Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990. Lillí Karen Wdowiak, sigurvegari í Fordkeppninni sl. ár, hefur í nógu aö snúast þessa dagana við fyrir- sætustörf. Hún er á Flórens við myndatökur fyrir tískuhúsið Espirit. Lillí Karen hélt til Noregs eftir að hún kom heim frá Los Angeles í september þar sem hún tók þátt í keppninni Supermodel of the World. Það var í gegnum Ford Models sem Lillí Karen hélt til Noregs þar sem hún starfaði til áramóta. Þá var henni boðið fyrir- sætustarf í Mílanó þar sem hún dvelst núna og ferðast vítt og breitt um Ítalíu viö myndatökur. Þar sem mikið hefur verið að gera hjá Lillí Karen hefur reynst ómögulegt að ná í hana en að sögn móöur hennar er hún ánægð í starfinu þótt ekki hafi hún dvalist lengi á Ítalíu. Andreaferðast vítt og breitt Þátttaka í Fordkeppninni getur látið drauminn um fyrirsætustarf- ið rætast. Ford Models í New York er með umboðsskrifstofur um víða veröld og auðvelt fyrir stúlkur að kynnast hinum ýmsu löndum í gegnum þær. Andrea Brabin hefur starfað fyrir Ford Models allt frá því hún tók þátt í keppninni árið 1987. Andreu vegnar mjög vel og meðal þeirra staða þar sem hún hefur dvalið við störf sín eru Eng- land, Ítalía, Frakkland, Japan, Ástralía og að sjálfsögðu Bandarík- in. Helga komst í úrslit Ennþá hefur íslensk stúlka ekki sigrað í keppninni Supermodel of the World en í eitt skiptið var Lilja Pálmadóttir nærri því. Hún starf- aði um skeið við fyrirsætustörf en áhuginn beindist síðan að frekara námi. Helga Melsted, sem reyndar er frænka Lillíar Karenar, hefur fengist við fyrirsætustörf allt frá því að hún var kjörin Fordstúlka ársins 1984, þá aðeins fimmtán ára. Helga komst í tíu stúlkna úrslita- hóp í Supermodel of the World á sínum tíma. Hún býr nú í Rollandi. Margar þeirra stúlkna, sem tekið hafa þátt í Fordkeppninni hér á landi í gegnum árin, hafa síðar far- ið í Fegurðarsamkeppni íslands. Má þar nefna Sif Sigfúsdóttur, sem tók þátt í Fordkeppninni árið 1985 og var í úrslitum í Fegurðarsam- keppni íslands árið á eftir. Þá sigr- aði hún í keppninni Miss Scandina- via. Þá má nefna aö Anna Lára Magn- úsdóttir, sem tók þátt í keppninni í fyrra, var send í keppnina Miss Europe á vegum tímaritsins Samú- el á sl. ári eftir að hún tók þátt í Fordkeppninni. Stúlkur, sem keppt hafa til úrslita í keppninni, hafa einnig verið fengnar í auglýsinga- myndir fyrir íslensk fyrirtæki. Miklirpening- ar í húfi Fordkeppnin er í raun umsókn um starf. I húfi eru miklir pening- ar. Talsverðar kröfur eru gerðar til umsækjenda og þá sérstaklega varðandi þyngd og hæð. Eileen Ford, aðaleigandi Ford Models, tekur allar stúlkur sem eru innan við tvítugt upp á sina arma og hef- ur þær á heimili sínu, ef þeim bjóð- ast fyrirsætustörf. Hún er sögð ströng „mamma“ og sérstaklega í sambandi við mataræði stúlkn- anna. Hingað til lands kemur í mars fyrrum heimsfræg fyrirsæta, Vi- beke Knudsen, og velur sigurveg- ara sem tekur þátt í keppninni Face of the 90’s - Supermodel of the World. Áður en það gerist verða allar myndir sem hingað hafa bor- ist fyrir 3. febrúar nk. sendar til Ford Models i New York, þar sem Eileen Ford velur sex til sjö stúlkur í.