Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
Utlönd
Bretar mótmæla nefskatti
Lögregla í Bretlandi handtekur einn þeirra sem tóku þátt i mótmaelunum
gegn nefskattinu í gær. Slmamynd Reuter
Reíöum og óánægðum Bretum lenti saman viö lögreglu í borgum og
bæjum á Bretlandi i gær. Hundruö Breta tóku þátt í mótmælum víöa um
land í gær, þriðja daginn í röð, til að láta í ljósi óánægju sína með nýjan
skatt sem stjórnvöld hafa samþykkt. Skatturinn, sem er ákveðin upphæð
á hvert mannsbam eldra en átján ára, svokallaður nefskattur, tekur gildi
í Bretlandi og Wales um næstu mánaöamót. Hann hefur þegar verið inn-
leiddur í Skotlandi. Tugir manna víös vegar um Bretland hafa veriöhand-
teknir síöustu daga í mótmælum.
Hundruð tekin í gíslingu í Kólumbíu
Nærri þrjú hundruð manns hafa verið tekin i gislingu í Kólumbíu það
sem af er þessu ári. Meðal þeirra sem teknir haía veriö eru Fimm borgar-
stjórar og tveir dóraarar. Helsta ástæöa ránanna nú er aö truíla komandi
kosningar á sunnudag. íbúar Kólumbíu munu kjósa í bæjar- og sveitar-
stjómir auk héraðsþinga. Þá verður einnig ákveðið hver veröí forseta-
frambjóðandi stjómarflokksins, Frjálslynda flokksins, í forsetakosning-
unum þann 27. maí næstkomandi.
Alls hefur 279 manns veriö rænt þar þessa tvo fyrstu mánuöi ársíns,
að því er skýrslur lögreglu sýna.
Tyrkneskur blaðamaður myrtur
Einn þekktasti blaðamaöur Tyrk-
lands, Cetin Emec, var myrtur i
gær. Hann var skotinn til bana fyr-
ir framan hús sitt í Istanbul. Morö-
ingjarnir, sem vom að minnsta
kosti tveir, hafa ekki fundist og
hefur lögreglan fáar vísbendingar
um hverjir þeir em.
Turgut Özal, forseti 'Tyrklands,
hét því í gær að leit yrði hafm að
moröingjum Emeric og að þeir
yröu dregnirfyrir dóm. Ökumaöur
Emerics var einnig myrtur í árás-
inni á heimili blaðamannsins í gær.
Emeric var þekktur fyrir gagn-
rýni sína á múhameðska öfgatrú-
armenn og _ öfgahyggju á sviöi
stjórnmála. í sinni síðustu blaöa-
grein, sem birt var í gær, segist
hann óttast að til ofbeldis komi í
þjóðfélaginu vegna núverandi Eiginkona tyrkneska blaóamanns-
kringumstæðna. ins sem var myrtur i gær.
Simamynd Routcr
Jöfn barátta í Austur-Þýskalandi
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar um fylgi flokkanna í Aust-
ur-Þýskalandi, sem birtar voru í gær, hafa flokkur jafhaðarmanna og
kosningabandálag þriggja hægri flokka nærri jafhmikið fylgi. Flokkur
jafnaðarmanna fékk 34 prósent sem er mun minrta en hann hlaut í síð-
asta mánuði.en þá fékk hann alls 54 prósent atkvæða. Kosningabandalag
hægri flokka fékk í könnuninni alls 30 prósent en þaö er næstum helm-
ingi meira fylgi en það fékk í síðasta mánuði. Könnunin var gerð á vegum
Leipzig-stofnunarinnar.
Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands, sem missti valdaeinræöi sitt á
síðasta ári, jók aðeins fylgi sitt, úr þrettán prósentum í sautján.
Hjariagangrádur í kengúru
Læknar hafa sett þjartagangráð í miðaldra kengúru, Skippy, sem
dvalist hefur í dýragaröinum í San Francisco. Taliö er aö Skippy sé þar
meö fyrsta dýragarðsdýrið í heimi sem í er settur hjartagangráöur. .
Gangráðurinn var settur i hina sjö ára gömlu Skippy á mánudag og
voru þar þrír sérfræöingar þar að verki. Talsmaður dýragarðsins sagði
í gær aö hðan kengurunnar væri ágæt miðað við aðstæður.
Mannræningjar úti-
loka lausn gísla
Samtök múhameöstrúarmanna,
Byltingarsamtök réttlætis, tilkynntu
í gær að ekki mætti búast við frelsi
tveggja bandarískra gísla í Líbanon
ef ekki yröi komið til móts við kröfur
þeirra. Samtökin segjast vera meö í
haldi Bandaríkjamennina Joseph
James Cicippio og Edward Austin
Tracy.
Þau hafa farið fram á lausn íjögur
hundruð arabískra fanga og klerks-
ins Abdel-Karim Obeid sem gripinn
var af ísraelskum hermönnum í júlí
í fyrra. í ágúst í fyrra hótuðu samtök-
in að myrða Cicippio ef Obeid og
arabísku fangamir í ísrael yrðu ekki
látnir lausir. Þau drógu hótun sína
til baka fyrir tilstilli „vinveittra"
þjóða.
