Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. 35 Afmæli Gurrnar K Gunnarsson Gunnar K. Gunnarsson fram: kvæmdastjóri, Granaskjóli 18, Reykjavík, er fertugur í dag. Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum frá þriggja ára aldri. Hann gekk í Melaskólann, Hagaskólann og lauk stúdentsprófi frá MR1970. Gunnar lagöi síöan stund á viðskiptafræöi viö HÍ og lauk þaðan prófi 1974. Hann hóf störf sem skrifstofustjóri hjá Verksmiöjunni Vífilfelli að námi loknu en haföi starfað þar að nokkru meö náminu. Gunnar var skrifstofustjóri Vífilfells til 1978 en fór þá til Vínarborgar á vegum fyrir- tækisins og lagði þar stund á tölvu- nám hjá Coca Cola Company í hálft ár. Hann stofnaði síöan tölvudeild hjá Verksmiðjunni Vífilfelh hf. að því námi loknu og stjómaði henni til 1987. Þá hóf Gunnar störf hjá Olíuverslun íslands hf. sem aðstoð- arforstjóri. Hann tók síðan við stöðu framkvæmdastjóra framkvæmda- sviðs við skipulagsbreytingu 1989. Gunnar sat í stjóm Olís 1987-89. Hann hefur lagt stund á félagsstörf innan íþróttahreyfingarinnar, fyrst hjá Knattspymufélaginu Þrótti og síðar hjá Handknattleikssambandi íslands. Gunnar situr nú í fram- kvæmdastjórn HSÍ. Gunnar kvæntist30.3.1974, Sigr- únu Ingu Sigurgeirsdóttur, skrif- stofumanni hjá Lýsi hf„ f. 7.7.1954, dóttur Jakobínu Guðlaugsdóttur launagjaldkera og Sigurgeirs Jónas- sonar, ljósmyndara í Vestmanna- eyjum. Gunnar og Sigrún Inga eiga þijú böm. Þau eru: María Kristín Gunn- arsdóttir, f. 28.8.1974, nemi við MR; Gunnar Geir Gunnarsson, f. 18.8. 1976, og Inga Lilý Gunnarsdóttir, f. 7.9.1977. Bróðir Gunnars er Helgi Gunnars- son, f. 4.5.1948. Foreldrar Gunnars eru Gunnar Kristinsson, f. 4.10.1917, verslunar- maður og söngvari í Reykjavík, og kona hans, María Tryggvadóttir, f. 17.11.1917, tannsmiður. Gunnar er sonur Kristins, leik- tjaldasmiðs í Þjóðleikhúsinu, Frið- fmnssonar, b. á Kvíárholti í Holtum, bróður Maríu, ömmu Maríu, móður Jóns Gíslasonar, fyrrv. formanns Ættfræðifélagsins. María var einnig amma Valdísar, ömmu Jóns Vals Jenssonar, formanns Ættfræðifé- lagsins. Friðfmnur var sonur Frið- fmns, b. á Galtastöðum í Flóa, Pét- urssonar, b. þar, Grímssonar. Móðir Friðfmns á Galtastöðum var Guð- rún Guðmundsdóttir, b. á Galtastöð- um, Bjarnasonar, og konu hans, Guðlaugar, systur Sigurðar í Vorsabæ, fóður Bjarna riddara Sí- vertsen. Móðir Friðfmns í Kvíár- holti var Guðrún Bjamadóttir, b. í Mið-Meðalholti, Jónssonar, ogkonu hans, Valgerðar Björnsdóttur, b. á Hamri í Flóa, bróður Guðlaugar á Galtastöðum. Móðir Kristins var Auðbjörg Oddsdóttir frá Hvammi í Holtum. Móðir Gunnars söngvara var Ag- nes, systir Boga, fóður Benedikts, verkfræðings og alþingismanns. Annar bróðir Agnesar var Bjarni, faðir Rúnars, slökkviliðsstjóra í Reykjavík. Systir Agnesar var Benedikta, móðir Eggerts Haukdal alþingismanns. Önnur systir Ag- nesar var Rósa, amma Þórhildar Þorleifsdóttur, leikstjóra og alþing- ismanns. Agnes var dóttir Eggerts, alþingis- manns og hreppstjóra í Laugardæl- um í Flóa, Benediktssonar, prests í Vatnsflrði, Eggertssonar, bróður Guðrúnar, konu Magnúsar