Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. Fréttir Er Verðlagsráð sjávarútvegsins tímaskekkja? Mikilvægi Verðlagsráðs minnkar ár frá ári - segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, formaður ráðsins Fulltrúar sjómanna í Verölagsráði sjávarútvegsins hafa hvað eftir ann- að lýst því yfir að Verðlagsráðið sé tímaskekkja og leggja beri það niður og gefa fiskverð frjálst. Það er einnig ljóst að þaö lágmarksfiskverö, sem ráðið ákveður hverju sinni, nær til æ færri útgeröa og sjómanna. Sala ferskfisks á erlenda markaði sem og sala á íslensku fiskmörkuðunum vex ár frá ári. Þar ofan á bætist að víða um land er farið að yfirborga fisk til þeirra sem eingöngu landa hér heima utan fiskmarkaða. Nú hefur það líka gerst að fulltrúar sjómanna neita að taka þátt í ákvörðun yfimefndar Verðlagsráðs um fiskverðsákvörð- un. Hjá því getur ekki farið að þetta veiki Verðlagsráðið verulega. „Það er alveg Ijóst að menn skipt- ast orðið í tvo hópa varðandi það hvort Verðlagsráð sjávarútvegsins er tímaskekkja eða ekki. Hitt er ann- að mál og því getur enginn á móti mælt að forsendur fyrir ráðinu hafa breyst á síðustu 4 til 5 árum. Þá var nær eingöngu farið eftir því lág- marksverði sem ráðið ákvaö. Síöan hafa komið til frystiskip, siglingar með ísfisk hafa aukist, gámaútflutn- ingur hefur stóraukist og loks hafa komið til íslenskir fiskmarkaðir. Á innlendum fiskmörkuðum voru seld- ar 60 þúsund lestir á síðasta ári eða 10 prósent af botnfiskaflanum. Því er þetta oröiö svo margskipt hvað verðlagningu viðkemur að Verð- lagsráð sjávarútvegsins hefur hvergi nærri þá þýðingu nú sem það hafði fyrir fáeinum árum,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, formaður Verö- lagsráðs sjávarútvegsins, í samtali við DV. Hann sagði að framtiðin ein gæti skorið úr um það hvort menn vildu hafa ráðið starfandi áfram samhliða frjálsu eða hálfi'rjálsu verði hingað og þangað um landið. Nú væri það svo að aðilar úti á landi, sem eiga erfitt með að ráðstafa afla til annars en eigin vinnslu, vildu hafa Verð- lagsráöið áfram. Hinir vildu ekkert hafa með það að gera. „En afstaða manna á þessum htlu stöðum úti á landi er líka að breyt- ast. Þeir eru að byija aö senda karfa og annan hliðarafla á erlenda mark- aði í gámum þannig að innan mjög skamms tíma getur þetta allt verið breytt,“sagðiSveinnHjörtur. -S.dór Mál Steingríms Njálssonar: Sakadómur gerði athugasemdir við ákæruna Það var Sakadómur Reykjavíkur sem gerði tvívegis athugasemdir við ákæruna á hendur Steingrími Njáls- syni en ekki Hæstiréttur eins og mis- hermt var í DV í gær. Málið er nokkuð flókið. Fyrst dæmdi Pétur Guðgeirsson, sakadóm- ari við Sakadóm, Steingrím í þriggja ára fangelsi. í Hæstarétti var Pétur dæmdur vanhæfur til að fara með máhð. Málinu var þar með vísað aft- ur til Sakadóms. Það var vegna þess að Pétur hafði unnið lítillega við máhð þegar hann starfaði hjá emb- ætti ríkissaksóknara. Eftir aö sú niðurstaða lájyrir fékk Hjörtur Aðalsteinsson sákadómari málið. Hann dæmdi Steingrím í tveggja og hálfs árs fangelsi. Báðir sakadómaramir hreyfðu athuga- semdum vegna ákærunnar í sínum dómum. Tilvitnanir sem notaðar voru í DV í gær voru úr endurriti úr dómi Hjartar Aðalsteinssonar sakadómara. Þessir tveir sakadómarar hafa sagt að verknaöarlýsing í ákærii hafi ver- ið ófullkomin og að sannast hafi, svo ekki verði dregið í efa, að Steingrím- ur hafi gerst sekur um mun alvar- legri glæpi en hann var dæmdur fyr- ir. . Hæstiréttur tekur hins vegar ekki undir gagnrýnina og segir hugleið- ingar héraðsdómara um önnur refsi- ákvæði óþarfar. Hæstiréttur segir ósannað að Steingrímur hafi beitt þvíhku ofbeldi og héraðsdómarinn lýsti. -sme Nokkrar umræður urðu um vanda Húsnæðisstofnunar ríkisins, vaxtabreytingar og niðurskurð framiaga til stofnunar- innar á Alþingi í gær en fyrir liggur að skera framlög til stofnunarinnar niður. Á myndinni sjást Þorsteinn Pálsson og Geir Haarde frá Sjálfstæðisflokki og Rannveig Guðmundsdóttir, Aiþýðuflokki, þinga um Húsnæðisstofnun en þau tóku þátt í umræðunni ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og Friðriki Sophussyni, sjálfstæðis- flokki. