Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRtJAR 1990. j!- MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. 27 Iþróttir Iþróttir stúfar fTy*1 1 fyrrinótt fóru fram I íjvl nokkrir leikir í NBA- I/7 I deildinni bandarísku í '......* körfuknattleik og fara úrslit í leikjunum hér á eftir: Chicago-Houston........107-102 Cleveland-Ðallas........87-96 Detroit-Miami...........94-85 LA Clipp.-Sacramento....97-99 Denver-Golden State.....114-109 Utah Jazz-76ers........115-102 • Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og liðið stefnir hraðbyri að efsta sætinu í sínum riðli. At- hygli vekur aö Houston Rockets tapar enn einum leiknum og liðið vinnur nú ekki leik. Þar kom að því að Charlton vann leik Botnlið 1 deildar í ensku knatt- spyrnunni, Charlton Athletic, vann fvrsta sigur sinn í: langan tíraa í ensku 1. deildinni i fyrra- kvöld. Þá lék liöið gegn Luton Town og sigraði, 2-0. Andy Jones kom Charlton yfir eftir 13 mínút- ur og Colin Walsh skoraði síðara markið 12 mínútum fyrir leiks- lok. Þess má geta að Mick Kennedy, miðvallarleikmaður Luton, var rekinn af leikvelli og er það iannað skipti á yfirstand- andi keppnistimabíli sem slíkt hendir hann. Þessi sigur Charl- ton hefur örugglega verið leik- mönnum og öörum aðdáendum liðsins kærkominn sökum þess að liöið hefur ekki unnið sigur í síðustu 13 leikjum sinum í deild- inni og beðið lægri hluti siðustu 7 leikjunum. Leiknum írestað og dómarinn í steininn Skondið atvik átti sér stað í leik I 3. deild í portúgölsku knatt- spyrnunni á dögunum. Liðin, sem léku, voru Cirrfaes og Pare- des og dómarinn Armando Port- ulez kom mikið við sögu. Dómar- inn vatt sér að lögreglumanni, sem stóö við hliðarlínuna, og kvartaði sáran undan þrálátum skömmum frá einum stuðnings- manna heimaliðsins. Ætlaöist hann til þess að lögreglumaður- inn gerði eitthvað í málunum. Löggan gerði síðan það í málun- um að hún handtók dómarann fyrir móðgandi tilburði við lög- reglumanninn og var dómarinn fluttur á narstu lögreglustöð og í steininn. Ekkert mark hafði verið skorað er þetta atvik gerðlst og leika liðin að nýju en liklega með annan dómara. Hille óánægður með stjórn stalínistanna Horst Dieter Hille, einn kunnasti ftjálsíþróttaþjálfari Austur-Þjóð- verja og einn sá virtasti þar í landi, hefur flust frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Þýska- lands. Hille er mjög óánægður meö þróun mála irrnan íþrótta- hreydingarinnar í Austur-Þýska- landi og telur að engar breytingar hafi átt sér stað þrátt fyrir fali harölínukommúnista, Hann sagöist í gær vera óánægður með að þurfa að fara frá heimalandi sínu og bætti viö: „Gömlu stalín- istamir eru enn allsráöandi í austur-þýsku íþróttahreyfing- unni. Andrúmsloftið í félögunum er enn það sama og þaö var fyrir pólitísku umbæturnar sem gerð- ar voru." Brotthvarf Hille er talið míkið áfall fyrir ftjálsar iþróttir í Aust- ur-Þýskalandi. Þar hafa menn einbeitt sér aö því undanlariö að reyna aö halda bestu íþrótta- mönnum landsins í heimahögun- um og er ákvörðun Hílies því mikið áfall fyrir austur-þýskt Njarðvíkingar skelltu Haukum á heimavelli - í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær, 95-75 Vignir Rúnarsson, DV, Suöumesjum: Njarðvíkingar unnu