði verið að
draga úr hlutverki kommúnista-
flokksins í Mongólíu en hann er
með 95 prósent þingsæta.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 9-10 Bb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 9,5-10 Allir nema Lb
6mán. uppsögn 11 Allir
12mán. uppsögn 10-12 Ib
18mán. uppsögn 21 Ib
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb
Sértékkareikningar 8-10 Bb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0,75r1,5 Allir nema Sp
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,-
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sb Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb
Sterlingspund 13-13,75 Ib.Bb
Vestur-þýskmörk 6,5-7 lb
Danskar krónur 9-11,0 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 24.5-26,5 Bb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 28,5-32 Bb
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb
Utlan verðtryggö
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb
Utlán til framleiöslu
Isl.krónur 25,5-31 Bb
SDR 10,75 Allir
Bandaríkjadalir 10,25-10,5 Allir nema Ib
Sterlingspund 16,75 Allir
Vestur-þýskmörk 9,75-10 Allir nema
Lb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 40,8
MEÐALVEXTIR
Överðtr. jan. 90 31,8
Verðtr. jan. 90 7.8
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajan. 2771 stig
Byggingavisitala jan. 510 stig
Byggingavisitala jan. 159,6 stig
Húsaleiguvísitala 2,5% hækkað 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi þréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,596
Einingabréf 2 2.528
Einingabréf 3 3,024
Skammtimabréf 1.569
Lifeyrisbréf 2,311
Gengisbréf 2,029
Kjarabréf 4,540
Markbréf 2.413
Tekjubréf 1,896
Skyndibréf 1,370
Fjölþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 2,217
Sjóösbréf 2 1,693
Sjóðsbréf 3 1,554
Sjóðsbréf 4 1.307
Vaxtasjóðsbréf 1,5640
Valsjóðsbréf 1.4685
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 415 kr.
Eimskip 415 kr.
Flugleiðir 162 kr.
Hampiðjan 174 kr.
Hlutabréfasjóður 168 kr.
Iðnaðarbankinn 180 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr
Útvegsbankinn hf. 155 kr.
Verslunarbankinn 153 kr.
Olíufélagið hf. 328 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvorugeymslan hf. 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.