Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 28
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1990. Veörið á morgun: Talsverður strekkingur Á morgun veröur austlæg átt á landinu, víöast hvar talsverður strekkingur. Slydda eða snjó- koma verður um allt sunnan- og austanvert landið en dálítil él í öðrum landshlutum. Frostlaust við suður- og austurströndina en annars staðar vægt frost. Fjórir handteknir: Fundust með bilinn fastan í skafli Fjórir ungir menn, grunaðir um þjófnað, voru handteknir skammt frá Litlu kaíFistofunni í Svínahrauni 1 nótt en þar höfðu þeir fest bíl í snjó- skafli. Mennirnir voru grunaðir um að hafa fariö um borð í bát í Þorláks- höfn og gert þar tilraun til þjófnaðar. Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um grunsamlega menn við bát í Þor- lákshöfn í nótt. Kom síðan í ljós að sjónvarpstæki hafði verið flutt út á þilfar bátsins og skilið þar eftir. Lýs- ing var gefm á bílnum og fann lög- reglan á Selfossi fjórmenningana við Litlu kaffistofuna þar sem þeir voru á leiðinni í bæinn. Höfðu þeir þá fest bílinn, sem þeir voru á, í skafli. Fjór- menningarnir voru síðan settir í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt og voru þeir yfir- heyrðirímorgun. -ÓTT Til Sýnar frá Stöö 2: ráðinn sjón- varpsstjóri Goði Sveinsson, dagskrárstjóri á Stöð 2, hefur verið ráðinn sjónvarps- stjóri hjá Sýn frá og meö næstu mán- aðamótum. Goði sagði upp störfum hjá Stöð 2 í gær. Auk Goða hættu tveir aðrir starfs- menn skyndilega störfum á Stöð 2 í gær til að hefja störf hjá Sýn. Það eru þeir Jón Gunnarsson auglýsinga- stjóri, sem verður markaðsstjóri Sýnar, og Páll Baldvin Baldvinsson, aðstoðarmaður Goða á Stöð 2, sem verður innkaupastjóri Sýnar. Var ekki aftur snúið með ákvörðun þremenninganna þrátt fyrir funda- höld með Þorvarði Elíassyni, sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, í gærdag. _ -hlh Framsókn í Reykjavík: Línur að skýrast Allt bendir til þess aö Sigrún Magn- ásdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- tlokksins í Reykjavík, verði áfram í efsta sæti framboðslista flokksins við komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðslistinn verður endanlega ákveðinn í næstu viku. Þaö þykir öruggt að Alfreð Þor- steinsson varaborgarfulltrúi verði áfram í öðru sæti listans. Hallur Magnússon blaðamaður er orðaður við þriðja sæti og Áslaug Brynjólfs- dóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, er '•'talin líkleg til að vera í fjórða sæti listans. -sme LOKI Það er eins gott að menn sofni þá ekki undir fyndni klerkanna! Ekkert alræðisvald til ■ ■ m m MSijðns nagnarssonar „Lái mér hver sem vill aö ég skuli ekki vilja afhenda Kristjáni Ragn- arssyni, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegs- manna, alræðisvald í útílutningi á ferskum fiski. Ég hef lagt til að í stjóm aflamiölunarinnar veröi einn fulltrúi frá hverjum hinna fjögurra hagsmunaaðila. Síöan verði skipaður oddamaöur sem all- ir aðilar geta sætt sig við,“ sagði Jón Baldvin utanríkisráðherra i samtali við DV í morgun. Miklar deilur hafa nú blossað upp um joað hveijir eígi að stjórna þeirri aflamiðlun sem til stendur að stofna. Jón Baldvin sagði einnig að Kristján Ragnarsson krefðist breytinga á Stjórnarráði íslands en honum hefði ekki verið framselt þaö vald i hendur. „Það eru lög í landinu sem kveða á um aö forræöi yfir útflutmngi, þar á meðal