dýrmæt stig þegar hðið lagði Hauka að velli, 95-76, í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í Njarðvík í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en Njarðvíkingar þó ávallt fyrri til aö skora og höföu sex stiga forskot í hálfleik, 46-40.1 upphafi síðari hálf- leiks má segja að Njarðvíkingar hafi gert út um leikinn en þá skoraði hð- ið 12 fyrstu stigin á fiórum mínútum og Haukarnir komust ekki á blað á þeim tíma. Njarðvíkingar náðu mest 23 stiga forskoti í leiknum og var öruggur sigur Uðsins þá í höfn. Njarðvíkurhðiö hefur leikið mjög vel 1 Jóhannes Kristbjörnsson átti ágætan leik í liði UMFN í gær. aö undanfömu og virðist vera aö taka við sér og er til alls líklegt í úrslitakeppninni. Haukahðið náði sér ekki á strik í leiknum og virtust leikmenn Uðsins frekar áhugalausir enda er liðið úr leik hvað varðar ís- landsmeistaratitilinn en liðið er komiö í undanúrslit bikarkeppninn- ar ásamt UMFN og KR. Bestu menn Njarðvíkinga í leikn- um voru þeir Patrick Releford og Teitur Örlygsson og Jóhannes Krist- björnsson átti einnig ágætan leik. Jonathan Bow var yfirburðamaður í hði Hauka og Henning Henningsson var góður í síðari hálfleik. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafsson og voru þeir frekar mistækir í leiknum. • Stig Njarðvíkinga: Releford 28, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Teitur Örlygson 16, Friörik Rúnarsson 11, Friðrik Ragnarsson 8, Ástþór Inga- son 7, Helgi Rafnsson 4, Rúnar Jóns- son 2, Agnar Olsen 2. • Stig Hauka: Bow 31, Henning Henningsson 17, Pétur Ingvarsson 8, Eyþór Amason 6, Ingimar Jónsson 4, Pálmar Sigurðsson 3, Jón Amar Ingvarsson 3, ívar Ásgrímsson og Tryggvi Jónsson 2 stig. íslenski landsliðshópurinn tilbúinn í slaginn fyrir HM - heildarkostnaður HSÍ vegna þátttöku í heimsmeistarakeppninni nemur um 20 milljónum króna Islenska landshðið í handknattleik, sem leikur í heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakíu, var tilkynnt á blaðamannafundi í gærkvöldi. Það var Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSI, sem las upp 16 manna leikmannahóp. Liöið verður skipaö sömu leikmönnum sem DV skýrði frá fyrir skömmu. Enginn íslensku leikmannanna á við meiðsh að stríöa en þó áttu nokkrir í smámeiðslum í leikjunum gegn Rúmeníu og Sviss á dögvmum. Alfreð Gíslason átti í nára- meiðslum og Einar Þorvarðarson fór utan vegna nýrnasteina. Báðir þessir leikmenn hafa fengiö bót meina sinna. Bogdan Kowalzcyk landsliðsþjálf- ari sagði að undirbúningur hðsins hefði gengið vel síðan ahur hópurinn kom saman til æfinga 6. febrúar sl. Það kom fram í máli Bogdans að hann hafði óskað eftir að fá meiri undirbúning fyrir liðið. Þijár vikur væri ekki nógur tími fyrir jafnstóra keppni og heimsmeistarakeppnin er: Tvær breytingar voru gerðar á hð- inu frá því í B-keppninni í Frakkl- andi. Leifur Dagfmnsson og Óskar Ármannsson koma inn í liðið í stað þeirra Hrafns Margeirssonar og Birgis Sigurðssonar. Landsliðshópurinn, sem leikur í Tékkóslóvakíu, verður skipaöur eft- irtöldum leikmönnum: Markveröir: Naumur sigur í lokin - þegar Grindvíkingar sigruðu Valsmenn 1 úrvalsdeildinni, 95-92 Ægir Már Karasan, DV, Suðumesjum: Grindavík sigraði Valsmenn, 95-92, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi. Það