Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. 3 pv_____________________________________________________________________Stjómmál Sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna í Reykjavik: Verður Birting að velja á milli komma og krata? - verður Guðrún Agnarsdóttir á toppnum hjá Kvennalistanum? Þrátt fyrir vítamínsprautu þá er sameiningarumræður minnihlutans í Reykjavík fengu fyrir stuttu og má meðal annars rekja til jákvæðra ummæla formanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er ljóst að langt er enn í land áður en sameiginlegur framboðslisti birtist gegn veldi Sjálf- stæöisflokksins. Sem fyrr er helsta deilumábð hvernig eigi að velja á framboðsbst- ann. Ekki þýðir það þó að önnur deilumál séu leyst heldur hefur þeim einfaldlega verið ýtt til hliðar. Tæknileg vandamál vegna fram- boðsvalsins hafa því verið mest áber- andi og þá auðvitað umræða um hugsanlegt borgarstjóraefni. Alþýðuflokkurinn í Reykjavík sendi á föstudaginn var frá sér bréf þar sem opið prófkjör er sett fram sem skýlaus krafa. Það er Alþýðu- bandalagsfélag Reykjavíkur sem hvaö helst hefur gagnrýnt slíka hug- mynd enda erfitt fyrir „gömlu flokk- ana“ að ráða þá nokkru um hverjir verða á listanum. Þetta gæti meðal annars þýtt það að enginn fulltrúi frá viðkomandi flokki væri á framboðs- hstanum. Það vill ABR ekki sætta sig við. Einn fulltrúi ABR sagði að krafa sem þessi frá Alþýðuflokknum gerði erfiðara fyrir að ná samkomulagi um málið. Á það hefur hins vegar verið bent að enginn borgarstjórnarfulltrúa Al- þýðubandalagsins sé í viðræðunefnd þeirri er taka eigi á sameiningarmál- inu. Það er tekið sem merki um auk- in sameiningarvilja innan ABR. Að sögn Bjarna P. Magnússonar, borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, vill Alþýðuflokkurinn búa til 30 manna borgarmálaráð eftir opið prófkjör þar sem til dæmis 8 efstu sætin yrðu frátekin að vali prófkjörsins. Þegar þetta 30 manna ráð er komið saman vilja þeir að gömlu flokkarnir sleppi hendinni af því og 30-menningamir hafi meðal annars veg og vanda af því að velja borgarstjóraefnið. Birting vill opið prófkjör Birting, sem hefur átt mestan veg af því að halda hfi í sameiningar- hugmyndinni, er hlynnt tillögu Al- þýðuflokksins enda hefur opið próf- kjör ávaht hugnast henni. Birtingarmenn halda enn í vonina Fréttaljós Sigurður M. Jónsson um að það takist að setja saman sam- eiginlegan framboðslista og vísa meðal annars til þess að framsóknar- menn hafl nú loksins sýnt jákvæð viðbrögð. Því er ekki að neita að sam- þykkt fuhtrúaráðs Framsóknarfé- lags Reykjavíkur fyrir stuttu er já- kvæð enda engin skilyrði sett fyrir þátttöku. Er það breyting á afstöðu framsóknarmanna. Birtingarfólk telur að ABR sé að „átta sig á því að sameiginlegt fram- boð er eini möguleikinn gegn Dav- íð“. Birtingarfólk játar hins vegar að krafa Alþýðuflokksins um opið fram- boð geti orðið erfiður biti fyrir ABR. Þá blasir mikih vandi við félögum í Birtingu ef sameiningarhugmyndin gengur ekki upp nema aö hluta. Sá vandi snýst einfaldlega um það hvort félagið verði ekki að gera upp tilvist sína: „Það er ljóst að það verður ekki auðvelt að velja hvort við eigum að lúta forræði ÁBR eða ganga einfald- lega til hðs við krata,“ sagði einn félagi í Birtingu. Kvennalistinn ekki með Á síðasta laugardegi hélt Kvenna- hstinn í Reykjavík fund þar sem rætt var um komandi borgarstjórn- arkosningar. Er ljóst að Kvennahst- inn verður tæpast með í því sameig- inlega framhoði minnihlutaflokk- anna sem fyrirhugað er í Reykjavík. Kvennahstinn hefur á þrem félags- fundum hafnað sameiginlegu fram- boði og