Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Side 41
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990.
1
Ford F 250 XLT Super Cab 1988 4x4,
7,3; dísil, ný 33" dekk á krómfelgum,
nýtt pallhús, rauður og hvítur, glæsi-
legur bíll. Uppl. í síma 624945.
VW bjalla ’72, ekin 48 þús. km, vél í
mjög góðu lagi, skoð. ’90, einn eigandi
(ömmubíll). Verðhugmynd 30 þús.
Uppl. í síma 15857.
Pontiac Grand Prix, árg. 1985, til sölu.
Fallegur bíll. Uppí. í síma 91-51899.
Nýjar
spumingar
um kynlíf
og hjónaband
Úrval
tímarit fyrir alla
Smáauglýsingax
■ Ymislegt
SMÍDADU
KASSABÍL.
Fót- og/eða rafknúinn, settur saman úr
venjulegum reiðhjólahlutum. Gaman
að smíða og keyra. Fullkomnar smíða-
teikningar og leiðbeiningar. Kr. 1.200.
Uppl. í síma 91-623606 kl. 16-20. Send-
um í póstkröfu. Geymið auglýsinguna.
Golfarar. Æfingatækið komið aftur,
pantanir óskast sóttar. Æfið í bíl-
skúrnum í vetur, í garðinum í sumar.
Sendum í póstkröfu. Verð kr: 9.950.-.
Rafborg sf., Rauðarástíg 1. S: 622130.
Snóker i Snókerhöllinni.
Ballskák hf. auglýsir: Viðskiptavinir
ath. Erum flutt í glæsileg salarkynni
að Grensásvegi 14 (inngangur í enda
bakhúss). Kynningarafsláttur, verið
velkomin. Ballskák hf., Snókerhöllin,
Grensásvegi 14, sími 91-31250.
49
_______________________________________Kvikmyndir
Bíóborgin - Þegar Harry hitti Sally: **v
Hefðbundnir karl-
rembubrandarar
Harry er bölsýnn stjórnmálaráð-
gjafi sem telur að útilokað sé fyrir
karlmann og konu að vera vinir
án þess að þau soíi saman. Vin-
skapur hans við Sally, blaðakonu
með fullkomnunaráráttu, þróast í
11 ár og 3 mánuði áður en óhappið
verður. Þau lenda saman í rúmið
og hvað er þá til ráða. Gengur lost-
inn af vinskapnum dauðum eða
hvað?
Þetta er viðfangsefni myndarinn-
ar When Harry met Sally sem nú
er sýnd í Bíóborginni við góða að-
sókn eins og í Ameríku. Þetta er
sögö vera rómantísk gamanmynd
og má til sanns vegar færa. Hér eru
dregnar upp kímilegar myndir af
fólki sem stendur í nánum sam-
skiptum en forðast samt of náin
kynni. Sum atriöi eru jafnvel drep-
fyndin og koma öllum sem ein-
hvem tíma hafa skipt sér af gang-
stæða kyninu kunnuglega fyrir
sjónir.
Billy Crystal, sem leikur Harry,
varð fyrst frægur fyrir að leika
homma í sjónvarpsþáttunum Löð-
ur. Hann er góður leikari og túlkar
vel einmanaleik og sálarkreppu
Harrys. Sally er andstæða hans að
mörgu leyti, sérvitur og hóflega
siðavönd og Meg Ryan gerir henni
góð skil.
Hitt er svo annað mál að tilvistar-
kreppa þeirra beggja á rót sína að
Harry og Sally eru vinir og óvinir
skriða saman í rúmið.
rekja til samskiptakerfis sem am-
erískir hafa sín í milli. Þar tíðkast
hin endalausu stefnumót á veit-
ingastöðum sem undanfari nánari
kynna, öfugt við makaleit íslenskra
í áfengisþoku reykmettaðra dans-
staöa. Fyrir vikið verða vandamál
þeirra léttvæg og kreppan ristir
aldrei djúpt, enda er það greinilega
ekki ætlun leikstjórans Rob Rein-
ers. Hann og handritshöfundurinn
Nora Ephron vilja greinilega frem-
ur skemmta fólki með hefðbundn-
um karlrembubröndurum en vekja
11 ár og 3 mánuði áður en þau
það til umhugsunar.
