Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. 13 Með skáldum og einhyrningum Það er ekki auðvelt að útskýra fyr- ir þeim sem fæddir eru eftir lýð- veldisstofnunina hvaða hljóm nafnið Shirley Temple hefir í hug- um þeirra, sem skruppu inn í heim- inn um það leyti sem Alþingishá- tíðin og Stóra bomban voru helstu umræðuefni íslendinga. Jafnvel í afskekktum sveitum var þetta nafn tengt einhverju sem ekki verður lýst nema með orðunum: undrunarfull aðdáun, blandin trega þess sem veit að flestir draumar rætast aldrei. Á ótrúlega mörgum heimilum var mynd af þessari ljóshærðu níu ára lokkadís og fátæk börn kreistu kreppuaura í lófanum í langri biðröð til að sjá myndirnar með henni. - Shirley Temple var boðberi þeirrar fjar- stæðu sem einungis er til í draum- um. Shirley Temple Þegar ég heyrði frá því sagt að Shirley Temple væri von til íslands og meira að segja væri mjög líklegt að ég hitti hana fór ég að hlæja. Sumir kynnu að hafa misskilið þennan hlátur og halda að ég væri að hæðast að því að þessi kona skyldi gerð að sendiherra í svo viðkvæmu landi sem Tékkóslóvak- íu. Einhveijum dytti ef til vill í hug að hér væri hlátur sem táknaði for- dóma, ekki aðeins gagnvart konum heldur einkum og sér í lagi gagn- vart Bandaríkjamönnum. Þetta væri hæðnishlátur hins þreytta Evrópumanns sem í einfeldni sinni og hroka teldi ekkert gott geta kom- ið frá nýja heiminum. Allt væri þetta rangt. Þar með er ég ekki að halda því fram að ég fremur en aðrir sé laus við for- dóma, heimsku og háð. Fjarri fer því. En því hló ég þá að hér var KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent fjarstæðan að verða veruleiki. Það var eins og einhyrningur hefði allt í einu birst og lagt höfuð sitt í skaut hreinnar meyjar. Svo undarleg er æskan og sá heimur sem við lifum þá í að það hvarflar ekki að okkur að búast við að þar gerist hlutir í heimi hvers- dagsins. Heimurinn er í huga bamsins. í þeim heimi er vaka og draumur eitt, veruleikinn huglæg- ur og hugmyndimar veruleiki. Og því hló ég að í huga mínum var Shirley Temple aldrei veruleiki 'neldur hugmynd - og nú var hug- myndin orðin raunveruleg mann- eskja af holdi og blóði. Vaclav Havel Þeir sem voru í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 17. febrúar urðu vitni að sögulegum atburði. Forseti Tékkóslóvakíu, skáldið Vaclav Havel, var að sjá eitt leikrita sinna í fyrsta sinn á sviði. Svo undarleg eru forlögin að þessi maður sem fyrir fáeinum mánuðum var fang- elsaður vegna skoðana sinna og andófs er nú í æðsta embætti lands síns. Svo hrikalegt er skipbrot hag- kerfis og stjórnskipanar þeirra ríkja í austanverðri Evrópu, sem stjórnað hefir verið af kommún- istaflokkum undanfama fjóra ára- tugi að engir geta tekið við nema þeir ofsóttu og fangelsuðu. Sovétríkin sjálf, framtíðarríkið, fyrirmyndin mikla í austri, hið vís- indalega þjóðfélag byggt á kenning- um Karls Marx, útfærðum af Lenín og Stalín, eru ófær um að sjá þegn- um sínum fyrir mat og hreinlætis- vörum. Samkvæmt upplýsingum rúss- neskra lækna er verulegur hluti skólabama vannærður. Gjaldmið- ill þessa risaveldis er einskis virði á alþjóðlegum peningamarkaði. Alls staðar hljóma kunnuglegar raddir, sem krefjast sjálfstæðis, Ófrjálsari sem stjórnmálaleiðtogi en sem skáld í dýflissu? - Brynja Benediktsdóttir leikstjóri fagnar Vaclav Havel, höfundi Endurbygg- ingarinnar, á sviði Þjóðleikhúss- ins. frelsis, sjálfsvirðingar. Það er eins og verið sé að endurtaka hið mikla drama áratuganna fyrir 1914. Bis- marck vann að sameiningu Þýska- lands, Balkanríkin börðust fyrir sjálfstæði, Habsborgaraveldið var að leysast upp í þjóðríki, hrópað var á frelsi í Rússlandi og síðan mögnuðust sjálfstæðiskröfur Finna, Eystrarsaltsríkjanna, ís- lands. En vofan sem skelfdi páfann og Metternich árið 1848 er nú gengin upp að hnjám og þráir hvíld. Frelsi -sjálfsvirðing Þegar Havel stóð á sviðinu, dálít- ið vandræðalegur meðan áhorfend- ur fognuðu honum og þökkuðu verk hans, gat ég ekki varist þeirri hugsun að þarna stæði maður er tæki hlutverk skáldsins svo