Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990. Andlát Sigurður J. Sigurðsson, Fífuhvammi 9, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 7. mars. Leó Ólafsson, Kleppsvegi 36, lést á hjartadeild Landspítalans þann 6. mars. Ástríður Árnadóttir, Suðurgötu 115, Akranesi, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 6. mars. Guðrún Helga Jónsdóttir, Staðar- bakka, Miðfirði, lést í Landspítalan- um 6. mars. Jarðarfarir Bragi Marsveinsson lést 28. febrúar. Hann fæddist í Hafnarfirði 11. febrú- ar 1929, sonur Sólveigar Guðsteins- dóttur og Marsveins Jónssonar. Eft- irlifandi eiginkona Braga er Unnur Lovísa Maríasdóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Bragi starfaði lengst af hjá Hafnarfjarðarbæ, fyrst hjá Rafveitu Hafnarijarðar og síðan sem vörubifreiðarstjóri hjá Hafnar- fjarðarbæ. Útfór hans verður gerö frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15. Þorgerður Þ. Kristjánsdóttir, Fljóta- seh 20, áður til heimilis i Stóragerði 28, sem andaðist 2. mars, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 9. mars kl. 13.30. Rannveig Einarsdóttir frá Strönd, Meðallandi, Hólmgarði 60, sem lést 4. mars sl„ veröur jarðsungin frá kirkju Óháöa safnaðarins föstudag- inn 9. mars kl. 13.30. Ársæll Jónasson kafari, Hringbraut 63, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni föstudaginn 9. mars kl. 10.30. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Félagsvist spiluð laugardaginn 10. mars kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Para- keppni. Allir velkomnir. Félag eldri borgara \ Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14 frjáls spiiamennska, kl. 19.30 félagsvist, ki. 21 dansað. Tölvuskóli íslands verður með námskeið fyrir eldri borgara sem hér segir: Bókfærsla: farið verður í þaö helsta sem varðar heimilisbókhald, einnig verð- ur farið í rekstrar- og efnahagsreikning. Töflureikningur: kennt verður töflu- reiknin, plan perfect. Upplýsingar á skrif- stofu félagsins í sima 28812 og í Tölvu- skóla íslands, sími 671466. Emmess skíðamot Áður auglýst Emmess skíðamót skíða- deildarinnar Fram, sem vera átti 4. mars, verður sunnudaginn 11. mars. Keppt verður í stórsvigi í flokki 11-12 ára og 9-10 ára.. Kristniboðsvika í Reykjavík Dagana 11.-18. mars nk. verður kristni- boðsvika í Reykjavík á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Sunnudag- inn 11. mars verður samkoma í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2B, mánu- daginn 12. mars í Seljakirkju, þriðjudag- inn 13. mars í Grensáskirkju, miðviku- daginn 14. mars í Seltjarnarneskirkju, flmmtudaginn 15. mars í Hallgrímskirkju og síðustu þrjár samkomumar verða svo á Amtmannsstíg 2B. Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) varð 60 ára á síð- asta ári. Það starfar nú í tveimur löndum, Eþíópíu og Kenýa. Nýjasta verkefnið er í Voitó-dal í Eþíópíu, þar sem unnið er að því aö koma upp kristniboðs- og heilsugæslustöð. Hjálparstofnun Þjóð- kirkjunnar tekur þátt í verkefninu með SÍK og er áætlað að ljúka uppbyggingu fyrir 12 millj. ísl. króna á þremur árum. Heildarfjárhagsáætlun SÍK í ár er tæpar 20 milljónir. Samkomumar hefjast kl. 20.30 hvert kvöld. Allir em velkomnir. Sínusvött urðu að músíkvöttum í hljómtækjablaði, sem fylgdi DV í gær, urðu þau mistök í lýsingu á Nordmende Midi Compact System MS 3001 hljómtækjasamstæðunni