Waage, skipherra í Stóru-Vogum, ættföður Waageættarinnar, langafa Ingunn- ar, móöur Þorsteins Thorarensen rithöfundur. Móðir Benedikts var Guðrún Bogadóttir, b. í Hrappsey, Benediktssonar, afa Boga Bene- diktssonar, ættfóður Staðarfellsætt- arinnar, langafa Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar seölabanka- stjóra. Bogi á Staðarfelh var einnig langafi Guðnýjar, móður Vals Am- þórssonar bankastjóra. Móðir Agnesar var Guörún Sól- veig Bjarnadóttir, prests á Stafafelh í Lóni, Sveinssonar, að Sævarenda á Fáskrúðsfirði, Eyjólfssonar. Móðir Bjarna var Ragnhildur, systir Guðnýjar, ömmu Bóasar, afa Reg- ínu Thoroddsen fréttaritara. Guðný var einnig amma Bóelar, langömmu Geirs Hahgrímssonar. Þá var Guðný langamma Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæöisflokksins, og Harðar Ein- arssonar, forstjóra Frjálsrar fiöl- miðlunar. Ragnhhdur var dóttir Stefáns, b. að Litla-Sandfehi í Skriðdal, ættföður Sandfellsættar- innar, Magnússonar. María, móðir Gunnars, er dóttir Tryggva, alþingismanns ogbanka- stjóra, bróður Kristjönu, móður Hannesar Hafstein, skálds og ráð- herra, en bróðir Hannesar var Gunnar, bankastjóri í Færeyjum, afi Davíös Scheving Thorsteinsson- ar forstjóra. Tryggvi var sonur Gunnars, prests í Laufási, Gunnars- sonar, prests í Laufási, Hallgríms- Gunnar K. Gunnarsson. sonar. Móðir Gunnars yngri var Þórunn Jónsdóttir, prests að Hálsi í Fnjóskadal, Þorgrímssonar. Móðir Tryggva var Jóhanna, systir Egg- erts Briem, sýslumanns á Reynis- stað, föður Páls amtmanns, afa Sig- urðar Líndal, forseta HÍB og laga- prófessors, og Páls Líndal, deildar- stjóra og höfundar Reykjavíkurbók- anna sögustaður við sund, föður Björns Líndal, aðstoöarbankastjóra Landsbankans. Jóhanna var dóttir Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Grund, ættföður Briemsættarinnar. Móðir Maríu var Helga, kennari í Reykjavik, Jónasdóttir, prests í Sauðlauksdal, Bjömssonar, b. á Möðruvöllum í Kjós, Kortssonar. Móðir Jónasar var Helga Magnús- dóttir, prests í Steinnesi, Ámasonar, biskups, Þórarinssonar. Móðir Helgu var Rannveig Gísladóttir, hreppstjóraí Neðri-Bæ, Ámasonar. Kristín Sigurðardóttir Kristín Sigurðardóttir, bankaráðs- maður við Landsbanka íslands, Ásl- andi 2, Mosfehsbæ, er fertug í dag. Kristín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, á Hrísateignum, fyrstu þrjú árin en flutti síðan með fiöldskyldu sinni í Kópavoginn. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Kópavogs 1967, stundaði myndhst- anám við Handíða- og myndhsta- skóla í slands og Myndlistarskóla Reykjavíkur og stundaði flugnám á árunum 1967-71, auk þess sem hún tók meirapróf 1971. Kristín lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1981. Hún stund- aði nám í viðskiptafræði viö HÍ í þrjú ár og er nú að ljúka námi í stjórnmálafræði. Kristín vann verslunarstörf og starfaði síðan hjá vertakafyrirtæk- inu Loftorku að margvíslegum verkefnum. Þá var hún deildarstjóri innheimtudeildar hjá Kaupþingi hf. frá 1988 og hefur nú nýverið látið af þeim störfum. A barns- og unglingsárunum starfaði Kristín innan Skátahreyf- ingarinnar. Hún