Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Síða 16
16
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
25
íþróttir
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
Sport-
stúfar
Los Angeles Lakers
tapaði nokkuð óvænt í
NBA-deildlnni í körfu-
knattleik í fyrrinótt
þegar liðiö sótti Houston heim.
LA Lakers er þó enn með besta
vinnigshlutfall allra liða í deild-
inni. Urslit í leikjunum í fyrrinótt
urðu þessi:
New York - Portland..100-112
Orlando - Utah Jaz2..101-111
Atlanta - Phoenix....111-113
Detroit - Sacramento.101-91
Indiana - Washington.113-98
Milwaukee - Chicago..105-114
Houston - LA Lakers..112-95
Denver - Charlotte...122-96
Seattle - Cleveland...95-90
Stórleikir i bikarnum
i körfuknattleik í kvöld
Síöari leikirnir í undanúrslitum
bikarkeppni karla í körfuknatt-
leik er á dagskrá í kvöld. í Kefla-
vík leika heimamenn gegn KR og
hefst leikurinn kí. 21. KR-ingar
unnu fyrri leikinn á Selfjarnar-
nesi með níu stiga mun, 64-55, svo
aö Keflvíkingar eiga erfltt verk
fyrir höndum að vinna þennan
mun upp. í hinum undanúrslita-
leiknum eigast við Haukar og
Njarðvík í íþróttahúsinu í Hafn-
arfirði kl. 20.30. Njarðvikingar
unnu fyrri leikinn i Njarðvík með
aðeins tveggja stiga mun, 86-84,
svo að búast má við hörkuleik.
Liðin sem sigra í þessum viður-
eignum leika til úrslita í bíkar-
keppninni fimmtudaginn 22.
mars. Þá verða tveir leikir i bik-
arkeppni kvenna í kvöld. í Kefla-
vík leika ÍBK og ÍR kl. 19 og í
Hafnarfirði leika Haukar og
Njarðvik kl. 22.
Stjaman og FH
áfram í bikarnum
Stjaman sigraði Val, 20-21, i leik
liðanna í bikarkeppni kvenna í
handknattleik í gærkvöldi. Leíkið
var i 16-liða úrslitum keppninnar.
Staöan í leikhléi var 12-14 Stjörn-
unni í vil. Katrín skoraði 5 mörk
fyrir Val en þær Una og Margrét
4 hvor. Ragnheiður Stephensen
skoraði 8 mörk fyrir FH.
• FH og Grótta léku í sömu
keppni i gærkvöldi. FH sigraði,
22-20, eftir að Grótta hafði haft.
yfir í leikhléi, 8-10. Rut skoraði 7
mörk fyrir FH en Kristín 6. Lauf-
ey skoraði 10 mörk fyrir Gróttu
en Elísabet 5.
Leika Selfyssingar í
l.deíid ífyrstasinn
Selfyssingar eiga nú
mjög góða möguleika á
að tryggja sér sæti í 1.
deild karla í hand-
knattleik á næsta ári í fyrsta sinn
í sögu félagsins. Fram heíúr þeg-
ar sigraði í 2. deildinni en Selfoss
er í öðru sæti deildarínnar. Liðið
er með 20 stig og á eftir að leika
tvo leiki, gegn UMFN, sem er
þegar fallið í 3. deild á útivelli og
UBK á heimavelli. UBK er eina
liðið sem getur komið í veg fyrir
að Selfoss leikí í 1. deild að ári
og liðiö á enn veika von að endur-
heimta sæti sitt í 1. deild. UBK
er með 18 stig og á tvo leiki eftir,
fyrst gegn b-liöi FH á heimavelli
og síðasti leikur liðsins er gegn
Selfyssingum á útivelli og gæti
það orðið úrslitaleikur.
• Anders Dahl, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, segir að íslendingar
hljóti að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með landslið sitt i Tékkó.
