Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 29
lAUCARÐAGlJK -20) JAJS'ftA^ -19?0- i41 LífsstHL Séð yfir skíðasvæðið á Seljalandsdal. Seljalandsdalur: „Það er víða orðið ágætt skíðafæri hér á Seljalandsdal viö ísafjaröar- djúp. Snjódýptin er i kringum 20 cm en sumstaðar eru auöir blettir eða nibbur sem standa upp úr snjón- um,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins. „Við opnuðum eina lyftu um síð- ustu helgi svo og barnalyftuna, um þessa helgi stefnum við á að opna tvær lyftur til viðbótar. Ef það tekst verður allt komið í fullan gang hér um helgina. Lengsta lyftan hér er 1250 metrar en fyrir ofan hana er önnnur 630 metra löng, þaö er því hægt að rennna sér tæpa 1900 metra niður á jafnsléttu. Þriðja lyftan er svo á milii 800 og 900 metrar að lengd,“ segir Hafsteinn Stutt úrbænum Heilsdagslyftukort kostar 700 krónur fyrir fulloröna en hálfsdags- kort kostar 400 krónur. Barnakort kostar 300 krónur fyrir daginn en 200 krónur fyrir hálfan daginn. Vetrar- kort kostar 8.250 krónur fyrir full- oröna en 4000 krónur fyrir böm. Þaö er tæplega tíu mínútna akstur frá kaupstaðnum á skíðasvæðið. í vetur munu rútur fara á milli á klukkutíma fresti virka daga en um hélgar verða ferðimar aöeins stop- ulh. Á Seljalandsdal er gamall skíða- skáli og þar eru seldar léttar veiting- ar auk þess sem þar er gistiaðstaða fyrir um 40 manns í svefnpokapláss- um og kostar gistingin 500 krónur fyrir manninn. Skíðakennsla „Það verður skíðakennsla hér á daginn fyrir börn og unghnga en á kvöldin fyrir þá sem eru orðnir fuh- orðnir og vilja læra á skíðum. Við erum hins vegar svo nýbúnir að opna aö við emm ekki alveg búnir að skipuleggja hvemig viö háttum skíðakennslunni. Við voram nokkuð ánægðir með aðsóknina á skíðasvæðið í fyrra. Hingað kom þónokkur Ijöldi fólks úr öðmm landshlutum til að fara á skíði. Það eina sem setti strik í reikn- inginn var veörið, sérstaklega um helgar," segir Hafsteinn. Helgarpakkar Hótel ísafjörður mun í samvinnu við Flugleiðir bjóða upp á helgar- pakka til Ísaíjarðar í vetur líkt og undanfarin ár. Helgarpakkinn kost- ar 11.300 krónur og innifalið í verði er flug, gisting í tvær nætur og morg- unverður, aukanótt kostar 2.800 krónur. Ef ekki er farið í pakkaferð heldur flugfar og gisting keypt í sitt- hvoru lagi þá kostar eins manns her- bergi á Hótel ísafirði 4.400 krónur og tveggja manna herbergi kostar 5.600 krónur. Flugfar fram og til baka til ísafjarð- ar kostar 9.046 krónur en auk þess er hægt að fá afsláttarmiða. Apex miði kostar 5.547 krónur og pex far- gjald kostar 7.296 krónur. Afsláttar- miðarnir em ýmsum skilyrðum háð- ir svo sem aö bóka verður þá með ákveðnum fyrirvara og greiða og þeir gilda ekki alla daga vikunnar. J.Mar Skíðasvæði Evrópu: Skíðamenn orðnir langeygðir eftir snjó Víða er enn snjólítið á skiðasvæðum í Evrópu. Myndin er frá Adelboden í Sviss en þar örvænta menn yfir snjóleysi þessa dagana. Astandið á skíðasvæðunum í Austurríki hefur lítið skánað frá síðustu viku og raunar var svo hlýtt á mörgum skíðasvæðanna aö snjó tók upp. í Kitzbúhel fer fram um helgina