frá Radíóbúðinni að sínusvött urðu mús- íkvött. Rétt er lýsingin svona: í sam- stæðu þessari er geislaspilari, plötu- spilari, magnari (2x50 sínusvött, 2x75 músíkvött), útvarp, tvöfalt kassettu- tæki og tveir hátalarar. Hljómstæð- unni fylgir þráðlaus fjarstýring. Verð er 44.400 kr. sé samstæðan stað- greidd og 49.800 kr. sé hún greidd með afborgunum. Félagsmiðstöð aldraðra, Aflagranda 40 Bókmenntadagskrá í dag kl. 14. Helgi Skúlason og Helga Bachmann lesa úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness. Nýtt sönghefti eftir Hallgrím Helgason Nýlega er útkomið söngvahefti Hallgríms Helgasonar, Haustkvöld, fjögur einsöngs- lög við ljóð Snorra Hjartarsonar og Jó- hannesar úr Kötlum. Ljóð Snorra eru Haustkvöld og Veturgrið, helguð minn- ingu Ragnheiðar Torfadóttur í Amar- holti, en eftir Jóhannes eru Laufblað og Endur fyrir löngu. Lögin em samin fyrir mezzó-sópran eöa baríton með píanó- undirleik. Dreifingu og útsölu annast Öm & Örnlygur, Síðumúla 11, ásamt öðmm tónverkum höfundar í margvíslegum formum, um sextíu talsins, auk átta út- gefmna bóka, músíksögulegs og tón- fræðilegs efnis. Gjöf til Borgarspítalans Lionsklúbburinn Ægir afhenti nýlega blóðþrýstimæla og lyftur fyrir sjúklinga Grensásdeild Borgarspítalans að gjöf ogvarþessimyndtekinviðþaðtækifæri. Tapað fundið Fundir Lyklar fundust Tannsmiðafélag íslands 2 lyklar, bíllykill og venjulegur lykill, á Munið aöalfundinn í kvöld, 8. mars, kl. kippu fundust á Álfhólsvegi í Kópavogi. 20 að Lækjarbrekku. Upplýsingar gefur Ingi í síma 43254. Hvað er klám? Þegar rætt er um klám er gjarn- an bent á að það sé hvergi skil- greint í íslenskri löggjöf og því ekki hægt að banna eitt eða neitt í þeim efnum. Og síðan er e.t.v. sagt að klám sé ekki til nema í augum þeirra sem sjá það. Eða þykist sjá það. Þannig er reynt að drepa mál- inu á dreif í því skyni að þagga það niöur. Ef það tekst ekki að heldur heimta formælendur kláms ná- kvæma skilgreiningu á hugtakinu. Einkum hvar setja eigi mörkin á milli kláms og erótíkur. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint þessi hugtök á þann veg að klám - eöa pornógrafía - sé ögrandi framsetn- ing á kynlífi, í auðgunartilgangi án ástar og blíðu eða ábyrgðar en kyn- þokkalist - eða erótíka - þegar um er að ræða listræna tjáningu ástar. Skrif um hórur Við skulum athuga nánar þessi tvö orð - pornógrafía og erótíka - en þau eru komin úr grísku. Pornó- grafía er sett saman úr orðunum porneia sem merkir hóra - og ekki hvaða hóra sem er heldur lægst setta hóran í borgríkinu gríska. Sú sem allir höfðu aðgang að. Síðari hlutinn - graphos - merkir skrif. Orðið pornógrafía merkir þá Skrif um hórur. Þetta er frummerking orðsins og þetta er merking hug- taksins enn þann dag í dag - nema nú hefur ýmislegt bæst við skrifin. Orðið erótíka er dregið af nafni ástarguðsins Erosar og merkir ástundun ástar og blíðu. Það er löngun til að gleðja aðra mann- eskju, sýna henni umhyggju og gera henni gott. Þessi tvö hugtök eru því andstæður en ekki hlið- stæður og enginn vandi - hverjum heilskyggnum manni - að greina þar á milli. Erótík er fegurð og frelsi. Pornógrafía hatur og helsi. Sú skilgreining sem einnig er gott að nota velkist menn enn í vafa um merkingu hugtaksins er KjaUaiinn Helga Sigurjónsdóttir námsráðgjafi og starfandi í hópnum Konur gegn klámi svona: „Klám er hvert það efni sem lýsir eða sýnir, viðurkennir og samþykkir kynferðislega niður- lægingu eða misnotkun á fólki.