Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 6
Útlönd Hundrað manns handtekin í S-Afríku Suður-afríska lögreglan tók í sína vörslu rúmlega eitt hundrað manns í gær til að reyna að binda enda á verstu öldu ofbeldis og mótmæla gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar sem gengið hefur yfir landið síðustu fjögur ár. Að sögn heimildarmanna voru að minnsta kosti 63 blökkumenn handteknir, sumir pólitískir and- ófsmenn, og 67 hvitir menn. Að því er lögregla skýrði frá voru flestar handtökurnar fyrir glæp- samleg athæfi, s.s. gripdeildir og íkveikjur. „Nú er nóg komið. Pólitískt frelsi er ekki hið sama og leyfi til að stofna til óeirða," sagði ráð- herra dóms og laga, Adriaan Vlok, á þingi í gær en þar fóru fram harðorðar umræður um of- beldi síðustu vikna. í fimm vikur hafa blóðugar róstur ríkt víða í Suður-Afríku en talið er að tvö hundruð hafi látið lífið í þeim. Margir fréttaskýrendur telja aö þessar róstur nú séu þær verstu síðan 1984-1986 en þá voru mikil mótmæli gegn kynþáttaaöskiln- aðarstefnunni. Stjórnin var gagnrýnd harðlega á þingi í gær. íhaldsmenn segja að þær pólitísku umbætur sem de Klerk forseti nefur innleitt og miða aö því að gefa meirihluta blökkumanna í landinu pólitísk réttindi hafi leitt til þess aö þjóðin rambi nú á barmi styijaldar. Þeir segja aö blóöugar róstur í tveim- ur heimalöndum Suður-Afríku séu að undirlagi Afríska þjóðar- ráðsins, samtaka sem berjast fyr- ir jafnrétti kynþátta, sem nýlega var lögleitt. Meira en helmingur blökkumanna í Suður-Afríku býr í svokölluðum heimalöndum. Samkvæmt fréttum japanskrar fréttastofu mun Kim ll-sung, leiö- togi Norður-Kóreu, víkja af valdastóli eftir 78 ára afmæli sitt í april. Simamynd Reuter Leiðtogi N-Kóreu ætlar að víkja af valdastóli Kim Il-sung, leiðtogi Norður- Kóreu, er sagður munu láta af embætti innan skamms að því er fram kom í fréttum Kyodo-frétta- stofunnar japönsku i gær. Ekki er ljóst hvenær hann víkur úr leiðtogaembættinu en sagt var að þaö yrði eftir 78 ára afmæli hans, um miðjan apríl næstkomandi. Kim mua láta völdin í hendur syni sínum, Kim Jong-il, sagði í fréttinni en þaö yrði þá í fyrsta sinn sem völdin í kommúnista- ríki ganga í erfðir. Ekki hefur fengist staðfesting á þessari frétt Kyodo-fréttastofunnar. í fréttinni sagði aö Kim eldri myndi ekki gefa öll völd frá sér. „Hann verður Deng Xiaoping Norður-Kóreu,“ sagði einn heim- ildarmaður fréttastofunnar en það er skírskotun til valdamesta manns Kína sem hefur engin formleg embætti en hefur samt sem áður öll völd á sinni hendi. Reuter Mitterrand Frakklandsforseti, annar frá hægri, ræddi í gær við pólska ráðamenn. Mitterand á vinstri hönd er Mazowiecki, pólski forsætisráðherrann. Lengst til vinstri á myndinni er Jaruzelski, forseti Póllands. Símamynd Reuter Ágreiningur Vestur-Þýskalands og Póllands: Frakklandsforseti skerst í leikinn Mitterrand Frakklandsforseti fór þess á leit við vestur-þýsk stjómvöld í gær að þau gengju skrefi lengra en þau þegar hafa gert til að leysa þann ágreining sem komið hefur upp milli Vestur-Þýskalands og Póllands. For- setinn, sem í gær ræddi við forseta Póllands og forsætisráðherra, hvatti Bonn-stjórnina til að fullvissa Pól- veija um að Þjóðverjar muni ekki véfengja núgildandi landamæri Pól- lands og Austur-Þýskalands. Þingið í Vestur-Þýskalandi sam- þykkti í gær yfirlýsingu þar sem sagði að Þjóðveijar muni aldrei leggja fram landakröfur á hendur Pólveijum. Pólskum ráðamönnum fannst yfirlýsingin ekki ganga nógu langt og sagði Jaruzelski forseti á fimmtudag að í henni væri ekki sagt berum orðum hvaða landamæra væri verið aö vísa til. Sameiningarmálið