úrslit. Þó einn sigurvegari sé val- inn úr hópnum er möguleiki fyrir fleiri stúlkur að komast á samning hjá Ford Models. Þess vegna er nauðsynlegt að þær myndir sem hingað berast séu skýrar og góðar. Vibeke Knudsen kemur hingaö til lands 10. mars en keppnin sjálf fer fram 11. mars. Hún mun ræða við stúlkur í úrslitakeppninni og kynnast þeim áður en úrslitin sjálf fara fram. Áður en Vibeke kemur hingað til lands mun hún velja full- trúa á írlandi og í Englandi til að taka þátt í Supermodel of the World. Strangten skemmtilegt Þegar keppnin fór fram í Los Angeles í sumar var mikið um dýrðir. Stúlkumar þrjátíu, sem þátt tóku í henni, mættu tveimur vikum fyrir úrslitakvöld. Hver mínúta var skipulögð með ljós- myndurum allan tímann. Keppnin er send út beint til milljóna banda- rískra sjónvarpsáhorfenda og að auki til Frakklands. Vikumar tvær fara í upptökur fyrir þennan þátt og undirbúning fyrir lokakvöldið. Stúlkumar þurftu að vakna klukk- an sex á morgnana og strax eftir morgunverð var byrjað á hár- greiðslu og snyrtingu á hverri og einni. Stúlkunum er skipt í þrjá hópa og eftir snyrtingu ræða þær við dómara keppninnar. Su- permodel of the World er ekkert í líkingu við fegurðarsamkeppni. Stúlkurnar þurfa t.d. ekki að koma fram á sundbolum. Fatnað í sjón- varpsútsendinguna fá þær frá Ford Models. Dvölin í Los Angeles var þó ekki eintóm vinna. Stúlkunum var boðið í veislur og þær fóru í kynnisferðir um borgina, skoðuðu meðal annars leikhús og Universal kvikmyndaverið. Stúlkurnar eru einangraðar og þeirra er gætt af sérstökum öryggisvörðum þannig að ekkert komi fyrir. Þær fá ekki að fara einar út á kvöldin en það er að sjálfsögðu einungis gert í ör- yggisskyni. Margar stúlknanna eru mjög ungar og EOeen Ford vill ekki hafa á samviskunni að eitthvað komi fyrir þær.. Sex fengu samning Sigurvegari keppninnar sl. ár var sextán ára norsk stúlka, Synne Myrebo. Verðlaun hennar námu sem svarar samningi upp á sextán milljónir íslenskra króna en það eru tryggðar tekjur næstu þrjú ár- in. Sex stúlkur fengu gulltryggðan samning við Ford Models og þurfa þær því ekki að kvíða atvinnu- eða peningaleysi á næstunni. Þær eru frá Júgóslavíu, Svíþjóð, Frakk- landi, Ástralíu, Bandaríkjunum og sigurvegarinn frá Noregi. Norð- menn hafa tvisvar átt sigurvegara í keppninni svo að vonandi fer að koma að okkur íslendingum að eignast heimsfrægt súpermódel. -ELA Fordkeppnin-þátttökuseðili Nafn:............................. Fæðingardagur og ár............... Heimilisfang...................... Sími.............................. Staða............................. Hæð............................... Þyngd............................. Fordkeppnin: lillí Synne Myrebo, sigurvegari keppn- innar, aðeins sextán ára gömul. önnum kafin á Italíu — fékk samning eftir keppnina í fyrra Alexandra Carlsson, súperfyrir- sæta frá Sviþjóð. Stúlkurnar sex sem komust í úrslit í Supermodel of the World á sl. ári. Þær þurfa ekki að kvíða peninga- eða atvinnuleysi á næstunni. Linda Ivancic, súperfyrirsæta frá Júgóslavíu. Katherine Gingrich, sæta frá Bandaríkjunum. Stephanie Schneider, súperfyrir- sæta frá Frakklandi. Jenny Hayman, súperfyrirsæta frá Ástralíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.