Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Side 37
LAUGARDAGUR 2Ó. JÁNÚAR 1990.
49
Andlát
Jón Hólm Friðriksson, Háaleitis-
braut 105, andaðist á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund að kvöldi 17.
janúar.
Guðmundur Magnússon, Vogatungu
15, Kópavogi, lést að morgni 19. jan-
úar á Óldrunardeild Landspítalans í
Hátúni 10.
Oddur Ólafsson læknir lést að
Reykjalundi 18. janúar.
THkyimingar
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík
heldur árshátlð sína laugardaginn 10. fe-
brúar nk. í Goðheimum, Sigtúni 3.
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg-
un, sunnudag, kl. 14. Frjálst spil og tafl,
kl. 20 dansað.
Skaftfellingafélagið
spilar félagsvist í Skaftfellingabúð,
Laugavegi 178, sunnudaginn 21. janúar,
kl. 14.
Þjónustumiðstöð aldraðra,
Vesturgötu 7,
Eldri borgarar, hvernig væri að hrista
af sér slenið og komast í gott form fyrir
vorið? Léttar leikfimisæfingar við allra
hæfi undir stjórn Aðalheiðar Helgadóttur
íþróttakennara á þriðjudags- og fimmtu-
dagsmorgnum kl. 10.45-11.30.
Námskeiö
Námskeið í hagnýtum
jógafræðum
Acharya Ananda Gaorii, hugleiðslu-
kennari frá Japan, sem hefur stundað
jóga um margra ára skeið, hyggst nú
halda helgarnámskeið í hagnýtum jóga-
fræðum. Þátttakendum verða kynntar
slökunaraöferðir og hugleiösla og rætt
verður um skilning jóga á tilgangi and-
legra æfinga. Námskeiðið er öllum opið
og verður haldiö 20.-21. janúar í Leikskól-
anum Sælukoti í Skeijafirði. Upplýsingar
i síma 24235 á milli kl. 15 og 18. Námskeið-
ið er á vegum Ananda Marga.
Tapaðfimdið
Læða tapaðist
frá Ægisíðu
Smávaxin þrílit tæða tapaöist við Ægi-
síðu sl. sunnudag. Finnandi vinsamlegast
hringi i síma 26719.
Tónleikar
Tónleikar á Kjarvalsstöðum
Sunnudaginn 21. janúar verða haldnir
kammertónleikar á Kjarvalsstöðum. A
efnisskránni eru tvö verk eftir Jóhannes
Brahms: píanókvintett op. 34 í f-moll og
klarinettukvintett op. 115 í h-moll. Flytj-
endur á þessum tónleikum eru: Snorri
S. Birgisson, Óskar Ingólfsson, Þórhallur
Birgisson, Kathleen Bearden, Helga Þór-
arinsdóttir og Nora Kornblueh. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.30.
Blús og jass í
Heita pottinum
Ellen Kristjánsdóttir söngkona og flokk-
ur mannsins hennar leika blús og djass-
tónlist í Heita pottinum, Duus-húsi,
sunnudagskvöldið 21. janúar. Tónleik-
amir hefast kl. 22.
Guðsþjónustur
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskóh kl. 11. Munið skólabíl-
inn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn
aðstoða.
Sr. Þórhildur Ólafs.
Bridge
Bridgefélagið stóð fyrir kynningarkvöld-
um í nóv. og des. sl. Auglýst var kennsla
og var 5 nýjum pörum raðað með 5 efstu
pörum úr Siglufjarðarmótinu. 9 sveitir
spiluðu hraðsveitakeppni og varð röð
efstu para þessi:
Hraðsveitakeppni 14.11. og 21.11.
Sveit Stig
1. Ingu Jónu Stefánsd.............753
2. Jakobínu Þorgeirsd.............725
3. Birkis og Ingvars Jónss........681
4. Eriks Pálssonar................677
5. Önnu Láru Hertevig.............671
Hraðsveitakeppni 28.11. og 4.12.
Sveit Stig
1. Önnu Láru Hertevig.............981
2. Þorsteins Jóhannessonar........909
3. Ingvars og Birkis Jónss........907
4. Margrétar Þóröardóttur.........871
5. Jónu Ragnarsdóttur.............865
11.12. og 18.12. kepptu 40 ára og eldri við
ungliðana í félaginu og er skemmst frá
að segja aö öldungarnir sigruöu.
Milh jóla og nýárs fór fram hin árlega
bæjarkeppni á milh norður- og suðurbæj-
ar og vann suöurbær með nokkrum yfir-
burðum.