“ Og - þetta fólk er nær undantekn- ingarlaust konur eða börn. Því má segja fullum fetum að klám sé „hvert það efni sem lýsir eða sýnir, viðurkennir og samþykkir kyn- ferðislega niðurlægingu eða mis- notkun á konum og börnum“. Þessa skilgreingu er að finna í bók- inni Take Bach The Night - en í þeirri bók eru birt erindi og greinar sem bandarískar konur tóku sam- an er þær voru að hefja herferö sína gegn klámi fyrir einum áratug. Klám er ofbeldi Klám er því ekkert annað en of- beldi. Það er andleg misþyrming - fyrsta stig á kynferðislegu ofbeldi - eða vægasta mynd þess, og þó ekki væg - og á ekkert skylt við venjulegt kynlíf. Það niðurlægir og meiðir þá sem fyrir því verða - það niðurlægir stöðugt og meiðir íslen- skar konur og íslensk börn og því frekar þeim mun útbreiddara sem það er og aðgengilegra. Klám er ekki saklaust. Þvert á móti. Það er hættulegt. Það er hættulegt konum og börnum sem verða fyrir barðinu á kynferðisaf- brotamönnum. Það er hættulegt konum almennt því aö það ýtir undir kvenfyrirlitningu. Og það er hættulegt ungum drengjum og karlmönnum sem ánetjast klá- miðnaðinum - verða klámfíknir. Nýlega var sagt frá því í blöðum hvernig dæmdur kynferðisaíbrota- maður, bandarískur, hefði ánetjast klámi. Hann sagði frá því - fyrir rétti - hvernig hann hefði smám saman orðið æ fíknari, hefði þurft sífellt meira og meira og loks látið til skarar skríða þegar myndirnar dugðu ekki lengur. Menn tala um frelsi - að öll þessi boð og bönn hefti frelsi manna - ekkert megi lengur á íslandi. Já, þessir menn biðja um frelsi til ýmissa hluta. Við konur og mæður - og allir foreldrar - óskum frelsis frá klámi og öðru ofbeldi. Sú krafa er fyllilega réttmæt. Helga Sigurjónsdóttir „Klám er hvert það efni sem lýsir eða sýnir, viðurkennir og samþykkir kyn- ferðislega niðurlægingu eða misnotkun á fólki.“ Fjölmiðlar Hemmi er of væminn þáttur Helga eigi eftir að ná mikl- Vinsælastisjónvarpsþátturinná íslandi, Á tali með Hemma, er ekki jafngóður og áður. Bæði er það að Hemmi Gunn er of væminn svo og er efni þáttanna of keimlíkt, þaö er svipuð rulla aftur og aftur. Fyrir vikið er þátturinn einhæfur. Þá nær fastagesturinn, Logi bruna- vörður, ekki að lyfta þættinum upp meö saraa hætti og Elsa Lund gerði. Helsti kostur Hemma er gott skap hans. Hins vegar verður þetta sí- fellda flyss hans og gap hvimleitt til lengdar. Þetta þarf Hemmi að bæta. Eínnig mætti Hemmi vera rólegri þegar hann fær gesti til sin. Það að upphefja gesti sína og hæla þeim í hástert skapar aðeins vand- ræðalegt augnablík. Öllum fínnst gott að láta klappa sér svolítið en fólk fer hjá sér við yfirgengilegt lof ogsmjaður. Á Stöð 2 er Helgi Pé kominn með þátt sem greinilega er í samkeppni við þátt Hemma. Ég tel að þessi um vinsældum, einmitt vegna þess að Helgi Pé er rólegri en Hemmi. Það er meiri fagmennska í spurn- ingunum. Því skora ég á Hemma að bæta sig. Þá nær þáttur hans fyrrivinsældum. Áfram meö vinsæla sjónvarps- menn. Á Stöð 2 í gærkvöldi mætti einn vinsælasti sjónvarpsmaður í heimi, Micheal Aspel. Þessi kunni sjónvarpsmaður býr sig feikivel undir þættina og spyr gesti sína í þaula áður en aö útsendingu kem- ur. Útkoman er hreint snilldarlegir þættir. Jón G. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.