„Uppgjöf
ekki «l“
- í íslenska liðinu, segir Þorgils Óttar
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Bratislava:
„Uppgjöf er nokkuð sem ekki er til
innan íslenska landsliðsins. i leikn-
um í dag gegn Austur-Þjóöverjum
verður allt lagt undir og barist til
síðasta blóðdropa," sagði Þorgils Ótt-
ar Mathiesen, fyrirliði íslenska
Markahæstir
Jón Kristján Sigurösson, DV, Bratislava:
Kúbumaðurinn Julian Doran-
ona er langmarkahæsti leikmaður
heimsmeistarakeppninnar í
Tékkóslóvakíu en listinn yfir
markahæstu leikmenn lítur þann-
ig út.
Julian Duranona, Kúbu ....45
A. Tuchkin, Sovétr ....34
Kim Jaehwan, S-Kóreu ....33
Martir Dunitru, Rúmeníu ....30
Vadislav Atavin, Sovétr ....29
Irvan Smailagic, Júgó ....26
Mile Isakovic, Júgó ....26
Frank Wahl, A-Þýskal ....26
Bogdan Wenta, Póllandi ....25
Dimitri Durean, Frakkl ....25
Bjöm Jilsen, Svíþjóð ....25
landsliðsins, í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Leikurinn er, eins og allir vita,
mjög mikilvægur. Með sigri getur
íslenska liöið bjargað andlitinu, ef
svo má að orði komast. Spurningin
er aðeins hvort liðinu tekst að rífa
sig áfram eftir ófarirnar í síðustu
leikjum. Austur-Þjóðverjar eru með
mjög sterkt lið í þessari keppni og
urðu fyrstir liða til að stöðva sigur-
göngu Spánverja. Frank Wahl er
burðarás liðsins þrátt fyrir að hann
sé orðinn 35 ára. Peter Hoffmann
verður í marki Austur-Þjóðverja en
hann hefur varið mjög vel í keppn-
inni hér. Leikur þjóðanna hefst
klukkan 19 að íslenskum tíma og er
síðasti leikurinn í milliriðlakeppn-
inni. í dag leika Sovétmenn gegn
Spánverjum og Pólverjar mæta
heimsmeisturum Júgóslava.
„Uppálíf eða dauða“
„Leikurinn gegn Austur-Þjóðverjum
í kvöld er upp á líf eða dauða fyrir
okkur. Strákarnir gera sér fulla
grein fyrir mikilvægi leiksins og eru
ákveðnir í að leika til sigurs,“ sagði
Guðjón Guðmundsson, liösstjóri ís-
lenska liðsins, í gærkvöldi.
Jón Kristján Sigurðsson,
íþróttafréttamaður DV,
skrifar frá Tékkóslóvakíu
„Óska íslendingum
góðs gengis í dag“
- segir Anders Dahl Nielsen, þjálfari Dana í handbolta
Jón Kiistján Sigurösson, DV, Bratislava:
„Vonbrigði íslendinga með landsliðið á
heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvak-
íu hljóta að vera mikil en ég veit að ís-
lenska þjóðin fylgist af áhuga með sínum
mönnum,“ sagði danski landsliðsþjálf-
arinn Anders Dahl Nielsen í samtali við
DV.
Anders Dahl er íslenskum handknatt-
leiksáhugamönnum að góðu kunnur en
hann dvaldi um tveggja ára skeið við
þjálfun á íslandi. Hann var burðarás
danska landsliðsins um árabil og lék
hátt í 200 landsleiki fyrir Dani. Anders
Dahl starfar fyrir danska sjónvarpið hér
í Tékkóslóvakíu og hefur lýst leikjum
beint héðan, þar á meðal síðari hálfleik
í leik íslendinga og Sovétmanna á mánu-
dagskvöldið í Bratislava.
„Ég er vel kunnugur íslenskum hand-
knattleik og fyrir keppnina var ég viss
um að íslendingar myndu blanda sér í
keppnina um efstu sætin. íslenska liðið
er byggt upp á reyndum og sterkum ein-
staklingum sem leikið hafa saman í
landsliðinu frá því á HM í Sviss 1986.
