Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990. Úrtlönd Sandínistar með forystu Sandínistaflokkurinn í Nic- aragua, sem fer meö stjórn lands- ins, haföi forskot í kosningabarát- tunni í gær, á næstsíðasta degi hennar, ef marka má skoöana- könnun bandarisku sjónvarps- stöðvarinnar ABC og dagblaðsins Washington Post. Samkvæmí könnuninni voru sandínistar með 48 prósent at- kvæöa en kosningabandalag stjórnarandstöðunnar, undir for- ystu Vioietta Chamorro, var meö 32 prósent Greinilegt þykir aö landsmenn efist um að Chamorro, sem nýtur mikils stuðnings frá Bandaríkjun- um, sé í raun óháð. Könnunin sýndi að 54 prósent kjósenda voru þeirrar skoðunar að Chamorro myndi taka við skipunum frá Washington. Kjósendur telja einnig að mesta vandamálið sé efnahagsörðugleikar en ekki kontraskæruliðar sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar. Danlei Ortega á kosnlngaferða- lagi. Símamynd Reuter Tillaga um Sveiney Sverrisdótlir, DV, Færeyjum; Tillaga um nýja fiskveiðilöggjöf í Færeyjum verður lögð fram á næstu dögum. Með þessari tillögu er ætlunin að reyna að draga úr veiöi Færey- inga en nú gilda engin lög um fiskveiðikvóta. Samkvæmt tillögunni á hvert frystihús að fá ákveðinn prósentuhluta af öllum aflanum sem veiðist. Frystihúsin geta einnig keypt hrávöru er- lendis frá og reiknast hún ekki meö í hlutfallinu, Frystihúsin munu ekki geta deilt með sér kvóta en þau geta hins vegar skipt tegundum á milli sín. Ef frystihúsin kaupa of mikinn fisk mun landsstjórnin geta lokað þeim um tíma, að þvi er kveðið er á um í tillögunni. Landssijórnin vill einnig minnka skipafiölda um 25 til 30 prósent. Blóðugar róstur í Taiwan Aldraður þingmaður í Taiwan og eiginkona hans umkringd reiðum mótmælendum. Sfmamynd Reuter Þingið í Taiwan frestaði í gær atkvæöagreíðslu um nýjan þingforseta eftir að aö minnsta kosti sjötíu manns höíðu meiðst í átökum milli lög- reglumanna og mótmælenda sem kröfðust umbóta. Eftir miklar deilur á þingi var ákveðið að fresta kjörinu þar til 27. febrú- ar en sjónarvottar segja að fiöldi mótmælenda hafi haldið kyrru fyrir utan við þinghúsið, kveikt í girðingum og skemmt mótorhjói. Sovéska þingið: Frumvarp um afsögn úr ríkjasambandinu Nokkrir leiðtogar á sovéska þing- inu hafa lagt fram á þingi frumvarp að lögum sem myndi heimila lýð- veldum Sovétríkjanna að segja sig úr ríkjasambandi við Sovétríkin að því er fram kom í Interfax, frétta- bréfi Moskvufrétta. Þessi áætlun leiðtoganna fékk litlar undirtektir hjá íbúum Litháens en þar, af fimmt- án lýðveldum Sovétríkjanna, eru aðskilnaðarhugmyndir hvað sterk- astar. Að því er fram kom í Interfax var frumvarpiö lagt fram fyrir æðsta ráðið, löggjafarþingið, í gær. í því er gert ráð fyrir að tillögur um aöskiln- að verði lagðar fyrir íbúa viðkom- andi lýðveldis í allsherjaratkvæða- greiðslu. í fréttabréfinu sagði að nið- urstaða kosningar um aðskilnað frá Sovétríkjunum yrði tekin gild því aðeins að a.m.k. þrír fiórðu fullorð- inna í lýöveldinu tækju þátt í at- kvæðagreiðslunni. Ekki er ljóst hvort frumvarpið geri ráð fyrir að einfaldur meirihluti ráði en að því er haft var eftir Agidijus Bickauskas, sem sæti á á þingi Litháens, í gær gerir það ráð fyrir að samþykki tveggja þriöju kjósenda þurfi til að tillaga um aðskilnað fáist samþykkt. „En hann sagði að þetta hefði ekk- ert með Litháen að gera þar sem lýð- veldið hefði ekki gengið til liðs við Sovétríkin á löglegan hátt," sagði blaðamaður sem hafði ummæli Bic- kauskas eftir símleiðis. Eystrasaltslýöveldin Litháen, Eist- land og Lettland voru sjálfstæð á millistríðsárunun en árið 1940 sam- þykktu þing þeirra að gangast inni í ríkjasamband Sovétríkjanna. Að- skilnaðarhugmyndir njóta þar sívax- andi fylgis. Önnur lýðveldi sem liggja í útjaðri Sovétríkjanna hafa barist fyrir aukinni sjálfsstjórn í efnahags- málum og stjórnmálum. Reuter Símamynd Reuter Bretar hafna tilboði IRA Að sögn lögreglunnar meiddust að minnsta kosti sjötíu manns í óeirðun- um, þar á meðal fimmtíu lögreglumenn. Ekki hefur verið greint frá hand- tökum. Víðurkennir ofdrykkju Barrys Effi Barry, eiginkona borgarstjórans í New York, sagði í gær að eigin- maður hennar, Marion Barry, hefði átt við áfengisvandamál aö stríöa frá því að þau gengu í hjónaband fyrir tólf árum. Effi sagði einnig að hún heföi aldrei séö mann sinn neyta eiturlyfia en hins vegar gæti verið að ofdrykkja hans heföi gert hann móttækilegri fyrir eiturlyfianeyslu. Barry er nú á meðferöarheimili fyrir ofdrykkjumenn. Hann hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa haft eiturlyf undir höndum. Óttast meira ofbeldi Hermenn í viðbragðsstöðu f Nepal Slmamynd Reuter kosti tíu manns heldur ekki aftur af sér. að brjóta á bak aftur baráttu unum sem hófust á sunnudaginn. Ura átján hundruð lögfræðin að styðja kröfur umbótasinna. sem krefiast lýöræðislegra ótmæl- gæi til Bretar hafa vísaö á bug tilboði IRA, írska lýðveldishersins, um friðarvið- ræður sem lagt var fram í gær og sögðu aö hðsmenn IRA verði að leggja allt ofbeldi á hilluna áður en hægt sé að íhuga samningaviðræður. Tilboð írska lýðveldishersins, sem kynnt var þeim ráðherra sem fer með málefni Norður-írlands, Peter Brooke, kom á óvart. í tilboðinu felst aö fulltrúar IRA, sem hafa barist í tuttugu ár fyrir brottflutningi breskra hermanna frá Norður-írl- andi, setjist að samningaborðinu án nokkurra skilyrða. Heimildarmaður, sem þekkir til hjá sjö manna herráði IRA, sagði fréttastofu í Dublin að við- ræður um hugsanlegt vopnahlé yrðu efst á dagskrá slíkra friðarviðræðna. „Vopnahlé yrði komið á ... innan örfárra klukkustunda,“ sagði hann. En Brooke vísaði öllum slíkum við- ræðuhugmyndum tafarlaust á bug. „IRA er kunnugt um afstöðu stjórn- arinnar,“ sagöi hann blaðamönnum í Belfast. „Viö munum ekki ræöa við fulltrúa Sinn Fein (stjórnmálavængs IRA) á meðan ofbeldi á sér stað og á meðan Sinn Fein styður ofbeldi." Reuter Breskir hermenn á vakt í Enniskillen á Norður-lrlandi. Þessi mynd var tekin árið 1987. Slmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.