Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
Fólk í fréttum
Þorvarður R. Elíasson
Þorvarður Rósinkar Elíasson,
skólastjóri Verslunarskóla íslands,
til heimilis að Fjólugötu 11, Reykja-
vík, var tekinn tali í helgarviðtali
DV en hann hefur verið ráðinn sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2.
Þorvarður fæddist í Hnífsdal 9.7.
1940 og ólst þar upp til fimm ára
aldurs en flutti þá með foreldrum
sínum til Skagastrandar. Fjölskyld-
an flutti síðan til Akureyrar og loks
til Reykjavíkur en þangað kom Þor-
varður 1960, er hann hafði lokið
stúdentsprófum frá MA, tveim
árum eftir að foreldrar hans fluttu
suður.
Þorvarður stundaði nám í við-
skiptafræðideild HÍ og lauk þaðan
prófiíjanúar 1965.
Hann var starfsmaður hagfræði-
deildar Seðlabanka íslands 1963-64,
starfsmaður Kjararannsóknanefnd-
ar frá ársbyrjun 1965 til ársloka
1970, starfsmaður og einn af eigend-
um Hagverks sf. frá ársbyrjun 1971
til ársloka 1972, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands 1973-79 og
skólastjóri Verslunarskólans frá
miðju ári 1979. Þorvarður mun taka
við stöðu sjónvarpsstjóra Stöðvar 2
þann 1.2. nk.
Á námsárum sínum sat Þorvarður
í stúdentaráði og í stjórn Félags við-
skiptafræðinema. Hann hefur verið
formaður menntamálanefndar
Sjálfstæðisflokksins og situr í nor-
rænni nefnd verslunarskóla á Norð-
urlöndum auk þess sem hann hefur
unnið ýmis nefndarstörf er varða
lagasetningu og lagabreytingar á
sviði efnahags- og verðlagsmála.
Þorvarður kvæntist 17.6.1963,
Ingu Rósu Sigursteirísdóttur, f. 8.12.
1942, dóttur Sigursteins Þórðarson-
ar verkamanns, og Althildar Kristj-
ánsdóttur húsmóður.
Böm Þorvarðar og Ingu Rósu eru
Einar Eyjólfsson, f. 26.11.1958, frí-
kirkjuprestur í Hafnarfirði, kvænt-
ur Eddu Möller, framkvæmdastjóra
Skálholts, og eiga þau tvö börn;
Guðný Rósa, f. 12.12.1963, viðskipta-
fræðingur hjá Eimskipafélagi ís-
lands í Gautaborg, gift Ágústi Má
Jónssyni, knattspyrnumanni í
Gautaborg; Bjarni Kristján, f. 22.12.
1966, rafmagnsverkfræðingur við
framhaldsnám í Bandaríkjunum,
kvæntur Katrínu Helgadóttur, og
Elías Þór, f. 31.12.1971, nemandi viö
Verslunarskólann.
Systkini Þorvarðar em Jónas,
prófessor í verkfræði við HÍ, kvænt-
ur Ásthildi Erlingsdóttur, húsmóð-
ur og kennara og eiga þau tvö börn;
Halldór, prófessor í stærðfræði við
HI, kvæntur Björgu Stefánsdóttur
húsmóður og eiga þau þrjú böm;
Elías, yfirverkfræðingur Lands-
virkjunar, kvæntur Rannveigu Eg-
ilsdóttur og á hann fimm börn, og
Margrét, listamaður í Stokkhólmi.
Foreldrar Þorvarðar: Elías Kristj-
án Ingimarsson, f. 11.1.1903, d. 4.8.
1965, kaupfélagsstjóri ogútgerðar-
maöur í Hnífsdal, síðast yfirverk-
stjóri í Reykjavík, og kona hans,
Guðný Rósa Jónasdóttir, f. 28.12.
1906, húsmóðir.
Föðurforeldrar Þorvarðar voru
Ingimar Bjarnason, skipstjóri og
útgerðarmaður í Fremri-Hnífsdal,
og Halldóra Halldórsdóttir, hús-
móðir þar.
