Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Side 21
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990.
21
pv________________________________________Meiming
Kristín ísleifsdóttir, menningarverðlaunahafi í listhönmm:
Ætlaði að læra kvikmyndagerð
Kristín ísleifsdóttír keramiker
hlaut Menningarverðlaun DV fyrir
listhönnun. Kristín hefur haldið
nokkrar einkasýningar, bæði hér á
landi og í Japan, og hafa verk hennar
vakið mikla athygh. Sl. haust hélt
hún sýningu á verkum sínum á
Kjarvalsstöðum. „Ég hef starfað við
keramikhönnun frá 1980. Þá kom ég
heim frá námi, sem ég stundaði í
Japan, í skóla sem heitír Tokyo De-
signer College sem er hönnunar-
háskóh. Ég lauk prófi frá deild sem
heitir hstiðnaðar- og hönnunardeild
þannig að ég lærði almenna hönnun
í leir, plastí, málmi og gleri og ýms-
um efnum. Bæði þá og síðan hefur
leirinn höíðað mest til mín þannig
að ég hef haldið mig aö honum,“ seg-
ir Kristín.
Hún segist hafa farið til Japans
vegna þess að hana og eiginmanninn,
Jónas Hahgrímsson, hafi langað eitt-
hvað nógu langt, í ókunnugt um-
hverfi. Kristín er eini íslendingurinn
sem hefur stundað nám í listiðn í
Japan. Áður en hún fór utan var það
þó ekki þessi list sem heillaði heldur
kvikmyndagerðarhst. „Ég haföi ný-
lokið stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík og vann hjá Sjón-
varpinu sem skrifta auk þess sem ég
nam smávegis ensku við Háskóla ís-
lands. Ég var hjá Sjónvarpinu í tvö
ár og vann undir stjóm Andrésar
Indriðasonar. Mér líkaði starfið mjög
vel og ætlaði þess vegna að læra
kvikmyndagerð. Síðan snerist mér
algjörlega hugur enda langaði mig
að starfa ein og sjálfstætt," segir
Kristín.
Eiginmaður hennar lærði veiðar-
færaverkfræði og flytur nú út fisk til
Japans. Þau hjónin bjuggu í fimm ár
í Japan og náðu máhnu því vel á
þeim tíma. „Ég get notfært mér jap-
önskuna, bæði hef ég unnið sem leið-
sögumaöur og þýtt bíómyndir og
fieira.“
Japanir áhugasamari
Þegar Kristín kom heim hóf hún
störf sem hönnuður hjá Ghtí. „Síðan
hef ég fengið verkefni bæði fyrir
matstaði, auglýsingastofur og ýmsa
hluti sem tengjast hönnun og þá í
leir. Einnig hef ég kennt hönnun,
silkiþrykk og fleira við Handíða- og
myndhstaskólann frá árinu 1981.
Fyrstu árin eftir að ég kom heim
vann ég almenna nytjahlutí og síðan
í íslenskum heimihsiðnaði. Þar sem
ég hafði úr svo mörgum störfum að
velja í sambandi viö japönskuna taldi
ég mig ekki geta staðið undir því að
vera í framleiðslu. Ég valdi frekar
að notfæra mér japönskuna og vinna
þá í leirnum í skorpum fyrir sýning-
ar.“
Kristín hefur haldið samsýningar
á Norðurlöndunum, Ítalíu, Japan og
hér heima. Einnig hélt hún einka-
sýningu í Japan 1987 sem gekk mjög
vel. Þess vegna er Kristín um það bil
að fara að búa sig undir aðra einka-
sýningu í Japan. „Mér frnnst fólk í
Japan skilja meira hstiðnað og hafa
meiri áhuga á honum. Þeir eru
komnir lengra í tækninni og ég held
að þegar menn eru komnir langt í -
tækninni kunni þeir frekar að meta
hið gagnstæða - það sem er unnið
hvert fyrir sig. Hugsanlega á eftir að
koma aö því að íslendingar kunni að
meta hstiðnað."