Það kann að vera að upp sé komin þreyta
í liöinu en það er þó ekki aðalskýringin
á óförum liðsins hér en þreytan vegur
samt þungt í þessum efnum. Það hlýtur
óhjákvæmilega að koma niður á undir-
búningi liðsins að margir leikmenn leika
með liðum í Evrópu. Mikið álag er á
þessum leikmönnum og virðist sem
þreyta hái þeim mjög í þessari keppni.
Islenska liðið hefur í tvígang verið með
unninn leik í höndunum en síðan er eins
og liðið hætti skyndilega. Á þessum
augnablikum er eins og þreytan taki
völdin," sagði Anders Dahl Nielsen. Og
hann bætti við: „Kristján Arason hefur
alls ekki náð aö sýna sitt rétta andlit í
sóknarleiknum en í vörninni er hann
alltaf traustur. Það er ekki öll nótt úti
enn hjá íslenska liðinu en með sigri gegn
Austur-Þjóðverjum í dag gæti liðið spil-
að um 9. sætið sem gæfi þátttökurétt á
næstu ólympíuleikum. Það er mikill
kostur fyrir íslenska liðið að eiga síðasta
leikinn í dag en þá liggja fyrir úrslit úr
öðrum leikjum. Ég óska íslenska liðinu
alls hins besta í leiknum gegn Austur-
Þjóðverjum í dag og síðasta leik keppn-
innar,“ sagði Anders Dahl í samtalinu
við DV.
• Þorgils Óttar segir að allt verði
lagt undir gegn Austur-Þjóðverjum
í dag.
„Það er alls ekki hægt að segja að
heilladísimar hafi verið með ís-
lenska liðinu og ég tel að við höfum
stundum verið afar óheppnir. En ég
hef enga raunverulega skýringu á
því hvað úrskeiðis hefur farið hjá lið-
inu í keppninni. Sumir vilja meina
að þreyta sé í liðinu en það er ekki
rétt að mínum dómi. Það kom vel
undirbúið til leiks og það er því ekki
að undirbúningnum að finna. Mér
er það enn óskiljanlegt hvernig við
fórum að að tapa fyrir Pólverjum.
Menn átta sig kannski betur á þessu
bakslagi eftir keppnina. Ég er hins
vegar ekki í nokkrum vafa um að
þetta er allra sterkasta handknatt-
leiksmót sem ég hef orðið vitni að,“
sagði Guðjón Guðmundsson.
Þorvaldur
var slakur
Arsenal vann Nottingham Forest,
3-0, í ensku knattspyrnunni í gær-
kvöldi. Þorvaldur lék allan leikinn
með Forest en lék undir meðaliagi.
Groves, Adams og Campbell skoruðu
mörkin. Luton vann Coventry 3-2,
einnig í 1. deild.
• Oldham tapaði gegn West Ham í
deildarbikarnum, 0-3, en leikur gegn
Forest á Wembley til úrslita 29. apríl
eftir 6-0 sigur í fyrri leiknum.
• í 2. deild vann Brighton Plymouth
2-1, Leeds Port Vale 0-0, Middles-
boro-Watford 1-2, og Newcastle-Hull
2-0.
• í 4. deild vann Exeter Halifax 2-0,
Hereford-Grimsby 0-1, og Lincoln-
Southend 2-0.
GSv./-SK
Evrópumótin í knattspyrnu:
Ifaumur sigur
Bayern gegn PSV
Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópumótanna í knattspyrnu fóru fram í gær-
kvöldi. í Evrópukeppni meistaraliða sigraði Bayern Munchen lið PSV Eindhoven í
Munchen, 2-1. Wohlfarth (75) og Grahammer (80) skoruðu fyrir Bayern en Daninn
Poulsen (77) skoraði fyrir gestina.