Myndin kemst á endanum að
þeirri gamaldags niöurstöðu að
vinskapur karls og konu endi ávallt
í láréttri stöðu í rúminu. Þau skila-
boð fara fyrir ofan garð og neðan
hjá ungum íslenskum bíógestum.
Páll Asgeirsson
When Harry met Sally - amerísk.
Leikstjóri: Rob Reiner.
Höfundur handrits: Nora Ephron.
Aðalhlutverk: Billy Crystal, Meg Ryan,
Carrie Fisher og Bruno Kirby.
Andlát
Ólafur Jónsson, Sólvöllum 7, Akur-
eyri, andaðist á Dvalarheimilinu
Hlíð 22. febrúar.
Guðrún Dagbjartsdóttir frá Ásgarði,
Ásabraut 11, Grindavík, er látin.
Messur
Laugardagur:
Grensáskirkja: Biblíulestur og bæna-
stund í dag kl. 10.
Laugarneskirkja: Bollukaffi sóknar-
nefndarinnar hefst í safnaðarheimili
kirkjunnar í dag, laugardag, kl. 15. Á
morgun, sunnudag, verður selt bollukaffi
eftir messu. Fólk getur einnig keypt boll-
ur og tekið með sér heim.
Neskirkja: Félagsstarf aldraðra: Sam-
verustund í dag, laugardag, í safnaðarsal
kirkjunnar kl. 15. ísleifur Jónsson segir
frá kynnum sínum af Afríku og sýnir
þaðan myndir. Munið kirkjubílinn.
Sunnudagur:
Árbæjarkirkja: Æskulýðsfundur sunnu-
dagskvöld kl. 20..
Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur
mánudagskvöld kl. 20.30.
Hallgrímskirkja: Tónleikar Listvinafé-
lags Hallgrimskirkju kl. 20. Olaf Anton
Tommesen, verðlaimatónskáld Norður-
landaráðs 1989, kynnir verk sín.
Hjallaprestakall: Opið hús í kvöld að
Lyngheiði 21. Fermingarbörn úr Digra-
nes- og Snælandsskólum eru velkomin.
Neskirkja: Mánudag: Bamastarf 12 ára
kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri
kl. 19.30. Þriðjudag kl. 10-12 verður opið
hús fyrir mæður og börn þeirra.
Seljakirkja: Barna- og æskulýðsstarf:
Fundur hjá KFUK mánudag, yngri stúlk-
ur kl. 17.30, eldri stúlkur kl. 18.30. Fundur
í Æskulýðsfélaginu Sela mánudagskvöld
kl. 20.
Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfundur
mánudag kl. 20.
Tilkyimingar
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund fimmtudaginn 1. mars kl.
20.30 að Laufásvegi 13. Gestur fundarins
verður Örn Svavarsson frá Heilsuhús-
inu. Kafiiveitingar.
Frítt helgarnámskeið í
jóga og sjálfsvitund
Um þessa helgi mun Sri Chinmoy setrið
gangast fyrir námskeiði í jóga og hug-
leiðslu í Amagarði þar sem kenna mun
ýmissa grasa. Farið verður í margs konar
slökunar og einbeitingaræfmgar jafn-
framt því sem hugleiðsla er kynnt sem
áhrifamikil aðferð til meiri og betri ár-
angurs í starfi og aukinnar fullnægju í
daglegu lífi. Námskeiðið er ókeypis og
öllum opið og er eins og áður sagði hald-
ið í Árnagarði. Þaö er í sex hlutum og
byrjar fyrsti hlutinn í kvöld kl. 20. Frek-
ari upplýsingar er hægt að fá í síma 13970.
Kynning á verkum
Arnars Herbertssonar
Félag íslenskra myndhstarmanna stend-
ur fyrir kynningu á verkum Amars Her-
bertssonar í sýningarsal félagsins að
Garöastræti 6. Langt er Uðiö síðan Arnar
hélt sína síðustu einkasýningu en hann
hefur margoft tekið þátt í samsýningum
og hefur verið starfandi listamaður allt
frá árinu 1967. Með þessari kyrmingu vill
FÍM auðsýna listamanninum viðurkenn-
ingu og vekja athygh á verkum hans.
Kynningin stendur til 6. mars.
Fundur um nýtt álver við
Straumsvík
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði
gengst fyrir fundi sunnudaginn 25. febrú-
ar kl. 16 í veitingahúsinu Gafl-Inn. Fund-
arefnið er nýtt álver í Hafnarfirði. Fmm-
mælendur á fundinum verða Friðrik Sop-
husson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, og
Jóhann G. Bergþórsson bæjarfuUtrúi.
