Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Side 23
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990. 31 DV Viðtálið Eyði frítíman- um með fjölskyldunni v, ■ / Nafn: Bolli Héóinsson Aldur: 36 ára Staða: Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra „Ég á fá önnur áhugamál en fjölskylduna og pólitfldna. Þeg- ar ég á lausa stund reyni ég yfirleitt að eyða henni með fjöl- skyldunni. Utiveru sinni ég ná- kvæmlega ekki neitt en finnst garaan aö lesa og hef gaman af að eignast bækur. Núna er ég til dæmis að byija að lesa bæk- urnar sem ég keypti á Bóka- markaðnum en ég náði mér í ein tiu stykki þar,“ segir Bolli Héðinsson, efnahagráðgjafi Steingríms Hermannsonar, en við því starfi tók hann um síð- ustu mánaðamót. Áhuga á pólitik „Ég hef haft áhuga á pólitík frá þvi ég man fyrst eftir mér og ætli það sé ekki áratugur síð- an ég fór að vinna innan Sam- bands ungra framsóknar- manna. Bolli varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahiið árið 1974. Þaö sama ár hélt hann til Þýskalands og hóf nám í blaöamennsku og var þar i tvö ár. „Ég vann öll sumur á meðan ég var í námi á Dagblaðinu en ég sá að þetta starf hentaöi mér ekki og ákvaö því aö hætta í fjöl- miðlanáminu, þess í stað fór ég í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands. Eg lauk prófi 1981 og það sama ár fór ég að vinna sem fr éttamaður hjá Sjónvarpinu og var þar fram til ársins 1982. Þá ákvaö ég að söðla um og réðst sem hagfræðingur Farmanna- og fiskismannasambandsins og var þar um hrið. Því næst fór ég að vinna hjá Líftrygginagafé- laginu Verði. Árið 1987 réðst ég efnahagsráðgjafi samsteypu- stjórnar Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks undir for- sæti Steíngríms Hermannsson- ar og vann sem slíkur uns stjórnin fór frá eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar þá um sumarið.'1 Framhaldsnám í New York „Ég ákvaö svo að fara í fram- haldsnám í hagfræöi og árið 1987 fór ég til Rochester í New York tfl ársdvalar. Þegar ég kom heim fór ég að vinna aö sérstökum verkefnum fyrir 01- íufélagið og var þar allt til þess að ég tók við þessari nýju stöðu. Starf efnahagsráðgjafa er al- veg óskaplega erilsamt starf, það þékki ég af fyrri reynslu. Þó ég sé alveg nýbyrjaður finnst mér samt aö ég sjái varla út yfir verkefnin," segir Bolli. Bolli er kvæntur Ástu St. Thoroddsen, lektor við Háskóla íslands, og eiga þau fjögur böm á aldrinum 1-17 ára. -J.Mar Breytingar og heið- arlegri vinnubrögð Þann 13. mars nk. verður kosið til stúdentaráðs og jafnframt kjörnir fulltrúar stúdenta í háskólaráð í Háskóla íslands. Tvær fylkingar bjóða fram, Röskva, samtök félagshyggjufólks í HÍ, og Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta. Þær raddir hafa ver- ið nokkuð háværar meðal þeirra stúdenta sem ekki hafa starfað í stúdentapólitíkinni að munurinn á fylkingunum sé sáralítill og nánast óþarfi að vera að skipta þessu upp í mismunandi fylkingar. Við sem höfum staðið í baráttunni vitum hins vegar að um raunverulegan mun er að ræða, hugmyndafræðin er gjörólík og þær leiðir sem fylk- ingarnar velja til að bæta stöðu stúdenta eru engan veginn sam- rýmanlegar. í lánamálabaráttunni og hugmyndum mn rekstur og upp- byggingu Félagsstofnunar stúd- enta er munurinn einkar skýr. Ekki verður farið út í að skilgreina þennan mun í greinarkomi þessu enda aðrir félagar mínir í Röskvu færari um það en ég. Þaö eru hins vegar menntamálin sem ég ætla að gera að umræðuefni hér. Það er sá málaílokkur sem ég þekki best eftir tveggja ára setu í háskólaráði og menntamálanefnd SHÍ. Menntamál í umfjöllun um menntamál eru á stundum mismunandi áherslur fylkinganna, jafnvel eru þær alveg ósammála en mjög oft sem betur fer er þetta sá málaflokkur sem samstaða næst um. