Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990. 33 Af meintu formleysi strangt til tekið eru fá listaverk í heimi hér gersneydd formi. Og af þeim eru varla nema þrjú á þessari sýningu, segjum verk Weidemanns, Toledos og Debrés. Til dæmis einkennist sú myndlist eftir kóbramenn sem þarna er til sýnis, Alechinsky, Appel, Corneille, Jacobsen og Jörn, af sérstaklega sterku formskyni, enda er þar á mjög svo meðvitaðan hátt vitnað í þær kynja- og ævintýraverur sem hsta- mennirnir töldu að hefðu tekið sér bólfestu í undirvitund Norður-Evr- ópubúa. Einnig eru fáir meiri formsins menn en Serge Poliakoff sem þama á „alveg týpíska“ mynd. En alveg burtséð frá óþarfa hug- takaruglingi er þarna á ferðinni hin merkasta sýning - mátulega stór -. og í rauninni bráðnauðsynlegt fyrir alla þá sem vilja kynna sér þróun evrópskrar myndlistar á eftirstríðs- árunum að gefa henni gaum. Við uppsprettu iífsins Sú þróun fór að hluta fram á ís- landi, eins og glöggt sést á nokkrum ágætum málverkum eftir Svavar Guðnason sem hanga fram á gangi, sýningunni til samlætis. Sýningin eykur einnig skilning á því sem gerðist í verkum íslenskra listamanna á borð við Kristján Da- víðsson, Nínu Tryggvadóttur, Eirík Smith og Steinþór Sigurðsson upp úr miðjum sjötta áratugnum. Það er til dæmis merkilegt hve oft Appel og Kristján Davíðsson virðast kahast á í verkum sínum, án þess að um bein áhrif sé að ræða. Appel er annars „stjarna" þessarar sýningar, í senn hrjúfgerður og ljúf- ur, hvatvís og yfirvegaður, í sérstöku trúnaðarsambandi við sjálfa upp- sprettu lífsins. Allar myndir hans eru í háum gæðaflokki. Jöm, Alechinsky og Jacobsen eiga þarna líka mögnuð verk sem sér- hvert hstasafn í heimi gæti verið stolt af. Flest önnur verk á sýningunni mimdu fremur flokkast undir sýnis- hom en stórbrotna hst en skapa bæði nauðsynlegt mótvægi og fyll- ingu. -ai. Dönsk þroskasaga Þetta er fyrsta skáldsaga Marianne Larsen, sem er nokkuð kunn fyrir ljóðagerð, tæplega fertug að aldri. Hún kom m.a. fram á ljóðahátíð í Reykjavík fyrir flmm árum. Þetta er uppvaxt- arsaga stelpu í dönskum smábæ á 6. og 7. ára- tugnum, aht frá fyrstu endurminningum henn- ar. Hér eru allmargar persónur, hver með sínum sérkennum. Amma sem þjáist af þunglyndis- köstum, afl staglar í netin, farinn að heilsu, móðirin uppstökk, framtakssöm, en hirðulaust; faðirinn vih alltaf fresta framkvæmdum tíl morgundagsins. Áberandi persónur eru auk þess lítill strákur sem er í gæslu hjá stelpunni, ágjarni nirfihinn afl hans, fyllibyttan sem á duglegu konuna og börnin mörg o.s.frv. í heild verður þetta íjölskrúðugt persónusafn, og ekki efast ég um að það sé dæmigert fyrir danskan smábæ á þessum tíma, mér finnst ég kannast við flest úr öðrum bókum. Og reyndar er hér margt sem íslendingar gætu kannast við frá þessum tíma. Rólegt og tíðindalítið líf Það er rólegt og tíðindalítið líf, sem bókin seg- ir frá, svo sem eðlilegt er um ævisögu barns. Töluvert er þó dvalist við tækninýjungar, hita- veitu, sjónvarp, krullupinna o.s.frv., til að skapa sögunni rétt andrúmsloft. Þetta er eins og vant er, og það virðist vera rétt farið með þetta allt, engar tímaskekkjur. En ósköp virðist mér þetta dót allt ómerkilegt efni, því það hefur svo sem sáralítil áhrif á gang sögunnar, eða líf persón- anna. Nú gæti velviljaður lesandi svarað því th, að það sé einmitt mergurinn málsins, að sýna að fólkið breytist ekki í sjálfu sér, hvað sem öllum tækninýjunum líði. Gott og vel, en persón- Marianne Larsen. Bókmenntir Örn Ólafsson urnar breytast