Allt nytjahlutir
Kristín býr eingöngu tíl nytjahluti
og hún segist vera veikust fyrir vös-
um, skálum og boxum. „Ég fann fyr-
ir þeim viðbrögðum á sýningu minni
í haust á Kjarvalsstöðum að fólki
þóttu hlutirnir ekki hafa notagildi.
Fólk hélt að þetta væru skúlptúrar.
Hins vegar ht ég þannig á nytjahluti,
og var einmitt að segja það með sýn-
ingunni, að þeir geta verið skúlptúr-
ar þó að þeir séu nytjahlutir. Ef hlut-
ur hefur meira gildi en að hægt sé
að horfa á hann - ef manneskjan sem
á hann getur notað hann og breytt
honum sjálf - þá finnst mér það
auðga gildi hans. Þess vegna held ég
mér enn við að hægt sé að nota hluti
mína á fleiri veg en einn. Vasi hefur
til dæmis þrjár ólíkar hhðar, skál
breytist eftir því hvaða hlutur er sett-
ur í hana eða litir, boxin er hægt að
nota fyrir hvað sem er og einnig sem
vasa.“
Kristín segist ekki nota hti mikið
um þessar mundir. Þó segir hún það
upp og ofan. „í fyrra notaði ég aöal-
lega grátt og gult en síðan komu
fjólubláir litir inn í.“
Hún rekur sitt eigiö verkstæði á
Lindargötu ásamt fleiri listamönn-
um. „Þetta er plássfrek vinna en
mestí kostnaðurinn liggur í tækjun-
um,“ segir hún. „Fólk getur auðvitað
komist af með lítið pláss ef tækin
komast fyrir." Verkstæðið á Lindar-
götunni er ekki rekið sem gallerí en
Kristín segir að öllum sé velkomið
að líta þar inn og sjá hvað verið sé
aö gera. „Ég hef selt hluti mína í
Gallerí Borg og Gallerí Nýhöfn.“
Bældur áhugi
Kristín segir að hstáhuginn hafi
alltaf blundað í sér þó aö hún hafi
ekki fundið sig í þessu fyrr en hún
Kristín ísleifsdóttir lærði listhönnun
i Japan og hefur haldið einkasýn-
ingu þar sem vakti mikla athygli.
Hún er nú um það bil að fara að
undirbúa aðra sýningu þar.
var komin til Japans. „Ætli ég hafi
ekki bælt áhugann," segir hún. „Ég
hafði nú alltaf mikinn áhuga á að
dunda. Aht frá því ég var barn bjó
ég til alla mína hluti sjálf. Ég saum-
aöi fótin mín og töskur, eiginlega bjó
ég allt til nema skó. Á unglingsaldri
var alveg sama hvað ég keypti, alltaf
fannst mér að því þyrfti að breyta
eftir mínu höfði. Þá endurspeglaði
herbergið mitt hka þennan áhuga.
Ég hafði sterka tilfmningu til að vera
stöðugt að breyta umhverfi mínu,“
segir Kristín ennfremur.
Kristín flytur allt sitt efni inn sjálf.
Hún býr til glerunga og starfið er því
bæði krefjandi og timafrekt. „Allur
undirbúningur og að hafa sig í starf-
ið er tímafrekt og einnig á eftir, t.d.
brennslan og þurrkunin. Það verður
að hafa vakandi auga með öhum stig-
um vinnslunnar," segir Kristín. „Eg
sé það í kennslunni að það fer enginn
í leir nema hann hafi það í eðh sínu
að vera sívinnandi."
Kristín hefur fengið ferðastyrk frá
Menningarsjóði sem hún taldi mikla
viðurkenningu. Auk þess taldi hún
mikla viðurkenningu að mjög þekkt
fyrirtæki í hönnun í Japan keypti
verk eftir hana á sýningunni. „Mér
finnst Menningarverðlaun DV vekja
athygli á störfum þess fólks sem t.d.
vinnur við hönnun og arkitektúr.
