Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 4 4 4 FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990. Fór í sjóinn og kom til hjálpar Björgvin Helgason, skipverji á Óskari Halldórssyni RE157, féll fyrir borð þegar báturinn var að togveið- um sunnan við Vestmannaeyjar í gærmorgun. Björgvin Helgason var aö lása í hlera þegar blökk slóst í hann. Við höggið féll hann fyrir borð. Gunnar Kristinsson, sem er annar vélstjóri á bátnum, stökk í sjóinn og kom Björgvini til aðstoðar. Ekki mátti tæpara standa þar sem Björg- vin var orðinn talsvert þrekaður. Gunnar er eini skipverjinn á Óskari Halldórssyni sem klæðist vinnuflot- galla. Eftir að Gunnar hafði aðstoðað Björgvin og búið var að koma honum um borð í Markúsarneti var skotið út gúmbjörgunarbáti til að aðstoða Gunnar um borð. Hann hafði misst talsvert þrek og gat ekki komist hjálparlaust í björgunarbátinn. Báðir skullu mennimir í síðu skipsins og hiutu af minni háttar meiðsl. Óskar Halldórsson fór til Vestmannaeyja þar sem Björgvin var lagður inn á sj úkrahúsið. -sme Stjómarformaður Sýnar: Þarf ekki að kaupa nýja myndlykla okkar vegna „Það hafa einungis átt sér stað óformlegar viðræður milli einstakra stjómarmanna Sýnar og Stöðvar 2 þar sem þeir hafa hist af tilviljun. Það er engin mynd á þessum viðræð- um,“ sagði Jónas Kristjánsson, stjómarformaður Sýnar, þegar frétt- ir af viðræðum um hugsanlegt sam- starf stöðvanna voru bornar undir hann. Sýn er að velja myndlykla þessa dagana. Jónas segir þá lykla sem verið sé að skoða mun fullkomnari en þá sem Stöð 2 notar. Til dæmis þarf fólk ekki lengur að fá lykilnúm- er með pósti heldur er hægt að opna og loka lyklinum frá móðurtölvu á nokkrum mínútum. - Verða myndlyklar ykkar seldir eða leigðir? „Við munum lána þá gegn skila- tryggingu. Fólk þarf þá ekki að kaupa nýja myndlykla okkar vegna.“ - En hvað með móðurtölvu? „Það er um það að ræða að við kaupum okkar eigin tölvu og til- heyrandi útbúnað eöa að við semjum við Stöð 2 um notkun á þeirra keríi, sem ekki er eins fullkomið, og kaup- um þá helminginn af þ ví. “ -hlb LOKI Þetta hafa verið algjörir «veppir! Útflutningsbannið á flattan eða hausaðan fisk: Það versta af mörgu slæmu sem gert hefur verið fáum allt að 300 krónur fyrir kílóið, segir Jón Ármann „Af mörgu slæmu er þetta bann á útflutning á flöttum eða hausuö fiski það heimskulegasta sem stjómvöld hafa lengi gert. Menn fá allt að 300 krónur fyrir kílóiö af hausuðum fiski sera sendur er út í 30 kílóa kössum og er fimm daga gamall þegar hann kemur á mark- aðinn. Þetta er hæsta verð sem greitt er fyrir íslenskan fisk. Nú er þetta bannað. Á sama tima er leyft að bátar og togarar sigli með flsk á erlenda markaði og selji hann þar 14 til 18 daga gamlan. Hvaða vit er nú í svona hringavitleysu," sagði Jón Ármann Héðinsson fiskútflytj- andi i samtali við DV í morgun. Hann sagöist hafa gert nokkuð að því aö flaka og fletja fisk, frysta hann síðan og selja út. Það sagðist hann ætla að gera áfram, það væri enn ekki enn búið að banna mönn- um að flytja út frosínn fisk. Síðan er þessi frosni flatti fiskur þíddur upp og saltaður og hefði það gengið mjög vel. Þetta væri að vísu dýrari vinnsluaðferð én borgaði sig samt vegna hins háa verðs. „Fisk, sem búið er að gera að, má ísa í kassa og flytja út. En ef menn hausa hann llka má ekki flytja hann út. Menn sem banna sMkt hafa bara alls ekki fylgst með tímanum. Þeir virðast alls ekki vita um nýjustu geymslu- og flutninga- tækni,“ sagði Jón Ármann. Hann sagöist hafa veriö braut- ryðjandi aö verkun svokailaðs tandurfisks árið 1983. Þaö eru flök sem sett eru í salt í 6 til 7 daga og síðan send út og seld