Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
l ;■ 'Á ’L ' 1 ■ 1' -1 " t
Fréttir
Ríkisábyrgð fyrir fiskeldi veldur deilu meðal stjórnarliða:
Ólafur Ragnar hótaði að
draga frumvarpið til baka
Hart er nú deilt um ríkisábyrgð til fiskeldisfyrirtækja en hugmyndin er sú
að nýr ríkisábyrgðasjóður hafi heimild til að veita fyrirtækjunum verulega
ríkisábyrgð á lán. DV-mynd KAE
Stjórnarfrumvarp um heimild til
ríkisábyrgðar á lán til fiskeldis hefur
orsakað harðvítuga deilu á meðal
stjómarliða en frumvarpið er á leið
til annarrar umræðu á þingi. Vegna
deilu stjórnarhða var hætt við um-
ræðu um málið í neðri deild í gær.
Það er Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra sem leggur frum-
varpið fram og samkvæmt heimild-
um DV hefur hann hótað að draga
frumvarpið til baka frekar en að láta
það koma til meðferðar eins og það
kom frá Fjárhags- og viöskiptanefnd
neðri deildar Alþingis. Mun fjár-
málaráðherra ekki hafa verið
spenntur fyrir hugmyndinni í upp-
hafi þannig að stuðningsmenn frum-
varpsins óttast að það verði ekki
samþykkt í kjölfar klofningsins.
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
Stjórnarandstæðingar til
liðs við Guðmund
Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til
málsins og myndaðist nýr meirihluti
í nefndinni þegar Guðmundur G.
Þórarinsson, þingmaður framsókn-
armanna, skrifaði undir nefndarálit
stjómarandstæðinganna Friðriks
Sophussonar, Matthíasar Bjamason-
ar og Þórhildar Þorleifsdóttur.
Meirihlutinn ákvað að hækka
ákvæði um heimild til ríkisábyrgöar
upp í 50% úr 37,5% en þannig var
búið að semja um málið í ríkisstjóm.
Því hefur reyndar verið haldið fram
að Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra hefði viljað hærri
ábyrgð en undir hann falla íiskeld-
ismál. Einnig mun hann hafa viljað
breyta ábyrgðarákvæöum þannig að
sjóðurinn gæti veitt sjálfsskuldar-
ábyrgð.
Þá er einnig lagt til að lengja
ábyrgðartímann úr 6 árum upp í 8 ár.
Kunna stjórriarhðar í Alþýðuflokki
og Alþýðubandalagi Guðmundi litla
þökk fyrir en hann er sem kunnugt
er formaður Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva. Sagði Guð-
mundur að í nágrannalöndunum
væra slíkar ábyrgðir til fiskeldis allt
upp í 75% og nefndi hann til Noreg.
Að sögn Ragnars Amalds, sem átti
hlut að minnihlutaáliti ásamt Jóni
Sæmundi Sigurjónssyni og Páli Pét-
urssyni, er verið að flytja mikla
áhættu til ríkissjóðs með þessum
hætti en ekkert þak er.á því hve há
ríkisábyrgðin verður í heildina.
„Guðmundur átti að víkja“
„Auðvitað er Guðmundur bullandi
hagsmunaraðih í þessu máh og hann
ætti í raun að víkja sæti. Ég man
ekki eftir svipuðu dæmi um að hags-
munaaðih sitji í þessari aðstöðu,"
sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson,
þingmaöur Alþýðuflokksins, en
hann sagðist ekki hafa trú á að álit
meirihlutans fengi samþykki Al-
þingis.
Jón sagði að hann hefði þá trú að
það væri hægt að bjarga fiskeldis-
fyrirtækjum með þeirri fyrirgreiðslu
sem felst í 37,5% ábyrgð. Ef hún
væri hækkuð væri einfaldlega verið
að sópa öhum vandanum inn undir
ríkissjóð.
Neitar hagsmunaárekstrum
„Mér finnst það alveg gjörsamlega
fráleitt að halda því fram að hér sé
um hagsmunaárekstra að ræða hjá
mér. Ég hef verið þeirrar skoðunar
að Alþingi íslendinga eigi að endur-
spegla þjóðlífið. Menn kæmu sem
víöast að og heíðu reynslu á sem
flestum sviðum," sagði Guðmundur
G. Þórarinsson. Hann sagðist eiga
um 10% í fiskeldisfyrirtæki en það
væri ekki meiri eign en víða mætti
finna meðal alþingismanna. Þá er
Guðmundur formaður landssam-
bands fiskeldismanna eins og áður
var getið.