Fólk hugleiðir shkt ekki mikið og
þess vegna finnst mér mjög jákvætt
að DV skuh taka að sér að vekja at-
hygli á og kynna þetta fólk. Ég er
viss um að þetta vekur almenning til
umhugsunar um þessi störf.“
300 saki-bollar
Kristín hefur skipst mikið á mun-
um við japanska vini sína en hún
segist vera mikill safnari. Á heimili
hennar eru t.d. þrjú hundruð tegund-
ir af japönskum saki-bollum. „Ég á
ekki mikið af mínum eigin hlutum
heima en á mjög stórt safn af leir-
munum frá Asíu.“ Kristín er ekki
mjög hefðbundin í verkum sínum.
Hún er talin vera framandi og með
mikla nýsköpun. Viss hópur hér á
landi hefur áhuga á slíkum verkum
en Kristín vonar að sá hópur eigi
eftir að hafa áhrif á aöra.“
-ELA
Sá sem gerir eitthvað fyrir sjálfan sig
gerir það besta fyrir áhorfendur
- segir Grétar Reynisson, menningarverðlaunahafi fyrir leiklist
„Leikmyndagerð var aldrei á dagskrá hjá mér áður fyrr enda beindist mitt
myndlistarnám ekki að þvi,“ segir Grétar Reynisson, menningarverðlauna-
hafi fyrir leiklist.
Grétar Reynisson hlaut Menning-
arverðlaun DV fyrir leikhst. Verð-
launin féllu honum í skaut fyrir leik-
myndina í Ljósi heimsins sem frum-
sýnt var í Borgarleikhúsinu viö opn-
un þess. Grétar er myndlistarmaður
í aðalstarfi og kahar leikmyndagerð-
ina brauðstritið.
„Leikmyndagerð var aldrei á dag-
skrá hjá mér áður fyrr enda beindist
mitt myndhstárnám ekki að því.
Reyndar hef ég alltaf umgengist mik-
ið leikhúsfólk en leikhúsið sem slíkt
heillaði ekki þá, fyrst og fremst
þekkti ég það ekki,“ segir Grétar.
„Leikhstinni kynntist ég betur í
gegnum konuna mína, Margréti Ól-
afsdóttir leikara. Ég var stundum að
gagnrýna hítt og þetta varðanái leik-
myndir og eiginlega frekar leiðinleg-
ur að þessu leytinu til. Þá var þeirri
hugmynd varpað fram að ég tæki að
mér að gera leikmynd og sýna hvern-
ig ég vildi hafa hlutina."
Tíu ára ferill
Ferill Grétars sem leikmyndahöf-
undar spannar tíu ár. Fyrstu leik-
myndina gerði hann fyrir Þríhjólið
eftir Arrabal sem Alþýðuleikhúsið
sýndi. Næsta ár urðu leikmyndirnar
þrjár og síðan hefur ekkert ár liðiö
án þess að minnsta kosti ein leik-
mynd hafi litið dagsins ljós. Nýjasta
leikmynd Grétars er við Óþehó sem
Nemendaleikhúsið sýnir núna. Hann
hefur starfað með leikstjórum í Þjóð-
leikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Iðnó
og Alþýðuleikhúsinu auk Nemenda-
leikhússins. Leikmyndir Grétars eru
ahs tuttugu og sem dæmi má nefna
leikmyndir í Bílaverkstæði Badda,
Gísl, Hamlet, Draumur á Jónsmessu-
nótt og Þar sem Djöflaeyjan rís.
„Eg hef starfað mikið með sömu
leikstjórunum. Það hefur sína kosti
að vinna með sama hópnum þvi við
þekkjum inn á hvor annan eftir langt
samstarf,“ segir Grétar.
Leikhúsið er sam-
vinna
Starf myndlistarmannsins og leik-
myndahöfundarins er afar ólíkt.
„Myndlistarmaðurinn er einn á
sinni vinnustofu dögum saman og
skapar sitt verk einn og óháður,"
segir Grétar. „Leikmyndahöfundur-
inn er í sambandi við marga og verð-
ur að fara mihiveginn í öllum
ákvöröuiiuttl. Leikhúsið er mikil
samvinna og mikil orka fer í öll sam-
skipti. Ég er hins vegar svo mikh
félagsvera að lífið í leikhúsinu með
leikhúsfólkinu gefur mér mjög mik-
iö.“
Hugmyndagerjun yfir
leikmynd
Það er löng leið frá hugmynd leik-
myndateiknarans þar til leikmyndin
birtist áhorfandanum. Við sögu
koma smiðir, málarar, saumakonur
og fleiri. Myndlistarmaðurinn hins
vegar velur sinn efnivið, vinnur úr
sinni hugmynd og tengist sínu verki
sem einstaklingur.