Föðursystur Þorvarðar eru
Margrét, giftist Hallgrími Guð-
mundssyni togaraskipstjóra og
framkvæmdsstjóra Togaraaf-
greiöslunnar í Reykjavík, og Rósa,
kona Sigurðar ísólfssonar, organ-
ista í Fríkirkjunni og úrsmiðs í
Reykjavík. Föðurbræður Þorvarðar
voru Bjami, skipstjóri og landsfræg
aflakló og útgerðarmaður ásamt
Tryggva Ófeigssyni hjá Júpiter og
Mars, Halldór, skipstjóri í Reykja-
vík, og Ingimar, starfsmaður hjá
SÍS.
Bróðir Ingimars Bjamasonar var
Jón, afi Kjartans Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins. Ingimar var sonur
Bjarna, b. í Tannanesi í Önundar-
firði, Jónssonar og konu hans Rósa-
mundu Guðmundsdóttur, læknis í
Nesdal, Guðmundssonar.
Halldóra var dóttir Halldórs, b. í
Fremri-Hnífsdal, Sölvasonar, b. á
Kirkjubóh í Skutulsfirði, Sveinsson-
ar, bróður Rannveigar, ættmóður
Thorsteinsson-ættarinnar, ömmu
Péturs Jens Thorsteinssonar á
Bíldudal sem var faðir Muggs, afi
Péturs Thorsteinssonar sendiherra
og langafi Ólafs B. Thors forstjóra.
Þá var Rannveig amma Davíðs
Schevings Thorsteinssonar læknis,
afa alnafna síns, forstjóra Sól hf.
Móðurforeldrar Þorvarðar voru
Jónas Marías Þorvarðarson, útgerð-
armaður á Bakka í Hnifsdal, og
kona hans, Guðný Jónsdóttir. Móð-
ursystkini Þorvarðar voru Ehsabet
María, skólasfjóri Húsmæðraskól-
ans í Reykjavík og seinni kona Aðal-
steins Pálssonar skipstjóra, Helga,
kona Bjama Snæbjörnssonar, al-
þingismanns og læknis í Hafnar-
firði, Kristjana er lést 1918, Jónas
Janus, sem lést ungur, Bjarni Öss-
ur, bókhaldari og kaupmaður í
Hafnarfirði og Björg, tannsmiður í
Þorvarður Rósinkar Eliasson.
Hafnarfirði.
Jónas var sonur Þorvarðar, b. í
Hrauni, Sigurðssonar b. í Eyrardal,
Þorvarðarsonar, ættföður Eyrar-
ættarinnar. Móðir Jónasar útgerð-
armanns var Ehsabet Kjartansdótt-
ir, b. í Hrauni, Jónssonar. Móðir
Kjartans var Sigríður Sigurðardótt-
ir, systir Sveins á Kirkjubóh. Móðir
Elísabetar var Margrét Pálsdóttir,
b. í Amardal, Hahdórssonar og
konu hans, Margrétar Guðmunds-
dóttur, b. í Amardal, Bárðarsonar,
b. í Amardal, hlugasonar, ættföður
Amardalsættarinnar.
Móðir Guðnýjar var Guðný Jóns-
dóttir, b. á Læk í Dýrafiröi, Bjarna-
sonar, b. á Rana, Sigmundssonar,
bróður Sveins, langafa Jensínu,
móður Gunnars Ásgeirssonar stór-
kaupmanns.
Afmæli
Agnar Rafn J.
Agnar Rafn J. Levy, oddviti og
hreppstjóri Þverárhrepps og bóndi
í Hrísakoti, Þverárhreppi, er fimm-
tugurídag.
Agnar er fæddur á Ósum á Vatns-
nesi. Hann ólst upp í föðurgarði við
almenn sveitastörf, var um tíma til
sjós 1958-’59 en hóf störf hjá Ingvari
Helgasyni, hehdverslun, 1960 sem
fyrsti starfsmaður fyrirtækisins og
síðar skrifstofustjóri. Þar vann
hann fram á vor 1969 og aftur
1971-72. Þann 1.5.1969 flutti Agnar
að Hrísakoti og hóf þar búskap, fyrst
með foreldrum sínum, en tók við
búi 1.2.1975 og hefur búið þar síðan.