þannig. Venjulegur saltfiskur er í verkun í 3 tii 4 vikur. í byijun hefði verið talað um tandurfiskinn sem rugl. Nú væru allir 1 að verka hann enda fæst mun hærra verð fyrir tandur- fisk en venjulegan saltfisk. „Það er hryggiiegt að horfa upp á að þessi afturhalds- og einokun- arsamtök, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, skuli fá að ráða ferðínni í öllum þessum málum. Hjá þeim sem að samtökunum standa kemst ekkert að nema ein- okun. Auðvitað eiga menn að vera frjálsir að því að gera það við sinn fisk sem þ>eir vilja, hvað þá að þeim sem allra hæst verðiö fá fyrir fisk- inn skuli bannað að flytja hann út,“ sagði Jón Ármann Héðinsson. -S.dór Karlmaður var handtekinn í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu við Lindargötu síðdegis i gær eftir að hann hafði slett þar málningu á innanstokksmuni. Hann taldi sig eiga eitthvað sökótt við fulltrúa ráðuneytisins og skeytti skapi sinu á þeim með þessu móti. Talsverð vinna fór í að þrífa upp málninguna eftir manninn. Hann var fluttur í fangageymslur lögreglunnar. DV-mynd S Veðrið á morgun: Austlægar áttir Á morgun leika austlægar áttir um landið. Víðast verður gola eða kaldi. Snjómugga eða él suðvest- anlands en annars úrkomulaust að mestu. Víða verður allbjart veður til landsins. Hitinn verður alls staðar undir frostmarki, mjög mismunandi þó, -1 til -9 stig. Ganga í störf læknanna 4 4 „Þetta er auðvitað mikil röskun hjá okkur en hefst þó ef við göngum í| störf læknanna. Það kemur svo betur 1 í ljós eftir hádegi hvort við ráðum við öll verkefnin," sagði Gunnar Þór ( Jónsson, yfirlæknir á slysadeild| Borgarspítalans, í morgun. Aðstoðarlæknar þar á deildinni mættu ekki til vinnu í morgun frekar c en um 130 starfsbræður þeirra víða i, um land. Gunnar sagði að hann hefði I í morgun unnið við að gera að sárum manna sem annars væri ekki hlut- verk yfirlæknis. -GK | 4 4 14 4 Avöxtun rann- ú sökuð of seint : 1 „Skýrsla umboðsmanns Alþingis; verður lögö fyrir bankaráð Seðla- bankans í næstu viku. Fyrr vil ég ekki tjá mig um skýrsluna. Þó vil ég; að fram komi að þegar árið 1986] kærði Seðlabankinn Ávöxtun sf. till ríkissaksóknara. Hann sá hins vegar ekki ástæðu til að ákæra og fara: lengra með það mál. Það hefur síöaní þótt svolítið einkennilegt," segir Tómas Árnason seðlabankastjóri í morgun. Umboðsmaður Alþingis, Gaukur Jörundsson, segir í áliti sem hann hefur sent frá sér að hann telji að vegna ýmissa upplýsinga og vís- bendinga, sem fyrir lágu, hafi verið; brýnt tilefni til að bankaeftirlit Seðlabankans hefði fyrr en gert var, beitt sér fyrir rækilegri úttekt á íjár- reiðum og viðskiptaháttum Ávöxt- unar sf. og verðbréfasjóða fyrirtæk- -JGH ísins. 8 pjP l; 4 14 v. 0 4 4 Þrír á sjúkrahús A Þrír piltar; voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og Keflavík eftir að þeir höfðu neytt j eitraðra sveppa sem valda ofskynj- unum. Lögreglan komst á snoðir um1 uppátæki piltanna við Sundhöllina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Náðust tveir j þeirra strax og voru þeir þá komnir j í mikla vímu. Þeir voru fluttir á Borgarspítalann en þaðan á Land- ( spítalann. Þriðji pilturinn hafði kom- ist til Sandgerðis. Var náð í hann og) hann síðan fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. í bíl, sem piltarnir höfðu verið í, I fundust lyf sem læknar segja að geti í haft aukaverkanir í fór með sér - þar á meðal ofskynjanir. Ekki var vitað j nákvæmlega hve mikils magns þre- j menningarnir höfðu neytt af lyfjun-' um. -ÓTT NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BILALEIGA v/FIugvalIarveg 91-6144-00 4 4 4 14 4 é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.