Fundarstjóri verður Pétur Rafnsson.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Munið aöalfundinn í Félagsheimilinu í
dag kl. 14.
Félag eldri borgara
Aöalfundur Félags eldri borgara verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu á morgun,
sunnudag, 25. febrúar kl. 13.30. Félagar,
mætið vel. Lokað verður í Goðheimum á
sunnudag en opnað kl. 20 fyrir dans.
Styrktartónleikar
Rikshaw
Hljómsveitin Rikshaw heldur sína árlegu
styrktartónleika í tónleikasal Lækjar-
tungls í kvöld, 24. febrúar, kl. 23. Á efnis-
skrá hljómsveitarinnar verður víða leit-
að fanga og má þar heyra bæði ný og
áður óflutt lög í bland við eldri gullkorn.
Allir velunnarar eru hvattir til að mæta
á þessa síðustu tónleika sveitarinnar.
Hljómsveitina skipa nú þeir Sigfús Ótt-
arsson, Sigurður Gröndal, Ingólfur Guð-
jónsson, Björn Jr. Friöbjörnsson og Ric-
hard Scobie.
Skíðastafir töpuðust
í Bláfjöllum
Sl. miðvikudagskvöld töpuðust silfraöir
og bláir skíðastafir í Bláfjöllum. Stafirnir
eru merktir Birki og símanúmeri. Hugs-
anlegt er að einhver hafi tekið þá í mis-
gripum því aðrir stafir voru skildir eftir.
Sá sem hefur stafma undir höndum er
vinsamlegast beöinn að hringja í síma
42723.
Fréttir
513 þúsund lestir
komnar á land
- hluti loðnunnar kominn að hrygningu
Loðnuveiðamar:
Nú er loðnu landað á hverjum þeim stað sem hefur yfir að ráða loðnu-
bræðslu, eða „gullverksmiðju" eins og sumir kalla þær á loðnuvertið og
láta alla vita af starfsemi sinni með hinni alþekktu „peningalykt”. DV-mynd S
Ekkert lát er á hinni ágætu loðnu-
veiði sem staðið hefur látlaust yfir
frá áramótum. Á land eru komnar
513 þúsund lestir. Heiidarkvótinn er
kominn i 730 þúsund lestir. Kvóti
íslendinga var 662 þúsund lestir. Síð-
an var keyptur 31 þúsund lesta kvóti
frá Grænlandi og loks bætast við 37
þúsund lestir sem Norðmenn áttu en
tókst ekki að veiða áður en norsku
þátarnir hættu veiðum á íslandsmið-
um.
Nokkuð hefur hægt á veiðunum
undanfarið vegna þess hve margir
bátar veiða loðnu í frystingu og taka
þá mun minna magn í hverjum túr
en þegar veitt er til bræðslu. Eins
dregur það úr veiðum að skipin þurfa
að sigla með aflann til Austfjarða-
hafna og líka norður fyrir land til
Raufarhafnar og Siglufjarðar. Og
eins er siglt vestur fyrir til Bolungar-
víkur.
Vegna frystingarinnar er lítið sem
ekkert þróarrými í Reykjavík, Akra-
nesi og í Vestmannaeyjum.
Loðnan heldur sig aðallega á
tveimur stöðum um þessar mundir,
annars vegar í Meðallandsþug og
hins vegar við Reykjanes. Loðnan,
sem bátarnir eru aö veiða við Reykja-
nes, er komin með 21 prósent
hrognafyllingu. Því er ekki eftir
nema um eða innan við ein vika í
hrygningu.
Fyrir um það bil viku voru þátar
að veiða loðnu við Vestmannaeyjar
og var hún með 15 prósent hrogna-
fyllingu. Hún hvarf og eru menn að
gera því skóna að nú hafi henni sko-
tið upp við Reykjanes. Sumir draga
það þó í efa þar sem hrognafyllingin
eykst ekki nema um 1,5 prósent á
viku. Því er ekki ljóst hvaðan sú
loðna er komin sem heldur sig á
hrygningarslóð við Reykjanes.
Um leiö og það gerist upp úr miðri
næstu viku hefst hrognataka og
frysting þeirra fyrir Japansmarkað.
-S.dór