Agnar var kosinn varamaður í
hreppsnefnd Þverárhrepps 1974, að-
almaður 1979 og oddviti hrepps-
nefndar sama ár. Hann var skipaður
hreppstjóri Þverárhrepps frá 1984,
var varamaður í sýslunefnd Vest-
ur-Húnavatnssýslu frá 1978 og þar
til þær vom aflagðar 1988 og hefur
setið sem aðalmaður í Héraðsnefnd
Vestur-Húnavatnssýslu frá þeim
tíma. Auk þess hefur hann starfað
í flestum nefndum í sveitárfélaginu
og setið í jarðanefnd Vestur-Húna-
vatnssýslu frá 1989. Agnar hefur
setið í stjóm Tónlistarskóla Vestur-
Húnavatnssýslu frá 1982 og í stjóm
KVH á Hvammstanga, fyrst sem
varamaður en sem aðalmaður frá
1985. Hann tók virkan þátt í fijálsum
íþróttum á árunum 1960-’68 með KR
í Reykjavík, í langhlaupum, og var
í landsliði íslands á þeim tíma. Agn-
ar hefur skrifað greinar í Tímaritið
Húna og Húnaþing III.
Agnar kvæntist þann 19.12.1964
Hlíf Sigurðardóttur, f. 28.8.1946 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Sigurður Hjálmsson, verkstjóri hjá
ÁTVR, f. 23.9.1902, d. 19.8.1985, Og
Steha Jórunn Sigurðardóttir ljós-
móðir, f. 5.3.1918, d. 20.3.1975.
Foreldrar Sigurðar vom Hjálmur
Þorsteinsson, Þorsteinssonar, Þor-
bjamarsonar, stúdents af Voga-
tunguætt, Þorsteinssonar fálka-
fangara af Arinbjamarætt, og
Guðný Ásmundsdóttir, Gíslasonar
dalaskálds.
Foreldrar Stellu -voru Sigurður
Bjamason og Aðalheiður K. Dýr-
fjörð á ísafirði.
Böm Agnars og Hlífar era:
Jóhannes, f. 20.6.1963, lagerbókari
hjá Ingvari Helgasyni, búsettur í
Reykjavík.
Sigurður Rafn, f. 23.9.1965, nemi
í sálarfræði við Háskóla íslands.
Skúli Gísh, f. 17.4.1968, nemi á
tæknisviði til stúdents við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti og lærð-
urrafvirki.
Óskírður drengur, f. 5.1.1970, dá-
inn tveimur dögum síðar.
Steha Jórann, f. 20.3.1975, nemi í
Laugarbakkaskóla í Miðfirði.
Hjálmur Ingvar, f. 29.11.1977,
nemi í Vesturhópsskóla í Þverár-
hreppi.
SystkiniAgnars:
Svanhildur Erla J. Levy, f. 4.9.
1937, verslunarkona, búsett í
Reykjavík, gift Gunnlaugi Guð-
mundssyni, kaupmanni í Gunn-
laugsbúð, og eru böm þeirra: Garð-
ar, f. 11.12.1956, forstjóri heildversl-
unárinnar Ritrúnar í Reykjavík;
Gunnlaugur Sævar, f. 29.12.1958,
framkvæmdastjóri Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar hf. í Reykja-
vík; Hildur, f. 25.6.1965, verslunar-
stjóri í Gunnlaugsbúð; ogÁslaug, f.
23.10.1973, nemi í Verslunarskóla
íslands.
Eggert Ósmann J. Levy, f. 26.4.
1947, áður skólastjón á Húnavöh-
um, nú kennari við Árbæjarskóla í
Reykjavík, var kvæntur Ingunni
Sigurðardóttur og eignuðust þau
fjóra syni: Sigurð Öm, f. 29.3.1972;
Jóhannes Helga, f. 31.5.1974; Atla
Bjöm, f. 4.2.1980, og Valgeir Má, f.
16.10.1981. SambýhskonaEggerts
er Rannveig Sigurðardóttir, f. 28.6.
1953.
Foreldrar Agnars: Jóhannes Helgi
E. Levy, b. og oddviti í Hrísakoti, f.
Levy
29.5.1910, d. 26.5.1981, og Marzibil
Sigurrós Jenný Jóhannesdóttir, f.
9.8.1910.
Jóhannes var sonur Eggerts Levy,
hreppstjóra á Ósum, Jónssonar,
prests á Tjörn á Vatnsnesi, Þorláks-
sonar, prests á Undirfelh, Stefáns-
sonar.