alvar- lega að alls engar hömlur mætti leggja á starf þess. Þess vegna væri hann ófrjálsari sem stjórnmála- leiðtogi en sem skáld í dýflissu. í leikritinu um endurbygginguna er óttinn alls staðar nálægur. Hann er andstæða frelsins. Hið eina frelsi sem er hugsanlegt er að gera upp- reisn þrátt fyrir óttann, hverfa ekki inn í sjálfsaumkun og muldrandi hlýðni, laga sig ekki að kerflnu. Aðeins á þann hátt er unnt að varð- veita hið eina frelsi sem nokkurs er virði: sjálfsvirðinguna. Skáld gera mistök eins og aðrir og enginn veit hvaða stefnu málin taka í þeim löndum sem nú eru að hverfa af blindgötu kommúnista- flokkanna. Forseti Tékkóslóvakíu á ekki auðvelt verk fyrir höndum. Hann þekkir seiglu kerfisins, og hann veit hve mörgum er auðvelt að haga seglum eftir vindi. Margir munu rísa upp sem ekki þóttust hafa komið nærri þar sem lagt var á ráðin um hvernig nota skyldi óttann til að stjórna ríkjum. Fólki í Tékkóslóvakíu jafpt sem á íslandi er það létt verk og löður- mannlegt að breiða yfir nafn og númer og segja að eiginlega hafi það aldrei meint það sem það sagði eða gerði áður fyrr. Engin stjórn- málastefna er vinsælli en henti- stefnan. Ég vona að Havel takist að koma á manneskjulegu samfélagi í landi sínu, að óttinn víki. Og mættum við eitthvað læra af heimsókn þessa skálds um okkar eigið þjóð- félag og þau öfl sem þar eru að verki. Draumar hugans eru ef til vill hinn eini sanni raunveruleiki þeg- ar allt kemur til alls. Haraldur Ólafsson „Fólki... erþaðlétt verkoglöður- mannlegt að breiða yfir nafn og númer og segja að eiginlega hafi það aldrei meint það sem það sagði eða gerði áður fyrr.“ Á f araldsfæti með íslenskum leiðsögumönnum Á allra síðustu árum hefur fjölg- un erlendra ferðamanna hér á landi verið ótrúlega mikil. Á árun- um 1981-1985 fjölgaði þeim um 65%. Talið er að á síðasta ári hafi komið 131 þúsund erlendir ferða- menn til landsins og munu gjald- eyristekjur þjóðarinnar vegna þeirra hafa numið milli 9 og 10 milljörðum króna. Þáttur leiðsögumanna Stór hluti erlendra ferðamanna kemur í skipulögðum hópferðum hingað til lands, ýmist á vegum innlendra ferðaskrifstofa eða er- lendra. íslenskir leiðsögumenn taka gjaman við erlendu hópunum við komuna til landsins og fylgja þeim síðan um landið. Leiðsögumaður, sem getur glætt áhuga ferðamannsins á landi og þjóð, er í raun ómetanlegur með tÚliti til landkynningar. Kannanir sýna að mjög stór hluti ferðamanna setur leiðsögn efst á blað þegar spurt er um ferðir sem viðkomandi hefur farið eða hyggst taka þátt í. Menntun leiðsögumanna íslenskir leiðsögumenn hafa, auk þeirrar þekkingar sem felst í því að búa í landinu, sótt vetrarlangt námskeið og þreytt .próf við Leið- sögumannaskóla Ferðamálaráðs. Á námskeiðinu er fjallað um allt það helsta sem flesta ferðamenn fýsir að vita. - Sem dæmi má nefna jarðfræði, gróður, dýralíf, veður- far, náttúruvemd, sögu, atvinnu- vegi, þjóðfélagsmál, bókmenntir, hstir og minjasöfn. Gerðar eru miklar kröfur um hæfni leiðsögumanna til að kynna aUa þessa þættL Þeir sem fylgja erlendum ferðamannahópum verða að auki að eiga orð á erlend- um tungumálum fyrir þau fjöl- mörgu hugtök sem þessum atrið- um tengjast. KjaUarinn Danfríður Skarphéðinsdóttir þingkona Kvennalistans Islenskir leiðsögumenn á íslandi Hin síðari ár hefur gætt vaxandi áhuga erlendra ferðaskrifstofa á að skipuleggja sjálfar hópferðir til ís- lands og senda erlenda fararstjóra eða leiðsögumenn með hópum sín- um. Sniðganga þeir þar með ís- lenska leiðsögumenn. ísland býr yfir óvenjulegri nátt- úrufegurð en jafnframt miklum hættum. Aðstæður í landinu sjálfu og veðurfar eru flestum útlending- um framandi. Það erum við óþægi- lega minnt á hvað eftir annað. Það er því mikil ábyrgð að leiða hóp fólks um svæði þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Náttúran sjálf er ekki síður í hættu nema henni sé sýnd fyllsta nærgætni. Það gefur augaleið að staðkunn- ugur, menntaður leiðsögumaður, sem þekkir vel allar aðstæður, svo og lög og reglur, sem gilda um umgengni við landið, er hklegri til að