Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 20. JANUAR Í990.
19
8í
Vil vinna
sjálfstætt
- segir Guðrún Hrund Sigurðardóttir fatahönnuður
„Það gagnar ekkert að bíða eftir
tækifærunum. Maður verður ein-
faldlega að koma sjálfum sér á fram-
færi til að hlutimir skili sér,“ segir
Guðrún Hrund Sigurðardóttir fata-
hönnuður. Nýverið efndi Guðrún til
tískusýningar á Holiday-Inn og fékk
mjög góðar viðtökur. „Ég stefndi allt-
af að því að vinna sjálfstætt og get
það núna.“
Sýndi í London
Guðrún er handavinnukennari frá
KHI, lauk síðan prófl frá Köben-
havns Mode og Design Skole í vor
og fluttist heim skömmu síðar. í
fyrra tóku norrænir nemar í fata-
hönnun, en þeir stunda nám sitt víðs
hönnun. Mikill tími færi í undirbún-
ingsvinnu áður en flíkin yrði til í
sinni endanlegu mynd.
„Eftir að hugmynd kviknar þarf að
teikna hana niður á blað, gera snið
og sauma síðan flíkina úr lérefti.
Léreftsflíkin er þaulprófuð og athug-
að hvernig hún „funkerar“. Lérefts-
flíkina þarf jafnvel að sauma úpp
aftur og aftur áður en hún kemst í
endanlegt horf. Síðan er flíkin saum-
uð úr því efni sem henni var ætlað
og þá er hún fyrst tilbúin.“
Guðrún segist helst hanna föt sem
hafa sem mest notagildi fyrir eigand-
ann. Það að vita að viðkomandi flík
sé notuð og eigandinn ánægður sé
fyrir mestu.
„Auðvitað er gaman að velta upp
alls konar hugmyndum að fatnaði
sem ekkert notagildi hefur en það
verður aldrei nema hugmynd á blaði
hjá mér. Helst vil ég vinna með vönd-
uð efni en þá gefur augaleið að flíkin
verður dýrari. Það vilja margir
kaupa dýrari og vandaðri fatnað sem
endist vel frekar en ódýra íjölda-
framleiðslu."
Guðrún saumar fötin sjálf en segist
hugsanlega geta ráðið til sín aðstoð-
armann ef svo heldur fram sem horf-
ir. Hún er bjartsýn á framtíðina enda
ekki ástæða til annars, segir hún.
En hannar hún og saumar sín eigin
föt? Guðrún hlær við og svarar að
bragði: „Það er nú það. Síðan ég fór
að sauma fyrir aðra hef ég minni
tíma til að sauma á mig og bömin."
Sitt jerseypils og peysa úr sama efni.
f
Skissa eftir Guðrúnu Hrund. Víð
kápa úr ullarkrepi, blússa úr siffoni
og pils úr bómullarjerseyi.
Dökkgrænar, víðar buxur og bolur
úr jersey. Allsérstætt vesti er yfir
úr ryðrauðu jerseyi.
vegar um heim, þátt í samkeppni.
Valinn var sigurvegari frá hverju
Norðurlandanna og komu íslensku
verðlaunin í hlut Guðrúnar. í kjöl-
farið fékk hún færi á að sýna hönnun
sína i London. „Sýningin í London
gekk vel og ég var mjög ánægð með
þá umfjöllun sem ég fékk þar,“ sagði
Guðrún þegar hún var innt eftir
móttökunum. „Hins vegar tókum við
Norðurlandabúamir ekki þátt í
neinni keppni þama heldur sýndum
sem gestir.“
í viðtah, sem birtist við Guðrúnu í
DV 8. febrúar í fyrra, kom fram að
htlu heföi munað að hún tæki ekki
þátt í samkeppninni. Hún væri gift,
tveggja bama móðir og miklar annir
tefðu hana frá hönnuninni. Því væm
allar viðtökur gesta og fjölmiðla
henni mikil hvatning.
Nú er Guðrún flutt heim, eins og
fyrr segir, og farin að hanna á fullum
krafti fyrir íslenskar konur. „Börnin
mín, þriggja og fimm ára, eru í leik-
skója hálfan daginn og þann tíma
nýti ég eins og mér er unnt,“ sagði
Guðrún og bætti við að ekki væri
allt sem sýndist í sambandi við fata-
„Merkin“ á
góðu verði
Þeir sem heimsækja
Hamborg eru hrifnir af því
hve vandaðar vörurnar eru
þar. „Stóru merkin", eins og
Gucci, Boss, YSL og fleiri
og fleiri, eru þar á ein-
staklega hagstæðu verði.
Og það þótt ekki séu
útsölur. Útsölurnar hefjast í
Hamborg 29. janúar og
standa í tvær vikur.
Menning,
skemmtun,
góður matur
En það eru ekki bara
verslanirnar sem laða fólk til
Hamborgar. Þar, eins og
hér heima, er menningar-
og skemmtanalíf meó hvað
mestum blóma yfir
vetrartímann. Óperur,
ballett, tónleikar, myndlist,
allt er til staðar í Hamborg.
Fjöldi og fjölbreytni
veitingastaða er með
ólíkindum.
Einstakt verð
Við fljúgum til Hamborgar á
fimmtudögum og
sunnudögum og í janúar
og febrúar bjóðum við
einstakt fargjald, kr.18.300.
Ef óskað er getum við
auðvitað útvegað hótel
á sérstöku samningsverði
Arnarflugs. Vinsamlegast
athugiö að aðeins er selt á
þessu verði í janúar þannig
að þótt þú ætlir ekki aö
leggjaland undirfótfyrren í
febrúar þarftu að þantafyrir
mánaðamótin.
Jil Sander,
Mondi, Armani
og öll hin
bíða þín í Hamborg
- þau eru með meiriháttar útsölu þar
ARNARFLUG HF.
Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300