sem setti leiðinlegan svip á leikinn voru klaufavhlur leikmanna. Annars byijuðu Grindvíkingar vel og voru með yfirhöndina allan leikinn og höfðu yfir í hálfleik, 51-42. í síðari hálíleik héldu Grindvíking- ar upptæknum hætti en undir lok leiksins fengu varamenn liðsins að spreyta sig og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 92-75, þá náöu Valsmenn að minnka mun- inn skyndhega niður í tvö stig og voru þá aðeins nokkrar sekúndur th leiksloka. Hjálmar Hallgrímsson innsiglaði svo sigur Grindvíkinga þegar hann skoraði tvö síðustu stig leiksins. Þetta er lýsandi dæmi um að leikurinn er aldrei búinn fyrr en flautað er til leiksloka. Hún er fljót að breytast staðan í körfuboltanum því að á tveimur mínútum skoraðu Valsmenn 18 stig. Bestu menn Grindvíkinga voru þeir Steinþór Helgason, sem átti frá- bæran leik og gerði hann sex þriggja stiga körfur í leiknum, og einning var Guðmundur Bragason góður, Ron Davis getur gert góða hluti en gerir slæm mistök þess á milli. Hjá Valsmönnum var Chris Behrends bestur aö vanda. Dómarar voru þeir Sigurður Valgeirsson og Kristján Möller og dæmdu þeir erfiðan leik mjög vel. • Stig UMFG: Davis 30, Steinþór Helgason 26, Guðmundur Bragason 20, Hjálmar Hallgrímsson 11, Bergur Hinriksson 4, Rúnar Árnason 2 og Marel Guðlaugsson 2 stig. • Stig Vals: Behrends 30, Matthías Matthíason 12, Ari Gunnarsson 10, Svah Björgvinsson 9, Ragnar Jóns- son 8, Einar Ólafsson 8, Guðni Haf- steinsson 7, Sveinbjörn Sigurösson 6 og Bjöm Zoega 2 stig. Emar Þorvarðarson Guðmundur Hrafnkelsson.. Val FH Leifur Dagfinnsson KR Aðrir leikmenn: Þorghs Óttar Mathiesen FH Jakob Sigurðsson Val Bjarki Sigurðsson Valdimar Grímsson ..Víkingi Val Sigurður Gunnarsson Alfreð Gíslason ÓskarÁrmannsson ÍBV .Bidasoa FH Guðmundur Guðmundsson...Víkingi Kristj án Arason Teka Geir Sveinsson Granollers Sigurður Sveinsson Dortmund Héðinn Ghsson FH • Jón Hjaltalín Magnússon tilkynnir landsliðshópinn á blaðafundinum sem efnt var til í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Júlíus Jónasson....Paris Asnieres Sigurður Sveinsson hittir iandsliðið í Prag Sigurður Sveinsson, sem leikur með vestur-þýska félaginu Dortmund, getur ekkert veriö með í undirbún- ingi liðsins fyrir heimsmeistara- keppnina. Sigurður er bundinn sínu félagi fram yfir næstu helgi en hann mun koma th móts við hópinn við komuna th Prag. Það kom fram á blaðamannafund- inum í gærkvöldi aö kostnaður HSÍ vegna heimsmeistarakeppninnar myndi nema alls um 20 mihjónum króna. Inn í þaö dæmi er reiknaður allur kostnaður frá því á síðasta sumri. Afreksmannasjóður ÍSÍ hefur ekki heitið neinum stuðningi vegna þátttöku landsliðsins í keppninni en í gær ákvað borgarráð að feha niður kostnað af allri húsaleigu í undir- búningi landsliðsins. Sú upphæð nemur um átta hundruð þúsundum króna og lýstu forráðamenn HSÍ yfir mikhli ánægju með þennan styrk borgarinnar. Óskir um 100 áritanir borist til sendiráðsins Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sagði að áhugi almennings hér innlands að fylgja liðinu th Tékkósló- ' vakíu, væri töluverður. Jón Hjaltalín upplýsti að óskir um eitt hundrað vegabréfsáritanir hefðu borist tékk- neska sendiráðinu. Auk þess væri vitað um 40 