heimsbikarmót í bmni en vegna snjóleysis hefur þurft að flytja snjó á þyrlum th að fylla upp í keppnisbrautina. Hefur það kost- að um 72 milljónir íslenskra króna og þykir mörgum nóg um. Fyrr í vikunni ætluðu nokkrir keppendur í heimsbikarmótinu í bruni að nota tímann th æfinga í Kitzbúhel en hættu við þar sem aðstæður th æfmga voru miög slæmar. Einung- is á þeim skíðasvæðum sem hæst standa er þokkalegt skíðafæri. Bad Kleinkircheim: Snjóþykkt í dal og skíðabrekkum 40 cm. Ágætt skíðafæri og færar gönguskíða- brautir 3 kílómetrar. Anton/Arlberg: Snjóþykkt í daln- um er 30 cm, í skíðabrekkunum 75 cm. Mögulegt er á stöku stað að renna sér ofan úr efstu hhðum og niður á jafnsléttu. Skíðafæri í daln- um er fremur slæmt en gott efst í brekkunum. Opnar gönguskíða- brautir 22 kílómetrar. Lech:Snjótdýpt í dal 25 cm, í skíða- brekkunum 50 cm. Sums staöar þokkalegt skíðafæri. Opnar göngu- skíöabrautir 4 km. Sviss Skíðafærið í Sviss hefur htið skánað frá síðustu viku og á nokkr- um skíðasvæðanna em lyftur enn lokaðar vegna snjóleysis. Arosa: Snjóþykkt í dal 20 cm, í skíðabrekkunum 30 cm. Skíðafæri slæmt neðst í brekkunum en skán- ar eftir því sem hærra dregur. Færar göngubrautir 24 khómetrar. Sas-Fee:Snjóþykkt á jafnsléttu 5 cm en 70 cm í brekkunum og þar er gott skíðafæri. Ekki hægt að renna sér ofan úr efstu hhðum og niður á jafnsléttu. Frakkland Frakkar em orðnir langeygðir eftir snjó í frönsku ölpunum en líkt og í Sviss og Austurríki hefur skíðafærið ekkert skánað að und- anfömu og eins og á fyrmefndu stöðunum er einungis hægt að fara á skíði á stöðum sem standa hátt yfir sjávarmáli. Alpe d’Huez Snjóþykkt í dal 10 cm, í skíðabrekkum 50 cm. Hvergi hægt að renna sér ofan úr efstu brekkum niður á jafnsléttu en skíðafæri gott efst í brekkunum. Færar gönguskíðabrautir 12 km. Val d’Isére: Snjóþykkt í dal 10 cm en 40 cm efst í skíðabrekkunum. Skíðafæri í neðri brekkunum slæmt en gott eftir því sem hærra dregur. Færar gönguskíðabrautir 10 km. Italía Það er búið að opna skíðalyftur á stöku stað á Ítalíu. Skíðafærið er þó víða slæmt og einungis á fáum stöðum hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu. Nær alls staðar er slæmt gönguskíðafæri. Courmayer: Snjóþykkt 15 cm á jafnsléttu, 50 cm í skíðabrekkun- um, skíðafæri sæmhegt. Gröden: Snjóþykkt í dal 5 cm, í skíðabrekkunum 40 cm. Skíðafæri þokkalegt í brekkunum. Livingo: Snjóþykkt í dal 30 cm, í brekkum 120 cm, hægt að renna sér úr efstu hlíðum og niður á jafn- sléttu, skíðafæri með ágætum. Færar gönguskíðabrautir 30 km. Þýskaland Það snjóaði ofurhtið á sumum skíðasvæðanna í Þýskalandi í hð- inni viku, þrátt fyrir það er víða lítih snjór og ekki útlit fyrir aö ástandið skáni í þessari viku. Zugspitze: Snjóþykkt 115 cm, skíða- færi gott, sjö lyftur opnár. Oberstordorf:Snjóþykkt í dal 5 cm, í skíðabrekkunum 50 cm. Skíöafæri í brekkum ágætt en versnar eftir því sem neðar dregin-. Færar göngubrautir 35 km. Bodenmais:Snjóþykkt í dal 20 cm, í brekkum 30 cm. Skíðafæri þokka- legt, færar gönguskíðabrautir 40 km.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.