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Ólafur frelsaði heiminn Bölvuð ekkisens fifl eru þessir menn þama úti i löndum. Þeir halda að Gorbatsjof, Kohl eða Bush séu mennirnir sem hafi ráðið úr- shtum um heimsmálin og friðar- horfumar. Gorbatsjof er þakkaö að löndin austan jámfjalds em að öðl- ast frelsi. Kohl er að reyna að eigna sér sameiningu Þýskalands og Bush Bandaríkjaforseti þykist hafa haft einhverja forystu um afvopn- unarmál. Heyr á endemi. Þaö er rétt eins og þessir menn hafi ekki fylgst meö atburðum og þróun heimsmálanna nema rétt síöustu dægrin. Það er eins og þessir menn hafi ekki lesið heimspressuna eða fylgst með umræðum annarra. Havel, sem var í heimsókn hér á landi á dögunum, hafði auðvitaö uppi skoöanir á atburðarásinni og nýjum viðhorfum í utanríkis- og öryggismálum en það fór fyrir hon- um eins og svo mörgum öðram að honum yfirsást hver er upphafs- maðurinn og aðalmaðurinn í ver- aldarsögunni um þessar mundir. í Þjóövfijanum í gærdag er fjallað um þróunina að undanfömu og haft er viðtal við formann Alþýöu- bandalagsins og fjármálaráðher- rann Ólaf Ragnar Grímsson. Þar segjr: „Fjármálaráðherra sagðist lengi hafa verið þeirrar skoöunar að hlutverk nýhafins áratugar yrði að smíða nýtt öryggiskerfi í heim- inum sem byggði á gagnkvæmum rétti ríkja til að ráða sínum málum og alþjóðastofnunum yrði falið að fara með það eftirlit sem nauösyn- legt væri að framkvæma til að af- vopnunarsamningar héldust“. Orðrétt segir Ólafur: „Innan þeirra þingmannasamtaka, sem ég hef starfað í á undaníornum árum, hafa menn síðan 1986 unnið að hugmyndum í þessa veru.“ Blaðið bætir því svo við að þingmanna- samtökin hans Ólafs hefðu sett fram ákveðnar áherslur í þessum efnum þegar Ólafur tók við Indiru Gandhi-verðlaimunum haustið 1987. Þess vegna væru ummæh Havels kærkomin staðfesting á að þessi viðhorf (les: viðhorf ÓRG) ættu sér marga talsmenn og at- burðarásin hefði gert þau að raun- verulegu viðfangsefni. Það var ekki seinna vænna að Ólafur Ragnar og Þjóðviljinn skýrðu frá hlutverki Ólafs í sög- unni. Havel er í rauninni að endur- taka það sem Ólafur Ragnar hefur fyrir löngu sagt og Gorbatsjof er ekki að gera annað en að feta þá slóð sem Ólafur markaöi þegar hann fékk Indiru Gandhi-verð- launin. Ólafur Ragnar hefur alltaf verið langt á undan samtíð sinni eins og sést af pólitískum ferh hans hér heima. Hann hefur alltaf verið skrefinu á undan þeim flokkum sem hann hefur verið í og þess vegna hefur hann þurft aö yfirgefa þá. Flokkamir hafa ekki skihö hann. Heimurinn ekki heldur. Þess vegna em laun heimsins ekkert nema vanþakklæti þegar friðar- andinn svífur yfir vötnunum. Þeir njóta ekki alltaf eldanna sem fyrst- ir kveikja þá. Alhr fjölmiðlar og stjórnmála- menn hamast við að halda því fram að frelsisaldan í Austur-Evrópu og hin breyttu viðhorf komi á óvart. Þau koma hins vegar ekki Ólafi Ragnari á óvart. Hann hafði séð þetta aht fyrir í þingmannasamtök- unum sínum og hafði lagt fram áætlanir sínar í ræðu fyrir fjórum árum þegar hann tók við friðar- verðlaununum. Það er hálfhallær- islegt, svo að ekki sé meira sagt, að hlusta á Gorba og Kohl og aðra fávísa menn í útlöndum guma af afrekum sínum og thlögum þegar Ólafur Ragnar veit að Ólafur Ragn- ar var búinn að setja fram hug- myndir sínar um þróunina löngu áður en þessum mönnum datt í hug að allt þetta gæti gerst. Fyrir þær fékk hann friðarverðlaun. Þar sem enginn hefur tekið eftir þessu og enginn þakkað Ólafi Ragnari þá var orðið tímabært að hann sjálfur kæmi þakklætinu á framfæri við sjálfan sig. Slíkur spá- maður getur ekki setið þegjandi hjá þegar aðrir sýnast ætla að taka frumkvæðið. Þótt Havel vissi ekki um Ólaf vissi Ólafur allan tímann um Ólaf og úr því Havel minnist ekki á Ólaf þá er ekkert annað að gera en að Ólafur sjálfur minnist á Ólaf. Mikilmenni verða að koma sjálfum sér á framfæri ef aðrir gera þaö ekki. Ef Havel vissi ekki um Ólaf þá gat Ólafur að minnsta kosti þakkað fyrir að Havel staðfesti það sem Ólafur hefur áður sagt. Svo eru menn að taka feh á mikilmennum! i Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.