í hinum leikjunum í meistarakeppninni vann Benfica nauman heimasigur gegn
Dnepr, 1-0, og Svíinn Mats Magnusson skoraði sigurmarkið úr viti á 8. núnútu. Þá
gerðu Mechelen og AC Milan markalaust jafnteflí í Belgíu og CFKA Sofia tapaði
heima gegn Marseille, 0-1.
• í UEFA-koppninm sigi-aði Fiorentina lið Auxerre, 1-0, Hamburger SV tapaði
heima gegn Juventus, 0-2, og Werder Bremen vann stóran útisigur á Liege í Belg-
• I Evrópukeppni bikarhafa vann Sampdoria lið Grasshopper, 2-0, Real Valla-
dolid og Monako gerðu markaiaust jafntefli á Spáni og Dynamo Búkarest vann
Partizan Belgrad, 2-1.
• Uppáhaldsmatur margra setti strik í reikninginn í leik Real Valldolid og Monako í
Evrópukeppni bikarhafa á Spáni í gærkvöldi er kjúklingur einn gerði leikmönnum lif-
ið leitt með óvæntri uppákomu inni á vellinum. Markvörður Valladolid reynir hér að
stugga við hinum óboðna gesti. Símamynd/Reuter
HAUKAR-UFMN
Bikarleikur kl. 20.30
í íþróttahúsinu, Strandgötu, Hafnarfírði
sæti á ólympíuleikunum en ekki á ander Tuchkin er til að mynda efötur
heimsmeistarakejipnina í Svíjijóö 1993. á óskalista hjá forráðamönnutn Barc- í;
• Forráöamenn sterkustu félagsliða elona.
-------------------------------- til baka að ferðin heíði verið góð til- heims í handknattleik fylgjast með • Kúbumaðurinn Julian Duranona,
Jón Krisflán Sigorðsson, DV, Bratislava: breyting frá „hótellífinu“ sem væri keppninni hér. Sérstaklega hefur lið markahæsti leikmaður heimsmeist-
— 7 ' orðiö ansi þreytandi. Sovétmanna verið undir smásjánni og arakeppninnar í dag hefur átt í óform-
• íslenska landsliöið notaði frídag- • Fyrstu 9 sætin í keppninni hér skyldi engan undra. Heyrst hefur að legum viðræðum við forráöamenn fé-
inn í gær til skoðunarferðar til Vínar gefa þátttökurétt á ólympiuleikunum nokkrir leikmanna sovéska liðsins laga í Evrópu. Sá galli er þó á gjöf
í Austurríki en aðeins er um hálfrar í Barcelona 1992. Ef hins vegar Suður- hafi mikinn áhuga á að reyna fyrir sér Njarðar að kúbverskir íþróttamenn fá
klukkustundar akstur frá Bratislava Kóreumenn vinna Frakka i dag þá með liðum í Evrópu og þá sérstaklega ekki að stunda íþrótt sína utan heima-
tilVínar.Strákarnirsögðuviðkomuna munu 10 efstu þjóöirnar tryggja sér á Spáni en þar eru launin best. Alex- landsins. Duranona er 25 ára gamall.
Stúfar frá HM í Tékkó
Iþróttir
• Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, segir það timabært að fá nýtt blóð í íslenska landsliðið og skipta um
landsliðsþjálfara. Hann segir einnig í viðtalinu hér að neðan að öllum sé Ijóst að Bogdan Kowalczyk hafi náð frábærum árangri með landsliðið
á síðustu sjö árum en það eigi ekki að þýða æviráðningu hans sem landsliðsþjálfara.
Orðið timabært
að skipta um
landsliðsþjálfara
- segir Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta
„Eg hef aö sjálfsögðu orðið fyrir vonbrigðum með gengi íslenska landsliðsins á HM í Tékkóslóvakíu.
Ég hef ekki séð leiki íslenska liðsins en þær lýsingar sem ég hef heyrt af leikjunum eru ekki fagrar.
