Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
27
LífsstOI
Verð á geisladiskum:
Búist við verðhækkun erlendis
- smásöluálagning og virðisaukaskattur er mun hærri á íslandi en erlendis
Geisladiskar eru 47% dýrari á ís-
landi en í Bretlandi þar sem þeir
þykja dýrir. Helsta ástæöa verðmun-
arins er hærra skatthlutfall og hærri
smásöluálagning hér en í Bretlandi.
I Bretlandi kostar venjulegur
geisladiskur 1.150 krónur út úr búð.
Geisladiskar hækkuðu þar nýlega í
verði um 50 krónur og er búist við
frekan hækkun þegar líða tekur á
árið. í Bandaríkjunum kostar sami
geisladiskurinn, þ.e. Brothers in
Arms með hljómsveitinni Dire Stra-
its, 850 krónur. Þetta hefur orðið til
þess að breskir diskasalar hafa verið
ásakaðir um okur sem þeir neita
harðlega.
Þessi sami geisladiskur kostar nú
1699 krónur út úr búð á íslandi. Það
er um 47% hærra verð en í Bret-
landi. Sé verðmyndunin á diskinum
skoðuð kemur í ljós að íslenska ríkið
tekur til sín mun stærri hluta verðs-
ins en þaö breska og munar mestu
um tolla og hærri virðisaukaskatt.
Breska ríkið tekur 150 krónur eða
15% af verði hvers geisladisks í virð-
isaukaskatt. Á íslandi fara 385 krón-
ur af verði hvers disks í virðisauka-
skatt og tolla eöa um 30%.
í Bretlandi fær smásalinn 270 krón-
ur í sinn hlut sem þýðir 30% álagn-
ingu. Á íslandi tekur smásalinn 455
krónur af verði disksins sem þýðir
37% álagningu.
Sama verð er á íslenskum geisla-
diskum og þeim erlendu og sömu
álagningarprósentur eru notaðar.
Þaö þýðir að af verði íslensks geisla-
disks sem kostar 1.699 krónur út úr
búð fara 455 krónur til smásalans, 334
krónur í virðisaukaskatt og afgang-
inn, 910 krónur, fær útgefandinn.
I Bretlandi skiptist verðið þannig
að smásalinn fær 270 krónur, 150
krónur fara í virðisaukaskatt og 110
krónur fara í framleiðslukostnað.
Afganginn, 620 krónur, fær útgefand-
inn. Það er því nánast sama hlutfall
Neytendur
af endanlegu verði sem útgefendur
taka i þessum tveim löndum.
Sala geisladiska erlendis nemur nú
um 40% miðað við plötur og telja
útgefendur þar að markaðshlutdeild-
in vaxi ekki meir aö sinni. Ásökun-
um neytenda um of hátt verð á
geisladiskum svara þeir með því að
benda á að plötuverð hafi staðiö í
stað um margra ára skeið miðað viö
annað verðlag og því sé samanburð-
urinn óraunhæfur. Plötur séu of
ódýrar en diskarnir ekki of dýrir.
Einnig benda þeir á að í geisladiska
þurfi að nota vandaða málma eigi
ending þeirra að vera tryggð. Einnig
sé nýting við geisladiskaframleiðslu
mun verri en við framleiðslu vinyl-
platna þar sem um miklu flóknara
ferli sé að ræða. Þannig sé úrkast við
plötuframleiöslu 2-5% en þetta hlut-
fall geti náð 35-40% við framleiðslu
á diskum.
-Pá
Hagkaup:
Ódýr íslensk-
ur fiskur
frá Bretlandi
í verslunum Hagkaups er nú hafm
sala á 10 tegundum af tilbúnum fisk-
réttum. Skammtarnir eru tilbúnir í
örbylgju- eða bakaraofn og völ á
fjölda bragðtegunda og fyllinga. Má
nefna innbakaðan fisk meö sveppum
og fyllt flök með rækjum.
Réttimir eru framleiddir í Bret-
landi, nánar tiltekið í verksmiðju Ice-
landic Freezing Plant í Grimsby og
seldir undir vöramerkinu Marico.
Fiskurinn er íslenskur og umbúðirn-
ar einnig, framleiddar hjá Umbúða-
miðstöðinni hf.
Þaö athyglisverðasta við réttina er
þó verðið. 300 gramma pakki kostar
299 krónur og 240 gramma pakki 199
krónur. Hvort tveggja á að vera heil
máltið fyrir tvo. Einnig eru í boði
svokallaðir fiskfmgur úr þorski,
húðaðir með raspi og kostar hvert
kíló 266 krónur.