er nú komið á skrið en í gær hófst fyrsti fundur háttsettra embættismanna beggja þýsku ríkjanna. Að fundinum lokn- um gaf Ernst Krabatsch, aðstoðar- utanríkisráðherra Austur-Þýska- lands, í skyn að viðræðurnar yrðu ekki auðveldar þegar hann sagði að- spurður að vissulega væri skoðana- munur milli þjóðanna. Fundurinn í gær var haldinn til að undirbúa víðtækari viðræður sem fara fram í Bonn í næstu viku milli fulltrúa Bandamanna - Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands - auk þýsku ríkjanna. Fastlega má búast við aö hernaðarleg staða sameinaðs Þýskalands verði erfiðasta viðfangsefni þeirra við- ræðna. Reuter Meir Vanunu: Berst fyrir frelsi bróður síns „í þijú og hálft ár hef ég ferðast víða um heim til að íjalla um mál bróður míns, Mordechai Vanunu. Ég hef rætt viö stjórnmálamenn, al- menning og fjölmiðla víðs vegar og reynt að útskýra forsögu gerða hans, sem og forsögu kjarnorkustefnu Ísraelsríkis sem er grundvöllurinn fyrir gerðum Mordechai... Það gleð- ur mig að fá tækifæri til þess sama hér á landi,“ sagöi ísraelsmaðurinn Meir Vanunu í viðtali við DV í gær. Meir kvaðst vonast til að með heimsókn sinni til íslands myndi hann ná athygli stjórnvalda hérlend- is á baráttunni fyrir lausn bróður síns, sem og fyrir kjarnorkulausum Mið-Austurlöndum. Átján ára fangelsi Meir er bróðir Mordechai Vanunu sem nú afplánar átján ára fangelsis- dóm í ísrael fyrir landráð, svik og njósnir. Eftir leynileg réttarhöld í ísrael var Mordechai fundinn sekur í mars árið 1988 og dæmdur til fanga- vistunar þremur dögum síðar. Máli hans hefur verið áfrýjað til hæsta- réttar en úrskurður hans hefur ekki verið birtur, að sögn Meir. Meir er landflótta í Bretlandi þar sem hann hefur farið fram á pólitískt hæli en verið hafnað. Hann segist eiga yfir höfði sér réttarhöld og hugs- aniega fangavist snúi hann til ísraels á ný vegna þess að hann skýrði bresku dagblaði frá þvi að skömmu^ eftir að bróðir hans hafi komið til London hafi hoiium verið rænt af ísraelsku leynilögreglunni og færður nauðugur til ísraels. „Ég varö að fara úr landi til að vekja athygli á kringumstæðum í réttarhöldunum yfir bróður mínum og skýra frá því hvernig hann var færður til dóms í ísrael,“ sagði Meir. Meir Vanunu. DV-mynd Brynjar Gauti „Ég skýrði Sunday Times frá því að honum hefði veriö rænt í London og hann síðan fluttur til israels. ísraelsk stjórnvöld líta á mannránið sem rík- isleyndarmál og hafa gefið út hand- tökuskipun á hendur mér.“ Mordechai var tæknimaður i Dím- / óna-kjarnorkuverinu 1 Negev-eyði- mörkinni í níu ár. Haustið 1986 birti breska dagblaðið The Sunday Times frásögn hans þar sem hann skýrði frá því að ísraelsk yfirvöld byggju yfir kunnáttu til að framleiða kjarn- orkuvopn og heíöu framleitt allt að tvö hundruð kjamaodda á tuttugu ára tímabili. „Bróðir minn var ekki vísindamaður. Hann var tæknimað- ur sem var kunnugt um aö ísraels- stjórn byggi yfir þekkingu til að framleiða kjamorkuvopn. „Glæpur" hans var að skýra frá vitneskju sinni um hvaö átti sér stað í kjarnorkuver- inu sem hann taldi að almenningur í ísrael, sem og um allan heim, ætti rétt á að fá að vita... Mál hans hefur orðið til þess að athygli hefur beinst að þessum málum í Mið-Austurlönd- um, sem og um allan heim,“ sagði Meir. „Greinarhöfundar Sunday Times komast að þeirri niðurstöðu, og byggja þar á þeim upplýsingum og myndum sem Mordechai Vanunu lagði fram, að ísrael sé nú sjötta sterkasta kjarnorkuríki heims og hafi yfir að ráða milli eitt og tvö hundruö kjarnaoddum. Er það allt að tíu sinnum meira magn en áður var talið að stjórnvöld þar í landi réðu yfir. Yfirvöld í ísrael