8.1. hófst Sigluíjarðarmót í sveita-
keppni með þátttöku 10 sveita. Nýliöar,
sem hófu spilamennsku í haust, fá for-
gjöf, þ.e. 25 impa á par í hverjum leik.
Eftir 2 umferðir er staða efstu sveita
þessi:
Sveit Stig
1. Þorsteins Jöhannssonar..........47
2. íslandsbanka....................46
3. Ingu Jónu Stefánsdóttur.........38
4. Birgis Björnssonar..............35
5. Bjarkar Jónsdóttur..............31
Kjördæmismót Norðurlands vestra í tví-
menningi verður haldið í Fljótunum 3.
febrúar nk.
Bridgeklúbbur hjóna
Sl. þriðjudag hófst barómeter tvím. hjá
félaginu, 32 pör mættu til leiks, en spiluð
eru forgefm spil og reiknað út með tölvu
og er Kristján Hauksson reiknimeistari.
Eftir sex umferðir er staða efstu para
þannig:
Sæti Stig
1. Hulda Hjálmarsdóttir -
Þórarinn Andrewsson...............82
2. Erla Sigurjónsdóttir -
Þorfmnur Karlsson.................68
3. Svava Ásgeirsdóttir -
Þorvaldur Matthíasson............451
4. Gróa Eiðsdóttir -
Júlíus Snorrason..................57
5. Jónína Halldórsdóttir -
Hannes Ingibergssonn..............45
6. Aðalheiður Torfadóttir -
Ragnar Ásmundsson.................41
Bridgefélag kvenna
Sl. mánuag hófst sveitakeppni hjá félág-
inu. 12 sveitir mættu til leiks en spilaðir
eru 2 16 spila leikir á kvöldi. Eftir tvær
umferðir er staða efstu sveita þannig:
Sæti Sig
1. Sveit Höllu Ólafsdóttur..........44
2. Sveit Ólínu Kjartansdóttur.......37
3. Sveit Sigrúnar Pétursdóttur......36
4. Sveit Aldísar Schram.............36
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Sl. mánudagskvöld, 15. janúar, var spil-
uð önnur umferð af þremur í hraðsveita-
keppni félagsins. Úrslit kvöldsins urðu
eftirfarandi:'
Sæti Stig
1. Sveit Sverris Jónssonar........600
2. Sveit Huldu Hjálmarsdóttur.....582
3. Sveit Guðlaugs Sveinssonar.....563
4. Sveit Alberts Þorsteinssonar...559
5. Sveit Magnúsar Þorkelssonar....554
Staða efstu sveita eftir tvær umferðir er
þannig:
Sæti Stig
1. Sveit Alberts Þorsteinssonar..1182
2. Sveit Sverris Jónssonar.......1135
3. Sveit Huldu Hjálmarsdóttur....1131
4. Sveit Guðlaugs Sveinssonar....1103
5. Sveit Kristófers Magnússonar..1096
Nk. mánudagskvöld, 22. janúar, verður
spiluð seinasta umferðin í keppninni.
Spilað er að venju í íþróttahúsinu
v/Strandgötu og hefst spilamennskan kl.
19.30 stundvíslega.
Tveir fuku út af veginum
Sendibíll fauk út af veginum og
valt á hliöina á móts við Móa á Kjal-
amesi í gær. Mjög slæmt skyggni var
á þessum slóöum og mikið hvass-
viöri. BOstjórinn var að skríöa út úr
bílnum eftir veltuna þegar svo vel
vOdi til aö lögreglubOl kom að. Höföu
lögreglumennimir ekiö skammt á
eftir sendibílnum en sáu ekki hvað
gerðist fyrr en þeir voru komnir nán-
ast alveg aö sendibílnum sem lá þá
á hliðinni. Lögreglan og bílstjórinn
hjálpuðust að við að koma bOnum
aftur upp á veg. Sendibílstjórinn hélt
síðan áfram leiðar sinnar.
Á svipuðum tíma valt annar bíll
vegna hvassviðrisins og var sá stadd-
ur við Brynjudal á Vesturlandsvegi.
Sá ökumaöur gat sjálfur séð um að
koma bO sínum aftur upp á veginn.
Að sögn lögreglumanna var veðrið
mjög slæmt á Kjalarnesi í gær og var
aftakaveður í verstu hryðjunum.
Margir ökumenn urðu að fá aðstoð
á Vesturlandsvegi.
