Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 16
28 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚÁR 1990. Spumingin Hefurðu hringt í útvarps- stöðvarnar? Lesendur DV Á verðbréfamarkaðinum: Gtuðríður Aðalsteinsdóttir nemi: Nei, ildrei. Þórsson nemi: Nei. Helga Ægisdóttir nemi: Nei, enda bý ég ekki á íslandi. Laufey Arna Johansen flugfreyja: Tvisvar já. Mig langaði að heyra ofsalega faUegt lag sem er leikið allt- of sjaldan. Ama Böðvarsdóttir sölumaður: Nei, mér hefur dottið það í hug en aldrei orðið af því. Flest bréf áhættubréf «7 2MO m* Kr.iaOOO • < i j KíMmmm Verðbréf eru mismunandi verðmæt. Ríkistryggð verðbréf myndu ekki telj- ast „junk bonds“. Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar: Mig langar til að koma aö nokkrum línum varðandi verðbréfm sem hafa verið til umræðu nýlega og þá eink- anlega þau sem kölluð eru ,junk bonds“ í ensku máh og er notað yfir þau bréf (verðbréf og einnig hluta- bréf), sem menn telja lítils virði, er þá ýmist farið eftir almannarómi eða orðspori í kauphöllum og hjá verð- bréfasölum en miðað er við trygg- ingu að baki þessara bréfa. - Nú eru sumir hér á landi (og þá einkum verðbréfafyrirtækin) að fárast yfir því að farið sé að kalla íslensk verð- bréf þessu viðurnefni, junk bonds“ (sem kannski mætti þýða „ruslbréf‘) - og bæta við að sum bréf séu að visu „áhættubréf' en það sé einmitt ís- lenska þýöingin á ,junk bonds“. - Þarna fara verðbréfamenn vihur vegar. Það einfóld staðreynd að um allan heim má finna ,junk bonds“, þ.e. ónýt verðbréf eða lítils sem einskis virði. ísland er þar ekki undanskihð. En að segja að það sé sama og „áhættubréf ‘ er langt frá sannleik- anum. - Staðreyndin er sú að öll verðbréf eru áhættubréf. Maður tek- ur alltaf áhættu með því að kaupa verðbréf hvaða nafni sem nefnist. Öh íslensk verðbréf eru því áhættu- Óviðkunnanleg orðsending TOLLSTJÓRINN REYKJAVfK BUREAU OF CUSTOMS NEDANíiREIUD ol FRtiI DAC.JÖLU ERU GJALOFALL 1(4. INNAN 10 UAGA FRÁ UAGS. ÞESSA BRÉFS VEROUR HAFIST HANUA VIö AÐ TAKA BIFRclDINA ÚR VÖRSLUH YöAR UG FÆRA HAfiA m UPPUGÐSSTAU. FINNIST SIFREIöIN cKKIt HÚN ER AFSKRÁö EOA CNÝT VERöUR UHSVIFALAUST KRAFIST LÖGTAKS í ÖDRUM EIGNUM YöAR TIL TRYGGINGAR SKULDINNI. FRAMANGREINUAR AUGERDIR HUNU ÓHJÁKVrtMILEGA LEIöA TIL AUKINS KQSTNAilAR FYRI YDUR JG ER ÞVÍ HcR HEö SKÚRAö Á YUUR Au GREIDA A3 FULLU INNAN FRAHANGRÉIND FRESTS• NUMER TG hR Tó SAHTALS BIFREIÐAUEILU OR.VcXTIR GREIDSLA SAHTALS „Fremur grófur texti, og án undirskriftar", segir m.a. um bréfið frá Tollstjóra- embættinu. Svanhvít skrifar: Frá Tollstjóraembættinu í Reykja- vík berast nú bréf th þeirra bifreiða- eigenda sem eiga gjaldfalhn bifreiða- gjöld. Þetta eru bréf sem sennilega eru stöðluð, þannig að aðeins er bætt inn nafni, heimhisfangi, kennitölu og bhnúmeri, ásamt upphæð greiðslu þeirrar sem inna þarf af hendi. Það sem mér finnst óviðkunnan- legt við þessa orðsendingu - auk þess að vera óundirrituð - er að textinn sjálfur er fremur grófur og lítt til þess fahinn að hvetja gjaldanda til skjótra eða jákvæðra viðbragða. Það er eins og þetta sé samið af vélmenni og eigi erindi við annað vélmenni. Ég læt fylgja hér með sýnishom (ljósrit) af þessu umrædda bréfi. Þar er talað um að „hafist verði handa um að taka bifreiðina úr vörslu eig- andans og færa hana á uppboðs- stað“. - Og síðan - að finnist bifreið- in ekki, sé hún afskráð eða ónýt verði umsvifalaust „krafist lögtaks í öðr- um eignum“ móttakanda. Ég er ekki að segja að þetta verði ekki að framkvæma, en orðalagið er mjög th vansa opinberri stofnun, sem skattborgamir halda uppi með gjöld- Hringið í síma kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum. um sínum, og þótt einhverjir þeirra hafi ekki einhverra hluta vegna greitt thskhin afnotagjöld af einum bíl, getur sá hinn sami hafa greitt öh önnur gjöld til hins sameiginlega sjóðs svo tugþúsundum eða hundr- uðum þúsunda skiptir. Aha vega má vel styðja það rökum Þ.S. skrifar: Það er varla ofmælt, að flestir landsmenn eru undrandi á því hvernig dómsvaldið kemur fram í málum sem varða kynferðisafbrot hér á landi. Frægast af endemum er mál hins ógæfusama einstakhngs Steingríms Njálssonar sem enn og aftur er staðinn aö ógeðfelldri og ólöglegri iðju gagnvart ungum drengjum. Það er eins og þessi sérstaki maður eigi einhvem þann að í dómskerfmu, sem sér svo um aö mál af