„Hér eru útgerðarmenn sem taka
þátt í atkvæðagreiðslu um fiskveiði-
stefnuna og öllu því sem þar er um
að ræða. Hér em fjölmargir bændur
sem taka þátt í afgreiöslu á land-
búnaðarstefnunni, svo sem um nið-
urgreiðslur og útflutningsuppbætur.
Við höfum jafnvel hér inni verka-
lýðsforingja sem taka þátt í af-
greiðslu á hliðarráðstöfunum vegna
kjarasamninga og svona má lengi
telja,“ sagði Guðmundur.
Deilt um stjórnina
Miklar deilur hafa staöið um
hvernig á að skipa í stjórn hins nýja
ábyrgðasjóðs en í frumvarpi fjár-
málaráðherra er gert ráð fyrir að
hann skipi alla þrjá stjórnarmenn-
ina. Kratar vom hins vegar með
hugmyndir um að viðskipta- og land-
búnaðarráherra fengju að skipa einn
hvor og fjármálaráðherra skipaöi
síðan formann nefndarinnar. Það gat
fjármálaráðherra ekki sætt sig við
og vildi hann ekki dreifa stjórninni
á fleiri aðila.
Ábyrgð upp á tvo milljarða
Það var furðu erfitt að fá skýr svör
um það hvert umfang ríkisábyrgð-
anna á að vera en sú hlið málsins
mun ekki hafa verið rædd í fjárhags-
og viðskiptanefnd.
Tryggingasjóður fiskeldislána hef-
ur heimild til einfaldrar ábyrgðar
upp á 1.800 milljónir og hafa 300 til
400 milljónir af því verið nýttar. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem DV hefur
aflað sér, er gert ráð fyrir að ríkis-
ábyrgðir hins nýja sjóðs gætu orðið
hátt í tvo milljaröa króna.
HvalfjarðargÖng:
Afgreiðir stjórn-
in frumvarp
í vikulokin?
Áhugamenn um jarðgöng undir
Hvalfjörðerunúorðnirlangeygír
eftir afgreiðslu ríkisstjórnarinn-
ar á málinu en til að hægt verði
að hefja rannsóknir í ár þarf að
liggja fyrir lagafrumvarp þar að
lútandi.
Að sögn Gísla Gíslasonar, bæj-
arstjóra á Akranesi, era menn að
vonast til þess að rikisstjómin
afgreiöi lagafrumvarp sem heim-
ili rannsóknir á fóstudaginn
þannig aö hægt veröi að senda
málið til þingflokkanna. Gísli
sagði að það væri úrslitaatriði
fyrir framkvæmd málsins að það
tækist aö afgreiöa þetta framvarp
en nú þegar má greina óþreyju
hjá mönnum.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Járnblendi-
félagsins á Grundartanga, er að-
staða félagsins töluvert frábrugð-
in því sem hún var i fyrra þegar
tillögumar voru lagðar fram.
Sagði Jón að þá hefði verið veru-
legur rekstrarhagnaður hjá fé-
laginu og það því haft fjármagn
aflögu til að ráðast í Hvalfjarðar-
göngin. Því væri ekki að heilsa í
ár enda hefði orðið nokkurt verð-
fall á framleiðslu verksmiðjunn-
ar.
Það er einnig Ijóst að rekstrar-
staða Sementsverksmiðjunnar er
breytt en þar hefur einnig orðið
umsnúningur til hins verra. Se-
mentsverksmiðjan ætlaði ásamt
íslenska jámblendifélaginu að
eiga stóran hlut í væntanlegu
gangafyrirtæki.
Samkvæmt heinúldum DV mun
þó enn vera rajög mikill áhugi bjá
þessum fyrírtækjum enda hefur
verið reiknað út að arðsemi gang-
anna veröur mikú. Menn hafa þó
áhyggjur af því aö Hvalíjarðar-
göngin blandist of inn í umræðu
um Vestfjarðargöng sem sam-
gönguráðherra hefur mikinn
áhuga á.
Það er skoðun Vestlendinga að
um þessi tvenn jarðgöng eigi ekki
að fjalla á sama grunni.
Á meöan Hvalljarðargöngin
mælist meö veralega arösemi séu
VestQarðagöngin fyrst og fremst
byggöamál.
-SMJ
í dag mælir Dagfari_____________
Allt samkvæmt áætlun
íslenska þjóðin hefur verið að reyta
hár sitt fyrir framan sjónvarpstæk-
in að undanfomu og skammast út
í frammistöðu strákaima okkar í
handboltakeppninni. Ótíndur al-
menningur, sem þykist allt í einu
hafa vit á þessari göfugu íþrótt,
hefur nú frammi alls kyns ótíma-
bærar og vanhugsaðar fullyrðingar
um orsakirnir fyrir því að strák-
amir okkar tapa leik eftir leik.