„Þrátt fyrir þaö á ég ekki í neinum
erfiðleikum með að samræma þetta
tvennt. Leikmyndagerðin er tarna-
vinna í þrjá th sex mánuði sam-
fleytt. Á lokastiginu er minni vinnu
að mestu lokið og þá er ég í smáfrá-
gangi. Oftast er ég þá kominn með
einhverjar hugmyndir fyrir mig í
kollinn sem ég get einbeitt mér að
um tíma. Það má segja að hvort um
sig bæti hitt upp hugmyndalega séð,“
segir Grétar.
Leikmyndin hjálpar
eða heftir
Verðlaunaleikmynd Grétars er
töluvert í ætt við myndverkin hans.
Sviðið er hringlaga hóll sem ein-
kennist af járni, dökkum litum og
vatni til að túlka megininntak leik-
ritsins. Hann byrjaði á að lesa bók-
ina, las síðan leikgerðina og vann
síðan úr hugmyndinni. „Leikmyndin
á að vinna með leikaranum og um
leið ræður hún miklu um andrúms-
loft sýningarinnar. Hún getur hjálp-
að leikaranum til að svifa inn á sviö-
ið eða hreinlega heft hreyfingar
hans,“ segir Grétar.
„Stundum hleður ein lítil hugmynd
utan á sig og verður allt öðruvísi í
lokaútfærslu en það kemur fyrir að
ég dett niður á hugmynd strax sem
tekur litlum breytingum í meðfórum.
Meðan verið er að lesa leikritið og
spjalla um það er undirmeðvitund
mín að vinna. Eins er með skúlptúr-
inn, hugmynd fæðist og síðan er að-
eins frágángsvinna að koma henni í
formið. En skúlptúrinn lýtur sínum
eigin lögmálum óháð öðru en það
gerir leikmyndin ekki þó hún hafi
skúlptúrísk form. Leikmyndin er
ekkert án leikarans.“
Hugmyndalistin er
hvetjandi
Myndhstarmaðurinn Grétar hefur
líka mikið fyrir stafni. Á síðasta ári
bauðst honum að starfa í Þýskalandi
en það boð var í tengslum við opin-
bera heimsókn forseta íslands til
Þýskalands. Hann hélt einnig einka-
sýningu í Nýhöfn og sýndi þar mál-
verk og teikningar.
Grétar er fæddur áriö 1957 og
stundaöi nám í Myndlista- og hand-
íðaskólanum á árunum 1974 til 1978.
„Þetta var ákaflega skemmthegur
tími og mikið aö gerast í myndlist-
inni, Nýhstadeildih ygr stofnuð og
hugmyndalistin fékk byr undir báða
vængi. Kannski bý ég að þessari hug-
myndalist að einhverju leyti í leik-
húsinu,“ segir Grétar. „Það má nefna
þaö að menningarverölaunahafi DV
í myndlist, Kristján Guðmundsson,
er einn af frumkvöðlunum í hug-
myndalist hérlendis og mér finnst
hann virkilega vel að verðlaununum
kominn."
Gróska í íslensku
leikhúslífi
Grétar segir að mikh gróska hafi
verið í íslensku leikhúslífi undanfar-
in ár. „Leikhúsið býður upp á stór-
kostlega möguleika og stundum
fmnst mér að það sé rétt byrjað að
ganga og tala. Ög meðan gróskan er
til staðar og mér gengur vel þar inn-
an dyra held ég áfram að vinna við
leikhús. Sá sem er að gera eitthvað
fyrir sjálfan sig er jafnframt að gera
það besta fyrir áhorfendur," segir
Grétar Reynisson sem hlaut Menn-
ingarverðlaun DV fyrir lehdist. -JJ