Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
15
Skrattanum skemmt
Ólafur Grímsson fjármálaráö-
herra kynnti fyrir nokkru niöur-
skurð á útgjöldum ríkisins. Þessi
skurður felst aðallega í því að fram-
kvæmdum er frestað og þær dregn-
ar og slitnar í sundur, fram-
kvæmdatíminn lengdur og endan-
legur kostnaður þar með aukinn.
Nú er það reyndar svo að niöur-
skurður á útgjöldum ríkisins og
Ólafur Grímsson eru álíka tengd
fyrirbæri og dagur og nótt. Hvernig
getur það farið saman að auka
skatttekjur ríkissjóðs á einu ári um
sem nemur tekjum borgarsjóðs
Reykjavíkur og segjast um leið
vera að skera niður ríkisútgjöld?
Er Ólafur að greiða niður fjár-
lagahalla og erlend lán? Nei, alls
ekki. Hallinn á síðasta ári var um
6 milljarðar en Ólafur spáði 600
milljóna hagnaði. Erlend lán hafa
aldrei verið hærri.
Hvaö er þá? Hverfa peningar úr
ríkissjóði? Er einhverju stungið
undan? Hveijir stinga þá undan og
til hverra? Ég er viss um að nútíma
(NT) fólk vill fá upplýsingar um
þetta „Svart á hvítu“ í Þjóðviljan-
um, Alþýðublaðinu og Tímanum
eins og Grímssyni er einum lagið.
Fleiri flær á kroppnum?
Nú hugsa sjálfsagt margir sem
svo að ofangreint hail nú aldeilis
komið vel á vonda karlinn sem
fleygir aurum þeirra í pólitíska
vandamenn. - En eru ekki fleiri
aurar sem gera menn að öpum?
Hið opinbera er ekki bara ríkið.
Hið opinbera er úti um borg og bý.
Þar á meðal í Reykjavík. Við skul-
um nú líta á nokkur dæmi um fall-
ega meðferð á aurum borgarbúa.
KjaUarinn
Glúmur Jón Björnsson,
efnafræðinemi í HÍ
Perlan fagra
Hitaveita Reykjavíkur er stórt og
merkilegt fyrirtæki fyrir margra
hluta sakir. Helsta orsökin er þó
staðsetning hennar í landi Ingólfs
þar er upp stigu reykir. Þannig
hefur fyrirtækið dafnað í frjósöm-
um jarðvegi. Allt er þetta gott og
blessað og þökk þeim framsýnu
mönnum sem ýttu virkjun jarð-
varmans úr vör til hagsbóta fyrir
Reykvíkinga um langa framtíð.
Ekki fæ ég nú séð rökrétt sam-
hengi á milli þeirra varanlegu sam-
gæða sem Hitaveitan hefur séð
borgarbúum fyrir hingað til og
byggingar útsýnis- og veitingahúss
á hringbraut í Öskjuhlíð. Ég er al-
veg bhndur fyrir því, og leiðbeini
mér einhver ef hann getur, að það
sé í verkahring borgarfyrirtækis
að snúa mönnum í hringi á meðan
þeir snæða.
Hringferðir á matmálstímum
hafa hingað til ekki verið taldar til
þeirra samgæða sem menn hafa
komið sér saman um að ríki og
sveitarfélög ættu að veita þjóðfé-
lagsþegnum.
Segjum nú að það sé orðið mikið
kappsmál hverjum þegn að snúa
sér í matartímanum. Væri það þá
ekki í anda sjálfstæðisstefnunnar
að eftirláta einhveijum framtaks-
sömum einstaklingi það að full-
nægja þessum undarlegu þörfum?
Og ágætu borgarfulltrúar, ekki láta
mig heyra það einu sinni enn að
Perlan sé falleg og ef hún heföi
ekki verið byggð hefði ríkið
kannski lagt á jöfnunargjald. Það
fyrra er algjört smekksatriði og hið
síðara lýsir fádæma þjónslund við
félagshyggjustjórn sem flestir
landsmenn fyrirlíta.
Skemmtilegt starf
Flestum borgarfulltrúum finnst
starf sitt hjá borginni mjög
skemmtilegt. Það kemur í sjálfu sér
ekki svo mjög á óvart þar sem flest-
ir hafa lagt á sig töluvert erfiði til
að ná sæti á framboðslista. Það sló
því sem oftar saman í höfðinu á
mér þegar ég frétti að borgin hefði
keypt einn stærsta skemmtistað
landsins. Var ef til vill orðið leiöin-
legt í borgarstjórn? Nei, auðvitað
ekki. Þetta var að sjálfsögöu gert
af tómri góömennsku.