íslenskar ýsusteikur í raspi kosta
591 krónu kílóið. Fiskborgarar kosta
638 krónur kílóið. Fiskréttirnir frá
Marico kosta sem svarar 829 krónum
kílóið, þ.e. léttari pakkinn. Sambæri-
legir íslenskir réttir, t.d. Fiskisæla
frá Frostmar, kosta u.þ.b. 730 krónur
kílóið.
„Það sem fyrir okkur vakir er að
bjóða upp á fjölbreyttara úrval af til-
búnum fiskréttum en áður. Þetta er
íslenskur fiskur á góðu verði og
uppruninn tryggir gæðin,“ sagði Jó-
hannes Rúnar, innkaupastjóri í Hag-
kaupi, í samtali við DV.
-Pá
Öryggi bama
í bílum
Miklu máli skiptir að fólk noti að-
eins viðurkenndan öryggisbúnað
fyrir börn í bílum. Slíkur búnaður á
að vera merktur ECE 44 eða E 44.
Það er merki um gæðapróf sam-
kvæmt staðli fyrir Evrópumarkaö.
Þess eru mörg dæmi að barnabíl-
stólar séu illa eða aUs ekki festir í
bíla og séu fyrir vikið gagnslausir.
Dæmi eru til þess aö fólk noti veiga-
litla hvíldarstóla fyrir börn í bílum
og telji þá fullnægja öryggiskröfum.
Það gera þeir alls ekki og er vitað
um a.m.k. tvö slys hérlendis á þessu
ári þar sem börn köstuðust úr slíkum
stólum við árekstur.
Umferðarráð hefur gefið út kynn-
ingarbækling fyrir öryggisbúnað
sem í boði er fyrir böm í bílum. Skýrt
er út hvað henti best hvaða aldurs-
flokki og hvernig skuli ganga frá fest-
ingumogöðruslíku. -Pá
Bandaríkin:
Heft notkun
skordýraeiturs
Ákveðið hefur verið að hefta veru-
lega notkun skordýraeitursins
Atrazine í Bandaríkjunum. Þetta er
gert til þess að draga úr grunn-
vatnsmengun og minnka hættu á
krabbameini sem eitrið er talið geta
valdið hjá notendum. Settar verða
strangar reglur um meðferð efnisins
og hámarksmagn þess sem leyft er
að nota á hvern hektara lands.
Atrazine er notað á 65-75% alls
korns sem ræktað er vestra og nem-
ur notkun þess um 10% af heildar-
notkun skordýraeiturs í landinu.
Umhverfisverndarsinnar hafa lengi
barist fyrir hömlum á notkun þess
og munu þessar reglur taka gildi
þegar á þessu ári. Það var að beiðni
framleiðendanna sem sem umrædd-
ar hömlur verða settar.
Atrazine er selt á íslandi undir
nafninu Pramitol AT. Það er flokkað
sem örgresislyf og notað af garð-
yrkjubændum. Efnið er hér flokkað
í hættuflokk C. Þaö þýðir minni eftir-
lits- og skráningarskyldu en með
öðru skordýraeitri.
-Pá
Fjölbreytt úrval af íslenskum fiskréttum, framleiddum i Bretlandi, fæst nú i Hagkaupi
Léleg póstþjónusta
- bréf mánuð frá Reykjavík til Hafnarfjarðar
„Mér finnst þetta mjög slæm
þjónusta. Ég hafði spurst fyrir á
pósthúsinu þegar og fékk þau svör
að þar kannaðist enginn við þessa
sendingu," sagði Gísli Jónsson
prófessor í samtali við DV.
Gísli átti von á sendingu frá fyrir-
tæki í Reykjavík sem var póstlögð
fyrir jól, 20. desember nánar tiltek-
ið. Þegar ekkert bólaði á sending-
unni gerði Gísli fyrirspurn á póst-
húsinu í Hafnarfirði, þar sem hann
býr, en þar kannaðist enginn við
neitt.
Loks barst honum 22. janúar
ítrekunarseðil vegna ósóttrar send-
ingar á pósthúsinu. Þar var bögg-
ullinn kominn og hafði verið rúm-
an mánuð að velkjast milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar.
„Þaö er mjög algengt að póstur
sé borinn í röng hús og það hefur
eflaust gerst í þessu tilfelli," sagði
Gísh. „Þannig er nú búið að dreifa
seðlum yfir fasteignagjöld í hús í
Hafnarfirði og ég sé hér hjá mér
seðla til nokkurra nágranna
minna. Þeim verð ég að koma til
skila.“
Ekki náðist í póstmeistarann í
Hafnarfirði vegna þessa máls.
-Pá