Jón var bróðir Þorláks í Vestur-
hópshólum, föður Jóns, verkfræð-
ings og ráðherra, Magnúsar á Blika-
stöðum, dr. Bjargar í Kaupmanna-
höfn og Sigurbjargar, kennslukonu
íReykjavík.
Móðir Jóns Þorlákssonar var Sig-
urbjörg Jónsdóttir, prófasts í Stein-
nesi, Péturssonar. Móðir Eggerts
Levy var Ólöf Eggertsdóttir, hrepp-
stjóra og skálds á Kolþemumýri í
Vesturhópi, Jónssonar, Þorsteins-
sonar, og Margrétar Ólafsdóttur.
Móðir Jóhannesar Helga var Ögn
Guðmannsdóttir, b. í Krossanesi,
Ámasonar, Guðmundssonar, b. á
Húki, Bjömssonar. Móðir Agnar
var Ósk Guðmundsdóttir.
Marzibh Sigurrós Jenný, móðir
Agnars, er dóttir Jóhannesar Pét-
urs, b. í Hrisakoti, Jónssonar, Jóns-
sonar, b. í Syðsta-Hvammi á Vatns-
nesi, Ambjamarsonar, stúdents frá
Stóra-Ósi, Ámasonar, prests að
Bægisá, Tómassonar.
Móðir Jóhannesar Péturs var
Agnar Rafn J. Levy.
Helga Pétursdóttir, b. í Krossanesi,
Jónssonar, og Sigurlaugar Jóns-
dóttur.
Bræður Jóns Jónssonar vora Egg-
ert á Ánastöðum, Árni í Stöpum,
Stefán í Kagaðarhóh, Daníel í
Tungukoti og Davíð í Kirkju-
hvammi, faðir Sigurðar, kaup-
manns á Hvammstanga.
Móðir Jennýjar var Guðríður
Guðrún Gísladóttir, Gunnarssonar,
Gíslasonar úr Rangárvahasýslu, af
Víkingslækjarætt.
Móðir Guðríðar Guðrúnar var
Guðrún Bjamadóttir, b. á Hraða-
stöðum í Mosfehssveit, Eiríkssonar.
Meðal systkina Jennýjar var dr.
Jón Jóharinesson prófessor, kvænt-
ur Guðrúnu P. Helgadóttur, fyrrv.
skólastj óra, Ingvarssonar, yfir-
læknis á Vífilsstöðum.
Kraftaverkin gerast á okkar dögum - heilög guðsmóðir birtíst í Medjugorje Urval tímarit fyrir alla Til han ungju með afmælið 30. janúar
80 ára 70 ára 50ára 40 ára
:: Hermonn Guðlaugsaon '■ ■■ húsgagnasmiður, Njálsgötu27, Reykjavík. Hann veröur að heiman ídag. Friðbjörn H. Jóhannsson, Hhð, Svarfaðardalshreppi. Ásta Einarsdóttir, ; U ý ; Hhðarvegi 18, Ólafsfirði. Gunnlaugur Geirsson, Nýja-Lundi við Nýbýlaveg, Kópa- vogi. Rannveig Jóhannesdóttir, Hólmagrund 17, Sauðárkróki. ; Sigríður Tómasdóttir, ;'■ Sunnuvegi 16, Selfossi. Þórhalla Stefánsdóttir, Holtsgötu 34, Njarðvík. ; Anna Guðmundsdóttir, Fomhaga 26, Reykjavík. Björgvin S. Friðriksson, Barmahhð 1, Reykjavík. Böð var Gíslason, Reykjabraut 2, Þorlákshöfn. Gunnþór Ægisson, Karlsbraut 25, Dalvík. Óiafur Ingimarsson, Læknisbústað, Sauðárkróki. StefaníaS. Ingimundardóttir, Hringbraut l, Hafnarfiröi.
75ára 60 ára
Ármann Kr. Einarsson, Brautarlandi 12, Reylgavik. Skúli Þórarinsson, Hafþórsstöðum, Noröurárd.hreppi. Ragnheiður Indriðadóttir, Otrateigi 30, Reykjavík. Rögnvaldur Þorleifsson, Faxatúni 19, Garðabæ.