Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 10. MARS 1990.
Fréttir dv
Vakthafandi stýrimaður sofnaði þegar Höfrungur n. strandaði:
Talaði í land hálf-
tíma fyrir strand
Ök á barn
og stakk af
Ekið var á fimm ára dreng við
Nönnufell klukkan rúmlega sex
síðdegis i gær og slasaðist hann
á höiði. Ökumaöurinn stakk af
og sást hann síðan keyra vestur
Suðurfell. Bílnum er lýst sem
rauðleitum fólksbíl. Hliðarspegill
brotnaði vinstra megin þegar
bíllinn ók á drenginn sem kastað-
ist í götuna við höggiö. Þegar DV
fór í prentun var drengurínn í
rannsókn á slysadeild og meiðsl
ekki 'fullkönnuð. Lýst er eftir
ökumanninum eða vitnum sem
geta gefið nánari lýsingu á bíln-
um. -ÓTT
Strand við bryggju
Stórt rækjuskip frá Hjaltlands-
eyjum tók niðri og sat fast á sand-
botni við hafnargarðinn á Húsa-
vík í gær. Var stefhi skipsins
komiö að bryggju og hallaðist það
töluverL Tókst síðan að skipa
farmi í land. Búist var við að
tækist að koma skipinu á flot í
dag. -ÓTT
SÍF safnar undir-
skriftalistum
Sölusamband íslenskra fisk-
framleiöenda hefur hafiö mikla
herferð gegn þeirri hugmynd aö
gefa saltfisksöluna frjálsa. í gær
bárust DV 24 listar meö undir-
skrift saltfiskframleiöenda í
landinu þar sem þeir skora á Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra að breyta engu um salt-
fisksöluna. Jafnframt er á Qest-
um listunum lýst yfir stuðningi
viö bann þaö sem Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra
setti á útflutning á flöttum og
hausuöum fiski.
Þess má geta að þeir sem nú
hafa rnisst útflutningsleyfi á flött-
um og hausuðum fiski eru meö
rúmlega 300 manns í vinnu. At-
vinna þessa fólks er í mikilli
hættu. Verðmæti þessa útflutn-
ings nemur um eða yfir einum
milljarði króna. -S.dór
Riðuveikideila:
Skera á allan
stofninn
í Flatatungu
AUur sauðfiárstofninn í Flata-
tungu í Akrahreppi skal skorinn
niður vegna hættu á aö hann sé
sýktur af riðu. Löng deila hefur
verið vegna þessa máls. Á árinu
1987 vildi bóndinn skera allan ,
stofninn en samningar tókust
ekki um heybætur til handa hon-
um. Bóndinn fór í mál til að reyna
að fá ákvörðun um nið'urskurö
hnekkt.Ekki hefur orðiö vart riöu
í fé bóndans eftir aö hann fargaði
tuttugu ám. Dómurínn er nú fall-
inn og samkvæmt honum á aö
skera stofhinn. Ríkislögmaður
hefur áfrýjað dóminum til Hæsta-
réttar til staðfestingar.
Sigríður Friðjónsdóttir, fulltrúi
sýslumanns í SkagaQaröarsýslu,
dr. Arthur Löve dósent og Stein-
grímur Gautur Kristjánsson
borgardómari kváðu upp dóm-
inn. -sme
Við sjópróf hjá bæjarþingi Grinda-
víkur vegna strands netabátsins
Höfrungs II. á fimmtudag kom fram
að vakthafandi stýrimaður hefði
sofnað í brúnni rétt áður en báturinn
sigldi á sjálfstýringunni upp í fjöru.
Klukkan sex um morguninn hélt
báturinn til hafnar í Grindavík af
Selvogsbanka þar sem neta hafði
verið vitjað. Fyrsti stýrimaður var á
vakt og annar vélstjóri var í vélar-
Formannskjör fer fram í Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana á aðal-
fundi félagsins 29. mars næstkom-
andi. í fyrsta skipti í mörg ár er nú
boðiö fram í formannssætið á móti
Einari Ólafssyni, verslunarstjóra
ÁTVR við Lindargötu. Þaö er Sigríð-
ur Kristinsdóttir sem býður sig fram
á móti Einari.