var einn af stofn- endum skátafélagsins Hafarna í Breiðholti, sótti margvísleg nám- skeið á vegum Bandalags íslenskra skáta innan lands og utan og var leiðbeinandi á námskeiðum banda- lagsins um nokkurra ára skeið. Hún var stofnfélagi að Kvennaframboð- inu í Reykjavík og stofnfélagi að Samtökum um kvennalista og hefur unnið að margvíslegum verkefnum innan þeirra samtaka. Kristín var í fiórða sæti á framboðslista Kvenna- hstans í Reykjaneskjördæmi í al- þingiskosningunum 1987. Kristín hóf sambúð 1971 en giftist 17.6.1972. Maður hennar er Ólafur Jónsson verkstjóri, f. 8.6.1945, sonur Jóns Guðmundssonar, fyrrv. for- stöðumanns Sjúkrasamlags Akra- ness, f. 20.4.1904, d. 9.6.1987, og Sig- ríðar Steinsdóttur húsmóður, f. 14.9. 1914. : Kristín og Ólafur eiga tvær dætur. Þær eru Sæunn Ólafsdóttir, f. 19.9. 1972, nemi, og Iðunn Ólafsdóttir, f. 31.1.1974, nemi. Systkini Kristínar eru Sigurveig, f. 22.9.1952, gift Bimi Þórðarsyni, f. 30.10.1954, en þau eru starfsmenn fræðsluskrifstofunnar á Vestur- landi og á Sigurveig fióra syni; Ari, f. 5.8.1954, verkstjóri, kvæntur Önnu Ólafsdóttur Björnsson, f. 4.6. 1952, þingkonu og eiga þau tvö böm; Freyr, f. 6.2.1959, starfsmaður hjá Loftorku, en kona hans er Mercedes G. Berger, f. 1.2.1965, starfsstúlka á veitingahúsinu Óðinsvéum; Andr- és, f. 18.5.1961, verksfióri hjá Loft- orku, í sambýli með Hjördísi Gísla- dóttur, f. 7.1.1967 og eiga þau eina dóttur auk þess sem Andrés átti son fyrir. Foreldrar Kristínar eru Sigurður Sigurðsson, forstjóri, f. 28.4.1926, og Sæunn Andrésdóttir húsmóðir, f. 20.11.1930. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi en búa nú að Vonarholti í Kjalarneshreppi. Hálfsystir Sigurðar, sammæðra er Högna Sigurðardóttir, arkitekt í París. Sigurður er sonur Sigurðar, verkstjóra í Vestmannaeyjum Frið- rikssonar, b. á Ytri-Sólheimum og síðar á Rauðhálsi í Mýrdal, bróður Helga, föður Vigfúsar, föður Helga bókaútgefanda. Helgi var einnig fað- ir Þorbjarnar í Borg, Jónínu, móður Jóhannesar Helga rithöfundar, og Kristín Sigurðardóttir. Theodórs, föður Bj örns, fram- kvæmdastjóra hjá Flugleiðum. Friðrik var sonur Vigfúsar, b. á Ytri-Sólheimum, Þórarinssonar, b. að Seljalandi, Eyjólfssonar. Móðir Friðriks var Þórdís Bernetsdóttir. Móðir Þórdísar var Helga Þórðar- dóttir, prófasts á Fehi í Mýrdal, Brynjólfssonar, afa Magnúsar landshöfðingja, langafa Guðrúnar Agnardóttur alþingiskonu. Móöir Helgu var Margrét Sigurðardóttir, seinni kona Jóns Steingrímssonar eldklerks. Móðir Sigurðar í Vestmannaeyj- um var Þórunn Sigríður, dóttir Odds Jónssonar, b. í Pétursey og Steinunnar Sigurðardóttur. Móðir Sigurðar framkvæmdastjóra er Guðmundína Sigurveig Stefánsdótt- ir. Sæunn er dóttir Andrésar, b. að Jafnarskarði og síðar í Borgarnesi, Konráðssonar, í Ólasfvík, Konráös- sonar. Móðir Andrésar var Jóhanna Þórðardóttir. Kristín er að heiman í dag. 85 ára 60ára Hrefna Sigurbjörnsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Garðar Guðmundsson, Hlíðarvegi 50, Ólafsfirði. 