Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Qupperneq 29
L&lí Gt'tílD&GÍÍR': 24f íBE8RlMS‘ 1&90. 37 DV Handbolti unglinga Enn vinna Ví kingar - aðeins tvö lið komast ekki í úrslit andstæðingum sínum í 1. deild 2. flokks kvenna nokkuð örugglega um síðustu helgi en keppnin fór fram í Valsheimilinu. Ekkert hð virðist geta ógnað veldi þeirra á toppi deildarinn- ar en Víkingsstúlkumar hafa í þrí- gang orðið dehdarmeistarar í vetur. Baráttan um önnur sæti virðist hins vegar ætla að verða mun jafnari og meira spennandi. Grótta tryggði Umsjón Ocíi ~ Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson sér þó annað sæti 1. deildar án telj- andi erfiðleika að þessu sinni er Gróttustúlkumar unnu alla and- stæðinga sína nema Víking. Úrslit í leikjum Gróttu benda þó th þess að önnur lið geti hæglega borið sigurorð af þeim og ljóst að keppni til úrslita verður jöfn og spennandi. ÍBK tryggði sér þriðja sætiö með því að vinna auk Fram og FH lið KR sem varð að gera sér fjórða sætiö að góðu. Fram varð í flmmta sæti en Fram- stúlkumar unnu FH og töpuðu öðr- um leikjum sínum. FH tapaði hins vegar öllum leikjum sínum í 1. dehd að þessu sinni og má þakka fyrir að þessi umferð hefur engin áhrif 1. dehdar liðin í úrslita- keppninni Fjögur lið í 2. dehd börðust um tvö laus sæti í úrslitum og vann lið Stjörnunnar, sem féh óvænt í 2. deild í síöustu umferð, nokkuð létta sigra að þessu sinni og sannaöi að það á heima meðal bestu liðanna. Ásamt Stjörnunni unnu Hauka- ' s— shtum með því að vinna bæði UMFA og ÍR. Keppni í 2. flokki kvenna bar nokkurn keim af yfirburðum Víkinga í þessum aldursflokki og unnu þeir alla andstæðinga sina auðveldlega. Grótta varð I óðru sæti og hér sjást Gróttustúlkur sækja að marki FH um helgina. Framarar sigruðu í lokakeppni 1. deildar 4. flokks kvenna. Hér er eitt marka Framara í uppsigiingu. Deildarkeppni 4. flokks kvenna lokið - úrslitakeppnin verður í Vestmannaeyjum 14. flokki kvenna er deildarkeppn- inni nú lokið og er það orðið ljóst hvaða átta lið leika til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn. í 1. deild, sem leikin var í Selja- skóla, komu Fram-stelpurnar mjög á óvart og unnu alla leiki sína nema einn en þær gerðu eitt jafntefli. Fram fékk því 9 stig. Grótta varð í öðru sæti með 7 stig. Haukar, sem nánast hafa verið ósigrandi í þessum flokki, urðu að láta sér nægja að vera í 3.-5. sæti ásamt KR og FH. Þessi lið fengu öll 4 stig. UBK varð neðst með 2 stig. Þessi Uð höíöu öll tryggt sér sæti í úrslitakeppninni áöur en þessi törn fór fram. Víkingurog ÍBV í úrslit Víkingur og ÍBV urðu efst í 2. deild- inni og tryggðu sér þar með þau tvö sæti sem laus voru í úrslitunum. Ekki tókst að afla upplýsinga um önnur úrsht í 2. deild en það er ljóst að þessi átta lið leika um íslands- meistaratitilinn í Vestmannaeyjum dagana 22.-25. mars næstkomandi. Það er næsta víst að allt getur gerst í þessum flokki og ómögulegt er að spá um úrslit fyrirfram. Öll liðin viröast geta unnið hvert annað. 2. flokkur karla: Þriðji deildarmeist- aratitill Stjömunnar Stjörnupiltarnir í 2. flokki karla báru sigur úr býtum í 1. deild í þriðja skiptið í jafnmörgum umferöum um síðustu helgi og verða þeir aö teljast líklegir til þess að halda íslands- meistaratithnum í 2. flokki karla en þeir eru núverandi íslandsmeistarar. Keppni í 1. deild var þrátt fyrir sig- ur Stjörnunnar mjög jöfn og spenn- andi og það var ekki fyrr en í síðustu umferðinni að röð hða varð ljós. Stjarnan bar sigur úr býtum í deildinni eins og áður sagði en Val- ur, FH og Fram veittu Stjörnunni hvað hörðustu keppnina. Valsmenn og FH-ingar misstu af tækifæri th að hreppa efsta sætið með því að gera jafntefli í innbyrðisleik sem var mjög skemmtilegur á að horfa. Viö þessi úrslit eygðu Framarar möguleika á efsta sætinu með því að sigra Stjörnuna og er rúmar fjórar mínútur voru tii leiksloka virtist aht stefna í sigur Framara sem höfðu þriggja marka forystu en bráðlæti varð þeim að falli og gengu Stjörnu- menn á lagið, komust yfir og tryggðu sér efsta sæti deildarinnar. Framarar urðu hins vegar að gera sér fjórða sætið að góðu en Valur og FH urðu jöfn að stigum í öðru th þriðja sæti. Grótta varð í flmmta sæti og ÍBV í sjötta sæti. Lið KR kom nokkuð á eftir þessum liðum og urðu þeir að gera sér að góðu að faha í 2. deild og leika þeir því ekki í úrshtum í vor. Baráttan um tvö efstu sæti 2. dehd- ar, og þar með þátttökurétt til þess að leika í úrshtum, stóð á mhli ÍR, Hauka og Víkings. Slæm byrjun Víkinga í fyrstu leikj- um sínum um helgina gerði út um vonir þeirra til að hreppa sætin eftir- sóttu og voru það þvi ÍR og Haukar sem tryggðu sér tvö efstu sætin. 4. flokkur karla: Átta lið búin að tryggja sér sæti í úrslitunum Um síðustu helgi var leikin loka- törnin fyrir úrshtin í 4. flokki karla. Sex hð höfðu þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan var hörð um þau tvö sæti sem eftir voru. Það vekur athygh að HSÍ og KSÍ, tvö stærstu sérsamböndin, skuli þurfa að hafa íslandsmót um sömu helgi hjá sama aldursflokki, slíkt hlýtur að vera hægt að seinja um svo ekki þurfi að koma til árekstra sem raun- in varð á. Valsmenn héldu áfram sigurgöngu sinni og unnu 1. deildina. FH varð í 2. sæti og Stjarnan í 3. sæti. Víkingar lentu í 4. sæti og KR í 5. sæti. Reynir varð í neðsta sæti en þessi sex hð höfðu öh tryggt sér sæti í úrslitun- um. Týrog Þór Ak. komust úrslitin Baráttan var hins vegar mjög hörð í 2. deildinni um þau tvö sæti voru laus. Það fór þó svo að lokum að Týr og Þór Ak. tryggðu sér þessi tvö eftir- sóttu sæti eftir mikla baráttu við Gróttu og Fram. UBK lenti í 5. sæti og ÍA í 6. sæti. Selfoss rak svo lestina í 2. deildinni. Þessi 5. lið, sem ekki komust áfram, leika í B-úrslitum. Þessi lokaumferð fór fram á Akra- nesi og voru heimamenn með um- sjón og eftir þeim upplýsingum sem DV hefur aflað sér var dómgæslan hjá þeim mjög slök og virtust þeir ráða hla við verkefnið. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar úrshtin verða en þau verða dagana 22. th 25. mars næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.