íslendinga á Norðurlönd- unum og 30 íslendinga í Vestur- Þýskalandi, sem ætluðu að hvetja íslenska liðið í Tékkóslóvakíu. Þess má og geta aö Georg Zeman tékkneski sendifuhtrúinn hér á landi, mun verða með íslenska hðinu allan tímann í keppninni en hann hefur mikinn áhuga á íslenskum handknattleik. íslenski landsliðs- hópurinn heldur utan í keppnina á sunnudaginn kemur en fyrsti leikur liösins í forriðlinum verður á mið- vikudaginn kemur gegn Kúbumönn- um. . -JKS Guðmundur til Þróttar - Hörður leikur með Leiftri í sumar Guðmundur Erlingsson, sem varöi mark Selfyssinga á síðasta keppnistímabih, hefur ákveðið að ganga í raðir Þróttar úr Reykjavík á nýjan leik. Guðmundur staldraði að- eins við í eitt ár á Selfossi en annars hefur hann alið sinn knattspyrnuferil hjá Þróttur- um sem leika sem kunnugt er í 3. dehd. Hörður Benónýsson hefur ákveðið að leika með Leiftri frá Ólafsfirði í 2. dehdinni í sumar. Pétur Rafnsson hefur thkynnt félagaskipti úr Snæfelli í Fylki en Pétur er bróð- ir hins kunna knattspymumanns í KR, Björn Rafnssonar. -JKS Grindvlkingar: i Guðmundur Erlingsson. Kristinn Albertsson körfuknattleiksdómari: „Ætla mér að dæma áfram“ - er ósáttur við ummæli Hilmars Hafsteinssonar „Ég trúi því ekki að Hilmar mæh fyrir munn annarra liöa á Suðumesj- um hvað varðar öryggi dómara í leikjum suöur meö sjó. En ef þetta sem hann segir er rétt þá verðum við að gera viðhlítandi ráðstafanir. Ef menn vhja panta sér dómara á leik- ina þá emm við komnir út hálan ís,“ sagði Kristinn Albertsson körfu- knattleiksdómari í samtali við DV, en hann er mjög ósáttur við ummæli • Kristinn Albertsson. Hhmars Hafsteinssonar, fyrrverandi þjálfara Njarðvíkurhösins í körfu- knattleik, sem birtust í DV síðasta fimmtudag. Enginn hefur neitað að dæma með mér „Ég veit þaö fyrir víst að enginn af þeim dómumn sem dæma í úrvals- dehdinni í vetur hafa neitað að dæma leiki með mér og að segja að ég hafi áhrif á úrsht leikja áður en ég kem til leiks en hreinasta firra og ekki svaravert. Ég er einn af þremur dóm- urum sem starfa í dómaranefndinni og það er í okkar hlutverki að'raða dómurum á leikina og nefndin raðar mér ekkert meira á leiki hjá KR eða Njarðvík. Eins og Hhmar réttilega bendir á er ég einn af þeim reynd- ustu dómumm sem dæma í úrvals- dehdinni og þar af leiðandi kemur oftar í minn hlut að dæma stórleiki af skhjanlegum ástæðum." Þetta er lítið þjóðfélag sem margir þekkjast „Ég'á einn góðan kunningja í KR- liðinu og mér er engin launung á því en það hefur engin áhrif á mig þegar ég dæmi leiki KR-inga. Eg geti alls ekki séð hvaða hagsmuna ég ætti að hafa svo að ég væri tilbúinn að leggja dómaraferil minn að veði. Ég þekki marga leikmenn í úrvalsdehdinni og er vel málkunnugur mörgum þeirra. Þetta er lítið þjóðfélag þar sem marg- ir þekkjast og að segja aö ég geti ekki dæmt leiki hjá KR vegna tengsla minna við leikmenn líðsins á ekki við rök að styðjast. Ég get nefnt dæmi meö Axel Nikulásson, sem leikið hef- ur meö Keflvíkingum mörg undan- farin ár en leikur nú meö KR, ættu þá dómarar frá Keilavík aö dæma leiki KR? Ég starfa hjá Körfuknatt- leikssambandi íslands sem gjaldkeri og þar af leiðandi þarf ég að hafa samskipti við landsliðsþjálfarann og þjálfara KR, Laszlo Nemeth, og