Sumir segja það dómuranum að
kenna og aðrir segja það mark-
vörðum hinna liöanna að kenna,
sem má svo sem til sanns vegar
færa að svona menn eiga hvorki
að dæma né veija ef þeir þurfa að
þvælast fyrir strákunum okkar.
Aðrir segja að liðið sé án leikskipu-
lags og einstakir liðsmenn séu að
bregðast skyldum sínum gagnvart
íslensku þjóðinni og svo virðast
allir vera sammála um það að mar-
kvarslan sé fyrir neðan allar hellur
í okkar liði.
Svona láta menn dæluna ganga
og Dagfari sá haft eftir einum sér-
fræðingi í handbolta að „fótavinn-
an væri ekki í lagi, sérstaklega til
hliðar". Nú hefur Dagfari alltaf
haldiö að handbolti gengi út á það
að henda boltanum með höndun-
um en ef það hefur verið eitthvert
herbragð hjá strákunum okkar að
nota fæturna þá skilur maður það
vel að það komi bæði okkar mönn-
um og andstæðingunum í opna
skjöldu ef strákarnir okkar gleyma
fótavinnunni til hliöar og nota ein-
göngu hendurnar.
Dagfari getur hins vegar lýst því
yfir að það er hvorki fótavinnan
né markvarslan sem hefur brugðist
í þessari heimsmeistarakeppni.
Takmark okkar íslendinga hefur
allan tímann verið það eitt að ná
sæti til að komast á ólympíuleikana
eftir tvö ár og næstu heimsmeist-
arakeppni eftir þrjú ár. Þessi
keppni í Tékkóslóvakíu er algert
aukaatriði og hefur engan annan
tilgang fyrir strákana okkar en
þann að tryggja þátttöku í næstu
keppnum. Dagfari hefur ekki
ómerkari mann en formann Hand-
knattleikssambandsins fyrir þessu
takmarki. Það voru hans síðustu
orð áður en hann gekk upp í flug-
vélina til Tékkó að takmarltið væri
að komast á næstu ólympíuleika.
Það fór ekkert á milli mála.
íslenska liðinu hefur ekki verið
uppálagt að sigra í leikjum sínum.
Ósigramir auka nefnilega líkurnar
á því að strákarnir okkar nái því
takmarki að komast á ólympíu-
leika. Fróðir menn hafa útskýrt að
níunda sætið gefi þátttökurétt á
ólympíuleikum og hvers vegna
ættu menn þá að vera streitast við
að sigra leiki í jafnómerkilegri
keppni og heimsmeistarakeppni
fyrir austan járntjald þegar hitt er
miklu mikilvægara að vera með á
ólympíuleikum. Níunda sætið er
það sæti sem strákarnir okkar
keppa aö og raunar gefur tíunda
sætið líka von um ólympíuþátt-
töku.
Menn taka líka eftir því að eftir
því sem ísland tapar fleiri leikum
því meir eykst spennan og hún er
raunar orðin óþolandi mikil. Við
höfum nálgast níunda sætið hratt
og örugglega og töpin era hður í
þeirri hemaðaráætlun. Hvers
vegna skyldu menn vera aö kepp-
ast um að sigra í leikjum sem færa
þá aðeins fjær níunda sætinu? Til
hvers ættu menn að vera leggja það
á sig að skora fleiri mörk eða veija
fleiri skot þegar þaö leiddi til þess
eins að strákarnir okkar færðust
ofar í töfluröðinni?
Það er í þessu ljósi sem íslenska
þjóðin verður að skoða úrslitin frá
Tékkó. Þegar Bodan keyrir áfram
á sömu mönnunum í leik eftir leik,
þegar hann passar upp á það að
breyta í engu frá sama sóknar-
leiknum og þegar Bodan stillir upp
markvörðum aftur og aftur, sem
ekki veija skot, er það tú þess aö
taka enga áhættu með níunda sæt-
ið. Töpin eru hður í skipulögðu
undanhaldi strákanna okkar frá
því að vinna leiki sem óþarfi er að
vinna.
í kvöld er hins vegar komið að
úrshtaleiknum um níunda sætið
og þá munu strákarnir okkar sýna
sitt rétta andlit. Og þá mun íslenska
þjóðin taka gleði sína á nýjan leik
pg strákamir okkar fljúga heim til
íslands sem sannar hetjur og frá-
bært lið sem uppfyllti þær óskir og
þær kröfur sem bæði formaður
Handknattleikssambandsins og ís-
lenskir áhugamenn gera tú þeirra.
Með sigri í kvöld næst það takmark
að fá að taka þátt í næstu ólympíu-
keppni. Nú er bara að duga eöa
drepast.
Dagfari