hvort eð er aldrei, þær eru allar einhliða týpur, sem lesandinn kann utanbókar eftir fjórðung bókar, síðan getur engin þeirra komið honum á óvart, Þetta er alltaf sama hversdagslega þvargið í þeim. Það má kalla raunsæisstefnuj altént er það nógu kunnuglegt. Og th að kóróna allt saman, þá er sagan öll í sama sthnum, stuttar aðalsetningar mestan- part, einsog upplýsingar um staðreyndir á ein- földu máh. Andrúmsloft smábæjar Nú kynni einhverjum að þykja þetta einmitt snjallt, þannig nái sagan andrúmslofti smábæjar þar sem ekkert gerist, og allir kunna hver ann- an utanbókar, enginn getur komið neinum á óvart. En það finnst mér vera sjónarmið utan- bæjarmanns, t.d. fullorðins Kaupmannahafn- arbúa, sem horflr með leiða á staðinn. Mér finnst þetta stangast á viö það, aö í sögumiðju stendur barn, sem er að kynnast heiminum á þessum stað. íslendingar þurfa ekki annað en opna Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson th að sjá ævintýralegan heim bernskunnar, þar sem utanaðkomandi fullorðinn maður sæi ekki annað en fátækt og fábreytt líf. Og mér er minn- isstæð t.d. fyrsta bók Dorrit Willumsen Knagen, þar sem jafnvel ferð á útikamar er þrunginn skáldskap og lífi. Félagsfræðileg sjónarmið Þessi skáldsaga Larsen fékk mikið lof fyrir fíngerðar sálarlífslýsingar og raunsæislegar. Og ég neita því ekki, að einstaka persónur verða minnisstæðar, t.d. vinkona söguhetju, tveimur árum eldri henni. Þar er ýmislegt skondið, svo sem þegar stelpurnar, sjö og níu ára, eru að leika hjón; „Nú átt þú að stynja ákaft“, o.s.frv. En í ^heild fínnst mér þetta heldur lítið spennandi bók og lofið um hana enn einn vitnisburðurinn um hve félagsfræðileg sjónarmið og annað því um líkt yfirgnæfir bókmenntaleg viðhorf í bók- menntaumræðum hér í landi. Marianne Larsen: Gæt hvem der elsker dig. Skáldsaga, Borgen 1989, 270 bls. Uppgangur abstrakthstar í Evrópu á árunum um og eftir síðari heims- styijöld hefur verið mörgum hst- spekúlöntum ráðgáta. Hvernig gátu áhangendur þessarar listar, þ.ám. allnokkrir íslenskir hstamenn, fengið af sér að snúa myndlistinni upp í fáfenghegan elt- ingaleik við „formgerðir" og „pensil- skrift“ eftir allt það sem á undan var gengið? Bar þessum listamönnum ekki skylda th að bera samtíma sínum vitni, byggja á því fordæmi sem Pic- asso setti með stórbrotinni stríðsá- deilu sinni, Guernicu? Spurningar af þessu tæi voru ofar- lega í huga ýmissa þeirra sem á fyrsta áratugnum eftir stríð sáu hveija holskeflu abstraktlistar á fæt- ur annarri ríða yfir Vesturlönd: ab- straktexpressjónisma/átakamálverk í Bandaríkjunum, tassisma/óreglu í Frakklandi og á Ítalíu, ljóðrænt ab- straktmálverk í Þýskalandi, kóbra- list í Danmörku, Hollandi og Belgíu - og svo framvegis. Þá eru óupptaldar óhlutbundnu strangflatarstefnurnar, konkrethst- in, geómetríska listin óg annað í þá veru sem uröu expressjónísku hst- inni samferða. Rökrétt viðbrögð En er ekki hægur vandi að líta á meint ábyrgðarleysi abstraktmálar- anna sem rökrétt viðbrögð við und- angenginni útrýmingarstyrjöld ? Margir listamenn töldu að styrjöld- in hefði sýnt fram á gjaldþrot vest- rænnar siðmenningar, og þar með hefðbundinnar listsköpunar. Þar meö var listamanninum frjálst, og raunar nauðsyn, að finna sér nýj- ar og einkalegar leiðir th tjáningar Corneille - Málverk, 1962. Karel Appel - Maður og fuglar, 1958. og nýjar hstrænar fyrirmyndir, ó- mengaðar af vestrænni helstefnu. Því er það að menn byija frá grunni, í fullkominni óreiðu litanna, rétt eins og börn, geðsjúkt fólk og spunalistamenn