enn segir Hhmar að ég geti ekki dæmt leiki hjá KR vegna tengsla minna við þjálfara félagsins. Einu samskipti okkar Lazslo eru í gegnum landsliös- máhn í körfuknattleiknum." Dæmi meðan ég sé Ijós í myrkrinu „Dómgæslan hefur verið mitt áhuga- mál, ég hef gaman af því að dæma og meöan mér tekst að finna ljós í myrkrinu mun ég halda því áfram. Margir góðir dómarar hafa hætt að dæma og hafa hreinlega verið hrakt- ir frá vegna ósanngjamra dóma í fjöl- miölum og ekki batnar það þegar að menn eins og Hhmar Hafsteinsson bera svona ósannindi á borð. íslensk- ir dómarar hafa ávailt fengið mjög góða dóma þegar þeir hafa dæmt leiki erlendis og að tala um að ég og aðrir dómarar séum hlutdrægir er ekki rétt.“ Þjálfarar og leikmenn líti í eigin barm „Ég held aö leikmenn og þjálfarar verði að líta í eigin barm áður en þeir skella skuldinni á okkur dómar- ana. Það eru komnir miklir peningar inn í spilið síðan erlendu leikmenn- imir komu til sögunnar og pressan er því mjög mikil hjá félögunum aö ná góðum árangri. Því veröur press- an enn meiri á dómumnum og þegar iha gengur hjá liðunum, sem kostað hafa til miklu fé, er alltaf auðvelt að hengja dómarana," sagði Kristinn Albertsson í samtali við DV. -GH íslenska landsliðið það leikreyndasta - á HM í Tékkóslóvakíu sem hefst 1 næstu viku Losa sig við Ron Davis - eru að leita að öðrum manni í stað hans íslenska landshðið hefur á að skipa leikreyndasta liðinu í heimsmeist- arakeppninni í Tékkóslóvakíu, sem hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Að meðaltali hefur hver leikmaður í liðinu leikið rúmlega 140 landsleiki. Þorghs Óttar Mathiesen hefur leikið flesta leikina eða ahs 243 landsleiki. Einar Þorvarðarson markvörður og Guðmundur Guðmundsson koma næstir og jafnir í röðinni með 232 landsleiki. Meðalaldur hðsins er um 27 ár en þess má geta að meðalaldur sovéska liðsins, sem af mörgum er talið með sterkasta landshðiö í heiminum í dag, er um 24 ár og meöahandsleikja- fjöldi leikmanna liösins er 64 leikir. Sigurður Sveinsson er eini leik- maður liðsins sem á afmæh meðan á keppninni stendur. Sigurður heldur upp á 31. afmælisdaginn sinn þann 5. mars en þá leikur íslenska hðið fyrsta leik sinn í mhliriðlunum ef hð- ið nær aö vinna sér sæti þar. -JKS Ægir Mar Karason, DV, Suðumesjum: Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ákvaö í gær að losa sig við bandaríska leikmanninn Ron Davis sem hefur leikið með liðinu í úrvalsdehdinni undanfamar vikur. Hann fer til heimalands síns á morg- un. Til stóð að Tyrone Grandberry, 25 ára gamah blökkumaður, sem er tveir metrar á hæð og hefur spilað með bandarísku háskólaliði, kæmi th liðsins en svo getur ekki orðið þar sem það tekur of langan tíma að fá leyfi fyrir hann. „Davis uppfyhti ekki þær kröfur sem við gerðum til hans og segja má að hann hafi orðið landi sínu th skammar þann tíma sem hann dvaldi hjá okkur,“ sagði Margeir Guð- mundsson, formaður körfuknatt- leiksdehdar Grindavíkur, í samtali við DV í gærkvöldi. Sá leikmaður sem Grindvíkingar ætla að útvega sér verður þriöji er- lendi leikmaöurinn með Grindavík í vetur en áður hafði Jeff Null verið látinn fara frá félaginu. „Við erum að leita að fuhum krafti að nýjum leikanni og ætti það að skýrast næstu