-ÓTT
Fréttir
Mikil sprenging og eldur 1 Auðbjörgu n.:
Skipstjóri brenndist
á andliti og höndum
Mikil sprenging og eldur varö í
vélarrúmi um borð í Auðbjörgu II.
þegar báturinn var við dragnótaveið-
ar á miðum undir Svörtuloftum við
SnæfeUsnes í fyrradag. Fjögurra
manna áhöfn er á bátnum og hlaut
skipstjóri talsverð brunasár.
Skipstjórinn var í brúnni þegar
slysið varð. Stóð hann viö opinn
glugga þegar mikil sprenging varð
skyndilega í vélarrúminu. Lúga á
brúargólfínu þeyttist upp og gaus
samtímis mikiO eldur og reykur upp
úr vélarrúminu í gegnum lúguna.
Skipstjórinn var klæddur í gúmmí-
galla og úlpu og haföi hettuna yfir
höfðinu. Fötin nánast bráðnuðu utan
á honum og brenndist hann á andliti
og höndum.
Skipverjar á þilfari tóku eftir þvi
þegar eldur og reykur barst út um
gluggann við höfuð skipstjórans.
Vélstjóri, sem stóð við spO, sá þegar
skipstjórinn hvarf í eldi og reyk.
Hann hljóp til að bjarga honum en
sá þá að skipstjóranum hafði tekist
að forða sér út.
Fljótlega eftir sprenginguna varð
ljóst að drepist hafði á vélinni en eld-
urinn hafði slökknað af sjálfu sér í
vélarrúmi og í stýrishúsinu. Vélstjóri
fór strax inn í stýrishúsið og tókst
honum ásamt skipstjóranum að ná
sambandi við Hugborgu SH frá Ól-
afsvík sem var stödd skammt frá við
Skarðsvík. Var beðið um aöstoð og
kom Hugborgin fljótlega bátnum tíl
bjargar. Vel tókst að koma dráttar-
taug á mOli bátanna og tók Hug-
borgin síðan Auðbjörgina í tog. Sjkip-
verjum á Auðbjörgu tókst síðan að
ræsa vél bátsins aftur skömmu áður
en komið var til hafnar í Ólafsvík.
Orsök sprengingarinnar er talin
vera sú að spilleiðsla í vélarrúmi fór
í sundur þegar verið var aö hífa. Olía
spýttist á eldgreinar vélarinnar og
varð því þessi kröftuga sprenging
með miklum eldi. Bátarnir komu til
Ólafsvíkur um áttaleytið í fyrra-
kvöld. Skipstjórinn fór strax fil lækn-
is en hann fékk að fara heim að lok-
inni meðferð hans. Engan annan
skipverja sakaði.
Skemmdir eru talsverðar á tækjum
í brúnni og rafbúnaði.
-ÓTT
Reynir Ingibjartsson um 300 þúsund króna víxilinn:
Ofbauð að strax væri
seilst í vasa manna
„Strax í upphafi fundarins var
gengið í það aö rukka menn þótt
það hefði ekki verið auglýst sérs-
taklega. Áttu menn ekki að hafa
atkvæðisrétt nema vera að búnir
að gera upp við félagið. Mér ofbauð
hreinlega þessi framkoma stjórn-
arinnar að seilast ofan í vasa fé-
lagsmanna um leið og þeir slædd-
ust á staðinn. Þar sem ég var meö
skjalatöskuna með mér náði ég í
víxOeyðublaö sem ég fann og skrif-
aði á það þessa tilteknu upphæð,
300 þúsund krónur. Þá steig ég í
pontu og bauð þeim sem höfðu ekki
peninga á sér að þessi víxúl kæmi
tíl móts við þá sem greiðsla. Eftir
smáþref var víxOlinn ekki tahnn
nógu gildur og því beöið um ávís-
un. Ég reiddi hana þá fram, upp á
sömu upphæð, með þeim orðum að
þeir sem ættu ekki fyrir félags-
gjaldinu en vildu gera upp gætu
það og þeir peningar drægjust frá
upphæðinni. Það var greitt þannig
fyrir nokkra félagsmenn og það
verður mitt að rukka þá,“ sagði
Reynir Ingibjartsson í samtali við
DV.
í frétt DV af fundi í Alþýðubanda-
lagsfélagi Reykjavíkur sagði for-
maður félágsins að Reynir Ingi-
bjartsson og Kjartan Valgarðsson,
formaöur Birtingar, hefðu ætlað að
kaupa fundinn fyrir 300 þúsund
krónur.
