Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 10
LAUGARÐAGUR 10. MARS 1890.
„Ég man ekki hvenær
pabbi byrjaði að fitla
við mig en ég man hve-
nær því lauk. í minn-
ingunni er þaðfrá því
ég var smábarn þótt ég
vilji ekki trúa því. Þetta
byrjaði með því að
hann baðaði mig,
strauk mér allri og
smáttog smátt varð
þetta alvarlegra. Þessu
laukþegarég vará
fimmtánda ári og þá
hafði hann haft sam-
farirvið mig nokkrum
sinnum. Af hverju hann
hætti veitég ekki.
Kannski hefur hann
orðið hræddur um að
ég yrði ólétt.”
Þetta er ekki útlend frásögn heldur
alíslensk og viðtaliö fór fram á Vest-
urgötu 3 þar sem Stígamót eru til
húsa. Sú sem segir frá er í sjálfs-
hjálparhóp fómarlamba sifjaspella
sem hittist reglulega á sama stað til
að vinna úr sínum málum. Hennar
rétta nafn getum við látið liggja milli
hluta en köllum hana Helgu og sama
gildir um aðra viðmælendur. Helga
er aðeins ein af fjölda kvenna sem
leitað hafa til sjálfshjálparhópanna á
undanfornum þremur árum eða frá
því farið var að vekja máls á þessu
vandamálum. Samtökin Samhjálp
gegn sifjaspellum skilgreina siíja-
spell á aðeins víðtækari hátt en lög-
in. Sifjaspell em þegar einhver full-
orðinn, skyldur eða nákominn, notar
börn til aö þjóna kynferðislegum
þörfum sínum í skjóli valds síns,
hvort sem hann sýnir sig beran,
þuklar á barninu eða hefur við það
samfarir. Með nákomnum er átt viö
hvem þann sem barnið er háð eða
ber traust til.
Þolendur kljást við
sömu afleiðingarnar
Með Helgu sitja tveir aðrir þolend-
ur, Guðbjörg og Hafdís, og eru þær
allar um og yfir þrítugt. Allar hafa
þær orðið að ganga í gegnum vítis-
kvalir frá barnæsku vegna þess að
fjölskyldumeðlimur misnotaði þær
kynferðislega meðan þær vom börn.
Atburðarás og tengsl við gerandann
eru mismunanandi en afleiðingarnar
eru þær sömu: þunglyndi, sektar-
kennd, hræðsla, lítið sjálfstraust og
öryggisleysi fram til dagsins í dag.
Þolendurnir líta alveg eins út og
konan í næsta húsi. Þær hafa hvert
Fórnarlömbin þrjú á Stigamótum eygja loks birtuna eftir áralangt þögult myrkur.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Sifjaspell töluð í hel
- þrír þolendur segja frá
sitt svipmót en era greinilega mis-
langt komnar í því að vinna úr sínum
málum. Helga er skemmst á veg
komin og er greinilega ekkert um það
gefið að segja ókunnugum frá þvi
sem hana henti. Það kom líka í Ijós
síðar að hún hafði aðeins einu sinni
sagt sína sögu áður en hún tók þátt
í sjálfshjálparhópnum.
Enginn mátti vita
Guðbjörg varð fyrst fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi á aldrinum fimm
til sex ára. Hún og eldri systir henn-
ar vora á fósturheimili en þegar syst-
ir hennar lét vita af því að heimil-
isfaðirinn hafði reynt að nauðga
henni voru þær teknar af heimilinu.
„Enginn spurði mig hvort ég hefði
sömu sögu að segja enda var ég bara
sex ára,“ segir Guðbjörg. Þær vora
þá fluttar til frændfólks síns og þar
var það frændi hennar sem misnot-
aði hana frá því hún var níu ára. Hún
slapp ekki undan honum fyrr en hún
gat flutt að heiman, sextán ára göm-
ul.
„Ég lagðist aUtaf á magann af því
ég trúði því að ég gæti betur varist
honum svoleiðis. Hann virtist fá
mest út úr því að fróa sér á mér og
eftir því sem ég barðist meira um því
meira fékk hann út úr þessu, held
ég,“ segir Guðbjörg. Enginn vissi um
þetta ofbeldi og barnið þoröi engum
að segja, ekki einu sinni systur sinni.
„Ég vissi að það yrði allt vitlaust eins
og í fyrra tilvikinu og hvert yrðum
við fluttar þá. Auk þess hefði enginn
trúað mér og þegar móðir hans frétti
af þessu seinna sagði hún að ég hlyti
að hafa viljað þaö sjálf," segir Guð-
björg og greinilegt er að hún á erfitt
með rifja upp þessar hörmungar.
Líkaminn forsmáöur
Síðan eru liðin mörg ár og það
er fyrst nú að hún eygir möguleika
á að sættast við sjálfa sig og þakkar
hún það starfinu í sjálfshjálpar-
hópnum. „Mér fannst gaman í leik-
fimi og sundi en átti alltaf mjög erf-
itt í búningsklefanum. Mér fannst ég
öðruvísi og hkami minn ljótur og
ógeðslegur." Hinar taka undir þessi
viðbrögð og segja það algengt að þol-
endumir forsmái líkama sinn, í raun
tilheyrir höfuðið aðeins þeim en lík-
aminn fær bara að druslast með.
Eina lausn hennar voru róandi
lyf og suma dagana varð hún aö taka
þau inn til að komast í vinnuna.
Guðbjörg átti við langvarandi þung-