þessu tagi ýmist lognist út af eða dragist á lang- inn. Og th að bíta höfuðið af skömm- inni er áðurnefndur afbrotamaður látinn laus úr hælisvist í Svíþjóð vegna þess að læknar þar töldu það ekki þjóna thgangi læknisfræðilega að haida honum lengur á hæhnu. Auðvitað hefði engu að síður átt að halda manninum innan dyra á lokaðri dehd, þar sem slíkir menn eru geymdir. í stað þess er hann lát- inn laus og undir hann keypt pláss á eins konar hóteh hér í Reykjavík, þar sem hann fær að fara allra sinna að svona bréf sé ekki sæmandi að senda á vegum einnar umsvifamestu stofnunar íslenska ríkisins. Orðalag- ið ætti umsvifalaust að endurskoða, og undirskrift að fylgja með eins og tahð er sjálfsagt að ljúka bréfi hjá öllum alvöru fyrirtækjum. ferða. - Aðspurður um þetta háttalag svarar svo dómsmálaráðherra bara út í hött, vih ekki tjá sig og segir þessa ákvörðun hafa verið tekna áð- ur en hann (dómsmálaráðherra) var skipaður í embættið. Hvhík stór- mennska í embættisfærslu! Það má telja alveg forkastanlegt að ekki skuh ennþá, árið 1990 vera th hér á landi sæmilega haldbær viöur- lög við kynferðisafbrotum. Það er enn veriö að fjalla um þau á Alþingi, eftir að afgreiðsla náðist ekki á þingi í fyrra, vegna samstöðuleysis þing- manna!! Og það sem meira er; það er ekki vitaö th þess að neitt sé í bí- gerð hjá stjórnvöldum varðandi vist- un kynferðisafbrotamanna! Öll þessi mál eru í þvílíku skötulíki hjá þessari annars „lagaóðu“ þjóð, að fólk í landinu er sem steini lostið þegar það vaknar upp við þá staö- reynd að meðal okkar gangi dæmdir afbrotamenn sem ekki hafa neinn samastað th vistunar. - Þessi mál verður að taka föstum tökum áður en verra hlýst af. Hvað amar að dómsvaldinu? bréf en þau þurfa ekki endhega að vera það sem enskir kaha ,junk bonds“ þótt talsverður hluti þeirra sé þaö, hér eins og annars staðar - og eru dæmin um það ólygnust. Ég veit um engan stað í heiminum þar sem ekki er talið tryggast að geyma fjármuni sína á innlánsreikn- ingum í bankastofnunum. Fasteignir koma þar næst á eftir og svo verð- bréf. Traustir bankar að ekki sé talað um ríkistryggða banka eru mest metnir. Ríkistryggð skuldabréf koma þar næst á listanum. En almenn verðbréf eru ákaflega áhættusöm og geta orðið að engu á svipstundu. Það er einmitt þess vegna sem þau eru th meðferðar í kauphöllum og á verð- bréfamörkuöum eins og hver annar varningur sem getur fahið og hækk- að í verði eftir því sem kaupin gerast. Þetta er yfirleitt ekki raunin í bönkum, þar breytast ekki vextir sem neinu nemur, jafnvel árum sam- an. Verðbréf geta hins vegar falhð í verði og orðið að engu, t.d. þegar tryggingin á bak við þau hverfur skyndilega. Þess vegna eru öh verð- bréf hérlendis sem erlendis áhættu- bréf og þar á meðal eru mörg sem flokkast undir ónýt bréf eða léleg eins og orðið ,junk bonds“ gefur th kynna. Helgi hi-ingdi: Ég bý í Hlíðahverfi hér í Reykjavík og í öllu þessu hverfi er hvergi að fmna stóra rusla- gáma svo ég viti, þar sem hægt er að losa sig við rusl og gamalt dót sem er þó of umfangsmikiö til að ætlast til að hægt sé að setja í venjulegar sorptunnur við hús- in. Ég hef heyrt um að í mörgum hverfum sé búið að koma fyrir stærri sorpgámum þar sem fólk geti losað sig við rusl og annað sem það vih fiarlægja úr húsum sínum og sorphreinsunarmenn taka ekki um leið og þeir losa tunnur fólks. - Ef hins vegar er um svona stað að ræða, sem íbúar Hlíðahverfis geta losnað við svona dót, þætti mér vænt um að fá upplýsingar um hvar sá staður er. Lesendasíða DV kannaði þetta mál og komst að því að íbúar Hlíðahverfis og þar suður undan eiga aðgang að svona ruslagám- um, en þeir eru staðsettir viö Sléttuveg, rétt niður af Borgar- spítalanum. - Segja má sem svo að þeir séu ekki alveg í næsta nágrenni Hlíðanna, en svo er einnig um önnur hverfi þar sem íbúar verða að sætta sig við að aka meö svona rusl nokkurn spöl til að koma svona hlutum á sinn stað. En í Hlíðunum sjálfum eru þessir ruslagámar ekki th staðar. Grensás - árshátíð: Leiðrétt simanúmer Steinunn Hlynsdóttir hringdi: í lesendabréfi í DV um árshátíð sem komið hefur th umræðu meðal sjúklinga Grensásdeildar Borgarspítaians aö lialda misrit- aöist símanúmer það sem hringja átti í th að láta skrá sig th þátt- töku. - Hiö rétta símanúmer er 673121. Þetta leiðréttist hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.