Afríkuþjóða, og krafsa sig áfram uns þeir finna ein- hvern tilgang og tilvistarlega réttlæt- ingu með öllu saman. Einnig má halda því fram að iðk- endur strangflatarlistarinnar hafi í og með stjórnast af löngun til að koma skikk á lífssýn okkar og óskipulega hugsun sem beðið hafði skipbrot í styrjöldinni. Gegn henni tefla þeir hreinni og klárri mynd- skipan og ómenguðum litum. Formsins menn Tilefni þessa formála er að sjálf- sögðu sýning á „formleysismálverk- um“ úr safni Riis í Osló sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum. Það er best að taka það strax fram að mér leiðist þetta formleysishugtak sem er bein þýðing á franska hugtak- inu „art informel“ sem mér vitanlega var aldrei notað í neinni alvöru nema um einn hstamann, Fautrier - sem ekki er einu sinni á sýningunni. Vilji menn endilega slá því föstu að þessi sýning gangi út frá upplausn formsins er skynsamlegra (og þjálli íslenska) að tala um „óreiðu" eða einfaldlega „óformlegt málverk“, því Meiming Listahátíð fatlaðra í Vejle í lok maí munu fatlaðir hsta- menn frá flestum Evrópulöndum, og þá væntanlega eirrnig íslandi, safnast saman í Vejle í Danmörku th að halda listahátíð. Á dagskrá verða tónhstaflutn- ingur, leikhúsuppákomur og danssýningar. Auk þess munu fatlaðir hstamenn koma saman th skrafs og ráðageröa meðan á hátíöinni stendur. Þama munu m.a. koma fram grískir dansarar l hjólastólum, daufdumbur látbragðsleikarl og blindur dansari frá Finnlandi, Sýningarflóð íslensk myndlist er nú að verða umtalsverð útflutningsvara, ef marka má þær upplýsingar sem drííur að blaðinu í hverri viku. Nú er til dæmis nýlokið sýn- ingu þeirra híóna Huldu Hákon- ardóttur og Jóns Óskars í Edward Thordén Gallery í Gautaborg en þaö er meðal þekktustu sýningar- stofnana þar í sveit. Georg Guðni er með sýningu í hinu virta Galleríi Riis í Osló (til 11. mars), en eigendur þess eiga þau „formleysismálverk1' sem nú eru til sýnis að Kjarvalsstöðum. Hafa þeir keypt stóra mynd eftir Georg í safn sitt. í vor verður Kristján Guð- mundsson, nýútnefndur Menn- ingarverðlaunahafi DV, einnig með sýningu í Galleríi Riis, og er Riis safnið þegar búið að tryggja sér verk eftir hann til eignar. Laugardaginn 3. mars opnaði Guðbergur Auðunsson svo einka- sýningu í gestavinnustofu Kúlt- úrhússins í Bergen (til 18. mars) og sýnir um 20 málverk. Georg Guðni Hauksson Blönduós: Jugóslavnesk myndlist Ekki eru algengar sýningar á júgóslavneskri myndlist úti á landi. Ein slík hefur þó staöíð yfir í Hótel Blönduósi. Júgóslavi, Dan- ilo að nafni, nú búsettur á Blönduósi, komá þessari sýningu á vatnslitamyndum eftir landa shm, Niko Ribic, í þeim tilgangi að kynna Húnvetningum júgó- slavneska hst og afla farareyris fyrir listamanninn sem vih óður og uppvægur koma til íslands að mála landslagsmyndir. Vonandi hefur listamaöurinn erindi sem erfiði. Úrvalsnemar í enskum listaskóla Tvær íslenskar stúlkur eru nú meðal úrvalsnemenda í hinum þekkta breska hstaskóla Royal College of Art í London. Önnur þeirra, Inga Lása Middle- ton, stundar nám í Ijósmyndun og hefur þegar unnið til viður- kenninga og verðlauna. Myndir eftir hana voru reyndar th sýnis í Norræna húsinu og Djúpinu í desember. Hin heitir Brynja Bragadóttir og stundar meöal annars nám í gerð svokallaðra bókverka, þar sem fara saman myndlist og bókagerðarlist. Brynja hefur þegar gert mikla bók þar sem rúnir eru notaðar á nýstárlegan hátt. Bókin er eins og hálfmáni í laginu, bundin inn í járnplötur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.