80 ára 50 ára Lúðvík Jónsson, Grýtu, Öngulsstaðahreppi. Laufey Arnórsdóttir, Hjallaseli 27, Reykjavík. Sigriður G. Biering,' Skúlagötu 72, Reykjavík. Sturlaugur Grétar Filippusson, Urriðakvísl 24, Reykjavík. Ólöf Esther Karlsdóttir Celin, Bugöulæk 1, Reykjavík. Geirþrúður Johannessen, Reynigrund 57, Kópavogi. 75 ára Hrafnakletti7, Reykjavík. Jóhanna Guðmundsdóttir, Jón Sætran, Eskihlíð 20A, Reykjavík. Ásthildur Guðlaugsdóttir, Böðvarsgötu 3, Borgarnesi. Laugavegi 40, Reykjavík. Kristín Kjartansdóttir, Baughóh 6, Húsavík. 40 ára 70 ára T:.. ■ V €11 d Sveinbjörn Styrkársson, Sigrún Jónsdóttir, Litla-Hofi, Hofshreppi. Jóhanna Jónsdóttir, Fjarðarbraut37, Stöðvaríirði. Eyjabakka 12, Reykjavík. Magnús B. Karlsson, Vahholti 13, Akranesi. Þorleifur Ingólfsson, Þorbjargarstöðum, Skefilsstaða- hreppi. Sigríður Biering Dagný Jóna Jóhannsdóttir Dagný Jóna Jóhannsdóttir, Selja- landsvegi 44, ísafiröi, er fimmtug í dag. Dagný er fædd á Merkinesi í Höfn- um og þar ólst hún upp. Hún starfar nú í Noröurtanganum á ísafirði. Eiginmaður Dagnýjar er Óskar Örn Hálfdánarson, starfsmaður Flugmálastjórnar á ísafirði, f. 17.9. 1931. Foreldrar hans voru Hálfdán Bjarnason og Guðbjörg Þórodds- dóttir. Böm Dagnýjar og Óskars eru: Sigurður Guðmundur, f. 1.2.1960, flutningabílstjóri á ísafirði, pg á hann tvær dætur: Dagnýju Ósk, f. 3.6.1980; og Esther Sif, f. 13.7.1987. Guðbjörn Þór, f. 10.2.1961, verk- stjóri hjá Pósti og síma, búsettur á Patreksfirði, og er maki hans, Jón- ína S. Jónsdóttir, og eiga þau tvo drengi: Jón Þór, f. 23.8.1984; og Jós- ep Heimi, f. 9.2.1988. En auk þess á Guðbjöm dótturina Unni Jónu, f. 23.11.1980. Hálfdán, f. 22.7.1962, starfsmaður hjá Mjólkursamlagi ísfirðinga, bú- settur á ísafirði, og er maki hans Sigríður Jörundsdóttur, og eiga þau tvö börn: Óskar Örn, f. 17.8.1984; og Örnu Maríu, 2.7.1987. Jósep Heimir, f. 20.5.1964, d. 1.1. 1981. Dagný á fiögur systkinl Þau eru: Ólafur, Pétur og Ehsabet, öll búsett í Reykjavík, og Gróa, búsett í Sví- þjóð. Foreldrar Dagnýjar eru Jóhann Sigurðsson og Guðfinna Pétursdótt- ir. Sigríður Biering, Skúlagötu 72, Reykjavík, fyrrverandi starfskona á slysadeild Borgarspítalans, er átt- ræð í dag. Sigríður fæddist í Reykjavík 21.2. 1910, dóttir hjónanna Gíslínu Sigríð- ar Einarsdóttur og Guðmundar Sig- urðssonar gullsmiðs. Sigríður giftist 24.10.1934 Pétri Wilhelm Biering verslunarmanni, f. 28.12.1905, d. 19.2.1963, en hann var sonur hjónanna Þorbjargar Bi- ering og Moritz Wilhelm Biering skósmiðs. Sigríöur og Pétur eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Böm þeirra: Þorbjörg, var gift Árna Elfar en hún lést 29.5.1978; Helga Emilía, gift Sveini Pedersen en þau eru bú- sett í Noregi; Moritz Wilhelm, kvæntur Sidsel Eirikssen en þau eru einnig búsett í Noregi; Guðrún, gift Hrafni Björnssyni, búsett í Kópavogi; Bertha, gift Amþóri Stef- ánssyni, búsett í Reykjavík, og Lou- Sigríöur Biering. ise, gift Magnúsi A. Sigtryggssyni, búsettíReykjavík. Barnabörn Sigríðar eru nú sextán talsins en langömmubörnin fimm. Sigríður ætlar að taka á móti ætt- ingjum og vinum í sal Múrarafélags- ins að Síðumúla 25 eftir klukkan 20 íkvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.