Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Qupperneq 16
46 LAUÖAW)A(5UR'20. JANÚAK ,1990. Jón sést hér virða fyrir sér „sáttarbréfið" milli sín og ríkisstjórnar íslands. DV-mynd gk e.t.v. hefur þessum málum verið ruglaö saman í fjölmiðlum." - Var það mikið metnaðarmál fyrir þig þegar málið var til skoðunar erlendis að það næði fram að ganga? „Eg leiddi aldrei hugann aö því í alvöru og hugsaði ekki út í það kerfi sem við höfum búið við, enda aldrei lent í svona löguðu fyrr en þetta mál kom upp. Tilgangur minn var einungis sá að fá fram sann- leikann, að ég hefði ekki brotið umferðarlög. Þegar það mál var komið í höfn taldi ég málinu lokið, var ég sáttur og ánægður með þá niðurstöðu.“ Veröurgetið í sögunni - En nú ert þú orðinn lands- frægur maður vegna þessa máls. „Já, eða heimsfrægur. Það fer ekki hjá því að þessa máls verði getið í sögunni, en ég vona bara að aumingja börnin þurfi ekki að fara „Tilgangur minn var að fá fram sannleikann" - segir Jón Kristinsson eftir málaferli sín við íslenska ríkið fyrir Mannréttindanefnd Evrópu Kærður tvívegis Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Eg er búinn að hafa bílpróf frá því árið 1937 og hef keyrt mjög mikið alla tíð þótt ég hafi ekki sjálf- ur eignast bO fyrr en árið 1952. Ég keyrði m.a. í 20 ár milli Akureyrar og Skjaldarvíkur, nokkur skipti á hverjum degi og það er þónokkuð. Mér hefur gengið stóráfallalaust í umferðinni, eitt sinn fauk þó bif- reið mín út ef veginum skammt fyrir utan Akureyri í miklu roki, og ég skal ekki sverja fyrir það að ég hafi ekki einhvem tíma lagt bílnum ólöglega og fengið miða.“ Þetta segir Jón Kristinsson á Akureyri, fyrrum forstöðumaður Dvalarheimila Akureyrarbæjar í Skjaldarvík og í Hlíð, en hann hef- ur verið í fréttum að undanfómu vegna málaferla hans við íslenska ríkið fyrir mannéttindanefnd Evr- ópu. Jón vann sigur þar því nefnd- in ákvað að mál hans skyldi tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóln- um. En þegar þar var komið sögu bauð ríkið sátt í máli Jóns sem hann tók. En hvaða mál er þetta sem valdið hefur öllu þessu fjaðra- foki, og orðið til þess að sett hafa veriö bráðabirgðalög um fram- kvæmd dómsmála? - Jú, Jón Krist- insson, sem nú er 73 ára, undi því ekki að einn og sami maður færi með lögreglusfjóm og dómsvald í málum sem snertu hann og hann vOdi ekki una því að vera dæmdur fyrir umferðarlagabrot sem hann segjst ekki hafa framið. Það er óhætt að segja að þetta mál hafi farið „aOa leið“ og lokið með ótví- ræðum sigri Jóns. „Ég var kærður fyrir tvö um- ferðarlagabrot í júní árið 1984. Annað var fyrir of hraðan akstur en hitt fyrir að virða ekki stöðvun- arskyldu, og það var það mál sem allt hefur snúist um. Kæran vegna of hraðs aksturs kom til vegna þess að ég var að koma frá Skjaldarvík og í brekku hjá Skútum var ég tekinn á 68 km hraða. Ég sagði drengjunum að það væri óþarfi að vera að skrá það, það mætti sleppa þessu en það var ekki gert. Ég prófaði síðan að láta bílinn renna niður þessa reku og hann fór alltaf í 65 km hraða. Við réttarhöldin sagði ég aö ekki væri nein ástæða til að standa á brem- sunni í brekkunni og spurði þann sem yfirheyrði mig hvort hann myndi hafa gert það. Hann játti því reyndar," segir Jón og hlær við. Svo fór að þegar þetta mál kom fyrir dómara á Akureyri var komið annað mál til sögunnar og þau fóru saman í „kerfið“. Jón var nefnilega kærður fyrir aö virða ekki stöðv- unarskyldu á gatnamótum Þing- vallastrætis og Byggðavegar á Ak- ureyri nokkrum dögum síðar og það er það mál sem aOt hefur snú- ist um. Létbílinnrenna... „Ég man mjög vel eftir þessu. Ég var að fara með konuna mína á vakt út í Skjaldarvík. Þetta var að sumri tíl og allar bestu aðstæður sem hægt er að hugsa sér. Það háttar þannig til á þessum gatnamótum að á homlóð þama er mikið af trjám og þegar þau eru