Allir skemmtistaðaeigendur vita
hvað það getur verið vanþakklátt
starf að reka skemmtistað. Fólkið
sem sækir þessa staði æhr og hehir
niður og er uppfuht af skemmdar-
fýsn. Það var því kærkomin lausn
að borgin tæki að sér að veita þjón-
ustu við fólk sem stendur í svo
nárium tengslum við siðareglur
Eglu. Að sjálfsögðu býður borgin
verð sem er miklu lægra en áður
þekktist. - Það eru sjálfsögð félags-
leg réttindi og hluti samgæða að fá
að æla með afslætti.
Dýra dagvistun
Nú fer að koma sá tími þegar hðs-
menn Loforðalistans og hinna
vinstri flokkanna gjamma og hrína
yfir ástandi í dagvistunarmálum
höfuðborgarinnar. Þessi gól munu
án efa heyrast fyrir hverjar kosn-
ingar um langa framtíð. Mun þar
gjlda einu hversu mikil uppbygg-
ing mun eiga sér stað í þessum
málaflokki. 011 börn skulu á opin-
berar stofnanir og hljóta þar til
gert opinbert uppeldi og ekkert röfl
og enga foreldraábyrgð.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins
hefur staðið fyrir gríðarlegri upp-
byggingu í dagvistunarmálum á
þessu kjörtímabih og svo var jafn-
vel um tíma að ekki tókst að fá fólk
til starfa á öllum heimilunum.
Húsdýragarður er að rísa í Laug-
ardal og ekkert nema gott um það
að segja að því, sem menn hafa
komið sér saman um að greiða til
áðumefndra samgæða, verði kom-
ið fyrir kattarnef, í hundskjaft,
kastað fyrir svínin og til belju á
svehi á sem ærlegastan hátt. Það
verður þó að segjast eins og er að
hér tekst félagshyggjunni betur
upp en endranær. I stað þess að
flytja fólkið niður th svínanna eru
svínin flutt upp.
Huggunharmi gegn
Það er mér því mikh huggun
harmi gegn að borgarstjórn skuh
ætla að eftirláta „stöndugum" bæj-
arsjóði Kópavogs byggingu þjóðar-
hahar fyrir einn mhljarð og einn
leik. Ég veit það líka að ef sundur-
lyndisfjandi vinstri flokkanna
hefði farið með stjóm Reykjavíkur
síðustu fjögur árin stæði ekki
steinn yfir steini í fjármálum borg-
arinnar. Það sýndu þeir rækhega á
árunum 1978-’82. En það er ekki
nóg að stjórnir Sjálfstæðiflokksins
hafi það fram yfir óstjórnir vinstri
manna að reka ekki aht með tapi
og safna ekki skuldum. Það þarf
að skera niður og selja. Þar var
salan á Granda mikið fyrirtak og
vonandi fylgja Malbikunarstöðin,
Pípugerðin, Grjótnámið, Vélamið-
stöðin og fleiri borgarfyrirtæki í
kjölfarið.
Glúmur Jón Björnsson
.. það er ekki nóg að stjórnir Sjálf-
stæðisflokksins hafi það fram yfir
óstjórnir vinstri manna að reka ekki
allt með tapi og safna ekki skuldum.
Það þarf að skera niður og selja.“
Af handboltaþjálfurum
og þjóðarbókhlöðum
Nýlega var þjálfari háskólaliðs-
ins í (amerískum) fótbolta hér í
Madison rekinn fyrir lélega
frammistöðu hðsins og voru
greiddar 315 þúsundir dala í skaða-
bætur (næstum því 20 mhljónir ís-
lenskra króna!). Enda varð heh-
mikhl tekjuafgangur hjá Wiscons-
infylki og hálfgerð vandræði hvað
á að gera við peningana, skilst mér.
Þjálfaramáliði hélt kanslara há-
skólans uppteknum um margra
vikna skeið á meðan þýðingarmikil
mál eins og hvemig á aö bæta sam-
skipti kynþátta bíða. Búið er að
básúna það út um allt að það eigi
að ráða fjölda prófessora sem ekki
eru hvítir til að bæta ástandið og
laða að stúdenta af minnihlutahóp-
um. Þetta gengur rólega enda mis-
skiptirig í bandarísku þjóðfélagi
svo rótgróin að áætlanir, yfirlýs-
ingar og plön breyta litlu.
Bókakaup bókasafna háskólans
eru að dragast saman og það hefði
mátt kaupa þónokkur bindi fyrir
upphæðina sem þjálfaranum var
greidd. Kjarasamningar við þá 2400
stúdenta í framhaldsnámi, sem
sinna helmingi allrar kennslu
fyrsta og annars árs nema, hafa
verið lausir siðan í sumar. Við það
mál ætti kanslarinn kannski að
ráða þótt hann fái litlu breytt í sam-
bandi við kynþáttamál.