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur það komið mjög skýrt í ljós að með öflugri samstöðu full- trúa stúdenta í háskólaráði erum við mikils megnug. Fulltrúar stúd- enta í ráðinu eru fjórir, tveir frá hvorri fylkingu. Það segir sig sjálft að ef fylkingarnar ynnu hvor í sínu horni fengjum við litlu áorkað í átján manna ráði. Okkar hlutverk er að þjóna hagsmunum stúdenta eftir bestu getu og samvisku og það tel ég að við höfum gert. Skemmst er að minnast umfangs- mikilla breytinga á stjórnsýslu Háskólans. Þar voru ýmsar breyt- ingar sem við stúdentar settum á oddinn og náðu fram að ganga. Röskva hafði í stefnumálum sínum fyrir síðustu kosningar lagt mikla KjaUarinn Sigrún Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta í háskólaráði af lista Röskvu áherslu á eflingu námsráðgjafar við skólann. Einnig á aukið vægi námsnefnda innan deildanna þar sem stúdentar eiga jafnmarga full- trúa og kennarar. Báðum þessum málum tókst að fá framgengt við stjórnsýslubreytingarnar. Nú situr fulltrúi stúdenta af lista Röskvu í nefnd sem vinnur að reglugerð um námsráðgjöf sem sérstofnun viö Háskólann. Það er stúdentum mik- ið hagsmunamál að engin utanað- komandi yfirstjóm sé yfir náms- ráðgjöf þar sem oft er um viökvæm mál að ræða og fullur trúnaður algjört skilyrði. Ýmis önnur mál náðu fram að ganga sem tvímæla- laust eiga eftir að koma stúdentum vel. Ég vil enn og aftur leggja áherslu á að ef ekki hefði verið um aö ræða góða samvinnu allra full- trúa stúdenta í ráðinu hefðum við ekki náð nema broti af þeim ár- angri sem nú hefur skilað sér. Við erum bestir! Við höfum stundum rætt í okkar hópi að það væri til mikils að vinna að færa umræðuna um stúdenta- pólitík á hærra plan og okkur frem- ur sæmandi með því að hætta að eymamerkja fylkingunum þau mál sem fram nái að ganga í háskóla- ráði heldur segja hverjum sem heyra vill að með samstilltu átaki takist þetta. Mér þótti því skjóta nokkuð skökku við þegar kosningar fóm að nálgast að Vökumenn hófu upp raust sína og hrópuðu um allan Háskólann að þeir, og þeir einir, ættu heiðurinn af öllum árangri sem náðst hefði í háskólaráði. Þeir gerðu gott betur en að eymamerkja sér þau mál sem þeir höfðu ef til vill unnið meira í en Röskva. Þeir gerðu sér lítið fyrir og hrósuðu einnig sigri í málum sem Röskva hafði unnið alla undirbúnings- vinnu í og þeir svo stutt með at- kvæði sínu. Það má kannski segja að með þessum aðferðum auglýsi Vaka að einhverju leyti muninn á fylking- unum. Þetta eru vinnubrögð sem ég frábið mér þátttöku í. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að koma þessum athugasemdum á fram- færi. Það styttist óðum í kosningar. Fyrir unga menn sem hugsa sér stúdentapólitíkina sem æfmgabúð- ir og stökkpall út í landsmálapóli- tíkina þýðir það einfaldlega að nú gilda engin siðalögmál lengur. Sama hversu langt þarf að ganga, lygar og staðlausar staðhæfingar eru engin fyrirstaða. Þeir eru í póli- tík, strákarnir! Hróp Vökumanna í eyði- mörkinni Háskólastúdentum gefst nú kost- ur á að kynnast mismunandi sjón- armiðum fylkinganna í blöðum og bæklingum sem gefin eru út nú fyrir kosningar. Ég stunda nám við guðfræði- deildina. Nú nýlega barst okkur guðfræðistúdentum bréf frá Vöku sem undirritað er af Bjarna Ár- mannssyni, sem skipar 1. sæti til háskólaráðs, og Sigurði Arnars- syni guðfræðinema sem skipar 18. sæti til stúdentaráðs. í bréfinu eru kynnt ýmis mál sem eignuð eru Vöku á misvafasömum forsendum. Klykkt er út með því að eigna Vöku heiðurinn af því að nú fáum við hugsanlega að taka haustmisseris- prófin í desember í stað janúar áð- ur. Þar sem ég sit í háskólaráði þekki ég málið vel. Þess vegna var það að eftir sameiginlegan fund okkar Jónasar Fr. Jónssonar, formanns stúdentaráðs, með deildarforseta guðfræðideildar að ég fékk for- mann Félags