í fullum skrúða á sumrin loka þau fyrir útsýnið þegar ekið er norður Byggðaveg og inn á ÞingvaOa- stræti. Eftir að hafa stöðvað bíhnn varð ég því að láta hann renna fram fyrir hvíta strikið til þess að sjá hvort bílar væru að koma niður Þingvallastræti og hvort óhætt væri aö aka inn á götuna. Ég beygði svo niður Þingvallastræti, þar var ég stöðvaður af lögregluþjóni. Ég og konan mín mótmæltum því strax á staðnum að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þvi það var ekk- ert vafamál í okkar huga að við höfðum farið eftir reglum. Þegar ég var kallaður fyrir lagði ég strax tO viö þann unga mann sem rannsakaði máhð að þetta yrði látið falla niður. Það hefði verið eins gott að þeir hefðu gert það, það hefði a.m.k. sparaö mikið pappírs- flóð. En hann kvað upp sinn dóm og ég áfrýjaði honum.“ Málið til Hæstaréttar í þessum dómi var Jóni gert að greiða 3.000 krónur í sekt vegna beggja málanna og til greiðslu kostnaðar, en máliö fór tO Hæsta- réttar. „Mér var skipaður verjandi, Ei- ríkur Tómasson. Hann gerði þá kröfu að málinu yrði vísað heim í hérað sem Hæstiréttur féllst ekki á. Hins vegar taldi Hæstiréttur ekki Oggja fyrir fuOnaðarsönnun fyrir stöðvunarskyldubrotinu og sýkn- aði mig af því. Það var þaö sem ég hafði verið að sækjast eftir. Ég var hins vegar dæmdur í 1.500 króna sekt fyrir hraðakstursbrotið og til greiðslu málskostnaðar sem nam 25.150 krónum sem ég greiddi sam- stundis. Þá var það sem Eiríkur hringdi í mig og spurði hvort hann mætti fara með máOð fyrir Mannréttinda- nefnd Evrópu á sína eigin ábyrgö og kostnað. Það var meinalaust af minni hálfu og síðan hefur málið gengið fyrir sig eins og allir vita.“ Vissi um þessa stofnun - Hvernig tilhugsun var það aö vita að mál sem snerti þig ætti að fara fyrir Mannréttindanefndina? „Ég held ég hafl ekki gert mér neina grein fyrir því. Ég vissi jú að þessi stofnun var til en það var ekki meira en svo. Eiríkur sagði mér strax að mál eins og þetta hefði aldrei komist lil afgreiðslu hjá nefndinni eða dómstólnum áður, þannig að mér fannst sem ekki væru miklar líkur á að þetta mál færi svo langt.“ - Þú hefur væntanlega fylgst með málinu og framgangi þess? „Eiríkur hafði samband viö mig aOan tímann af og tíl. Þegar svo niðurstaðan kom aö málið væri hæft til frekari skoðunar vildi svo einkennilega til að fréttir af því komu sama daginn og ég kom tíl Reykjavíkur úr hjólatúrnum góða. Ég var rétt kominn inn um dymar hjá dóttur minni þegar síminn hringdi með þær fréttir. Þess vegna að læra nein ártöl vegna þessa máls.“ Þegar DV ræddi við Jón á heimO- i hans á Akureyri hafði hann ný- lega fengið í hendur „sáttarbréf' sitt við ríkisstjórnina, undirritað af dómsmálaráðherra og Eiríki Tómassyni fyrir hönd Jóns. „Þessi sátt er aðeins á miOi mín og ríkis- stjórnarinnar, það sem eftir er er aö alþjóðadómstóllinn faOist á þessi málalok.“ Gefur peningana í sáttinni er sekt Jóns og máls- kostnaður sem nam 26.150 krónum á sínum tíma fellt niður og greitt til baka með vöxtum. „Þetta eru núna orðnar 80 þúsund krónur og það fær eitthvert gott félag þessa peninga, ég ætla ekki að eiga þá, ég vil ekkert upplýsa núna hvaða félag það verður." AOur kostnaður vegna málsins erlendis, sem nemur 460 þúsund krónum, mun verða greiddur af ríkinu. Þá er tekið fram í sáttinni aö í sakavottorð Jóns verði fært hver málalok hafl nú orðið. Þaö er því óhætt að segja að Jón geti borið höfuðið hátt eftir þessi málalok. Hann neitaði að taka því að vera dæmdur maður fyrir umferðar- lagabrot sem hann hafði ekki fram- ið en Jón óraði ekki fyrir að málið ætti eftir að draga þann dOk á eftir sér sem nú hefur orðið. „En þegar máUnu er nú lokið, þá er ég ánægð- astur með að þaö skuh hafa þótt það merkilegt að það komst í gegn og það virðist hafa rutt brautina,“ segir Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.