Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 11 Sviðsljós Rokkarinn Del Shannon fyrirfór sér Poppsöngvarinn og lagahöfundur- inn og einn af frumherjum rokksins, Del Shannon, fannst látinn á heimili sínu í síðustu viku, skotinn í höfuðið og lá riflill við hhð hans. Lögreglan sagði að hinn 51 árs gamli söngvari hefði að öllum líkind- um framiö sjálfsmorð þótt ekki hafi fundist kveðjubréf frá honum. Það var eiginkona söngvarans, Bonnie, sem kom að honum látnum. Del Shannon komst í sviðsljósið 1961 þegar hann samdi og söng inn á plötu Runaway. Lagið var í sautján vikur á vinsældalista í Bandaríkjun- um. í kjölfarið fylgdu mörg vinsæl lög. Auk þess að semja öll lög sem hann söng inn á plötur sjálfur samdi hann fyrir aðra, meðal annars fyrir Peter og Gordon lagið I Go To Pices. Eftir að það hafði verið hljótt um Shannon í morg ár stjórnaði Tom Petty upptöku á plötu með Shannon, Drop Down and Get Me sem varð til þess að gömlu lögin hans fóru að heyrast aftur. Del Shannon fæddist í Michigan 1939. Sem unghngur vann hann í hæfileikakeppnum sem leiddi til þess að hann fékk samning við plötufyrir- tæki og sló hann strax í gegn með sinni fyrstu upptöku sem var Runaway. Del Shannon. Þessi mynd er tekin af honum snemma á síðasta áratug þegar hann var á hljómleikaferð um England. Ike Tumer: Dúsir inni í fjögur ár Ike Turner, betur þekktur nú sem fyrrum eiginmaður Tinu Turner, hefur fengið fjögurra ára dóm í fang- elsi fyrir eiturlyijaneyslu. Ike, sem nú er 58 ára, var fundinn sekur um að hafa tvívegis haft eitur- lyf í fórum sínum, þar á meðal kóka- ín. Hann fór fram á það að afplána dóminn á meðferðarheimih í stað fangelsins, en dómarinn neitaði ósk hans á þeim forsendum að Ike hefði nú þegar dvahð oft á meðferðar- heimilum en án árangurs. Svo gæti þó farið að Ike verði látinn laus til reynslu eftir eitt ár og átta mánuði. Ákærandinn játaði að Ike hefði fengið þungan dóm, en hann hefði svo sannarlega átt hann skilið. Hann væri gott dæmi um hvernig eiturlyf gætu farið með fólk, þegar versti óvinurinn væri orðinn maður sjálfur. Til upprifjunar má geta þess að Ike og Tina voru vinsæhr skemmtikraft- ar á sjöunda áratugnum og áttu lög sem slóu í gegn, m.a. „Proud Mary“, Honky Tonk Woman“, og „River Deep, Mountain High“. Ike og Tina skhdu 1972. Lítið hefur heyrst frá honum síðan, en eins og allir vita komst Tina aftur á toppinn með „What’s love got to do with it.“ Ike Turner var sekur fundinn um kókaineign og á fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér. Kunnu þorrablótsgestir vel að meta matinn og gerðu honum góð skil. Þorrablót í Lundúnum Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: íslendingafélagið i Lundúnum hélt sitt árlega þorrahlót laugardaginn 10. febrúar sl. Blótið fór fram í húsakynnum St. Ermins-hótelsins sem er nánast í hjarta borgarinnar. Matreiðslumaðurinn Úlfar Ey- steinsson sá um veislumatinn líkt og undanfarin ár og óhætt er að segja að samkömugestir hafi gert honum góð skh. Sérstakir gestir þetta kvöld voru sendiherrahjónin, Helgi Ágústsson og Hervör Jónasdóttir, og þjóö- háttafræðingurinn Árni Bjöms- son, sem flutti erindi um þorrablót fyrri tíma. Hljómsveitin Strax ásamt Agli Ólafssyni lék fyrir dansi, að ógleymdri Steinunni Bjarnadóttur sem steig á svið og söng nokkur sívinsæl lög. Gestir þetta umrædda kvöld voru fjölmargir og ljóst er að íslendingar erlendis vilja allt gera til að halda í gamla og góða siði aö heiman. Formaður íslendingafélagsins er Björgólfur Thorsteinsson og færði hann öhum þeim, sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og fram- kvæmd þorrablótsins, sérstakir þakkir. Steinunn Bjarnadóttir söng nokkur sivinsæl lög með Strax og Agli Ólafs- syni. KERTAÞRÆÐIR ípassandl settum. Leiðarí úr stálblöndu. Sterkur og þobr að leggjast I kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnimi kotþráða. Margföld neistagsði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 -8 47 88 68 55 mmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.