guðfræðinema til þess að halda almennan félagsfund um málið. Á þeim fundi kynnti ég möguleika okkar og bar upp tillögu um tilfærslu á skólaárinu sem var samþykkt. Ekki veit ég hvar Sigurður Arn- arsson var staddur meðan á félags- fundinum stóö en hitt veit ég að hann lét sig vanta á fundinn. Þar sem ég er einn þriggja fulltrúa stúdenta sem á sæti á deildarfundi samdi ég tillögu og greinargerð um tilfærslu skólaársins í samráði við félaga mína á deildarfundi í guð- fræðideild. Þar höfum við kynnt máhð og þaö verður væntanlega afgreitt á næsta deildarfundi. Enn hef ég ekki heyrt af áhuga Sigurðar Arnarssonar á málinu en þó vílar hann ekki fyrir sér að skrifa undir bréf þess efnis að Vaka sé að vinna í málinu. Þar sem Sig- uröur hefur aðeins stundað nám í deildinni í eitt misseri má e.t.v. kenna'þekkingarleysi hans um en engu að síður er það ámæUsvert að skrifa undir svona nokkuð án þess að kynna sér hlutina. Alvar- legra tel ég þó að þeir sem nákvæm- lega vita hvernig málin hafa þróast skuli senda þetta frá sér. Röskva vill breytingar og heiðar- legri vinnubrögð. Framboðslisti Röskvu samanstendur af velhugs- andi og áhugasömu fólki. Stöndum saman að bættum háskóla, fjöl- mennum á kjörstað 13. mars og kjósum Röskvu. Sigrún Óskarsdóttir „Það styttist óðum 1 kosningar. Fyrir unga menn sem hugsa sér stúdenta- pólitíkina sem æfingabúðir og stökk- pall út 1 landsmálapólitíkina þýðir það einfaldlega að nú gilda engin siðalög- mál lengur.“ Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 1990 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd 1. Auglýsing um framlagningu kjörskrár skal birt fyrir ...........................11. mars/22. mars (kaupst./bær) 2. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en.............25. mars 3. Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita yfirkjörstjórnar, bréf- lega, eigið síðar en..............................13. apríl 4. Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en ..................................................21. apríl 5. Kjörskrá skal liggja frammi til og með............22. apríl 6. Framboðsfrestur rennur út.........................27. apríl 7. Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út..................................29. apríl 8. Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. 9. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist........31. mars 10. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út ..................................................11. maí 11. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðaren............................................14. maí 12. Sveitarstjórn boðar fund til afgreiðslu á kærum fyrir ..................................................15. maí 13. Sveitarstjórn úrskurðar kærur og undirritar kjörskrá eigi síðaren..........................................18. maí 14. Yfirkjörstjórn auglýsir hvenær kjörfundur hefst fyrir23. maí 15. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 16. Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirskjörstjórnar, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 17. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. 18. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 19. Yfirkjörstjórn setur notaða kjörseðla undir innsigli að taln- ingu lokinni, þegar kosning er óbundin. 20. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslu- manni eða bæjarfógeta (í Reykjavík yfirborgardómara) innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. 21. Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum kjörseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum, hafi kosn- ing verið kærð, þegar kosning er óbundin, sbr. 19. Félagsmálaráðuneytið, 6. mars 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.