Nú þegar er harður formannsslag-
ur hafinn. Nokkrir félagar í Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana hafa haft
samband við blaöið og halda því fram
að stuðningsmenn Einars Ólafssonar
séu búnir að koma sér upp kosninga-
rúmi. Sjálfstýringin var síðan sett á
og var stefnt á punkt um eina mílu
frá landi, nálægt Grindavík. Klukkan
7.40 um morguninn hringdi stýri-
maðurinn í veiðarfærastjórann í
Grindavík. Við svo búið fór hann
niður og fékk sér kaffi. Þegar hann
kom aftur upp í brú skömmu síðar
sofnaði hann. Klukkan 8.10 vaknaði
stýrimaðurinn svo upp ásamt flest-
um öðrum í áhöfninni. Höfrungur II.
skrifstofu í húsnæði Vita- og hafnar-
málaskrifstofunnar en þar er skrif-
stofa Tómasar Sigurðssonar sem er
varaformannsefni með Einari.
Til að ganga úr skugga um hvort
eitthvað væri hæft í þessu var hringt
í skiptiborð Vita- og hafnamálaskrif-
stofunnar og beðið um innanhúss-
númer 72. Þá svaraði Einar Ólafsson,
formaður Starfsmannafélags ríkis-
stofnana. Spurt var hvort Kristján
Thorlacius væri við en hann er sagð-
ur kosningastjóri Einars Ólafssonar.
Einar sagði að hann væri ekki í þessu
númeri en sagðist sjálfur vera stadd-
var þá strandaður skammt vestan
við innsiglinguna í Grindavík.
Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, full-
trúa hjá bæjarfógetanum í Grinda-
vík, kom einnig fram við sjópróf að
í brúnni var svokallaður vökustaur.
Á honum hafði verið slökkt og var
ástæöan sú að píp sem kom á 3-A
mínútna fresti þótti þreytandi til
lengdar. Tæki sem þessi eru höfð í
bátum og skipum í öryggisskyni til
ur þarna af tilviljun að ræða við
Tómas.
Haft var samband við stuðnings-
menn Sigríðar Kristinsdóttur og full-
yrtu þeir allir að kosningaskrifstofan
væri þarna. Þeir kvörtuðu undan því
að fá ekki félagaskrána og sögðu
hana tilbúna og að Einars-menn
væru byijaöir að vinna eftir henni.
Sigríðar-mönnum væri sagt að þeir
fengju skrána ef til vill eftir stjórnar-
fund á mánudag.
Greinilegt er að mikið verður lagt
undir í þessum formannsslag.
-S.dór
að halda dottandi mönnum vakandi.
Höfðu skipstjórnarmenn á Höfrungi
B. haft annan vökustaur i brúnni
sem pípir á 15 mínútna fresti. Það
tæki var einhverra hluta vegna ekki
í bátnum í þessum túr. Við sjóprófin
voru skipstjóri, 1. stýrimaður og 2.
vélstjóri.
-ÓTT
Sendibílar
aka fólki
frítt
„Við munum halda áfram bar-
áttu okkar uns einhver leiðrétt-
ing fæst,“ sagði Albert Ómar
Guöbrandsson sendibílstjóri í
samtali við DV.
Sendibílstjórar ætla að bjóða
fólki ókeypis heimakstur í kvöld
eins og um síðustu helgi. Albert
Ómar kvaðst búast við svipaðri
þátttöku bílstjóra í þessum að-
gerðum og fyrir viku en þá tóku
um 300 bílar þátt í þessum mót-
mælum. Nú eins og þá munu
sendibílar verða fyrir utan
stærstu skemmtistaði eftir mið-
nætti og aka fólki þangað sem þaö
vill án endurgjalds.
Með þessu vilja sendibílstjórar
mótmæla ákvæðum laga um
virðisaukaskatt og ennfremur
reglugerð um verkaskiptingu
leigubíla og sendibíla. Sendibíl-
stjórar halda því fram að leigubíl-
stjórar stundi akstur með vörur
í stórum stíl og taki þar með at-
vinnu frá sendibílum. Þeir krefj-
ast þess að samgönguráðuneytið
breyti ákvæöum í reglugerð sem
kveður á um þessa verkaskipt-
ingu.
