Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Qupperneq 13
PrMMf UDÁ(§tfffi &< MÁKS 'tö'90. Sí13 Lesendur Þátturinn um Aðalstein Aðalsteinn Jónsson (eldri og yngri) á eftirlitsgöngu um athafnasvæöiö. Áhorfandi skrifar: Ég og fleiri á mínu heimili horfð- um á þátt í Sjónvarpinu fyrir nokkru um Aðalstein Jónsson, sem kallaður hefur verið Alli ríki. Þátt- urinn var einkar skemmtilegur og fróðlegur og það var einstaklega gaman að kynnast svona sterkum karakter sem þessi athafnamaður virðist hafa að geyma. - Það er nefnilega oft þannig - eða það hefur mér fundist - að þegar minnst er á útgerðarmann sem orðið hefur rík- ur, þá dettur manni í hug svola- menni sem hefur helst haft það sér til afþreyingar á milli þess sem hann vinnur myrkranna á milli - að drekka brennivín og spila f]ár- hættuspil eða gera eitthvað þaðan af verra. Svona hefur nú athafnamönnum á íslandi verið lýst í bókmenntun- um, ekki síst af nóbelsskáldinu okkar og enn fleirum sem hafa notfært sér íslenskan efnivið beint úr athafnalífinu. Með þessum mönnum átti lesandinn ekki að hafa samúð, heldur hinum - sögu- hetjunum - sem gjarnan voru fá- tækar ungar stúlkur eða mis- heppnaðir menntamenn með „gæfuleysið sem féll að síðum“. Ég held að þetta hafi setið í mér þegar þátturinn var kynntur. Þeir sem ekki þekktu til þessa heiðurs- manns áttu kannski ekki von á miklu. í þessum sjónvarpsþætti dró Árni Johnsen fram afar raunsæja mynd af þessum austfirska athafna- manni. Mynd sem sýndi mann sem svo margar þjóðir eiga í kippum og hafa brotist áfram af eigin rammleik. Slíkir menn skilja alltaf eftir sig ummerki sem eru vel sýni- leg og veita öðrum afkomu og ör- yggi. Það er ekki hægt að segja um marga þá aðra sem samt hefur ver- ið haldið á lofti fyrir það eitt að gera garðinn frægan með nafninu einu eins og oft er títt um skáld og aðra andans menn. - Það lifa nefni- lega fáir af bóklestrinum einum saman. Það eru menn eins og þessi Austfjaröajarl sem við þurfum á að halda í dag. En þeir veljast ekki í stjórnmálin, svo mikið er víst. Þakkir til BSR bílstjóra Gréta hringdi: Fyrir nokkrum dögum tapaði ég verðmætu gullarmbandi í leigubíl frá BSR. Ég hafði talsverðar áhyggjur út af því að þetta myndi nú ekki fmnast meir og kannski enn síður að því yrði skilað aftur. En sú varð ekki raunin. Bílstjórinn sem leigubílnum ók hafði fundið armbandið og skilað því inn á stöð- ina. Þar náði ég svo í það. - Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til þessa skilvísa bílstjóra hjá BSR fyrir hans þátt í málinu. Það er allt of sjaldan sem heyrist af heiðarlegu og skilvísu fólki sem lætur ekki sitt eftir liggja til að svona farsællega leysist úr málunum. Ég tel mér skylt að greina frá því sem á betri veginn fer og er það mun ánægjulegra. Fermingargjafahandbók 1990 Miðvikudaginn 21. mars nk. mun hin árlega fermingargjafahandbók DV koma út. Fermingargjafahandbók DV er hugsuð sem handbók fyrir lesendur þar sem í henni gefúr að líta ýmislegt af því sem er á boðstólum til fermingargjafa og hvað hlutirnir kosta. Þetta finnst mörgum afar þægilegt nú á dögum tímaleysis og af reynslunni þekkjum við að handbækur okkar hafa verið vinsælar og auðveldað mörgum valið. Skilafrestur auglýsinga er til 15. mars og er auglýsendum bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022 svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 (@> r rw b Gabrie m HÖGGDEYFAR 1 — % j STERKIR, ÖRUGGIRj^ J ÓDÝRIR! ÆÆ » 1ÁBER IL u SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91- 8 47 88 Tilkynning frá Tölvunefnd Hér með vill Tölvunefnd vekja athygli á ákvæðum 21. og 22. gr. laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121 /1989 varðandi áritan- ir nafna og heimilisfanga á útsent efni. Samkvæmt þessum ákvæðum mega aðeins þeir sem hafa fengið starfsleyfi frá Tölvunefnd afhenda nöfn og heimilisföng úr skrám til að nota til áritunar á efni sem dreifa á. Sömuleiðis skulu þeir sem annast fyrir aðra áritun nafna og heimilisfanga (svo sem með límmiðaáritun) hafa starfsleyfi frá nefndinni. Þá skal það efni sem sent er út samkvæmt skrám yfir tiltekna hópa einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða félaga bera með sé á áberandi stað nafn þess aðila sem hefur skrá þá sem áritað er eftir. Enn- fremur skal koma fram í útsendu efni að þeir sem óska eftir því að losna undan slíkum sendingum framvegis geti skrifað eða hringt til þessa aðila og fengið nöfn sín afmáð af útsendingarskránni. Er þá skylt að verða þegar við þeirri beiðni. Reykjavík, 7. mars 1990 Tölvunefnd Verið með Kántrí-söngvakeppnin heldur áfram í Bjórhöllinni fimmtudags- og sunnudags- kvöld. Keppendur skrái sig í síma 75800 og 74420 ---- . I BJOR ^ HÖLLIN l Gerðubergil Sími 74420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.