Það er eitthvað sem segir mér að það vanti allan léttleika í íslenska hðið og alla ánægju hjá leikmönn-
um liðsins. Þá held ég að undirbúningur liðsins hafi verið of stífur, oft tvær æfingar á dag í nokkrar
vikur og slíkt gengur alls ekki hjá íslenska liðinu. Leikmenn liðsins hafa gengið í gegnum slíkan undirbúning
alltof oft. Menn eru orðnir örþreyttir. Það vantar líka sterka „karaktera" til að rífa hðið upp þegar iha gengur.‘
Þetta sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, fyrrverandi landsliðsmaður í
handknattleik, í samtali viö DV í
gærkvöldi er hann var inntur álits
á slöku gengi íslenska hðsins í
Tékkóslóvakíu. Þorbergur hefur
leikið fiölda landsleikja og var lengi
undir stjórn Bogdans, bæði hjá
Víkingi og landsliðinu. Hann þekk-
ir því vel til innan landsliðsins.
„Orðið tímabært að
skipta um þjálfara“
Þorbergur sagði einnig í gær-
kvöldi: Það er auðvitaö aldrei hægt
að skella allri skuldinni á þjálfar-
ann. Og það veit hver maður að
Bogdan hefur gert ótrúlega hluti
fyrir íslenskan handknattleik. En
hann hefur verið með landshðið í
sjö ár og hefur að mínu mati gefið
allt sem hann á í þetta. Eg tel að
nú sé tími til kominn að fá nýtt
blóð í þetta og skipta um landsliðs-
þjálfara. Það að Bogdan hafi náð
frábærum árangri með landshðið á
ekki að þýða æviráðningu hans
sem landsliðsþjálfara. Það verður
að fá nýtt blóð í landshðið, hvort
sem við verðum a- eða b-þjóð á
morgun. Og umfram allt meiri létt-
leika og að menn hafi gaman af því
sem þeir eru að gera hverju sinni.“
„Svíarnir eru ótrúlegir“
- Nú leikur þú í Svíþjóð. Það er
væntanlega kátt á hjalla hjá Svíum
þessa dagana?
„Já, þeir eru ótrúlegir, Svíarnir,
og maður hefur orðið að læðast
með veggjum undanfarna daga.
Það er svohtið erfitt að vera íslend-
ingur í Svíþjóð um þessar mundir.
Frammistaða sænska hðsins hefur
verið frábær. Liðið hefur hreinlega
kaffært andstæðinga sína og leik-
menn hðsins hafa ótrúlega gaman
af því sem þeir eru að fást viö. Það
er mikill léttleiki sem einkennir
sænska höið og varnarleikur liðs-
ins og markvarsla hefur verið með
ólíkindum í Tékkóslóvakíu.“
„Það verður að skoða
málin í ró og næði“
- Hvern sérð þú fyrir þér sem eftir-
mann Bogdans í landshðsþjálfara-
starfinu?
„Það er alltof snemmt að ræða
það mál. Ég er þess þó fullviss að
það eru til margir íslenskir þjálfar-
ar sem geta þjálfað íslenska lands-
hðið. Framhaldið byggist á því
hvað stjórn Handknattleikssam-
bandsins vill gera. Hvernig sem
leikurinn gegn Austur-Þjóðverjum
fer þá verða menn að setjast niður
eftir keppnina og skoða málin í ró
og næði og marka ákveðna stefnu
fyrir framtíðina."
- Hefur þú áhuga á að verða
landsliðsþjálfari?
„Ég hef ekkert hugleitt það mál
en ef til mín yrði leitað myndi ég
hugsa það mál mjög gaumgæfi-
lega.“
HSI hefur þegar
samið við Bogdan
Eins og fram hefur komið í DV
hefur HSÍ þegar gert samkomulag
við Bogdan þess efnis að hann
þjálfi íslenska landshðið fram th
1993. Sá samningur er þó uppsegj-
anlegur af beggja hálfu. Þegar DV
tilkynnti Þorbergi um umræddan
samning í gærkvöldi kom það hon-
um mjög á óvart og var greinilegt
aö landsliðsmaðurinn fyrrverandi
var ekki ánægður með þær fréttir.
-SK