12. grein reglugerðarinnar sem
deilt er um segir um leigubíla:
„Eigi er heimilt að flytja farangur
án farþega nema í undantekning-
artilvikum, enda sé um að ræða
flutning bréfa, skjala eða annarra
sérstakra verðmæta." Ráðuneyt-
ið hefur sagt aö efnisleg rök
skorti til breytinga.
í áliti umboðsmanns Alþingis
segir um reglugerð þessa að skil-
greining um verkaskiptingu sé
ekki nógu skýr og einkum geti
orðin, „... annarra sérstakra
verðmæta,“ oröið tilefni ágrein-
ings. Umboðsmaður Alþingis tel-
ur því æskilegt að samgöngu-
ráöuneytið beiti sér fyrir endur-
skoðun þessara reglna. Það hefur
ráðuneytið ekki viljað fram til
þessa og því mótmæla sendibíl-
stjórar en þeir telja úrskurö um-
boðsmannsins ótvírætt styðja
sinnmálstað. -Pá
Stórveldaslagurinn í skák hófst i gær í sal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Þar etja kappi Bandaríkjamenn,
Bretar, Sovétmenn og samanlögð sveit Norðurlandamanna undir forystu Friðriks Ólafssonar. Keppnin heldur áfram
í dag og á morgun en þá fá skákmennirnir dagshvíld fyrir næstu lotu. Á myndinni sést Steingrimur Hermannsson
forsætisráðherra leika fyrsta leik Simens Agdestein gegn Jusupov. Helgi Ólafsson fylgist vel með. Skákunum var
ekki lokið þegar DV fór i prentun í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti
Starfsmannafélag ríkisstofnana:
Formannsslagur í fullum gangi
- kosningaskrifstofa rekin á Vita- og hafnarmálaskrifstofu
„Trúi ekki að það komi annað framboð“
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við verðum með fulltrúaráðsfund í
flokknum á miövikudag í næstu viku
og þar gefur uppstillingamefnd sína
skýrslu. Fyrr en sá fundur hefur
verið haldinn get ég ekki veriö að tjá
mig um þetta mál,“ segir Knútur
Karlsson, formaður uppstillingar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins á Akur-
eyri, en eins og fram hefur komið í
DV hefur gengið mikið á hjá sjálf-
stæðismönnum viö að koma saman
framboðslista sínum vegna kosning-
anna í vor.
Ömggar heimildir DV segja að hart
hafi verið lagt að Guðfinnu Thorla-
cius bæjarfulltrúa að vera í 3. sæti
listans. Gunnar Ragnars, fyrrver-
andi forseti bæjarstjómar og þáver-
andi oddviti sjálfstæðismanna í bæn-
um, hafi farið á fund Guðfinnu að
beiðni Knúts Karlssonar formanns
uppstillingarnefndar í þeim tilgangi
og Guðfinna hafi fallist á þaö.
Þegar samþykki Guðfinnu lá fyrir
hafi uppstillingamefndin hins vegar
hafnað henni í 3. sætið af einhverjum
ástæðum og það var höfuðástæða
þess að Jón Kr. Sólnes, sem átti kost
á 4. sætinu, ákvað að taka ekki sæti
á listanum. Samþykki hans um að
verða í 4. sæti ef Guðfinna yrði í 3.
sæti var hafnað.
„Ég trúi því ekki að það komi fram
annaö framboð meðal sjálfstæöis-
manna vegna þessa máls,“ segir
Knútur Karlsson. „Ég tel að þegar
fólk fer yfir þetta í rólegheitum sjái
það aö annað framboð er veikur kost-
ur. Fólk gerir sér grein fyrir því þeg-
ar öldurnar lægir.“
„Það hefur vissulega verið talað viö
mig um að fara fram meö annan
lista,“ segir Jón Kr. Sólnes. „Ég hef
ekki skoðað hugsanlegt framhald í
málinu enda er nægur tími. Sjálf-
stæðisflokkurinn verður ekki búinn
að ganga frá sínum lista fyrr en í
fyrsta lagi á miðvikudag í næstu viku
og það er best að sjá þann lista. Þeir
þurfa 22 nöfn á listann og ég bíð eftir
því að sjá þau nöfn,“ sagði Jón Kr.
Sólnes.