hafa ætíð vísað því á bug að þau hafi framleitt eða búi yfir kunnáttu til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Fram undan er hörð barátta Meir sagði að hann hefði orðið var við mikinn stuðning, sérstaklega meðal vísindamanna, við baráttu sína til að fá bróður sinn leystan úr haldi. „Hundruð vísindamanna hafa undirritaö beiöni um lausn hans,“ sagði Meir. „Margir þingmenn hafa einnig lýst yfir stuðningi við baráttu okkar en við njótum ekki opinbers stuðnings ríkisstjórna." Aðspurður hvort hann væri bjart- sýnn á lausn bróður síns fljótlega sagði hann aö stefna ísraelsku stjórn- arinnar heföi ekki gefið þeim sem beijast í þessu máli ástæðu til bjart- sýni. „Við eigum langa og érfiöa ferð fyrir höndum," sagði Meir Vanunu. -StB/Reuter LAUÓÁRök'dúR1 íó! Mar^ ^lðba A 1 Norðmenn vilja lækka framlög til varnarmála Meirihluti Norðmanna er hlynntur niðurskurði í íjárfram- lögum til varnarmála því hættan á árás af hendi Sovétmanna hefur minnkað, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar sem birtar voru í Arbeiterbladet í gær. Fimmtíu og tvö prósent að- spurðra vilja aö minna fé verði veitt til hermála. í desember síð- asfliðnum vildu þrjátíu og þrjú prósent minnka fjárframlög til varnarmála. Fyrir fjárhagsárið 1990 hækk- aði norska stjómin framlög til varnarmála um 2,5 prósent, í raungildi, en það er einhver mesta hækkun af öllum aðildar- ríkjum Nato. Stjórnvöld í Noregi hafa fagnað þeim lýöræðislegu umbótum sem átt hafa sér stað í ríkjum Austur-Evrópu en segja að enn sé of snemmt að skera niður á sviði varnarmála. Samkvæmt niðurstöðum fyrr- nefndar könnunar vilja aðeins 3,2 prósent Norðmanna að framlög til vamarmála veröi hækkuð, 34,8 prósent vilja óbreytt framlög en tíu prósent tóku ekki afstöðu. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3-5 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 4-r6 Ib 6 mán. uppsógn 4.5-7 Ib 12mán. uppsógn 6-8 Ib 18mán. uppsógn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sértékkareikningar 3-5 Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sb Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6.75-7,25 Sb Sterlingspund 13,5-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6.75-7.25 Sb.lb Danskarkrónur 10,5-11,2 Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 18,5-19,75 Bb.Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 18,5-19 Ib.Bb,- Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 17,5-19,5 lb SDR 10.95-11 Bb Bandaríkjadalir 9,95-10 Bb Sterlingspund 16.75-17 Lb.Bb Vestur-þýskmörk 10.15-10,25 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 30 / MEÐALVEXTIR Óverðtr. mars 90 22,2 Verðtr. mars 90 7.9 VISITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Lánskjaravisitala mars 2844 stig Byggingavisitala mars 538 stig Byggingavisitala mars 168,2 stia Húsaleiguvisitala 2,5% hækkaði 1. ian. VERÐBRÉFASJÓDIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.748 Einingabréf 2 2,601 Einingabréf 3 3.131 Skammtímabréf 1.615 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2.089 Kjarabréf 4,704 Markbréf 2,501 Tekjubréf 1,963 Skyndibréf 1.413 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,287 Sjóðsbréf 2 1.716 Sjóðsbréf 3 1,601 Sjóðsbréf 4 1,352 Vaxtasjóðsbréf 1.6160 Valsjóðsbréf 1.5200 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 500 kr. Flugleiðir 164 kr. Hampiðjan 175 kr. Hlutabréfasjóður 172 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 400 kr. Grandi hf. 160 kr. Tollvörugeymslan hf. 116 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabrétum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.