Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritsljórn - Auglýsingar - Á skrift - Dreifing: Simi 27022
Veðrið á morgun:
Hvasst en
frostlaust
Á morgun verður norðaustan-
átt og frostlaust um mestan hluta
landsins. Ennþá hvasst á Vest-
fjörðum en farið að lægja annars
staðar á landinu. Skúrir eða
slydduél við austur- og suðaust-
urströndina en slydda eða snjó-
koma norðantil á Vestfjörðum og
á Ströndum. Hitinn veröur ú-3
stig.
Snjóflóð að
húsveggjum
4
4
4
4
5
Ógnað med
■ ■■■■■■ ■
kjotoxi
- piltar handteknir
^ Tveir fimmtán ára piltar ógnuöu
hjónum á mjög storkandi hátt á
knattspymuvelli Þróttar við Sævið-
arsund í gærkvöldi. Hjónin voru á
gönguskíðum þegar piltarnir veittust
að þeim og sveifluðu kjötöxi rétt fyr-
ir framan þau. Höíðu þeir í hótunum
við fólkið sem átti sér ekki skjóta
undankomuleið þar sem það var á
skíðum.
Annar þeirra hjó síðan með öxinni
í marksúlu á knattspyrnuvelhnum
til að storka hjónunum. Viö svo búið
hurfu piltarnir á brott.
Lögreglunni var tilkynnt um at-
hæfi piltanna og var þeirra leitað í
gærkvöldi. Þeir voru handteknir
__skömmu síðar. Kom þá í ljós að þeir
komu frá unglingaheimili og voru
þeir færðir þangað í vörslu skömmu
síðar. Piltarnir sögðust hafa fengið
kjötöxina hjá móður annars þeirra.
-ÓTT
^eynir Tiaustason, DV, Flateyri:
Komið hefur í ljós að snjóflóð hefur
fallið alveg niður að húsnum við Ól-
afstún á Flateyri. Taliö er að flóðið
hafi fallið fyrir einum eða tveimur
dögum. Ekki hefur tekist að kanna
stærð flóðsins vegna veðurs en ljóst
er að það hefur farið yfir snjóflóða-
vörnina fyrir ofan bæinn.
Almannavarnanefnd Flateyrar
hefur ekki enn heimilað fólki, sem
býr við Ólafstún, að snúa heim.
Menn frá nefndinni fóru í könnunar-
leiðangur upp í hlíðina í gær og sáu
að flóðið hafði fært malarsíló úr stað.
Níu hús á Flateyri hafa staðið mann-
laus síðan á fimmtudag og er óvíst
hvenær flutt verður í þau aftur.
L_»~
Vestfirðir:
Ferðalög varasöm
Allar leiðir á norðanverðum Vest-
fjörðum eru enn ófærar ef frá er tal-
ið að Vegageröin heldur veginum frá
Súðavík um ísafjörð til Bc'ungavík-
ur opnum. í Önundarflröi eru allar
leiðir innanfjarðar ófærar og er ekki
talið ráðlegt að reyna að opna þær
vegna snjóflóðahættu.
Kristinn Jónsson hjá Vegagerðinni
á ísafirði taldi varasamt að vera á
ferðinni milli staða því að hengjur
eru í öllum hlíðum. í morgun var
skafrenningur á ísafirði og aðeins
jgpalgötur í bænum færar. í Súganda-
flrði er allt á kafi í snjó og vegir ófær-
ir. -GK
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, fékk far með Þórarni V. Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, á fund rikisstjórnarinnar
i gær. Það er eins gott að vera við öllu búinn í hraða samninganna og radarvarinn í bíl Þórarins er á sínum stað. DV-mynd GVA
ÞRiÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
Ríkisstjómin vill flármagna samningana innanlands:
Lifeyrissjoðirmr
LOKI
Ætli radarvari Þórarins
og Ásmundar
dugi á Ólaf Ragnar?
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
wmmmm Þjóðar mmmm
SALIN
býr í Rás 2.
Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp
Kl. 18: Þjóðarsálin, simi 38500
FM 90,1 - útvarp með sál.
láni
4 milljarða
- kauphækkanir verði 3 prósent í ár og tvisvar 2,5 prósent á næsta ári
Ríkisstjórnin óskaði eftir því á
fundi með forystumönnum Al-
þýöusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins í nótt að lífeyris-
sjóðirnir kaupi ríkisskuldabréf fyr-
ir 3 til 4 milljarða króna til að
standa straum af þeim kostnaði
sem að ríkisstjóminni snýr í kjara-
samningum sem unnið er að. Hlut-
ur ríkisins í niðurgreiðslum á land-
búnaðarafurðum og tekjutengingu
ellilífeyrisgreiðslu kostar á annan
milljarð króna. Mönnum ber ekki
saman um hve há talan er en 1200
til 1400 milljónir eru nefndar.
Það voru þeir Ásmundur Stefáns-
son, forseti Alþýðusambandsins,
og Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sem hittu ráðherrana að
máli. Þeir gerðu svo samninga-
mönnum grein fyrir niðurstöðum
fundarins í Karphúsinu um mið-
nætti síðastliðið. Eftir það var
fundi frestað til klukkan 17 í dag.
Jákvætt svar líklegt
Miklar líkur eru taldar á að líf-
eyrissjóðirnir verði við þessari ósk
ríkisstjórnarinnar. Ráðstöfunarfé
lífeyrissjóðanna í ár eru 22 til 23
milljarðar króna. Af þeirriupphæð
kaupa þeir skuldabréf af Hús-
næðisstofnun ríkisins fyrir 11 til
12 milljarða. Þeir eiga því annað
eins eftir til ráðstöfunar.
Niðurskurður
Ríkisstjórnin gerði þingflokkum
stjórnarflokkanna grein fyrir því í
gær að enda þótt að þessu verði
gengið og ríkisstjórnin fái 3 til 4
milljarða lán frá lífeyrissjóðunum
mun niðUrskurður á ýmsum svið-
um fylgja í kjölfarið. Ríkisstjórnin
mun ekki telja rétt að fjármagna
allan þann kostnað, sem kjara-
samningarnir hafa í fór með sér,
með lánum. Halli á íjárlögum þessa
árs er sem kunnugt er áætlaður 3
til 4 milljarðar króna.
Brotnar ekki á þessu
Talið er víst að þetta gangi og að
kjarasamningar takist alveg á
næstunni.
„Það verður ekki látið bijóta á
þessu atriði,“ sagði einn af verka-
lýðsforingjunum í samtali við DV
í morgun.
8 prósent kauphækkun á 18
mánuðum
Aðalástæðan fyrir því að að
samningagerðin hélt ekki áfram í
nótt er sú að gera þarf upp ákveðin
samningamál sem snúa að opin-
berum starfsmönnum. Þess vegna
hófst fundur með forystumönnum
þeirra og ríkisstjórnarinnar klukk-
an 9.30 í morgun.
Gert er ráð fyrir að þeir kjara-
samningar, sem nú eru að verða
til, gildi fram í september 1991.
Gert er ráð fyrir að kauphækkunin
í ár verði 3 prósent en tvisvar sinn-
um 2,5 prósent á 8 mánuðum ársins
1991.
-S.dór