Öfugur Hrói höttur
Hvað á svo að gera við tekjuaf-
gang Wisconsinfylkis? Greiöa hann
th nauðstaddra, t.d. að byggja yfir
heimhislausa í stórborginni Mil-
waukee? Bæta laun aðstoðarkenn-
ara, sem einungis hefur verið boðin
KjaUaiinn
Ingólfur A. Jóhannesson
sagnfræðingur, leiðbeinandi
kennaranema við Wisconsin-
háskóla í Bandaríkjunum
inn íhaldsmaður, heitir Tommy.
Mér finnst þetta allt saman út í
Hróa hött.
En hvað kemur þetta nú Þjóðar-
bókhlöðu við? Gildismat og stjórn-
mál af þessu tæi eru ekkert eins-
dæmi hér í Wisconsinfylki.
Þjóðarbókhlaða eða hand-
boltahöll?
Dráttur við byggingu og frágang
Þjóðarbókhlöðu í Reykjavík hefur
verið ótrúlegur. Átti hún ekki að
vera gjöf th íslensku þjóðarinnar
frá íslensku þjóðinni á ellefu alda
afmæli byggðar í landinu? Síðan
eru 16 ár. Núna berast af því fréttir
hingað út th Ameríku að breyta
eigi Þjóðarbókhlöðunni í hand-
boltahöll fyrir heimsmeistaramót
sem halda eigi á íslandi eftir fimm
ár. Snjöll hugmynd. Hverjum
skyldi hafa dottið þetta í hug?
„Ef engir peningar eru til þess að eyða
1 lúxus þá eru að sjálfsögðu engir pen-
ingar til reiðu til þess að byggja hand-
boltahöll. Svo einfalt er það mál.“
1,5% launahækkun, og annars rík-
isstarfsfólks með lausa kjarasamn-
inga? Hvorugt. Bróðurparturinn á
að fara í skattaafslátt!
Hluti af tekjuafganginum var
fenginn með sölu lotterímiða.
Lotterímiða kaupir fátækt fólk ekki
síður en ríkt og nú á að endur-
greiða tekjuafganginn í stað þess
að nota hann. Enda er fylkisstjór-
Það versta við þetta er að ég gæti
svo sem alveg trúað því að pening-
ar yrðu teknir frá Þjóðarbókhlöðu
í handboltahöll. Ef ekki beint, þá
óbeint. Hvers konar verðmætamat
er hér á ferðinni?
Eru ekki stjórnmálamenn í vand-
ræðum með að láta Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna standa við lög
og skuldbindingar, er ekki starfs-
,,.. .ég gæti svo sem alveg trúað því að peningar yrðu teknir frá Þjóðar-
bókhlöðu í handboltahöll," segir greinarhöf. m.a.
fólk ríkisins undirborgað, er ekki
flöldi fólks í verstu vandræöum
með að standa undir okurlánum
af heimhum sínum, hefur ekki tek-
ist að koma í veg fyrir að félaga-
samtökin Búseti fái að byggja fé-
lagslegt húsnæði til að anna eftir-
spurn? Listinn er langur.
Handboltahöll er lúxus
Ef það á að byggja handboltahöll,
en ekki eitthvað annað, verður að
huga að því hvað þetta annað er.
Heíöi mátt ráðstafa einhverju af
ríkidæmi Reykjavíkurborgar th
þess arna? Er t.d. nauðsynlegt að
byggja ráðhús í miðri Reykjavík-
urtjöm? Lágmarkið er að ef eyða á
Té í lúxus á borð við nýja hand-
boltahöll verður að taka það fé frá
öðrum lúxus. Ef engir peningar eru
th þess að eyða í lúxus eru að sjálf-
sögðu engir peningar til reiðu til
þess að byggja handboitahöll. Svo
einfalt er það mál.
Aht bendir hins vegar til þess að
haldið verði áfram að eyða pening-
um í lúxus á meðan húsnæðismál
landsfólks eru í klessu og einstakl-
ingar og húsnæðissamvinnufélög
bíða á biðlistum. Því ekki setja
handboltahöllina aftast á slíkan
lista? Ef ekki er til fiskur í sjónum
til að lána námsfólki eða Búseta
þá er ekki heldur fiskur til aö
byggja handboltahöh. Eða vhl fisk-
urinn heldur að byggð sé hand-
boltahöll?
Ingólfur Á. Jóhannesson