daga hver leikmaðurinn verður," sagði Margeir. Ferðin sem íslendingar í Danmörku standa fyrir á heimsmeist- i sima Mikill áhugí fyrir golfferðum i. Sú • Þorgils Ottar Mathiesen fyrirliði • Einar Þorvarðarson hefur leikið er leikjahæstur. næstflestu landsleikina. • Chester hefur selt heimavöh » shm, Shealand Road, til matvæla- ! framleiðandans Morrisons sem borgar níu mihjónir punda fyrir j slotið. Chester mun nota þessa peninga til að byggja nýjan leik- \ vöh þar sem eingöngu verður : hægt að sitja. j Derby á eftir Gary Bannister ; • Derby County hefur boðið 200 ! þúsund sterlingspund i Gary Bannister hjá Coventry. Bann- j ister er 29 ára gamall og hefur átt . erfiitt uppdráttar hjá Coventry ’ eftiraðfélagið keyptl Keyin Drin- : keh frá Glasgow Rangers. Milne aftur kominn á Old Trafford • Útherjinn Ralph MUne hjá Manchester United er nú aftur . kominn til Old Trafford eftir láns- , dvöl hjá West Ham. Ekki er þó : líklegt að Milne stoppi lengi hjá ! United því að leikmaöurinn gerir ; sér grein fyrir þvi að ekkert pláss er fjTir ltann innan mn alla mhlj- ; ón punda leikmennina sem > Ferguson hefur keypt. i Njósnarar á hverju strái ■ • Njósnarar eru nú á hverju j strái á heiraavelli Oldham þessa j dagana. Á leik liösins við West ; Ham í siðustu viku sást til njósn- ara frá Glasgow Rangers, Man- chester United, Liverpool, j Chelsea, Aston Villa, Nottingham j Forest og Leeds United. Ahugi j þessara liða beinist einkum að j Mike Milligan og vitað er að Glas- gow Rangers sér Iiann sem heppi- legan arftaka Ray Whlkins. • Skoski miðheijinn Paul Wright hjá QPR er nú tíl sölu. Ilibemian hefur áhuga á Wright en verður þá að borga 250 þúsund sterlingspund því þaö er sú upp- hæð sem Rangers borgaði fyrir Wright. Brown framlengdi samningvið Rangers • John Brown hefur skrifað undir nýjan samning við Glasgow Rangers th þriggja ára. Brown, sem kom til Rangers frá Dundee 1988 fyrir 350 þúsund sterlings- pund, getur sphað nánast allar stöður á vellinum. Stjóri WBA ieikur með líðinu á laugardag • Brian Talbot, stjóri WBA, hef- ur ákveðið að hætta yiö að leggja skóna á hilluna, í bhi aö minnsta kosti. Ákvörðun Talbots kom í kjölfar þess að Gary Robson fót- brotnaði í bikarleiknum gegn Aston Villa og Talbot hefur þegar thkynnt aö hann verði í byrjun- arhöinu gegn Leicester um næstu helgí. • Leikmenn QPR fór fögrum orðmn um Blackpool eftir viður- eign liðanna um helgina. Til að mynda sagði Paul Parker, fyrir- liði QPR, að Blackpool hefði verið erfiðari andstæöingur heldur en ArsenaJ í síðustu umferð. Ferguson hrósar McCiair í hástert • Sigurmark Brians McClair fyrir Manchester United gegn Newcastle er fyrsta mark leik- mamisins í 17 leikjum. Alex Ferguson, stjóri liðsins, var að vonum kátur eftir leikinn og bar mikið hrós á McClair sem hann sagði að hefði staðið sig vel á þossu keppnistimabili og aldrei gefið upp vonina. • Skýrt var írá þvi um helgina að UEFA ynni nú að undirbún- ingi fyrir svokallaða superdeild- arkeppni. Að sögn Darids Will, varaformanns samtakanna, er ekki gert ráð fyrir neinum meiri háttar breytingum á næstmmi þvi alla hluti þarf aö skoöa gaum- gæiilega áður en slik dehdar- keppni yrði sett á laggirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.