nú er búiö að setja skoðana- könnun í gang innan Kvennahstans varðandi uppsthhngu á lista hans. „Eins og máhn líta út núna má segja að kosningaundirbúningur okkar sé kominn á fullt og ég á ekki von á því að þessar umræður um sameiginlegt framboö breyti því. Auðvitað trufla þessi thboö þessa vinnu eitthvað en ég sé ekki betur en að þessi sameiginlegu framboð séu að verða að þráhyggju," sagði EUn G. Ólafsdóttir, borgarstjórnar- fuUtrúi Kvennalistans. Þá vUja kvennaUstakonur gera minna úr þvi að málefnaágreiningur sé úr sögunni. Þær segja að hinir v flokkarnir hafl bara ákveðið að hann sé úr sögunni án þess að ræða það frekar. Hins vegar hefur verið bent á að það geti veikt Kvennalistann ef hann hafnar enn einu sinni þátttöku í stjórnmálasamstarfi. Guörún í 1. sæti? Samkvæmt heimildum DV hefur verið rætt um af hálfu Kvennalistans að Guðrún Agnarsdóttir skipi 1. sæti Ustans. Er tU dæmis talið að það geti verið sterkur leikur eftir þá umræðu sem hinir flokkamir hafa viðhaft um Tíðrætt hefur verið um Guðrúnu Agnarsdóttur sem næsta borgar- stjóraefni minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Því hefur einnig verið varpað fram að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin hafi með ummælum sínum gefið kosningabaráttu Kvennalistans gott forskot en þar mun vera rætt um að Guðrún skipi 1. sæti listans um leið og sameigin- legu framboði sé hafnað. ágæti þeirra Guörúnar og Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur. Elín sagðist ekkert geta tjáð sig um hugsanlegt framhoð Guðrúnar Agn- arsdóttur en Guðrún hefur ekki tjáð sig um máhð ennþá. Á fundum innan Kvennalistans mun Guðrún þó hafa sagt að framboð til borgarstjórnar heföi ekki hvarlað að henni, án þess þó að hafna því. Reyndar er rétt að geta þess að rætt hefur verið um að Guðrún vdlji snúa sér aftur að þeim læknisfræðirannsóknum sem hún hvarf frá þegar hún settist á Alþingi. Gert er ráð fyrir að Guðrún hætti á Alþingi í vor samkvæmt útskipta- reglu Kvennahstans. „Það hefur hins vegar aldrei verið mér neitt sérstakt keppikefli að vera í efsta sæti ef það þjónar Kvennalist- anum betur. Ef eitthvað annað kæmi upp þá væri það meinalaust af minni hálfu enda hef ég nóg á minni könnu. Ég hef aldrei ætlað að ílengjast í póli- tík,“ sagði Elín þegar hún var spurð að þvd hvort hún sæktist eftir 1. sæti áfram Guðný Guðbjörnsdóttir, sem situr í uppstilhngarnefnd Kvennalistans, sagðist ekki geta tjáð sig um það sem rætt heföi verið um í nefndinni að svo stöddu en fyrirhugað væri að gera skoðannakönnun meðal kvennahstakvenna í byrjun febrúar. Glundroöakenningin Það er langt síðan farið var að ræða um að tíminn væri útrunninn í sam- einingarmálunum. Umræðan hefur þó orðið langvdnnari en margir áttu von á en flestir flokkanna eru komn- ir af stað með sinn undirbúning fyrir kosningarnar. Þær verða 27. maí en því hefur verið haldið fram að nú i febrúar verði niðurstaða að liggja fyrir. Þá hefur verið bent á að það geri aðstöðu minnihlutaflokkanna jafn- vel en erfiðari ef ekkert verður úr sameiginlegu framboði. - Hvað rennir betri stoðum undir glund- roðakenningu Davíðs? -SMJ Óh HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ: SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 1. febrúar. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. 16. febrúar leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. mars leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar- 1. maí - 1. ágúst- 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. ER1. FEBRÚAR INNI í MYNDINNI ITJÁ ÞÉR?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.