Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Qupperneq 3
3 LAUGARDÁGUR 10. MARS 1990. dv Fréttir Breiöholt: Haglabyssu og skotum stolið Haglabyssu og sennilega skotum var stolið úr geymslu í Austurbergi fyrr í vikunni. Eigandi byssunnar hafði samband við DV og sagðist hafa þungar áhyggjur af því að byss- an væri í höndum barna eða ungl- inga. Eigandinn sagðist ekki viss hvort skotum heföi verið stolið en hann taldi líklegt að svo væri. Eigandinn sagði að heyrst hefðu byssuhvellir þar sem fimm skotum var skotið. Haglabyssan er fimm skota. Hann sagðist ekki nægilega sáttur við vinnu lögreglu, finnst að lögregla fari fullrólega viö rannsókn- ina. Hann vildi beina því til fólks að athuga vel hvort byssan gæti verið í höndum einhverra sem ekki kunna með hana að fara. Haglabyssan er af gerðinni Rem- ington 1187. Hún var í grænum byssupoka. -sme Kaupfélag Grundfiröinga: Kröfurnar eru níu milljónir Heildarkröfur í þrotabú Kaupfé- lags Grundfirðinga eru tæpar níu milijónir króna. Þrotabúið á óselt verslunarhús í Grundarfirði. Ekki er búið að taka afstöðu til aUra krafn- anna og því geta þær hugsanlega orðið lægri. Skiptafundur var haldinn í þrota- búinu á fimmtudag. Annar skipta- fundur verður haldinn síðar. -sme Sendibílstjóri olli stór- skemmdum og stakk af Lýst er eftir ljósum eða hvítum sendiferðabíl sem ók samsíða bláum Saab norður yfir Amarneshæð og þvingaði ökumann hans til þess að aka út af og á umferðarmerki - með þeim afleiðingum að Saab-bíUinn stórskemmdist. Atburðurinn átti sér stað klukkan 15.50 á þriðjudag og stakk sendibílstjórinn af. Talið er mjög líklegt að vitni hafi séð hvað gerðist og eru þau beðin um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. -ÓTT Verkfall unglækna: Bíðum svars Ólafs Ragnars „Við vonumst til að þetta hafi vak- ið athygli. Tilgangurinn var að fá fram svör Ólafs Ragnars við bréfum okkar. Við bíðum nú eftir svari,“ sagði Jón Hilmar Friðriksson, for- maður Félags ungra lækna. Aðstoðarlæknar í Félagi unglækna komu aftur til vinnu í gær eftir að hafa verið frá einn dag vegna skyndi- verkfalls. Starfsemi sjúkrahúsanna fór að mestu fram með eðlUegum hætti enda gengu eldri læknar í störf þeirra yngri. Meö verkfallinu voru unglæknar að vekja athygli á hækkunum á gjöldum sem þeir verða að greiða í ríkissjóð fyrir læknaleyfi. Fjármála- ráðherra hefur ekki tekið undir þess- ar kröfur. -GK Þórscafé opnað Veitingahúsið Þórscafé hefur veriö opnað aftur en tollstjórinn í Reykja- vík lokaði húsinu í síðustu viku vegna vangoldins söluskatts frá því í desember. ToUstjórinn í Reykjavík lokaði einnig fyrirtækinu Agli Vilhjálms- syni í síðustu viku. Það fyrirtæki er enn lokað. -JGH Áttþú LADA SPORT? Langar þig í japanskan jeppa? Þá gerum við þér tilboð sem ekki er hægt að hafrta - að skipta upp í Daihatsu Feroza á einstökum kjörum Komið og kynnið ykkur málið DAIHATSU FEROZR er fullbúinn og fallegur jeppi og kostar aðeins frá: kr. 1.098.200 stgr. á götuna Daihatsu Feroza er fáanlegur í þremur útfærslum: Feroza DX: 4 strokka fjórgengisvél 1600 cc 16 ventla • 5 gíra • vökvastýri • sjálfstæð snerilfjöðrun með jafnvægisstöng að framan • heil hásing og fjaðrir að aftan • hlutalæsing á drifi • driflokur • tvöfaldur veltibogi • 3ja punkta öryggisbelti framm í og aftur í • vönduð innrétting • litað gier og snúningshraðamælir. Feroza EL-II: Hér kemur til viðbótar við búnað DX • veltistýri • topplúga • lúxus innrétting • voltmælir • hallamælir • staf- ræn klukka og hágæða útvarps- og segulbandstæki. Feroza EL-II Sport: Einn með öllu og til við- bótar krómfelgur • krómað grill • krómaðir stuðarar • krómáðir hliðarspeglar og krómaðir hurðar- húnar. □aihatsu Brimborg hf. — draumur aö aka Faxafeni 8, sími 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.