Reynir sagði að peningamir
væru af sparisjóðsbók sem hann
ætti eftir fóður sinn í Alþýðubank-
anum.
Reynir sagði að fundurinn hefði
verið mjög skondinn vegna fundar-
stjórnar og mistaka við gerð kjörs-
eðla sem urðu til þess að atkvæða-
greiðsla um kjörstjórn og fulltrúa
í miðstjórn féll niður.
„Það var athyglisvert að tíllaga
Sigurjóns Péturssonar, borgarfuO-
trúa félagsins númer eitt, um að
öllum ályktunum yrði vísað til
stjórnar var feild meö nokkrum
mun. Alhr sem á einn eöa annan
hátt reyndu að hindra að tOlaga
Kristínar Á. Ólafsdóttur og félaga
um sameiginlegt framboð yrði bor-
in undir atkvæði ljáðu síðan tillögu
Ragnars Stefánssonar fylgi. Hann
er því eini sigurvegari fundarins
þar sem eiginleg niðurstaða fékkst
ekki. -hlh
Ragnar Stefánsson trúir ekki á samstarf viö krata og borgara:
Stuðningur lítill vegna
ðvinsælda stjórnarinnar
„Birtingarfólk varð hreinlega
undir á þessum fundi, í fyrsta
skipt-
i frá stofnun Birtingar. Það er
merki um að hugmynd um sam-
starf við Alþýðuflokk og Borgara-
flokk verði ekki ofan á í félaginu.
Maður veit náttúrlega ekki hvort
Birtingarhðinu tekst að smala jafn-
duglega og í fyrrakvöld. Við núver-
andi aðstæður er ég á móti því að
fara út í samvinnu við Alþýðu-
flokkinti' einan sér og Borgara-
flokkinn. SUkt býður upp á vaxandi
sundrungu innan Alþýðubanda-
lagsins og ég Ut svo á að stuðningur
við sérstakan lista, sem þessir
flokkar styddu, yrði mjög lítill
vegna aðstæðna á landsmæli-
kvarða. Hann yrði ekki sigur-
stranglegur og þar yrði óvinsæld-
um ríkisstjórnarinnar um að
kenna. Ríkisstjórnin yrði óhjá-
kvæmilega tengd við slíkan Usta í
Reykjavík," sagði Ragnar Stefáns-
son j arðskj álftafræðingur í samtali
viö DV.
TiUaga Ragnars, sem samþykkt
var á félagsfundi í Alþýðubanda-
lagsfélagi Reykjavíkur, frestar um
sinn ákvörðunum um samvinnu
við Alþýðuflokk og Borgaraflokk. í
tillögunni er möguleikunum á sam-
vinnu viö þessa og aðra andstöðu-
flokka í Reykjavík reyndar haldið
opnum.
„Það er rangt að Alþýðubanda-
lagsfélagið vilji ekki samvinnu við
aðra flokka. Tillaga mín byggist á
því að engin ástæða sé til að telja
afstöðu Framsóknarflokks og
Kvennalista endanlega þó sumir í
félaginu geri það.“
Ragnar sagði að það hefði aldrei
komið formlegt tilboð frá Alþýðu-
flokknum en tillögur á fundinum
hefðu tekið mið af Alþýðuflokks-
vangaveltum.
„TilfelUð er að Birtingarfélagar
og Ólafs Ragnars-Uðið lögðu gífur-
lega áherslu á að fá tiUögu Kristín-
ar Á. Ólafsdóttur samþykkta á
fundinum til að fá samþykkt sem
yröi jákvæð gagnvart hugmyndum
sem komið hafa fram í Álþýðu-
flokknum um opið prófkjör. Birt-
ingarmenn áhtu að samþykkt til-
lögu þeirra auðveldaði framgang
samfylkingarmálsins á fundum
Alþýðuflokksfélaganna um helgina
og urðu því mjög reiðir þegar til-
laga þeirra kom ekki til atkvæða."
Ragnar sagði loks að samfylking-
arhugmynd af hálfu Alþýðuflokks
og Borgaraflokks væri hræðslupól-
itík þar sem þessir flokkar væru
frekar lágir í könnunum. Yrði
styrkur fyrir Alþýðuflokkinn að fá
manneskju frá vinstri á sameigin-
legan Usta sem ákveðinn væri í
opnu prófkjöri.
„En það er vitaö mál að Siguijón
Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir
mundu aldrei gefa kost á sér í opnu
prófkjöri. Þar yrðu Kristín Á. Ól-
afsdóttir og Bjami P. Magnússon
oddvitamir."
-hlh