ferskum fiski, er í höndum utanríkisviðskiptaráöu- neytisins. Það er síðan samkomu- lag milli stjórnaflokkanna um að ekki komi til breytinga á því, nema þá innan ramma heildar lagabreyt- inga, en frumvarp um það liggur fyrir Aiþingi,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að fyrir ári hefði hann rætt viö hagsmunaaðila og þá hefði ekki verið neinn ágreiningur um að aflamiðlun væri lausn sem kæmi til greina. Hann sagði að framkvæmdin hefði hins vegar strandað á ágreiningi milli hags- munaaðila sem væri heldur betur undirstrikað þessa dagana. Ágrein- ingurinn snýst um tvennt. LÍÚ hef- ur fram aö þessu neitað að sigling- ar skipa færu til aflamíðlunarinn- ar. Ætlunin hefði alltaf verið að miðlunin tæki við stjorn alls_ fersk- fisksútflutnings. Þá hefði LÍÚ gert kröfu til að hafa 2 menn í stjórn. Á það hafa aðrir fulltrúar, svo sem fiskvinnslufólk, ekki viljaö fallast. „Það er því rangt að stofnun afla- miðluna hafi sfi-andað á mér. Hún hefur strandað á þessum ágrein- ingi, sem enn er ekki leystur,“ sagði Jón Baldvin. Nú verður reynt að leysa þennan ágreining á næstunni því fiskverð verður ekki ákveöið fyrr en deilan um stofnun aflamiðlunar hefur veriöleyst. -S.dór Vísitölur: Launin dragast enn aftur úr Samkvæmt nýbirtum vísitölum hækkaði byggingarkostnaður um 2 prósent milli janúar og febrúar, framfærslukostnaður um 1,6 pró- sent, lánskjaravísitalan um 1,35 pró- sent en laun ekki um nema 5 pró- sent. Launin halda því áfram að dragast aftur úr. Lánskjaravísitalan hækkar um 1,35 prósent um næstu mánaðamót. Þessi hækkun jafngildir um 17,5 pró- sent hækkun á ársgrundvelli. Þessi hækkun er minni en ef gam- all grunnur lánskjaravísitölunnar væri enn við lýði. Hún er þó ekki svo miklu minni að það nægi til að gamli grunnurinn vinni upp það forskot sem nýi grunnurinn náði um ára- mótin. Það sést meðal annars á því að hækkun undanfarinna mánaða jafngildir um 19,2 prósent verðbólgu samkvæmt nýja grunninum en 14,9 prósent samkvæmt þeim gamla. Sá sem tók eina milljón að láni fyrir þremur mánuðum mun því skulda um 10 þúsund krónum meira eftir næstu mánaðamót en hann hefði gertannars. -gse Kvótafrumvarpið: Andstaða við fjölmörg atriði Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra fylgist með umræðum um kvóta- frumvarpið á Alþingi í gær. DV-mynd GVA Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um stjórn fiskveiða eða kvótafrumvarpið eins og það er oftast nefnt. Eins og áður hefur verið skýrt frá í DV eru þær breytingar helstar í frumvarpinu frá því sem verið hefur að gert er ráð fyrir að sóknarmark fiskiskipa verði aflagt, öll skip fari á aflamark. Þá er gert ráð fyrir að kvótaárið hefjist 1. september en fylgi ekki almanaksárinu eins og ver- ið hefur. Þetta er gert til að jafna atvinnu í landi. Þeirri hugmynd, sem á mjög vax- andi fylgi að fagna í landinu að kvóti fylgi að einhverju eða öllu leyti byggðarlögum, hafnaði Halldór As- grímsson í ræðu sem hann flutti þeg- ar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði í gær. Hann hafnaði líka kröfu sjó- mannasambandanna um að ekki verði leyft að selja aflakvóta. Af viðbrögðum alþingismanna við frumvarpinu, sem komu fram í ræð- um á Alþingi, er ljóst að mikil and- staða er við frumvarpsdrögin eins og þau eru nú. Stefnt er að því að afgreiða lögin áöur en þinginu lýkur í maí. -S.dór NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.