geta axlað þá ábyrgð að fylgja fólki og fræða en erlendur fylgdar- maður sem dvelur hér aðeins um stundarsakir. Vaxandi fjöldi erlendra leiðsögumanna Árið 1988 unnu erlendir leiðsögu- menn samanlagt 360 dagsverk hér á landi en árið 1989 fjölgaði dags- verkum þeirra upp í 1100. Þessi mikla aukning sýnir glögglega hvert stefnir. Erlendir leiðsögumenn geta aflað sér þekkingar úr bókum og bækl- ingum sem hætt er við að gefi ekki alltaf rétta mynd af landi og þjóð. Vafasamt er að erlendir leiðsögu- menn geti öðlast sömu tilfinningu fyrir umgengni viö landið, sögu og menningu þjóðarinnar og þeir sem hér hafa alist upp og jafnframt hlot- ið sérstaka menntun og þjálfun til leiðsögustarfsins. Að auki má nefna að tungumálaerfiðleikar geta hamlaö samskiptum ef forsvars- maður hópsins getur ekki tjáð sig á því máli sem talað er í landinu. Mjög mikilvægt er að ekki verði misskilningur í samskiptum leið- sögumanns við löggæslu, hjúkr- unarfólk, bílstjóra, landverði og aðra þá sem nauðsynlegt getur reynst aö hafa samband við. Því má heldur ekki gleyma að ferðaþjónustan skapar mörg ný störf í landinu. Leiðsögumenn eru ein margra stétta sem ættu að njóta góðs af fjölgun ferðamanna. Með vaxandi fjölda erlendra leiðsögu- manna missa þeir nú atvinnu og íslendingar horfa upp á ferðamenn fara um landið með allar sínar dag- legu nauösynjar að heiman, auk eldsneytis á farartækin. Hinir erlendu leiðsögumenn, sem hér starfa, þiggja laun í heimalandi sínu og greiða því hvorki skatta né önnur gjöld hér á landi. Þannig hefur vinna þeirra hér bæði áhrif á fjárhag einstakhnga og afkomu ríkissjóðs. Leiðsögumenn í öðrum löndum í löndum, sem eiga að baki langa þróun í þjónustu við ferðamenn, er erlendum ferðahópum gert skylt að hafa innlendan leiðsögumann með í för í borgum og á markverð- um stöðum en látið óátalið að far- arstjórar fylgi hópunum milh staða. ísland hefur nokkra sérstöðu hvað þetta varðar þar sem htið er á landið aht sem áhugavert ferða- mannasvæði. Á hverri dagleið er komið á marga markverða staði, náttúruundur eða sögustaðir heim- sóttir sem hver og einn gerir kröfur um sérþekkingu leiðsögumanns- ins. Því hafa íslenskir leiðsögu- menn kostað kapps um að afla sér víðtækrar þekkingar á öhu landinu og fylgja ferðahópum frá upphafi til enda ferðar. Einstaka erlendar ferðaskrifstof- ur senda fararstjóra með hópum sínum hingað til lands en ráða jafn- framt íslenskan leiðsögumann í ferðina um landið. Slíkt er mjög jákvætt og aukin þjónusta við ferðamennina. Lykilhlutverk leiðsögumanna Nú í haust lagði undirrituð ásamt fimm öðrum þingmönnum, fulltrú- um jafnmargra stjómmálaflokka, fram tihögu á Alþingi þess efnis að öllum þeim sem skipuleggja hóp- ferðir erlendra ferðamanna um Is- land verði gert skylt að hafa ís- lenskan leiðsögumann með í för. Æ fleiri gera sér nú grein fyrir því lykilhlutverki sem leiðsögu- menn gegna og hlaut thlagan mjög góðar undirtektir í umræðum á Alþingi. Verði hún samþykkt er stigið mikilvægt skref í þá átt að tryggja að erlendir gestir okkar njóti góðrar og ömggrar leiðsagnar um landið. Það skref er þó aðeins eitt af mörgum sem taka þarf við mótun heildarstefnu í ferðamálum. Við þá stefnumótun er nauðsynlegt að huga að umhverfmu og náttúr- unni, jafnframt því sem tryggja verður að íslendingar haldi at- vinnugreininni í sínum höndum. Alþjóðadagur leiðsögumanna í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, er alþjóðadagur leiðsögumanna. Af því tilefni munu leiðsögumenn um ahan heim kynna starf sitt með ýmsu móti, m.a. með því að bjóða almenningi í skoðunarferðir ókeypis. Víst má telja að fle,stir sem þiggja boð þeirra munu fá nýja sýn á sitt nánasta umhverfi og tengjast því með aht öðrum hætti en áður. Nú er brýnt aö augu stjórnvalda opnist fyrir mikilvægi starfa ís- lenskra leiðsögumanna og aö rétt- ur þeirra sé virtur. Danfríður Skarphéðinsdóttir „Hinir erlendu leiðsögumenn, sem hér starfa, þiggja laun 1 heimalandi sínu og greiða því hvorki skatta né önnur gjöld hér á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.