Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. Fréttir Gunnar Sandholt hjá félagsmálastofnun um húsnæði Steingrhns Njálssonar: Okkar framlag er tilkomið vegna úrræðaleysis annarra „Þaö er ekki hlutverk félagsmála- stofnunar sem slíkrar að hafa eftirht með afbrotamönnum sem þegar hafa afplánað dóm eða mönnum í öryggis- gæslu. Það eru öll hverfi barnahverfi og ekkert líklegara að slík afbrot, sem hér um ræðir, eigi sér stað í hverfinu þar sem einstaklingur með þessi vandamál býr. Við hjá félags- málastofnun stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera eitthvað mjög takmarkað fyrir einstakling sem er illa staddur, meðal annars vegna þess að heilbrigðis- og dómsyfirvöld í landinu hafa ekki viðeigandi úrræði til að beita samfélaginu og honum sjálfum til verndar. Okkar framlag er þannig til komið vegna úrræða- leysis annarra,“ sagði Gunnar Sand- holt, yfirmaður fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, í samtali við DV. Steingrímur Njálsson, sem marg- dæmdur er fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, fékk úthlut- að íbúð í eigu borgarinnar við Skarp- héðinsgötu þar sem hann var í sam- býh með fleirum. Það var í þeirri íbúð sem komið var að Steingrími á fimmtudaginn með sjö ára dreng sem færður hafði verið úr buxunum. Eft- ir að sagt hafði verið frá þeim at- burði voru þær raddir háværar sem hneyklsuðust á að margdæmdum kynferðisabrotamanni hefði verið auglýsir eftir úrræöum heilbrigðis- og dómsyfírvalda Það eru öll hverfi barnahverfi, segir Gunnar Sandholt, og ekkert líklegra en slik afbrot, sem hér um ræðir, eigi sér stað í hverfinu þar sem einstaklingur með þessi vandamál býr. Myndin sýnir húsið sem Steingrímur Njálsson bjó í við Skarphéðinsgötu. DV-mynd GVA úthlutað íbúð í barnahverfi. DV sneri sér til Gunnars Sandholts og spurði hann hvernig á því stæði að Stein- grímur hefði fengið íbúð þarna eftir- litslaus. „Það er mjög takmarkað eftirlit eða stuðningur fyrir þá sem þarna búa. Málið er náttúrlega það að þau úr- ræði, sem félagsmálastofnun hefur yfir að ráða, eiga á engan hátt við í sambandi við þá aðila sem þurfa á eftirliti, gæslu eða öryggisgæslu að halda. En í því thviki, þar sem ein- staklingur hefur lokið við refsingu og er illa staddur með tilliti til hús- næðis eða atvinnu, hafa félagsmála- stofnanir ákveðnu hlutverki að gegna sem þær geta ekki vísað frá sér, enda þótt um aðra erfiðleika eða hhðar á slíkum málum geti verið að ræða.“ Gunnar sagði að það hlyti að vera eðlilegt að gera þá kröfu til dóms- og heilbrigðisyfirvalda að afbrota- mönnum, sem ættu við geðræn veik- indi eða brenglun að stríða og endur- tækju sín afbrot, væru sköpuð viðun- andi úrræði. Það heföi aldrei hvarfl- að að félagsmálastofnun að taka að sér verkefni sem eðlilegt væri að heilbrigðis- og dómsyfirvöld sinntu. Þarfekki geidingar „Vangeta heilbrigðis- og dómskerf- is kahar fram heiftúðug viðbrögð í samfélaginu sem við hljótum að hrökkva við að heyra þegar sjúkhng- ar eru annars vegar. Þessi viðbrögð hljóta að vera umhugsunarefni fyrir þau yfirvöld sem vísa svona málum frá sér með því að hafa ekki viðun- andi gæsluúrræði eða ákvæði í lög- um um þessi mál. Það er hægt að taka á svona málum. Það þarf ekki að kalla á neinar aftökur eða gelding- ar. Það er hægt að kaha á ábyrga meðferö, dómsfyrirskipaða geðmeð- ferð. Það er ekki mikið mál að setja shk ákvæði í lög og tiltölulega ódýrt í framkvæmd miðað við hvað það er dýrt að sinna þeim fórnarlömbum sem verða fyrir þessum afbrotum.“ -hlh Búlgaría Baðstrandaferðir í gæðaflokki Innifalið í verði er: Flug, KEF-LUX-VAR fram og tii baka, KEF- CPH-SOF-VAR-LUX-KEF eða KEF-LUX-VAR-SOF-CPH- KEF, þar sem um slík flug er að ræða. Gisting á hótelum miðað við 2ja manna herbergi, en 4 á Villa Jug, með baði/sturtu, w.c.hálft fæði (matarmiða) leiðsögn og akstur frá flugvelli í V ama og á hótel við komu og öfugt við brottför. Flugvallarskattur og annað ótalið hér er ekki innifalið í verði. Verð eru miðuð við gengi US$ og flugverð per 30 nóvember 1989 og breytast fram til þess tíma er ferðin er að fullu greidd, miðað við gengi íslenskrar krónu gagnvart US$ eða búlgörskum leva gagnvart US$ og breytingu flugverða á sama tímabili.Bamaafsláttur er: Böm undir 2ja ára aldri greiða einungis 10% af flugverði en fá ekki matarmiða. Böm á aldrinum 2ja-12 ára fá 50% afslátt af fullorðinsverði miðað við svokallað aukarúm, en 25 % afsláttur er veittur af gistingu miðað við „normar rúm, en 50% í flugi sem jafngildir um 40% afslætti frá f'Grand Hótel Varna 19/05-26/05 02/06 09/06 16/06-11/08 18/08 25/08 01/09-25/09 ^ 2 vikur laugardaga 59.900- 59.900- 63.600- 70.900- 70.900- 67.200- 63.500- 3 vikur laugardaga 75.200- 82.600- 82.600- 89.900- 82.600- 82.500- 78.700- Dobrudja 07/04 28/04 22/05-29/05 05/06 12/06 19/06-14/08 21/08 28/08-25/09 2 vikur þriðjudaga Engin ferð 49.500- 50.600- 54.200- 58.400- 56.900- 54.200- 3 vikur þriðjudaga 63.500- 60.100- 63.300- 66.800- 71.000- 66.800- 64.100- Slavianka 22/05-29/05 05/06-12/06 19/06-07/08 14/08 21/08-28/08 04/09-25/09 3 vikur þriöjudaga 55.800- 61.100- 66.200- 64.700- 60.500- 58.700- Kaliakra 2 vikur þriöjudaga 52.300- 57.600- 62.700- 61.200- 57.000- 55.200- 3 vikur þriðjudaga 55.800- 61.100- 66.200- 64.700- 60.500- 58.700- Bratislava 2 vikur þriöjudaga 42.000- 45.900- 50.900- 50.900- 49.800- 46.100- 3 vikur þriójudaga 49.800- 54.700- 59.800- 58.300- 54.100- 52.300- Villa Jug 2 vikur þriöjudaga 46.000- 46.000- 49.600- 49.600- 49.600- 49.600- V^3 vikur þriöjudaga 54.300- 54.300- 57.900- 57.900- 57.900- 57.900- J 1990 Tekið er á móti pöntunum í ferða- skrifstofu okkar sem opin er alla virka daga frá 8-17 og laugardaga frá 9-12. f.h. €W Ferðaskrifstofa kjartans HELGASONAfí Gnoðarvogi 44, efri hæð (gengið inn frá Skeiðarvogi), sími 91 68 62 55.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.