Ljóst þótti í gær að samtökin væru
að svara Rafsanjani, forseta írans,
sem hafði sagt að lausn á gísladeil-
unni væri í sjónmáli. Talsverð
spenna hefur ríkt vegna gíslamálsins
undanfarinn mánuð eftir að blaðið
Teheran Times í íran, sem er hliö-
hollt írönskum stjórnvöldum, hvatti
til skilyrðislausrar lausnar gíslanna.
Byltingarsamtök réttlætis létu í
gær mynd fylgja af Cicippio meö yfir-
lýsingu sinni sem afhent var dag-
blaöi í Beirút. Cicippio, sem var
kennari við bandaríska háskólann í
Beirút, var gripinn 12. september
1986. Hann er 59 ára gamall. Talið
er að vestrænu gíslarnir séu í haldi
í úthverfum í suðurhluta Beirút.
Reuter
Þessi mynd af bandariska gíslinum Joseph Cicippio var afhent dagblaði í
Beirút í gær ásamt yfiriýsingu mannræningja hans um að lausn tveggja
gisla þeirra væri ekki í sjónmáli nema gengið yrði að kröfum þeirra.
Simamynd Reuter
Sovéskir hermenn í Ungverjalandi:
Samkomulag í sjónmáli
Vamarmálaráðherra Ungverja-
lands, Ferenc Karpati, sagöi í gær
aö samningar Ungverja og Sovét-
manna um brottflutning sovéskra
hermanna yrðu undirritaðir á laug-
ardag. Snurða hljóp á þráðinn í við-
ræöum fulltrúa Ungverjalands og
Sovétríkjanna um sovésku her-
mennina í Ungverjalandi í síðustu
viku þar sem ekki náöist samkomu-
lag um tímasetningu brottflutnings-
ins. Sovétríkin kröfðust þess að síð-
asti maður færi eigi fyrr en í ágúst
1991.
í gær sagði Karpati aftur á móti að
fyrir lægi samkomulag í öllum
grundvallaratriðum. Hann kvaðst
bjartsýnn á samninga og sagði engin
ljón á veginu. Brottflutningur her-
mannanna hæfist innan örfárra daga
frá undirritun samnings, sagði ung-
verski vamarmálaráðherrann einn-
ig í gær.
Fyrr um daginn sagðist Ferenc
Somogyi, varautanríkisráðherra
Ungverjalands, vonast til að allir
sovéskir hermenn yrðu farnir frá
Ungverjalandi fyrir mitt ár 1991.
Hann virtist ekki eins bjartsýnn á
samkomulag um næstu helgi eins og
varnarmálaráðherrann. Somogyi
sagði að Ungverjar myndu undirrita
sáttamála um brottflutninginn á
laugardag ef Sovétmenn féllust á að
honum lyki eigi siðar en 30. júní 1991.
Reuter
Stefnuyfirlýsing Carlssons:
Fátt nýtt um
efnahagsaðgerðir
forsjá.
í fyrsta skipti eftir upplestur
stefnuyfirlýsingar forsætisráðherra
fóru fram umræður flokksleiðtoga. í
þeim var fyrst fjallað um efnahags-
vandann en ekki fór að hitna í kolun-
um fyrr en farið var að ræða inn-
byrðistengsl flokkanna og viðbrögð
þeirra við stjórnarkreppunni. Ingvar
Carlsson kynti undir með því að
nefna klofninginn meðal borgara-
legu flokkanna sem komið hefði í veg
fyrir stjórnarmyndun þeirra. Niður-
staða hans var að bæði skattamál og
orkumál heföu staðið í veginum.
Kenndi forsætisráðherrann Carl
Bildt, leiötoga Hægri flokksins, um
hvernig fór þar sem hann hefði haft
mestan áhuga á að efla sinn flokk.
Hann vilji gleypa bæði Miðflokkinn
og Þjóðarflokkinn.
Þrátt fyrir allar umræður um efna-
hagskreppu hefur hinn nýi fjármála-
ráðherra Svíþjóðar, Allan Larsson,
vahð þann kostinn að fara ekki
harkalega af stað. Hann lætur sér
nægja til að byrja með að hækka
skatt á áfengi og tóbaki og setja bann
við hækkun húsaleigu. Þetta kom
fram í stefnuyfirlýsingu stjómar Ing-
vars Carlsson í gær. Það verður ekki
fyrr en í apríllok sem viðbótartillaga
stjómarinnar um úrbætur í efna-
hagsmálum verður kynnt.
Það sem vakti mesta athygli í
stefnuyfirlýsingu nýju sænsku
stjómarinnar var utan við svið efna-
hagsvandans:. væntanleg tillaga sem
vinna á gegn forsjárdeilum foreldra.
Ætlunin er að reyna að komast hjá
því að aðeins annað foreldranna fái
forsjá yfir bami eftir skilnað. Reyna
á að aðstoða foreldrana til aö komast
að samkomulagi um sameiginlega
Ingvar Carlsson, forsætisráöherra
Svíþjóðar, las upp stefnuyfirlýsingu
nýrrar stjórnar sinnar í gær.